Tíminn - 09.06.1978, Side 3
Föstudagur 9. júni 1978
iUÍ.fiil
3
Rætt við þjóðminjavörð um störf á vegum safnsins i sumar
Vopnfirzk verzlunarhús
reist í Árbæjartúni
Á sama tíma að
ári —á Vestf jörðum
Leikflokkur Þjóöleikhússins
hefur nú sýnt bandariska
gamanleikinn Á sama tima aö
ári yfir 70 sinnum á ferö sinni
um landiö. Á föstudaginn
veröur lagt af staö i siöasta
áfanga leikferöarinnar og far-
iö til Vestfjaröa þar sem sýnt
verðurtil 19. júni. Þaö eru.þau
Bessi Bjarnason og Margrét
Guömundsdóttir sem fara
meö hlutverkin tvö i sýning-
unni en leikstjóri er GIsli Al-
freösson.
Sýningarnar veröa sem hér
segir: Laugard. 10. júni:
Búöardal, sunnud. 11. júni:
Króksfjaröarnesi, mánud. 12.
júni: Patreksfiröi, þriðjud. 13.
júni: Bildudal, miðvikud. 14.
júni: Þingeyri, fimmtud. 15.
júni: Flateyri, föstud. 16. júni:
Bolungarvik, laugard. 17. júni
Suöureyri, sunnud. 18. júni:
Hnifsdalur, mánud. 19. júni:
Hnifsdalur.
AM—í gær ræddi blað-
ið við Þór Magnússon,
þjóðminja vörð, og
spurði hvaða fyrirætl-
anir safnið hefði varð-
andi rannsóknir og
varðveizlu á fornminj-
um i sumar.
Þjóðminjavöröur sagöi, aö á
þessu sumri væri ætlunin aö
grafiöyrði einkum á tveim stöð-
um, en þeir eru Hrafnseyri i
Arnarfirði og Stóra Borg undir
Eyjafjöllum. Hér er um viða-
mikil verkefni aö ræða, sem lik-
ur eru á að muni endast forn-
leifafræöingum sem viðfangs-
efni næstu árin.
Á Hrafnseyri verður haldiö
áfram við uppgröft frá siðasta
sumri, en þar er um rústir frá
söguöld eða frá lokum vikinga-
aldar að ræða. Þarna hefur þeg-
ar verið grafinn upp skáli og tvö
hús að auki, en i sumar mun og
ráðizt i uppgröft rústa fleiri
húsa, sem á staönum eru. Ef til
vill verða og hafnar rannsóknir
á svonefndu Hrafnsnausti, sem
er fornt naust, og kennt við
Sturlungaaldarhetjuna Hrafn
Sveinbjarnarson eins og staður-
iiin sjálfur, þótt ekki sé hægt að
ábyrgjast að kempan hafi sjálf
lagt skipum sinum til nausta
einmitt þarna. Þór Magnússon
sagði, að fátt muna hefði fundizt
við þennan uppgröft á Hrafns-
eyri og þvi færra sem kalla
mætti merkt. Guðmundur
ÓlafSson, fornleifafræðingur,
mun hafa yfirumsjón með þessu
verki.
Fornminjum forðað
undan sjógangi
Að Stóru Borg er um að ræöa
Grafið á Hrafnseyri
og að Stóru Borg
bæjarrústir frá miðöldum og
fram til 1840, en þá var bærinn
fluttur á þann staö, sem hann
stendur nú á. Þessar minjar
hafa verið i hættu vegna ágangs
sjávar og veðra og hafa ýmsir
búshlutir komið i ljós, þar sem
sjór hefur skolað burt jarðveg-
inum. Margt þessara muna hef-
ur Þórður Tómasson i Skógum
tekið i sina umsjá. Uppgreftrin-
um að Skógum stjórnar Mjöll
Snæsdóttir, fornleifafræðingur.
Gengið frá gólf- og
hitalögn i Viðeyjar-
stofu
Senn mun haldið áfram viö-
gerð á Viðeyjarstofu, og sagði
þjóðminjavörður að i sumar
væri ætlunin að leggja i húsið
gólflögn og hitalögn, en ekki
væri þar með sagt að hiti kæm-
ist í húsið að sinni. Aö viðgerö-
um á þaki var unnið i fyrra og
hittiðfyrra og mætti segja að
frágangi hússins að utan væri
lokið, að útihurð frátalinni.
Rétt er að minna hér á til
fróðleiks þeim, sem ekki kynnu
að vita það, eða hefðu gleymt
þvi, að Viöeyjarstofa var reist
árin 1752-4 afSkúla Magnússyni
eftir teikningu danska arki-
tektsins Nikolaj Egtved, sem
reisti margar þekktar bygging-
ar i Danmörku, þar á meðal
sjálfa Amalienborg.
