Tíminn - 10.06.1978, Síða 6
Laugardagur 10. júní 1978
Guðmundur P. Valgeirsson:
Ofbeldi og
einföld
skýring
Ofbeldi,mannrán og mor6 eru
um þessar mundir daglegir við-
burðir. Svo virðist sem slikt at-
ferli njóti vinsælda meöal
ýmissa manna og hópa, þó að
undarlegt kunni að viröast.
Vissir hópar manna dá þá
ólánsmenn og ofbeldisseggi,
sem að sliku standa og er engu
likara en þeir liti á þessa glæpa-
mennsem frelsishetjur og fyrir-
myndir. Hér er aö finna þá
menn sem búa við fyllsta lýö-
frelsi og mannréttindi, en finna
samt löngun hjá sér til aö grafa
undan þvi þjóðskipulagi sem
þeir búa við og veitir þeim
fyllsta persónulegt öryggi og
skoðanafrelsi.
Mat þessara mannaáþvi hvað
séofbeldisverk er þó ekki á eina
lund. Það er ekki sama hverjir
standa að óhæfuverkunum eða
hverjir fyrir þeim verða. Aö
ræna og drepa mann eða menn
úr hópi hugsanlegra and-
stæöinga er réttlætismál ög gott
verk, jafnvel þótt fórnarlambið
hafi sjálft ekkert til saka unnið.
En jafnframterþað óheyrilegur
og vitaverður glæpur, ef þessir
sömu menn telja sig hafa ein-
hverja samstöðu með þeim sem
ofbeldið beinist að.
Um þetta eru mörg dæmi.
Meöal annars kom þetta glöggt
fram meðan á styrjöldinni i
Indónesiu og Indókina stóð.
Jafnvel fréttaskýrendur við
blöö og aðra fjölmiðla létu sér
þetta sæma. Margir munu
minnast þess enn hver dýrðar-
ljómi lék um ,,hina rauðu
Kmera” og aðra slika i dómum
þessara manna, og hverjar
frelsishetjur þeir voru taldir og
mannvinir. Af seinni tima frétt-
um hefur svo upplýstst, aö þess-
ir „mannkynsfrelsarar” hafa
reynzt hinir mestu ofbeldis-
menn og niöingar, sem sögur
fara af, meöal sinna eigin þjóöa.
Þó að mannrán og morð séu
nær daglegt brauð i frásögnum
fjölmiðla og almenningur farinn
að verða sljór fyrir slikum at-
buröum, þá vakti ránið á italska
stjórnmálamanninum Aldo
Moro meiri athygli en nokkurt
annaö ofbeldisverk svipaðrar
tegundar og fordæmingu flestra
siðmenntaðra manna. 011 meö-
ferð hinna samyizkulausu böðla
á honum, hinar andlegu og
likamlegu kvalir sem hann
hefur orðið að liöa i höndum
þeirraog siöan morðið á honum
vakti viðbjóð, reiði og fordæm-
ingu alls almennings. Hér var
um að ræða einn þekktasta og
virtasta stjórnmálamann sinn-
ar þjóðar og þó lengra væri leit-
að. 1 þvi sambandi má benda á
ummæli Einars Agústssonar ut-
anrikisráöherra eftir aö Moro
var myrtur: „...mér fannst ég
komast að raun um að þar færi
mannvinur og friðflytjandi, fá-
um öðrum likur”, og ennfrem-
ur: ... með Moro er fallinn einn
af máttarstólpum góðvildar og
manngæzku, sem okkar mannlif
er allt of fátækt af ”. Sýnir þetta
hver maðurinn var að dómi
óvilhallra manna.
Margir bundu vonir við, að
Moro mundi takast það sem
engum hefur tekizt hingaö til.að
laða kommúnista til heiövirðrar
og ábyrgrar stjórnmálastarf-
semi en með morðinu á honum
var sú von aö engu orðin.
Frjálsir hugsandi menn voru
harmi, viöbjóöi og ótta slegnir.
Hver yrði næsta fórnarlamb
þessara niðinga? Þvi fær enginn
svarað. öttinn situr i öndvegi.
Enginn er óhultur fyrir moröæði
þessara og annarra, þeim likra,
böðla.
Meðan þessu fór fram og
flestir lýstu viðbjóði sinum á
þessu atferli meöal almennings
i blöðum og fréttastofnunum,
vakti það athygli hvað Þjóðvilj-
inn og blaðamenn hans voru
hljóðir um þennan atburö. Var
engu likara en þeir vissu ekki
hvað var að gerast og áhang-
endum þessblaðs var svarafátt
ef málið barst i tal við þá. Menn
voru farnir að velta því fyrir sér,
hvort þessi þögn þeirra þýddi
sama og velþóknun þeirra á
þessu ógeðslega mannráni og
siðar morði, eða hvaöa aðrar
ástæður lægju til þess.
