Tíminn - 09.06.1978, Síða 24
Sýrð eik er
sígild eign
A A IIMjR
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMI: 86822
N
Gagnkvæmt
tryggingafélag
% Föstudagur 9. júní 1978 120. tölublað —62. árgangur
QISTING
MORQUNVERDUR
^__.. Yij'f ll - * 1
raudarárstIg llPEITl
ÍL
SÍMI
Itzhak Perlman I anddyri
Hótel Sögu i gær.
„Hefekki
áður leik-
ið undir
stjórn
Ashk-
enazys”
segir Itzhak
Perlman
fiðluleikari
FI — Einn af beztu flðiuleikur.
um í heimi Itzhak Perlman
kom til landsins i gær i tilefni
Listahátiðar og ætlar hann að
leika i kvöld i Laugardalshöll
ásamt Sinfóniuhljómsveit
islands, perlu allra fiðlukon-
serta, — svo aö notuð séu orð
hans sjálfs, Fiðlukonsert i
e-moll op 64 eftir Mendels-
sohn. Perlman sagði eftir
æfingu i Laugardalshöll I gær,
aö sér litist vel á allar aðstæð-
ur. Þetta er i þriðja skipti sem
hann kemur til islands, en i
fyrsta sinn sem hann leikur
undir stjórn vinar sins til
langs tima, Vladimirs Ash-
kenazy.
Perlman varö fyrst heims-
frægur, þegar hann hlaut hin
eftirsóttu Leventrittverðlaun i
Bandarikjunum árið 1964, þá
18 ára að aldri, en fiðluleik
hafði hann stundað frá þvi að
hann var barn. Hann var al-
vanur að koma fram opinber-
lega, þegar hann var aðeins 10
ára og 13 ára liggur leið hans
til Bandarikjanna, þar sem
hann siöar ilengdist. Hann
segist aöeins eiga góðar minn-
ingar frá þessum fyrstu árum
álistabrautinni. „Það er fyrst
nú, sem þaö er erfitt aö vera
til, þegar lifiö er skipulagt
mörg ár fram i timann. Já,
þaö er visst ófrelsi i lista-
mannslifinu eftir allt”.
Perlman segist anda léttar á
Islandi og gefur Reykjavik
sérstaklega góöa einkunn.
Hann saknaöi þess mest að
hafa orðið aö skilja eiginkon-
una eftir i New York vegna
veikinda, en bjóst við aö hitta
hana ásamt börnum þeirra
þremur i Tel Aviv, en þangað
er förinni heitiö strax á
laugardaginn. I Tel Aviv biöur
hljómleikahald með israelsku
sinfóniunni.
Einleikari meö Sinfóniu-
hljómsveit íslands i kvöld
fyrir utan Perlman er banda-
riski sellóleikarinn Lynn
Harrel.
Breytingar á mataræði landsmanna síðustu 40 árin
Neysla á brauði og fiski hefur
minnkað, en aukist á
og gosdrykkj um
SJ — Hefðbundinskipan máltiöa
hefur mjög riðlazt á heimilum
miðað við fyrri tið, og er viöa
mikU óregla á þessum málum.
Neyzla mjólkur og mjólkuraf-
urða hefur aukizt um þriöjung
frá 1938 og flskneyzla er aðeins
þriðjungur af þvi sem þá var.
Utan heimilis hefur neyzla auk-
izt, en þar er aðallega um að
ræða ýmiskonar gosdrykki og
sælgæti.
Þessar eru nokkrar af helztu
niðurstööum neyzlukönnunar i
nokkrum barna og unglinga-
skólum Reykjavikur, sem gerö
var á vegum Manneldisráðs sl.
vetur. Eftir eraö ljtika við hlið-
stæðar mataræöisrannsóknir úr
fleiri skólum, m.a. utan Reykja-
vikur.
Fyrsta tirvinnsla tir rann-
sóknunum gefur til kynna
Iskyggilega lágt gildi járns, A-
og D-vitamina i dagfæðinu.
Þetta eruallt efni sem likaminn
getur safnaö forða af til langs
tima, oger þvi rétt að taka þess-
ar niðurstöður meö nokkrum
fyrirvara. Þó má segja aö
neyzla spendýralifrar og sildar
við og við auk sláturs ætti að
veragóðtrygging. Þaðmáheld-
ur ekki vanrækja árstiðar-
bundnar fæðutegundir, svo sem
fisklifur og hrogn annarsvegar
og grænmeti svo sem grænkál
o.fl. meöan fæst. Loks verður aö
telja að B1 sé I algjöru lág-
marki. Þá er rétt að benda á aö
aukin notkun heilkorns gæti
bætt úr B-vitamín skorti og
járnskorti aö miklu leyti.
Brauöneyzla hefur farið
minnkandi og neyzla grauta
minnkaö mikiö, en i staðinn
hefur komiö ýmisskonar tilbtiið
„morgunkorn”, sem telja
veröur afturför.
Kjötneyzla hefur aukizt um
helming á siðustu 40 árum.
Grænmetisneyzla er svipuö, en
hlutur kartafla hefur minnkað.
Neyzla ávaxta var nær engin
fyrir strið og C vitamin þvi i
lágmarki, nti hefur C vitamin i
dagsfæði fjórfaldazt.
Aður voru gerðar rannsóknir
á mataræði Islendinga árin
1938—39 — neyzlukönnun I
skólum og fjölskyldukönnun.
Þessar rannsóknir voru einnig á
vegum Manneldisráðs.