Kvernhús og kjöthús i
Árbæjarsafn
t sumar er ætlunin að dyttað
Þór Magnússon
verði að bæjarhúsunum að
Laufási við Eyjafjörð og að
Glaumbæ i Skagafirði, en þessi
gömlu hús þurfa árvekni og al-
úðar við, svo þau geti staðizt
tönn timans svo vel, sem ætlazt
hlýtur að verða til.
Þá er ætlunin aö neðst i túni
Arbæjarsafns, verði endurreist
tvö gömul verzlunarhús frá
Vopnafirði. Þessi hús munu
verabyggð-á timabilinu 1840-60
og þótti sýnt að ekki væri um
annað að ræða, en að endur-
byggja þau i Reykjavik, ættu
þau ekki- að eyðileggjast alveg.
Hiö stærra þessara húsa bar á
sinni tið nafnið Beykishús eða
Kvernhús, en minna húsið var
kallað Kjöthús eða Ullarhús.
Striðsminjar og her-
virki
Núer nógu langt um liðið frá
styrjaldarlokum til þess, að
ýmsum hefur þótt vert að fara
aö huga að einu og ööru sem
minnir á umsvif enskra og
amerískra herja á þeim árum,
en flest af þessu hefur nú verið
rifið eða er á góðri leiö meö að
samlagast sandi og mosa, eöa
er horfið undir gras, sem „grær
yfir allt’ ’,eins og Carl Sandburg
komst að oröi i ljóðinu.
Þjóðminjavörður sagöi að
engar ákvarðanir hefðu enn
verið teknar i þessu efni, en þó
hefði heyrzt minnzt á Hvitanes i
Hvalfirði og hervirkin i öskju-
hlið. Hann taldi að i Hvitanesi
yrði mjög kostnaðarsamt að
koma þessum minjum til fyrra
horfs, en hvað öskjuhlið snerti
væru likur á að hún yrði að ein-
hverju leyti friðuð og varla mik-
illa breytinga að vænta þar, svo
ef til ví 11 mætti hugsa sér, að
hinn gamli viðbúnaður þar gæti
varðveizt. Annars væri eina
áþreifanlega framtakið i þessa
átt, enn sem komiö er, braggi
einn, sem Arbæjarsafn hefur
komizt yfir, en af-uppsetningu
hans hefur ekki orðið enn.
Keflavíkurganga
GEK — Herstöðvaandstæðingar
efna til Keflavikurgöngu
næstkomandi laugardag 10. júni.
Fyrirhugað er að gangan veröi
með svipuðu sniði og sú sem farin
var árið 1976.
Lagt verðurafstaðfrá aðalhliði
Keflavikurflugvallar um klukkan
8:30 að laugardagsmorgni og
gengið sem leiö liggur til Reykja-
vikur og lýkur göngunni með
fundi á Lækjartorgi, þar sem
haldin verður stutt ræða og ávarp
miðnefndar herstöðvaandstæö-
inga flutt.
A leið göngunnar verður áð við
Vogastapa, i Kúagerði, Straumi,
Hafnarfiröi og Kópavogi, og
verður sitthvað til skemmtunar á
þessum stöðum.
1 fréttatiikynningu, sem
Samtök herstöðvaandstæðinga
hafa sent fra sér vegna göngunn-
ar, segir meðal annars:
„Nú eiga sér stað i landinu átök
milli rikisstjórnar atvinnurek-
endavaldsins og launafólks. Er
þar tekizt á um það hvort
rikisstjórnin eigi aö komast upp
með aö skammta laun og reka
með þvi grófustu arðránsstefnu
sem nokkur rikiss'tjórn getur gert
sig seká um.”
Siðan segiri tilkynningunni aði
nýsettum lögum rikisstjðrnarinn-
ar sé freklega gengið á gerða
kjarasamninga, og að launafólki
sé ætlað að vúina kauplaust 5-6
vikur á ári. Telja Samtök her-
stöðvaandstæðinga aö lögin séu
gott dæmi um efnahagsráð-
stafanir i þvi hagkerfi auðvalds-
ins sem hernum sé ætlað aö
standa vörð um.
1 lok tilkynningar Herstöðva-
andstæðinga segir siðan orðrétt:
„Samtök herstöðvaandstæðinga
heita þvi á allt launafólk og aðra
sanna tslendinga, aö vinna að þvi
með oddi og egg að Island segi
upp herverndarsamningnum við
Bandariki Norður-Ameriku og
aðildinni að Nató.”
,Það grær
sem girt er’
BEKAERT GIRÐINGAREFNI
Byggingavörur
Sambandsins
Suðurlandsbraut 32 • Simar 82033 ■ 82180