Tíminn - 10.06.1978, Side 3
Laugardagur 10. júnf 1978
3
afkoma
sjávar-
afurða-
deildar
SÍS 1977
Aöalfundur Félags Sambands
fiskframleiðenda (SAFF) var
haldinn i Reykjavik fyrir
skömmu. 1 skýrslu Sigurðar
Markússonar, framkvæmda-
stjóra Sjávarafurðadeildar SIS
kom m.a. fram, aö árið 1977
reyndist Sjávarafurðadeild gott
ár. Þá varð áframhald á þeirri
hagstæðu þróun, sem um nokkurt
skeið hefúr sett svip sinn á fisk-
markaðinn í Bandarikjunum.
Lika var haldið afram af miklum
þrótti þvi uppbyggingarstarfi,
sem undanfarið hefur verið hjá
sölufyrirtækinu Iceland Products
Ins., og er óhætt að fullyrða, að
fyrirtækið býr nú við traustari
stöðu en nokkru sinni fyrr á þess-
um þýðingarmesta útflutnings-
markaði íslendinga.
Þá jókst freðfiskframleiðsla
verulega i magni, og útflutningur
sömuleiðis. Mjölsölur á vegum
deildarinnar tvöfölduðust i magni
og útflutningur á freðfiski til So-
vétrikjanna jókst nokkuð. Veru-
leg aukning varð á útflutningi
frystra afurða til Vestur-Evrópu-
landanna, og ber þar sérstaklega
að nefna fryst þorskflök og aðrar
bolfiskafurðir til Bretlands og
frysta sild til Vestur-Þýzkalands,
Hollands og fleiri landa. Allan
siðari hluta ársins var skreiðar-
markaður I Nigeriu lokaður, og
var það ekki fyrr en á þessu ári,
að hann opnaðist aftur.
Heildarvelta Sjávarafurða-
deildar á árinu 1977 varö 14.916
millj. kr., sem er 71.1% aukning
frá 1976, þegar veltan varð 8.719
millj. kr. Hér er um verulega
mikla veltuaukningu að ræða,
sem á sérýmsarorsakir, en þrjár
eru þó helztar. I fyrsta lagi varð
nokkur magnaukning og mikil
verðmætisaukning i útflutningi
frystra afurða. 1 öðru lagi tvö-
földun magns og þreföldun verð-
mætis i mjölviðskiptum. 1 þriðja
lagi er svo að nefna þær breyting-
ar á gengi islenzkrar krónu gagn-
vart erlendum gjaldmiðlum, sem
urðu á árinu.
Arið 1977 var hlutdeild sjávar-
afurðadeildar i heildarvöruút-
flutningi landsmanna, miðað við
útflutningsverðmæti fob., 13.2%
og i heildarútflutningi sjávaraf-
urða 17.8%. Hlutdeild deildarinn-
ar í heildarútflutningi á freðfiski
miðað við magn, var 25.3% á
móti 24.4% árið á undan. Miðað
við freðfiskinn, þá voru Banda-
rikin sem fyrr þýðingarmesti
markaðurinn, en þangað fóru
83.2% af öllum freðfiskútflutningi
deildarinnar. Næst I röðinni voru
Sovétrikin, þangað fóru 12.1% og
til annarra landa fóru 4.7%, og er
þá miðaö viö útflutt magn.
Sameiginlegir
framboðsfundir
á Vesturlandi
Hafnir eru sameiginlegir
framboðsfundir frambjóðenda
allra flokka i Vesturlandskjör-
dæmi. Þegar hafa verið haldn-
ir fundir í Stykkishólmi og
Grundarfirði, en nú i dag,
laugardaginn 10. júni, veröur
fundur i Röst á Hellissandi og
hefst kl. 14.00.
1 næstu viku verður fundur I
Dalabúö i Búöardal nú á
mánudagskvöldið, 12. júni, og
hefst kl. 21.00. Siöan verður
fundur á fimmtudagskvöldið,
15. júni, i félagsheimilinu
Breiðablik I Miklaholtshreppi
og hefst kl. 21.00.
