Tíminn - 10.06.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.06.1978, Blaðsíða 1
Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 ; Kvöldsímar 86387 & 86392 ( Aðalmál kosninganna: ) Á að greiða fullar verð- lagsbætur á hæstu laun? Það kemur nú stöðugt gleggra og gleggra í Ijós, hvert verður höfuðmál kosningabaráttunnar og kjósendur dæma um fyrst og fremst við kjörborðin 25. júní. Stjórnarandstæðingar, Alþýðubandalagið, Al- þýðuflokkurinn og Sam- tökin, hafa fengið því á- gengt með áróðri sínum, að kaupgja Idsmá lin munu verða aðalmál kosninganna. Eftir að efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafa verið lagfærðar með bráða- birgðalögunum og lág- launafólk hefur fengið fullar verðlagsuppbætur, stendur ekki eftir nema eitt meiriháttar deilu- atriði, því að auðvelt á að vera að ná samkomulagi um eftirvinnukaupið. Atriðið sem deilan snýst nú fyrst og f remst um, er það, hvort fullar verð- lagsbætur skuli greiddar á öll laun eða aðeins lægri launin. Samkvæmt efnahags- löggjöf ríkisstjórnarinn- ar fá þeir, sem hafa lægri laun, fullar verðlagsbæt- ur, en hinir, sem hafa hærri laun, aðeins hálfar. Samkvæmt því, sem stjórnarandstæðingar beita sér fyrir, fá allir fullar verðlagsbætur. Eftirfarandi dæmi skýrir þetta nánar. Verkamaður, sem hefur 120 þús. króna mánaðar- laun, fær fullar verðlags- bætur samkvæmt efna- hagslögunum, eins og þau eru nú. Forstjóri, sem hefur 360 þús. króna mánaðarlaun, fær hins vegar hálfar verðlags- bætur. Ef full verðlags- Benedikt Gröndal uppbót væri t.d. 10%, myndi verkamaðurinn fá 12 þús. i verðlagsbætur á mánuði eða 144 þús. krón- ur yfir árið. Forstjórinn fær aðeins helminginn af Lúövik Jósefsson verðlagsuppbótinni, þ.e. 5%. Hann fær samkvæmt þvi 18 þús. kr. á mánuði eða 216 þús. krónur yfir árið. Fengi hann fullar verðlagsbætur, eins og stjórnarandstæðingar hafa gert að höfuðmáli sinu, myndi hann fá 36 þús. krónur á mánuði eða 432 þús. krónur yfir árið. Hann fengi m.ö.o. þrefalt meiri verðlagsbætur en verkamaðurinn. Sú afstaða ríkisstjórn- arinnar að draga úr verð- lagsbótum til hinna hærra launuðu, er gerð með tvennt fyrir augum. I fyrsta lagi er stefnt að því að draga nokkuð úr verðbólguhraðanum og treysta þannig atvinnu- öryggið. I öðru lagi er stefnt að því að fá meira til skiptanna fyrir lág- launafólkið. Ef stjórnarandstæðing- um tekst með blekkingum sínum að efla fylgi sitt og knýja fram fullar verð- lagsbætur fyrir alla, mun Framhald á bls. 19. Nýr meiri- hluti i Borgar- nesi A hreppsnefndarfundi í Borgar- nesi i gær var ákveðið að nýjan meirihluta i hreppsnefnd myndi Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur. Oddviti var kjör- inn Guðmundur Ingimarsson og örnSimonarsontil vara. Húnbogi Þorsteinsson var kjörinn sveitar- stjóri. r Vita krat- arnir ekki hve hár ellilifeyr- irinn er? Ekki kunna kratarnir sér hófþegar þeir veltast um af sjálfsánægju yfir gengi fiokksins á siðustu mánuð- um. Ekki verður þess vart að þeir hafi hugleitt það að „illur fengur illa forgengur”, en eins og alþjóð er kunnugt tókst þeim fyrst að vekja at- hygli á