Tíminn - 09.06.1978, Side 6

Tíminn - 09.06.1978, Side 6
6 Föstudagur 9. júní 1978 Jónas Jónsson: Stutt ádrepa um sjálfstæðismál Nú á þessu vori kosninga og pólitiskrar stórskotahriðar virðist mér að hafi verið undar- lega hljótt um einn málaflokk, sem varöar okkur öll, sjálfstæö- ismálin. Hvað er maðurinn að fará, kunna einhverjir að segja, höfðum við ekki unnið okkar sjálfstæöisbaráttu og erum full- valda og lýðfrjáls þjóð og kom- um fram sem slik á þingum þjóða? Nægir okkur ekki að halda hátiðir svona einu sinni eöa tvisvar á ári til aö minnast sigranna i sjálfstæðisbarátt- unni og fara um þau fögrum og háfleygum orðum? Flestir munu nú i hjarta sinu finna aö svo er ekki. Máltækið segir að erfiðara sé að gæta fengins fjár en afla. Saga und- anfarandi ára og áratuga segir okkur að smáum þjóðum hefur gengiö verr að varöveita raun- verulegt sjálfstæði sitt og frelsi þegna sinna en að öðlast það i orði, með þvi að slita sig undan forsjá nýlenduveldanna gömlu. Kapphlaup stórveldanna um aöstyöja smá þjóðirnar, til þess að fá yfirlýst sjálfstæði fer fram fyrir opnum tjöldum, en á bak við fer fram önnur enn harðari keppni um aö gera þessar sömu þjóðir sér háðar („vinveittar”) meö alls kyns aðstoð, tækni- legri og efnahagslegri. Til dæm- is með þvi að koma þar upp ým- iss konar stóriðjuverum, sem vel eru til þess fallin að nýta auðlindir landanna og flytja frá þeim arðinn. Að maður tali nú ekki um þá augljósu staðreynd að hvar sem hægt er að koma á mátulegri styrjöld t.d. á milli mismunandi trúarhópa eða kynþátta i þessum löndum skal hvorugan hópinn skorta til þess vopn. Svo er vinunum stóru fyr- ir-að þakka. bó að gamla nýlendustefnan sé ekki lengur móðins er önnur tekin við, og hana er erfiðara að varast. Þannig er þetta úti i hinum stóra heimi en hvað kemur það okkur viö, friðsamri smáþjóð, i samstarfi við aðrar friðelskandi nágrannaþjóðir, sem vissulega eru verðir lýðræðis og mann- réttinda. Við höfum meira að segja á undanförnum árum unnið stór- fellda sigra í sjálfstæðismálum okkar, meö þvi að ná óskoruð- um yfirráðum yfir tvöhundruö milunum. Þar höfum viö sýnt, að kæna smáþjóðar getur tekið forystu fyrir hafskipum stór- þjóðanna ef vilji og þol eru fyrir hendi. Þarna höfum við lagt grunn að efnahagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar i framtiðinni, ef vel verður haldið á málunum. Sókn okkarog sigrar i landhelgismál- inu hefðu aldrei orðið að veru- leika ef „viðreisnarforingjarn- ir” hefðu ráðið ferðinni. Þeirra stefna var stóriðja i eigu fjöl- þjóða auðhringa, þeirra draum- ar voru álver og stórvirkjanir sem seldu orkuna á undirboðs- verði. Þeim fannst það ganga fyrnum næst að smáþjóð krefð- ist af einurð réttar sins yfir haf- inu í kringum landið og vildu fara bónarleiðir i þessu máli, sem mörgum öðrum, tii stór- þjóðanna. Þeir voru lika á sin- um tima reiðubúnir að ganga i náðarfaðm Efnahagsbanda- lagsins, og hvar stæðum við nú ef þessir draumar þeirra hefðu fengiö að rætast? Á öðru sviði hefur verulega miðað i rétta átt siðan „viö- reisn” lauk, það er i byggða- málum. Þar var brotið blaö þegar vinstristjórnin kom til valda 1971. 