Mánudaginn 19. júni verður
fundur i Logalandi i Reyk-
holtsdal og hefst kl. 21.00.
Daginn eftir, þriðjudag 20.
júni, verður fundur i Sam-
komuhúsinu i Borgarnesi,
einnig kl. 21.00 og siðasti fund-
urinn verður loks i Bióhöllinni
á Akranesi fimmtudaginn 22.
júni og hefst kl. 21.00.
Karlakórinn Jökuli hélt hljómleika I félagsheimilinu á Seltjarnarnesi s.l. fimmtudagskvöid og á föstu-
dagskvöid i Aratungu. Um helgina syngur kórinn á maraþonhljómleikunum, sem listahátlö gengst fyrir
I Laugardalshöll. Stjórnandi kórsins er Sigjón Bjarnason. Myndin er tekin er kórinn söng á Seltjarnar-
nesi. Tímamynd GE.
r ...............................
Tveggja ára hússtjórnarbraut í Húsmæöraskóla
Suðurlands:
Móðgun við
matreiðslumenn
Félag matreiöslumanna
lýsir undrun sinni yfir þvi að
menntamálaráðuneytið skuli
telja fólki trú um, að tveggja
ára nám i Hússtjórnarskóla
Suöurlands veiti þvi rétt til aö
starfa i löggiltri iöngrein, en
áætlað er að starfsemi hús-
stjórnarskólans verði breytt á
næsta vetri, þannig aö stofnuð
veröi við skólann ný tveggja
ára hússtjórnardeild þar sem
áætlað sé að veita nemendum
menntun til að annast forstööu
smærri mötuneyta og til aö
vera aðstoðarráðsmenn i stór-
um mötuneytum.
Orðrétt segir I fréttatilkynn-
ingu Félags Matreiðslu-
manna:
Það, að ráðuneytiö skuli
standa að sliku meðan Hótel-
og Veitingaskóli Islands er
sveltur fjárhagslega, er að
mati matreiöslumanna ósvifin
árás á stétt þeirra og móðgun
við þá sem eiga að fá fæði I
hinum smærri mötuneytum,
enda verður ekki séð að þeir
eigi ekki rétt á jafnvönduðu
fæði og þeir sem fá fæði I
stærri mötuneytum. Félag
Matreiðslumanna skorar á
ráðuneytiö aö sjá svo til að
hætt verði viö áform þau sem
Hússtjórnarskóli Suöurlands
hefur boðað og að eftirleiöis
verði haft samráð viö þá aðila
sem hafa faglega þekkingu á
þessum málum áður en
ákvarðanir eru teknar.
Frá aðalfundi
Sláturfélags
Suðurlands
Heildarveltan
6.9 milljarðar
sl. ár
Aðalfundur Sláturfé-
lags Suðurlands var
haldinn fimmtudaginn 7.
júni að hótel Sögu. Full-
trúar á fundinum voru
87. Formaður stjórnar
Gisli Andrésson á
Neðra-Hálsi og forstjóri
Jón H. Bergs, gerðu
grein fyrir rekstri og af-
komu félagsins árið
1977.
I yfirhtsræðum þeirra kom
fram, aö heildarvelta S.S. var á
sl. ári tæplega 6.9 milljarðar og
var það aukning um 8.9% frá
fyrra ári. Þar af var velta verzl-
anaog vörumarkaðar 41.7% kjöt-
vinnslunnar 18.1% afuröadeildar
36.7% og sútunarverksmiðju
4.2%.
Samtals námu vaxtagjöld S.S. á
árinu rúmum 250 milljónum kr.
Fastráðið starfsfólk var 549 þvi
hafði fjölgað um 27 manns á ár-
inu. Flest var starfefólk i slátur-
tiðinni 1436 manns.