En loks var þögn blaðsins rof-
in i' forystugrein þess. Skýring
blaðsins var þá sú að þessir
annars heiðviröu menn (að
manni gat helzt skilizt) hefðu
flækzt i svikaneti leyniþjónustu
Bandarikjanna, CIA, og þvi
orðið valdir að þessu fyrir henn-
ar tilverknað. Var fariö hörðum
orðum um þá glæpastarfsemi
sem teygði anga sina i allar átt-
irog lokkaði heiðviröa menn til
glæpsamlegra verka. Hér væri
eitt dæmi um hvernig Banda-
rikjamenn færu aö þvi aö grafa
undan stjórnum annarra þjóöa
meö hvers konar glæpum. Þar
meövar fengin skýring blaðsins
áeöli og tilgangi þessa sviviröi-
lega glæps. Glæps þeirra mann-
niðinga sem einskis svifast og
fremja hvert ódæðið ööru verra
og viðbjóðslegra dags daglega
og halda f jölda manns i stöðug-
um ótta,svo að jafnvel smábörn
eru hvergi óhult, hvað þá aðrir
sem hærraeru settir og einhver
slægur er i. Þannig komst Þjóö-
viijinn hjá þvi að vita þá menn
og félagsskap sem að þessum
verknaði stóð og gaf um leiö
öðrum tóninn hvernig þetta
skyldi skýrast.
Þessi skýring féll i góðan
jarðveg. Þeir sem þögulir höföu
veriö fram aö þessu fengu nú
málið. Nú var Aldo Moro orðinn
hinn versti auðvaldsseggur.
Ránið og meöferðin á honum
vár meira en verðskulduð og
hafði mátt vera framkvæmt
fyrir löngu. En hin illræmda
leyniþjónusta, CIA, hafði enn
einu sinni sýnt sig hér i verki.
Hún var sá bölvaldur sem til
alls ills var vis, hvar og hvenær
sem er. Hana bar aö fordæma
en aöra ekki.
Þetta þarf ekki að rekja frek-
ar. Hver og einn getur dregið
sinar ályktanir af svo einfaldri
fréttaskýringu og af hvaða rót-
um hún er runnin. En hér eru
viss hættumerki á ferö. Það er
illt verk aö rækta hatur og of-
beldishneigðir i hugsun og dag-
fari manna. Nóg er af sliku án
þess. Þvi miður einkennist dag-
leg umræða þessa blaös af þvi
hugarfari. Jafnvel boðskapur
jólanna er nýttur með þvi
hugarfari, samanber siðustu
jólahugleiöingu blaðsins. Gegn
slikum hugsunarhætti, skýring-
um og ofbeldisdýrkun þarf
þjóðin og hver einstaklingur að
vera vel á verði og halda vak-
andi vitund sinni um Hvers virði
mannhelgi og lýðræöislegt frelsi
er. Ef hún sofnar i andvaraleysi
á þeim verði,getur farið svo að
hún vakni ekki til vitundar um
hvertstefnir fyrr en um seinan.
Guðmundur P. Valgeirssor
wmmmmmwmmmimmmmm
| Hrafn á laugardegi i
Söguþáttur af tveimur tímabilum
Nýlegir skuttogarar eiga
heimahöfn á eitthvað þrjátfu
stöðum á landinu. Margir
þeirra eru sameign heima-
manna — sveitarfélaganna,
kaupfélaga, verkaiýðsfélaga
og smárra hluthafa meðal al-
mennings. Þegar þannig er
um hnútana búið, verða at-
vinnutækin ekki seld burt, án
þess að neinn viti fyrr en yfir
dynur, eins og gerzt getur, og
oft hefur gcrzt þegar eigna-
umráðin eru i höndum eins
manns eða örfárra.
Þessi fiskiskip og vinnslu-
stöðvarnar, þar sem heyra til,
eru fjöregg islenzkra sjávar-
byggða. Vinstristjórnin sem
Ólafur Jóhannesson myndaði
árið 1971 hóf þegar að vinna að
útvegun þeirra, og fólk i að-
þrengdum byggðarlögum
hringinn i kring um landið tók
stefnubreytingunni tveim
höndum. Allt lifnaði og dafn-
aði, jafnskjótt og þessi nýju
skip komu til sögunnar. Það
vareins og voldug hönd heföi
sópaöburt svartri þoku, þegar
viöreisnarstjórninni haföi
verið rutt úr vegi, og þeir
draugar sem riðið höfðu hús-
um I tólf ár, Mórar og Skottur
sjöunda áratugsins, höfðu
verið kveönir niður.
Fyrirhyggja nýrra stjórn-
valda og dugnaöur og alorka
heimamanna féllu I einn far-
veg. Þaö varö atvinnubylting i
hverju byggöarlaginu af öðru.
Það var fariö aðbyggja og búa
i haginn fyrir framtiðina, og
til varð kjörorð, sem slðan
hefur viða legiö mönnum á
tungu: Hagsæld i heima-
byggö.
