Tíminn - 09.06.1978, Síða 7

Tíminn - 09.06.1978, Síða 7
Föstudagur 9. júnl 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiitrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöimúla 15. Slmi 86300. Kvöldsi'mar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö Ilausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á" mánuöi. Blaðaprent h.f. Sjónarspilið Þau tiðkast nú hin breiðu spjótin i herbúðum stjórnarandstæðinga. Almenningur hefur á undan förnum vikum fengið yfir sig einhverja mestu hol- skeflu rangtúlkana og missagna sem sögur fara af i islenzkum stjórnmálum, vegna kjaramálanna,og er þá næsta mikið sagt eftir óhróðursherferðir sjálfskipaðra kústameistara nú á siðustu árum. Það sem þó verður að teljast einkennilegustu tiðindi kosningabaráttunnar til þessa er sú staðreynd að hinum breiðu spjótum er ekki aðeins beint að samsteypustjórninni sem að völdum situr. Skyndilegar stórdeilur og úthúðanir milli stjórn- arandstöðuflokkanna á siðustu dögum hafa vakið talsverða athygli og nokkra furðu. Hefðbundnar skammir á rikisstjórnina og stuðningsmenn henn- ar nægja stjórnarandstæðingum ekki lengur til þess að þjóna lund sinni svo að nokkru nemi. Þess vegna hamast Þjóðviljinn nú að Alþýðuflokknum og kratarnir sjá rautt i bókstaflegri merkingu,þeg- ar Alþýðubandalagið ber á góma. Athyglisvert verður það að teljast að orðhákum stjórnarandstöðunnar ratast aftur og aftur satt orð á munn þegar þeir fjalla hver um annan, og er það timabær léttir frá þvi moldviðri ósanninda og vit- leysu sem einkennir málflutning þeirra um stefnu og störf rikisstjórnarinnar. Um Alþýðuflokkinn er sagt að hann sé mesti spillingar- og bitlingaflokkur stjórnmálasögunnar og þykist nú fyrir yfirskilvitlegan tilverknað hafa endurheimt meydóm sinn. Hið sanna eðli flokksins sjáist i Gylfa en endurheimturnar imynduðu i Vil- mundi. Um Alþýðubandalagið er sagt að það sé lokaður klikuflokkur harðsviraðra kommúnista sem hafi hjörð þægra sauða i eftirrekstri og dreifi smalarn- ir um sig gylliboðum i allar áttir á sálnaveiðum sinum. Sé þessum kommúnistaflokki ekki treyst- andi til neinna ábyrgra stjórnarathafna. Auðvitað eru þessar stórdeilur aðeins sjónarspil sett á svið i þvi skyni að þessir flokkar tveir geti seilzt sem lengst eftir atkvæðum. Alþýðubanda- lagið hefur tekið að sér að róa til vinstri að sinni, en Alþýðuflokkurinn, úrkynjun sinni trúr, velur leiðina til hægri. Um efndir loforða sinna láta þessir frelsunar- englar ekkert uppi nema það að þeir hyggjast og heita þvi að stórauka launamismuninn i landinu og hnekkja atvinnuöryggi láglaunafólksins með þvi að stórbæta kjör hátekjufólksins með óheftum visitölubótum upp úr öllum launastiga þjóðfélags- ins. Um þetta eru þeir sammála. Fyrir þetta geta þeir ekki nógsamlega hrósað hvorir öðrum, en ná siðan ekki upp i nefið á sér af fyrirlitningu og samkeppnishug hvorir til annars að öðru leyti. Þetta einkennilega sjónarspil er sett á svið nú til þess eins að slá ryki i augu fólks. En það sýnir þó hvers trausts þessir flokkar eru verðir. ERLENT YFIRLIT Rússar fá lítið fyrir snúð sinn í Guineu Toure eykur samstarf við Vesturveldin Sekou Toure GUINEA er þaö riki i Afriku sem lengst hefur haft náin tengsl viö Sovétrikin, þótt þaö hafi fylgt svokallaðri óháöri stefnu. Bæði hefur Guinea notið efnahagslegrar aðstoðar og hernaðarlegrar frá Sovét- rikjunum um nær tuttugu ára skeið. Sovétmenn hafa m.a. þjálfað her Guineumanna og lagt honum til flugvélar og vopn. Astæðan var sú,að þegar Guinea fékk sjálfstæöi fyrst frönsku nýlendnanna i Afriku, vildi stjórnin þar ekki lengur vera efnahagslega háð Frökk- um og afþakkaði þvi aðstoð þeirra, en leitaði til Banda- rikjamanna i staðinn. Banda- rikjamenn vikust undan að veita Guineu efnahagslega hjálp, þar sem þeir m.a. ótt- uöust/að það kynni að móðga Frakka. Þaðbætti ekki heldur úr skák að stjórnendur Guineu voru taldir hallast að marxisma^ Guinea sneri sér