Slátrað var i 7 húsum á sl.
hausti 162 þús. fjár, en þaö var
4500 færra en árið áður. Mest var
slátrað á Selfossi, 35.849 fjár, en
minnst i sláturhúsinu viö Laxá,
9364 fjár. Innvegið kindakjöt
reyndist vera 2.242 tonn, þar af
dilkakjöt 1985 tonn. MeöalfaU-
þungi dilka var 13.32 kg. Greiðsl-
ur vegna afurðainnleggs árið 1976
fóru fram i júnl og október.
Auk sauðfjár var slátraö 7.678
nautgripum, 2409 svinum og 1542
hrossum hjá félaginu og var það
nokkru minna en árið áöur. All-
mikið vantaði á að S. S. gæti ann-
að eftirspurn á verðmestu flokk-
um nautakjöts og á svinakjöti.
A fundinum voru flutt tvö er-
indi: Sigurður Sigurðarson dýra-
læknir ræddi um búfjársjúkdóma
og Andrés Jóhannesson kjötmats-
formaður flutti erindi um,,Hegiu
gerðum mat og meðferð sláturaf-
urða”.
A fundinum vargerö mótmæla-
áiyktun gegn hárri verölagn-
ingu á dýralyfjum oggegn hækk-
un á rafmagnsverði til húsahitun-
ar.
Markvisst er unnið að gróðurvernd og uppgræðslu:
Helmingur sauðf jár
gengur í heimahögum
A undanförnum árum hefur þvi
verið haldið fram, aö sifellt gangi
á gróöurlendi og þar væri um að
kenna ofbeit búfjár á afréttina.
Litið hefur verið dregið inn i þær
umræður margvislegar ráðstaf-
anir, sem hafa veriö gerðar til að
bæta afréttina og þær aðgerðir,-
sem bændur hafa staðið að, til að
minnka álag I sumarbeitilöndum.
Landnýtingarráðunautur dr.
Ólafur Dýrmundsson hefur nú
starfaðhjá Búnaðarfélagi lslands
itæptárog hefur hann m.a. unniö
I samvinnu viö sveitastjórnir að
könnun á fjölda búfjár, sem talinn
er ganga I afréttum.
Þar hefur komið I ljós, að veru-
legur hluti sauðfjár gengur I
heimalöndum jaröa yfir sumar-
mánuðina. Yfir landiö allt virðist
þaö vera um helmingur sauðfjár-
ins..Aætlað er, að á Suðurlandi
|engi um 80% af sauðfénu i heima-
högum, þannig að á þvi svæði —
en þar er gróðureyöing talin hafa
verið einna mest — hefur beitar-
álagið á afréttum farit minnkandi
á siöari árum. Hrossum er víöast
hvar beitt á heimalönd og I flest-
um upprekstrarfélögum er bann-
að að reka hross á afrétti.
Þeim sveitarfélögum hefur
farið fjölgandi, sem setja reglur
um upprekstur sauðfjár i afrétti
sina. Algengast er að banna upp-
rekstur seint i júni eða
byrjun júli. Fylgzt er meö fjár-
fjplda ..yiö afréttargirðingar siöla
sumars og rekið tii byggða ef
þurfa þykir i lok ágúst eöa I byrj-
un september og i mörgum
•sveitarfélögum hefur göngum og
réttum verið flýtt.
Með Landgræðslu rikisins og
fjölmörgum sveitafélögum i land-
inu er ágæt samvinna um mark-
vissa gróðurvernd og upp-
græðsluaðgeröir áf ýmsu tagi. Að
dómi dr. ólafs eru það ýkjur þeg-
ár þvi er haldiö fram, að heilar
sýslur, eöa jafnvel heilir lands-
hlutar séu ofbeitarsvæði. Nærri
sanni sé að ræða um afmarkaðri
svæði i þessu sambandi. A sama
hátt viröist sú fullyrðing eiga sér
litla stoð I raunveruleikanum, að
beitarþol úthaga hafi aldrei veriö
minna en nú. Vert er aö minnast
þess, að vetrarbeit sauðfjár er aö
mestu hætt og fénu er viöast hvar
mikið beitt á ræktað land vor og
haust.