Tíminn - 10.06.1978, Síða 2
2
Laugardagur 10. júnf 1978
Bandarikjamenn selja
Kin verj um f ullkomnar
1j ósmyndavélar
Washington, 9. júni, Reuter. —
Bandarikjastjórn hefur fallizt á
að selja Kinverjum tæki til að
taka ljósmyndir Ur loftd með
infra-rauðum geislum. Tæki
þessigetahafthernaðarlega þýð-
ingu, og má t.d. ekki selja þau til
Sovétrik janna. Þau kosta 2,8
milljónir dollara.
Formælandi Bandarikjastjórn-
ar sagði i dag, að ekki mætti selja
þessitækitil Sovétrikjanna vegna
þess, að Sovétmenn ættu fáguð
rafeindatæki, sem gerðu þeim
kleift að nota þessarmyndavélar'i
hernaðartilgangi. Kínverjar ættu
ekki slik tæki og þar af leiöandi
mætti selja þau til Kina. Neitað
var að svara þeirri spurningu
hvaða hernaöarþýðingu þetta
gæti haft fyrir Kinverja, en sagt
er, að nota megi þessi tæki til að
fygjast með hræringum Rauða
hersins að nóttu til i grennd við
landamærin að Kina.
Samstarfsnefnd NATO og
Japan, sem samþykkja veröur
sölu á tæknibúnaði til
kommúnistarikjanna, á eftir að
leggja blessun sína yfir þessa
sölu. Er búizt við, að erfitt geti
orðið að fá samþykki.nefndarinn-
þar eð hér sé um aö ræða ögrun
við Sovétrikin.
Bandarikjastjórn gekk frá
þessum málum er Brzezinski ráð
gjafi Carters Bandarikjaforseta í
öryggismálum kom frá Peking
fyrir skömmu.
Lagt til að
Orlov fái að
úr
flytjast
landi
Genf, 9. júní, Reuter. —Fjögur
hundrað og fimmtiu visinda-
menn hafa lagt tij, að Yuri Or-
lov verði boðið starf við
Evrópskukjarnorkustofnunina i
Genf, eða þá viö rannsóknastöð i
einhverju hinna 12 aöildarrlkja
stofnunarinnar. Þessi fregn
kemur frá Amnesty Inter-
national. Visindamennirnir
báru fram þessa tillögu I bréfi
til forstjóra kjarnorkustofnun-
arinnar. t bréfinu er skoraö á
forstjórana, dr. John Adams
og prófessor Leon van Hove, að
beita sér fyrir þvi, að Orlov
verði sleppt úr haldi. Hann var
nýlega dæmdur i sjö ára fang-
elsisvist fyrir and-sovézkan
áróður og æsingaskrif.
Evrópska kjarnorkustofnunin
(CERN) er rétt við landamæri
Frakklands og Sviss. Visinda-
menn þar vinna að rannsóknum
á grunn-gerð efnisins. Aðildar-
riki hennar eru: Austurriki,
Belgia, Danmörk, Frakkland,
Grikkland, Holland, ítalía,
Noregur, Sviþjóð, Sviss, Stóra-
-Bretland og Vestur-Þýzkaland.
Engir geislar i
heimsmeistarakeppninni
. *
Hess
fær
ekki
náðun
Bonn, 9. júni, Reuter. —
Leonid Brésnjef, leiðtogi
Sovétrikjanna hafnaði beiðni
Walters Scheels, forseta
Vestur-Þýzkalands, þess
efnis, að Rudolf Hess yrði
sléppt úr haldi. Hess er nú 84
ára að aldri og hefur setið i
Spandau-fangelsinu i Berlin
siðan 1946. Siðustu 10 ár hefur
hann verið eini fanginn þar.
Hann var dæmdur i llfstiðar-
fangelsi i striðsglæparéttar-
höldunum i Núrnberg en hann
og þeir forystumenn Þjóð-
verja, sem dæmdir voru til
fangelsisvistar sátu i Span-
dau.
Samkvæmt heimildum i
Bonn ræddi Scheel þetta mál
við Brésnjef er hinn siöar-
nefndi kom i opinbera
heimsókn til Vestur-Þýzka-
lands i mai sl. Bar Scheel fyrir
sig m annúðarástæður.
Brésnjef svaraöi þvi til að
sovézka þjóðin gæti aldrei sætt
sig við að Hess yrði sleppt, en
hann var á sinum tima stað-
gengill Hitlers.
-
Manila, 9. júni, Reuter. —
Varnarmálaráðuneyti Filipps-
eyja hefur verið faliö að annast
öryggisráðstafanir er þeir
Karpov og Kortschnoi keppa um
heimsmeistaratitilinn i skák i
næsta mánuði. Einkum er lögð
áherzla á að koma i veg fyrir all-
anorðróm um örbylgjugeisla sem
talið er að ruglaö geti hugsun
Nýja Delhi, 9. júnl, Reuter. —
Aðsúgur var gerður aö Indiru
Gandhi og fylgdarliði hennar er
hún ók um götur Bhubaneswar i
Orissa-fylki i dag. Grjótiog flösk-
um var kastað ibifreiðina. Indira
bar fyrir sig púða og meiddist
ekki. Nokkrir I fylgdarliöi hennar
slösuöust og eins lögreglumenn,
alls um þrjátiu manns.