Byggðarlög I vexti, byggö-
arlög með stöðuga og næga
vinnu, byggðarlög með góða
afkomu, þaö er i reynd sú
byggöastefna, sem tekin var
upp 1971 og siðan hefur verið
fylgt I gegn um þunnt og
þykkt. Þaö er sú stefna, sem
lyfti landsmönnum upp úr
ömurleika viðreisnaráranna,
aö stækka yfirráðasvæði okk-
ar tslendinga og færa fisk-
veiðilögsöguna lengra út.
bundnir i þessum samningi
var náttúrulega ekki leitað,
þvi að svoleiðis frekja hefði
■
Ný mynd, tekin á Húsavik á sjómannadaginn slöasta. Skuttogari Húsvlkinga við bryggju á miðri
mynd.
og það er llka sú stefna sem
orðiö hefur alþjóð mest bjarg-
ráð í sjö ár.
Viöreisnarstjórn Sjálf-
stæöisflokksins og Alþýðu-
flokksins hefur að vonum hlot-
iö þunga dóma enda þjóðinni
þung i skauti. En það verður
að segjast, aö þetta var af-
skaplega þolinmóð og þraut-
seig stjórn. Þeir voru ekki
neitt að æðrast ráöherrarnir á
viðreisnarárunum. Þeir gátu,
án þess að depla auga, horft
upp á útlendan flota margra
þjóöa plægja fiskimiðin við
landiö ár eftir ár, án þess að
hafa minnstu tilburöi i þá átt
Samningur án uppsagnar-
ákvæða var gerður viö Breta
við upphaf valdatima þessara
rólyndu og nægjusömu
manna, og efnið i samningn-
um var það, að islendingar
létu sér lynda tólf sjómilurn-
ar, sem vinstri stjórnin fyrri
hafði áunnið okkur, og mætti
þar viö engu frekar hrófla,
nema til kæmi náöarsamlegt
leyfi þeirra, scm beitt höfðu
okkur yfirgangi á miðunum.
Þetta var forskrift viðreisnar-
stjórnarinnar i landhelgismál-
um, leiðarbréf hennar og hei-
lög ritning. Og eftir þvi náðar-
leyfi, sem tslendingar voru
getaö vakið ókyrrð innan At-
lantshafsbandalagsins. Þaö
voru ekki nema smámunir i
augum viðreisnarráðherr-
anna, þótttogarar margra út-
lendra þjóða væru eins og
fuglager ifiskinum allt upp að
tólf mflna mörkum, hjá þeim
ósköpum, hjá þeirri veraldar
fortöpun ef kurr kæmi upp
innan Atlantshafsbandalags-
ins. Skitt með eina þjóð, og
hana svona litla ef allt var
með sætu brosi i Washington
og London.
Þessi sama rikisstjórn var
yfirleitt fjarskalega tillitssöm
við útlendinga. Það var lika
hún, sem seldi eigendum ál-
versins I Straumsvlk raforku á
meðgjafarveröi, ekki til
skamms tima, ekki til fárra
ára, heldur um langa framtið.
Rólyndi viðreisnarstjórnar-
innar var lika samt viö sig,
þótt aörar fiskv eiðiþjóðir
kæmu sér upp nýjum og betri
fiskiskipum en áöur voru til.
Færeyingum óx ekki I augum
aðkomasérupp skuttogurum.
En viðreisnarstjórnin á ts-
landi — æ-já, hún lét ekki
hlaupa með sig I gönur.
Ólafur Jóhannesson flutti á
sinum tima það mál áAlþingi,
að keyptir yrðu nokkrir togar-
ar, sem látnir yrðu leggja upp
afla sinn þar sem atvinnuleysi
var sárast. En það passaði
ekki i kramið hjá þessum hóg-
lyndu mönnum, sem kenndu
sig við viðreisn. Engin ævin-
týri á þeim bæ.
Ekki má þó ganga fram hjá
þvi að einn viðreisnarráöherr-
anna var hugum stærri en hin-
ir. Þaö hvarflaöi aö honum aö
formandi kynni að vera að
taka einn pólskan togara á
leigu I stuttan tima. En þessi
ráðherra var kveöinn i kútinn-
eins ogekkertværi. Hann var I
snatri látinn vita, hvar skáp-
urinn átti aö standa. Þegar
ioks var látið undan slga, um
það leyti er viðreisnarstoðirn-
ar 1 landinu voru farnar að
svigna nokkuð Iskyggilega
dröttuðust viðreisnarráðherr-
arnir fram á stokkinn og fóru
að hugaað kaupum á örfáum
skipum handa örfáum stöðum
af stærri gerð skuttogara —
þeirri, sem reynzt hefur erfið-
ari iútgerð en minni togararn-
ir, sem keyptir voru einkum
eftir að hið sanna og ósvikna
viöreisnartimabil hófst meö
tilkomu vinstristjórnarinnar
1971.
Hrafn.