Það var mikil mildi að ekki skyldu verða slys á mönnum, en hér sést hvar bifreiðin endaöi ferðina á
stofuglugganum að Lundarbrekku 8. Tímamynd Róbert.
BÍLL INN UM
STOFUGLUGGA
GEK — Það var mikil mildi að
ekki skyldi verða stórslys þegar
mannlaus fólksbifreið rann af
stað i brekku i Kópavogi um
klukkan 7:30 á miðvikudags-
kvöldið. Bifreiðin endaði ferð sina
á stofuglugga kjallaraibtiðar að
Lundarbrekku 8, eftir að hafa
runnið stjórnlaust i gegnum tré-
girðingu sem umlykur htisið.
— Mér brá óneitanlega i brtin,
þegar glerbrot og flisar þeyttust
yfir mig þar sem ég sat inni i
stofu og var aö horfa á ensku
knattspyrnuna i sjónvarpinu, —
sagði Agnar Már Sigurðsson, eig-
andi kjallaraibUöarinnar, i sam-
tali við Timann i gær.
Sagði Agnar, að þaö heföi verið
mikil mildi, aö kona hans var ný
gengin Ut Ur stofunni ásamt barni
þeirra hjóna, þegar óhappið varð,
en sjálfur slapp hann ómeiddur,
enda sat hann gegnt glugganum
sem bifreiðin braut.
Ennfremur sagði hann, að það
hefði verið einskær heppni að
enginn varö fyrir bilnum, en börn
eru oft að leika sér i brekkunni
fyrir utan htisið.
— Annars er þetta ekki i fyrsta
skipti, sem svona nokkuð kemur
fyrir, — sagði Agnar — þvi strax
daginn eftir aö við fluttum inn i i-
búðina, fengum við barn, sem
haföi verið að renna sér á fleka i
brekkunni, inn um svefnherberg-
isgluggann og upp i rtimið okkar!-
— Ég vona bara að þessu sé hér
meö lokið, — sagöi Agnar að lok-
um, og geta vist allir tekið undir
þau orð.
Það var mikil mildi að ekki
skyldu veröa slys á mönnum, en
hér sést hvar bifreiðin endaði
ferðina á stofuglgganum að
Lundarbrekku 8
Timamynd Róbert
Beiðni V-list-
ans hafnað
GEK — í gærmorgun Urskuröaði
Þorsteinn Thorarensen borgarfó-
geti lögbannsbeiðni V-listans i
Rey kjaneskjördæmi. Var
Urskurður hans, á þann veg, að
ekki bæri að taka kröfu þeirra til
greina.
Aðstandendur V-listans gerðu
þá kröfu að lagt yrði lögbann við
framboðsþáttum sem fyrirhugað-
ir voru i sjónvarpinu á næstu dög-
um og vikum, en i þeim þáttum er
aöeins gert ráð fyrir þátttöku
þeirra lista sem fulltrUa eiga á
Alþingi.
I fréttatilkynningu sem Eining-
arsamtök kommUnista—ml hafa
sent frá sér er þeirri ákvörðun Ut-
varpsráðs að takmarka tima
þeirra flokka og samtaka sem
ekki bjóða sig fram i öllumkjör-
dæmum harðlega mótmælt.
Hvetja Einingarsamtökin ein-
staklinga og samtök til að berjast
gegn þessari ákvörðun.
Urskurðaðir í
gæzluvarðhald
GEK —Siðdegis i gær kvað saka-
dómur Reykjavikur upp tæplega
tveggja mánaða gæzluvarðhalds-
tirskurð yfir tveimur 16 ára göml-
um piltum. Auk gæzluvarðhalds-
ins var piltunum gert að sæta
geðrannsókn.
Piltarnir sem báðir eiga að baki
litríkan afbrotaferil voru hand-
teknir siðast liðinn miövikudag
vegna rannsóknar á árás, sem
gerö var á næturvörð Hrafnistu
dvalarheimilis aldraðra sjó-’
manna.
Piltarnir játuðu fljótlega aö
hafa ráöizt á næturvörðinn sem er
karlmaður 66 ára að aldri, barið
hann með tréhnúðum af fána-
stöngum og skilið hann eftir i
blóði sinu.
Piltarnir tveir eiga til samans
26 afbrotamál aö baki, sem öll eru
framin á þessu og siðasta ári.
Islandskynning í Bandaríkjunum
50 -60.000 treflar í verðlaun
í söluherferð fyrir sápulög?
SJ — 1 ráði er að Pðlarprjón á
Blönduósi framleiði á næstunni
50-60.000 Islenzka ullartrefla
fyrir bandariskt fyrirtæki, 'sem
framleiðir ullarsápulögin Wool-
ite. Að sögn Zophoniasar Zoph-
oniassonar framkvæmdastjóra
Pólarprjóns h.f. hefur þó enn
ekki verið gengið frá samning-
um um málið. Woolite fyrirtæk-
iö mun ætla að nota treflana
sem e.k. happdrættisvinning
eða verðláun i sambandi við
söluherferö á sápuleginum, sem
fara á fram i sumar. Btiast má
við að þetta geti orðið ein
stórkostlegasta kynning á is-
lenzkri ullarvöru og íslandi,
sem farið hefur fram 1 Banda-
rikjunum. Islenzkir ullarvöru-
framleiðendur binda vonir viö
væntanlega söluherferð, Ullar-
iðnaðurinn sem 1500 manns
starfa við.á nU i erfiðleikum
m.a. vegna erlendrar sam-
keppni og þess að heildarstefna
hefur ekki veriö mörkuð fyrir
islenzkan ullariönað.