sér með ósanninda- vaðli og rógi um ábyrga og framsýna stjórnmálamenn. Það má hins vegar segja að næsta langt sé gengið þeg- ar einn af fulltrúum þeirra I sjónvarpskynningu, Jóhanna Sigurðardóttir, telur sæma að tala um ellilif eyris- greiðslur, eins og þær séu miklu lægri cn þær eru I raun og veru. Ekki ber það vitni mikilli þekkingu að ætla sér að bjóða fólki upp á beinar rangfærslur um hluti sem það sjálft þekkir. ------- J Miðbæjarskólinn er ein þeirra bygginga, sem setur sérstakan og þægi- legan svip á hverfin, sem liggja að Tjörninni. Hann hefur verið kiæddur nýju bárujárni, eina byggingarefninu, sem dugar á tslandi, og hér er smiður að ganga frá niöurfallinu, þvi hver býst ekki við slagviðri f Reykjavik? Áhyggjur í Alþýðubandalaginu: Svíkur foryst- an til að komast upp í hjá íhaldinu? Forysta Alþýðubandalagsins hefur að undanförnu lagt á það sérstakt kapp að ryðja ilr vegi öll- um „hindrunum”,semgætu orðið til þess að girða með öllu fyrir s t j ó r n a r s a m s t a r f við Sjálfstæðisflokkinn að kosningum loknum. Sást þetta m.a. með um- mælum gömlu kempunnar, Einars Olgeirssonar, i blöðum eftir bæjarstjórnakosningarnar á dögunum. Sjálfstæðismenn hafa marg- sinnis lýst þvi, að afstaða Alþýðu- bandalagsins til utanrikis- og varnamála stæði einkum I vegi fýrir samstarfi þessara flokka, sem fyrir vikið hafa hingað til kosið sér hvor annan að „uppáhaldsó vini ”. Nú hefur forysta Alþýðubanda- lagsins á undanförnum mánuðum lagt á það ofurkapp að sýna fram á að flokkurinn muni ekki gera þessi efni aö neinu skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Þetta hefur mælzt misjafnlega vel fyrir i herbúðum Alþýðu- bandalagsmanna svo sem við var að búast, enda þótt slikt hafi náttúrulega ekki minnstu áhrif á foringjana, Lúðvik og kompani. 1 Þjóöviljanum f gær birtist merkileg grein um þessi efni eftir Arna Björnsson þjóðhátta- fræðing. Arni er orðinn hræddur um að flokkur hans ætli sér að vikja ,,af vegi” i þessum málum. Arni hefur ekki mikla trú á efnahagsúrræðum Alþýðubanda- lagsins. Hann segir: „Hið eina umtalsverða sem Alþýðubandalagið gæti afrekaö i efnahagsmálum með stjórnar- þátttöku nú, værifrestun á innrás erlends auðmagns I tengslum við stóriöjuframkvæmdir.” Hann hefur sem sé, og rétti- lega, ekki mikiö fyrir hástemmd- ar yfirlýsingar foringjanna um „islenzka” efnahags og atvinnu- málastefnu. Arni Björnsson telur að foringj- ar Alþýðubandalagsins séu i svo litlum tengslum við hinn almenna flokksmann að þeir viti ekki hvað hann hugsar: „Það er ofurskiljanlegt að forystu Alþýðubandalagsins sé ekki vel ljóst hversu skeleggir kjósendur þess eru i herstööva- málinu.” Og hann álitur að það sé sérstaklega nauðsynlegt að menn fjölmenni i Keflavikurgönguna til þess að sýna Alþýöubandalaginu svart á hvitu hvern hug menn bera til herstöðvamálsins En Arni varar áérstaklega við þvi hver áhrif það hefði ef þátttaka i göngunni verður litil: „Ef viðhins vegarsýnum þetta ekki þá getum við sjálfum okkur kennt ef Alþýðubandalagið „svik- ur” i herstöövamálinu”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.