Indira Ghandi sagði, er búið
var að stilla til friöar, aö nú sæist
hvað forystumenn Janata-banda-
lagsins ættu við er þeir segðust
keppendanna. Orðrómur um
notkun slikra geisla hefur nokkr-
um sinnum gosið upp á skákmót-
um. Fyrst er Fischer og Spassky
kepptu i Reykjavik sumarið 1972.
í vetur var talsvert um þetta
rætt er Kortchnoi og Spassky
kepptu um réttinn til að skora á
Karpov heimsmeistara.
þjóna málstað lýðræðisins. Það
voru stuðningsmenn Janata—
bandalagsins, sem stóðu að óeirð-
unum.l siöustu þingkosningum á
indlandi tapaði flokkur Indiru
meirihlutanum, en
Janata-bandalagið vann stór-
sigur.
Fyrr i dag sagði Indira i ræðu i
Kalkútta, að margir meðlimir
Kongressflokksins, hennar eigin
flokks, hefðu að undanförnu verið
myrtir i Bengal.
Aðsúgur
gerður að
Indiru
Gandhi
Tveir öruggir — jeppinn þrjátlu ára og Einar á Fossi, sem ekiö
hefur honum slysalaust frá upphafi.
— Timamynd: SGÞO
Jeppinn
er 30 ára
— og honum hefur verið
ekið slysalaust frá
upphafi
SG-Vik i Mýrdal — Klúbburinn
Oruggur akstur I Vestur-
Skaftafellssýslu hélt aðalfund
sinn að Kirkjuhvoli fyrir
nokkru. A hann komu Baldvin
Þ. Kristjánsson og Þorsteinn
Bjarnason frá Samvinnu-
tryggingum og veittu viður-
kenningu fyrir slysalausan
akstur i fimm, tiu, tuttugu og
þrjátiu ár.
Þaö vakti athygli, að einn
þeirra, sem fékk 'viöurkenn-
ingu fyrir slysalausan akstur i
þrjátiu ár, hefur átt einn og
sama bilinn frá upphafi, og
engan annan. Þetta var Einar
Einarsson á Suður-Fossi i
Mýrdal.
Hann fékk sér Willysjeppa
áriö 1947 og hefur ekið honum
siðan. Fystu árin var jeppinn
notaöur mikiö við bústörf eins
og titt var á meðan litiö var
um dráttarvélar. Þrátt fyrir
aldur sinn er jeppinn svo vel á
sig kominn, að enginn efi er á
að hann muni enn geta þjónað
eiganda sinum i mörg ár.
Stjórn samtakanna öruggur
akstur I Vestur-Skaftafells-
sýslu skipa nú Simon Gunn-
arsson i Vik, formaöur, Karl
Fr. Ragnarsson og Oskar Jó-
hannesson.
Þróttmikil
starfssemi
Iceland
Products
Aðalfundur sölufyrirtækisins
Iceland Products Inc. var haldinn
i Reykjavik 25. mai, en það er
eins og kunnugt er i eigu Sam-
bands Islenzkra samvinnufélaga
og þeirra frystihúsa og fisk-
vinnslustööva, sem Sjávaraf-
uröadeild er söluaöili fyrir. A
fundinum fluttu þeir Erlendur
Einarsson stjórnarformaður og
Guðjón B. Olafsson frkvstj.
skýrslur um starfrækslu fyrir-
tækisins á liðnu ári.
1 skýrslum þeirra kom m.a.
fram, aö áfram hefur verið haldiö
þeim margvislegu endurbótum á
öllum vélbúnaöi og byggingum
verksmiðjunnar, sem unnið hefur
verið aö siöustu árin. Hefur það
nú skilað þeim árangri, aö fyr-
irtækið hefur getað bætt fram-
leiöslu sina verulega, sem kemur
m.a. fram I þvi, að meira er þar
nú framleitt af verömætari teg-.
undum en áöur. Heildarvelta fyr-
irtækisins á árinu 1977 varð 61.7
milljónir Bandarikjadala, og er
þaö 27.1% aukning frá árinu áður.
Miklar umræður urðu á fundin-
um, og kom þar fram mikil
ánægja fulltrúa frystihúsanna
meö rekstur og þjónustu fyrir-
tækisins.
Þá gerði stjórnarformaöur
einnig ýtarlega grein fyrir hinu
svo nefnda Mrs. Paul’s Kitchen-
máli á fundinum, en þvi er nú ný-
lega lokið meö fullum sigri Sam-
bandsins og Iceland Products.
1 stjórn Iceland Products voru
kjörnir þeir Erlendur Einarsson
forstjóri, sem er formaður, Guð-
jón B. Olafsson frkvstj., Sigurður
Markússon frkvstj. William D.
Boswell lögfræðingur i Banda-
rikjunum, Marteinn Friðriksson
frkvstj. á Sauöárkróki og Þor-
steinn Sveinsson kfstj. á Egils-
stöðum; ...