1 stað stóriðjustefn- unnar kom islenzk atvinnu- stefna. Efling atvinnulifs um landið allt, nýting islenzkra auölinda i þágu islenzkra at- vinnuvega er óumdeilanlega þáttur baráttu okkar fyrir vel- ferð og efnahagslegu sjálfstæöi. Þessa alls er rétt að minnast, en þar með er ekki sagt að við Jónas Jónsson. stöndum nógu vel á verði i sjálf- stæðismálum. Hér dvelst ennþá erlendur her og hann er ógnun við sjálfstæöi okkar. Þjóðinni stafar af honum hætta i þrennum skilningi. Öryggismálin og almannavarnir. Ollum mun það ljóst að „varnarliðið” er ekki til þess að verja okkur, heldúr útvarðstöð stórveldisins i vestri. Okkur er sagt, að við verðum að gegna skyldu okkar og leggja eitthvað af mörkum i varnarsamstarfi vestrænna þjóða. Fögur og bróðurleg hugsun ekki satt? En hvað kostar þetta okkur? Hver eri' raun sú áhætta, sem við tök- um með þvi að leyfa herstöð i ógnvænlegri nálægð viö bústaði meirihluta þjóðarinnar? Er það ekki ein af hugsununum á bak við „aronskuna” að við eigum aðtaka fyrir það riflega áhættu- þóknun að leyfa „vinum” okkar aöhafa varðstöðá þessum stað? Ef við hugsuðum i alvöru um al- mannavarnir og viljum þrátt fyrir allt sýna þeim þessa greiðasemi, ættum við vitan- lega að biðja þá að fara nú vin- samlegast með stöðina upp á Sprengisand eða á annan þann stað sem heppilegur fyndist fjærst allri mannabyggð. Menning og tunga öllum ber saman um það i orðum, að varðveizla menning- ar og tungu, séu hornsteinar sjálfstæðis okkar. Sumir gera þó litið úr þessu og óneitanlega virðist það oft til fárra fiska metiö. En hvar stæðum við ef við hefum ekki heilbrigöan þjóðarmetnað. Enginn má halda að islenzk menning hafi orðiö til án utanaðkomandi á- hrifa, og að útiloka eigi þau. Þvert á móti henni eru nauðsyn- legir erlendir straumar jafnt úr vestri og austri. En við verðum að láta grön sia og einhliða áhrif og dreggjar þesssem lélegast er ber okkur að varast, hvaöan sem þær koma. Fáir munu treysta sér til að kenna þau á- hrif, sem dvöl herstöðvarliösins á Miðnesheiði hefur óneitanlega haft á islenzkt þjóðlif, við menningu. Efnahagsáhrifin 1 gamla daga hlutu þeir, sem ekki gátu fengið jarðnæði eða höfðu til þess bolmagn, að fara i vinnumennsku, og vissulega komu margir með þvi undir sig fótunum œ urðu siðar gildir bændur. Það getur lika verið þroskandi að vera dyggðugt hjú á góðu búi. En vinnumennska okkar hjá hermönnum að vest- an hefurtilhvorugs leittog ekki liklegt að svo veröi. Hermang skapar þjóðinni ekki velferð, og treystir ekki sjálfstæði hennar. Hér á það við að feitur þræll er ekki mikill maður, en barður þræll er mikill maður. Það er betra að leggja fastar að sér og efla og byggja islenzka atvinnuvegi en þiggja þrælslaun i þjónustu hernaðar- veldis, hvert sem það er. Skuldaklafinn Nú horfir heldur þunglega hjá hinum iðnþróuðu þjóðum. Þar rikir viða atvinnuleysi og kreppa er sverfur að. Æ fleirum verður ljóst, að ekki er enda- laust hægt að skrúfa áfram kröfur um aukinn hagvöxt, heldur verður að breyta um gildismat. Stefna verður að jöfnun lifsgæða bæði innan hvers þjóðfélags og á milli þjóða. Þjóðirnar verða að búa betur að sinu, án þess aö taka upp verzlunarlega einangrun og nýta skynsamlega og hófsam- lega þau gæöi, sem löndin búa yfir. Skuldasöfnun okkar erlendis er geigvænleg og getur hvenær sem er leitt til