þá til Sovétmanna/ sem veittu þeim strax verulega aðstoð og hefur það haldizt siðan. Kin- verjar veittu Guineu einnig nokkra aðstoð um skeið. en hafa dregið úr þvi á siöari ár- um, m.a. vegna náinnar sam- búðar Guineu og Sovétrikj- anna. Þótt þessi samvinna hafi verið náin, er það þó viðurkennt, að Sovétmenn hafá aldreináö neinum tökum á stjórn landsins. SekouToure sem verið hefur einræöisherra Guineu frá upphafi, hefur þótt gæta þess velaö Rússar skiptu sér ekki af innanrikismálum Guineu/ enda yröi þeim ekki veitt aðstaða til þess. SIÐUSTU mánuöi hefur þótt mega sjá þess merki.að sam- búð Guineu og Sovétrikjanna væri ekki eins náin og áður. Rússar hafa orðiö að hætta könnunarflugi frá stöðvum i Guineu eftir að hafa stundað það árum saman. Bersýnilegt þykir, aö ekkert veröi úr ráða- gerðum sem uppi voru um skeiö, um að Rússar byggöu höfn fyrir fiskiskip sin i ná- grenni höfuöborgar landsins, Conakry, þar sem herskip gætu einnig haft bækistöð. Formleg samvinnuslit hafa þó engin oröiö.þvi aö Sovétrikin hafa heldur tekiö þann kost að láta undan siga/ en að láta koma til friðslita likt og við Egypta. Jafnframt þessu hef- ur svo sambúð Guineu við vestræn riki farið sibatnandi. Fullt stjórnmálasamband viö Frakkland hefur verið tekið upp að nýju,en það var rofiö 1965, þegar Guineustjórn kenndi Frökkum um upp- reisnartilraun, sem þá var kveöin niöur. Á viöskipta- sviðinuhefur veriö hafin sam- vinna við ýms bandarisk stór- fyrirtæki, m.a. um nýtingu hinna miklu báxitnáma i Guineu,en þær eru taldar hin- ar mestu I heimi. Augljósasta dæmiö um breytingar á utan- rikisstefnu Guineu er þó taliö að Sekou Toure fór nýlega til Monróviu, höfuðborgar Liberiu, og átti þar vinsam- legar viðræöur við Tolbert f or- seta Liberiu og Senghor for- seta Senegal, en hann hafði áður talið þá ósamstarfshæfa, þar sem sá fyrrnefndi væri leppur Bandarik janna en hinn siðarnefndi væri leppur Frakka. Akveðið var á þess- um fundi forsetanna að auka hvers konar samstarf milli þessara þriggja rikja. AFHALFU þeirrasem vara við að ofmeta hernaðarlega ihlutun Sovétrik janna og Kúbu iAfrikuer nú m.a. bent á þær breytingarsem eru aö gerasti Guineu og þykja benda til þess, að Sovétmenn ætli ekki aö fá mikið fyrir snúð sinn þar. Ástæðan er sú að valdamenn i Afriku gæta furöuvel sjálf- stæðis sins, þótt þeir þiggi um skeið aðstoð utan frá. Sekou Toure hefur nú fariö meö völd I Guineu i rétt tuttugu ár. Árið 1958 gaf de Gaulle Frakklandsforseti frönskunýlendunum kost á aö velja milli sjálfstæðis eða áframhaldandi tengsla við Frakka. Guinea var eina ný- lendan, sem þá strax kaus fullt sjálfstæöi,en hinar fylgdu fljótlega á eftir. Þetta var fyrst og fremst verk Toures. Toure er fæddur 1922, kominn aflágum ættum, en hófst fljótt til áhrifa i verkalýðshreyfing- unni. Nitján ára gamall var hann oröinn leiötogi i sam- bandi póst- og simamanna. Fáum árum siðar var hann oröinn leiðtogi i landssamtök- um verkalýösfélaganna og jafnframt foringi stærsta stjórnmálaflokksins. Um skeið átti hann sæti á franska þinginu. Þegar Guinea hlaut sjálfstæöi 1958,var hann kjör- inn forseti og hefur veriö endurkjörinn jafnan siðan. Aðeins einn flokkur, flokkur Toures er leyföur i Guineu og kosningar þar eru aöeins sjónarspil. 1 siðustu forseta- kosningum fékk Toure 99.9% greiddra atkvæöa. Hann hefur stjórnað meö harðri hendi og fylgt sósialiskri stefnu. Hann telur sig fylgjandi marxisma, en sækiþóhvorkifyrirmynd til Sovétrikjanna né Kina. Hann fylgi marxisma, sem sé miðaður viö Afriku. Um skeiö töldu ýmsir frétta-. skýrendur,að Toure væri hálf- gerður leppur Sovétmanna. Það hefur hins vegar skýrzt betur og betur.aö hann hefur fylgt þeirri stefnu aö gerast hvorki háöur þeim né öðrum. Þaö er vafalaust sú stefna, sem stjórnendur Afrikurikja eru yfirleitt sammála um, hvort heldur sem þeir hallast til hægri eöa vinstri að ööru leyti. Þ.Þ. JS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.