efnahagslegs ó- sjálfstæðis, ef það er þá ekki þegar staðreynd. Verulegan hluta skuldanna má i reynd rekja til stóriðjustefnunnar sem mörkuð var á siðasta áratug, en þjóðinni hefur enn ekki tekizt að hreinsa sig nægilega af. Afleið- ing hennar er það, að ein stór- virkjunin rekur aðra þar sem hver áfangi virðist kalla á meiri orkusölu til erlendra eöa hálf erlendra aðila. Stóriðjustefnan, þar sem fjöl- þjóðlegum auðhringum er seld orkan á ajgeru lágmarksverði, er i eðli sinu i fyllsta máta ó- þjóðleg. — Hún leiðir til nýrra og framandi atvinnuhátta. Hún leiðir til byggðaröskunar. Hún raskar grundvelli frumatvinnu- vega okkar. Hún hvetur ekki til heilbrigðrar iðnvæðingar heldur bindur vinnuafl og fjármagn á meðan á framkvæmdum stend- ur sem annars mætti nota til efl- ingar traustra innlendra at- vinnuvega. Það er ekki aö ástæðulausu, aðhinn svonefndi orkufreki iðn- aður á ekki upp á pallborðið hjá þjóðum, sem lengra eru á veg komnar, og hinir fjölþjóðlegu hringar hasla sér æ meira völl meðhana hjá fátæku þjóðunum, sem fárrakosta eiga völ ogekki átta sig á að þar er nýlendu- stefnan gamla komin i nýrri mynd. Við erum ekki á þvi stigi hér á Islandi að við þurfum að þiggja þeirra gæði. Okkur mun bezt farnast i framtiðinni ef við treystum á okkur sjálf og þorum að vera sjálfstæð i hugsun og gerðum. Einhyggju gróða- mönnum kann að finnast þaö dýrt fyrir okkur aö vera sjálf- stæð þjóð og varðveita minn- ingu okkar, en við skulum hafna þeirri forsjá. Hrafn á föstudegi Tímabil vanræktra tækifæra ■ Ungt fók sat viö matborð að kvöldlagi, og það var spjallað um alla heima og geima. Þaö var talað um Smokie-hljóm- sveitina ensku, og einn sagði, aö hún væri ofsagóð og annar bölv- að frat. Þaö var talað um kát- lega atburði i Hamrahliðar- skóla, það var talað um fálka- ræningjannþýzka, það var talaö um hjálparheimilið aö Sogni og það var talað um Guðrúnu Helgadóttur. Og frá henni sner- ist taliö að stjórnmálum eins og eölilegt mátti heita á þessari pólitisku vertiö. Piltur um tvitugt spurði: „Hvaö var eiginlega þessi viðreisnarstjórn, sem þeir eru enn að tala um?” Sjálfur var hann barn á við- reisnarstjórnarárunum, og svo var um fleiri við þetta borö, og hugsaði meira um fótbolta og þess háttar, þegar loks kom að þvi, að viðreisnarstjórnin féll. Samt eru þessi ár svo nálæg, aö litil eða engin fræösla er um þau veitt i skólum, og má auk þess vera, aö margur kennarinn sé þvi feginn, þvi aö ekki er óhugs- andi, að nákomnir menn kveinkuöu sér undan hlutlausri fræðslu um pólitikina á þessu timabili. Stúlka I hópnum, litlu eldri en pilturinn, minntist þess þó, aö á viöreisnarstjórnarárum hefði Þ skyggilega margt fólk flutzt úr landi. Hvernig stóðannarsá öll- um þessum burtflutningi? Ungu fólki finnst eölilega, aö þessitimi, sem fengið hefur hið grátbroslega nafn, viöreisnar- ár, séeittaf þvi, sem i einu lagi má kalla i gamla daga. 1 vitund þeirra, sem eru eldri, er hann aftur á móti bitur reynsla og umfram allt dapurlegt timabil, þegar tækifæri voru vanrækt. Og aö þvi leyti er þetta tima- bil okkur harla nálægt, aö sömu öfl og þá höfðu alla þræði i hendi sér, Sjálfstæöisflokkurinn og Al- þýöuflokkurinn, gætu hæglega hugsað sér að endurnýja sam- búöina, ef úrslit kosninganna nú imánaöarlokinféllu á þannveg, aö þeir fengju þvi við komið. Þannig er skuggi viðreisnar- stjórnarinnar rétt viö tærnar á öllum, ungum og gömlum. 1 islenzku máli eru þau oröa- tiltæki að leysa úr læðingi og drepa úr dróma. Það hefúr kannski einhvern tima verið fjallað um þau i kennslustund- um i Hamrahliðarskóla. And- stæða þessara orðatiitækja er aö leggja i læðing og drepa i dróma. Viðreisnarstjórnin lagði þjóðfélagið i læðing , og þess vegna var hún öfugmælastjórn. Oddvitar hennar i Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum höfðu neglt sig fasta viö ófarn- aðarkenningu, Sem olli stöðnun og atvinnuleysi, búseturöskun og landflótta. Hún lokaði augun- um af mikilli þrákelkni fyrir kyrrstöðunni og hrörnuninni, sem hún innleiddi, og lézt ekki vita um húsin i kaupstöðunum, þar sem fólk haföi neglt fyrir gluggana og gengið slyppt i burt, né flugvélar, sem fluttu hvern farminn af öðrum af at- vinnulausum Islendingum burt til annarra landa. Þeir voru orðnir svo þrælvanir að stjórna með lokuð augu. Þetta var viðreisnartiminn. Eitt af fyrstu verkum þessar- ar rikisstjórnar, sem var svo háöuleg aö kalla sjálfa sig viö- reisnarstjórn, var aö semja um það við Breta á einni dagstund, án nokkurs uppsagnarákvæðis, aðfæra landhelgina ekkiút fyrir þær tólf sjómilur, sem vinstri stjórnin fyrri haföi áunniö okkur undir forsæti Hermanns Jónas- sonar á árunum 1956—1958.1 tólf löng ár hreyfði viðreisnar- stjórnin ekki sinn minnsta fing- ur til þess að vikka fiskveiöilög- söguna, og það er ekki kunnugt, að þeir hafi blakaö tungu eöa hripaö orð á pappírssnifsi til þess að ýja að sliku. Þvi veröur tæpast trúað, aö þessir menn hafi verið svo glámskyggnir, aö þeir hafi ekki skilið, aö hverju fór með fiski- miðin. Hitt mun sanni nær, aö þeir vildu ekki láta Islendinga hafa neina tilburöi til þess að leita réttar sins, af þvi að það var taliö liklegt til þess að styggja svokallaöar vinaþjóðir og valda sundurþykkju meöal Atlantshafsbandalagsþjóða. Viðreisnarárin þýða það, að slik umhyggja var sett ofar lifs- hagsmunum íslendinga sjálfra. Þess vegna var geröur þessi dæmalausi samningur við Breta, þess vegna hélt viöreisn- arstjórnin aö sér höndum og þagði þunnu hljóði á meöan út- lendingar mokuðu upp fiskinum okkar, hundruðum þúsunda tonna. Islendingar áttu að þiggja það þegjandi, er þeim var skammtað af náð og misk- unn, vegna annarlegrar og þjóð- hættulegrar umhyggju fyrir samtökum stórvelda, sem slðar sýndi sig, að vildu dckert fyrir okkur gera, þegar okkur reið mest á, við þá útfærslu land- helginnar, sem önnur vinstristjórnundir forsæti Clafs Jóhannessonar leiddi til sigurs. Þannig var viðreisnarstjórnin sem hefði átt að heita niður- drepsstjórn. Og eru þessi dæmi þó aöeins smekkur þess, sem hún haföi I fari sinu. Aö hæfilega löngum tima liön- um, verður fjallað um þennan þátt sögunnar i skólum — þegar þeir verða ekki lengur ofar moldu, er nú fyndu sér eðlilega smán gerða, ef viðreisnarárin bæri á góma i kennslustund. En þó að nú sé hljótt umþetta tíma- bil i' skólum, ætti unga fólkið að hugsa sig tvisvar um, áður en þaö stuölar að nýrri „viðreisn- arstjórn” með atkvæöi sinu. Hrafn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.