Tíminn - 14.06.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.06.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. júni 1978 5 „Hafið þið rekizt á manninn minn?” — hrópaði Birgit Nilsson F1 — Mikil eftirvænting rikti i anddyri Hótel Sögu i gær, þegar beöið var eftir sópransöngkon- ununum sænsku Birgit Nilsson og Elisabeth Söderström, þvi að það er ekki á hverjum degi sem svo frægar söngkonur sækja ís- land heim. Þær létu sannarlega biða eftir sér, — áttu þær að koma á Hótel Sögu með klukku- stundarmillibili en komu saman seint um siðir. Kom á daginn að Birgit Nilsson hafðiviljað biða manns sins sem kom með vél aðeins siðar en hún, og eitthvað finnst henni vænt um hann þvi að ekki mátti hún af honum sjá þarna i anddyrinu. Færi hann henni úr augsýn heyrðist hún hrópa með sinni sterku Wagnerrrödd á ensku og sænsku: Hafið þið rekizt á manninn minn? Ég held bara að ég hafi týnt honum. Glaðværar voru þær báðar tvær og lékú á als oddi, en timi fyrir blaðamenn var naumur hvað varðaði Elisabethu Söder- ström, á æfingu skyldi hún þegar i stað með Vladimir Ash- kenazy. ,,Við höfum ekki leikið oft saman á tónleikum en vinn- um oft saman að hljómplötum. Ashkenazy er gimsteinn og ég er alltaf uppnumin, þegar ég syngvið hans undirleik.” Elisa- beth var að þvi spurð hvort ljóðalögin sem hún syngur i kvöld eftir, Schubert, Grieg, Gopland og Rachmaninoff eigi eitthvað sameiginlegt. Hún hugsaði sig aðeins um og sagði siðan að ástin væri gegnum- gangandi þema i ljóðunum öll- um. Rómantisk? ,,Já, meira eða minna. Það verður maður á þvi að syngja svona stöðugt um þetta ákveðna efni.” Elisabeth sem var að koma úr hitabylgj- unni i Genf, var dauðfegin að komast i svalann hér hjá okkur en kveið dálitið fyrir hönd radd- ar sinnar. „Maður veit aldrei, hvaða áhrif loftslagsbreytingin getur haft.” Birgit Nilsson tók undir þetta meðhenni og kvaðstalltaf dálit- iðóttaslegin, þegar hún væri ná- lægt sjávarströnd slikt hefði haft afdrifarikar afleiðingar fyrir hana, sérstaklega við Miðjarðarhafið. Birgit var auðvitað strax að þvi spurð hvort satt væri að hún hefði sprengt þrjá tenóra i einni af óperum Wagners i New York árið 1959 og hló hún dátt að spurningunni, sagði tenórana þrjá aðeins hafa verið illa upp- lagða þanndaginn. „Þaðvorum við öll”. Birgit Nilsson er viður- kennd sem ein bezta sópran- söngkona veraldar og þarf þvi ekki að hæla sér sjálf. Hún hefur sterka rödd og dramatiska sem hæfir Wagner óperum og slikar raddir eru fágætar i heiminum nú. Birgit Nilson syngur ekki Wagner að þessu sinni enda er stærðSinfóniuhljómsveitar okk- ar ekki miðuð við svo viðamik- inn höfund en hún mun syngja nokkrar ariur eftir Verdi, hinn rómantiska Verdi reyndar: Ari- ur úr óperunni Grimudans- leikurinn, forleik að óperunni Vald örlaganna og tvær ariur úr sama verki. Einnig eru Thaikowsky og Mendelsohn á dagskránni. Tónleikar Birgit Nilsson ásamt Sinfóniuhljóm- sveit Islands undir stjórn Gabriel Ghmura verða i Laugardalshöll nk. fimmtu- dagskvöld kl. 20:30. Enn eru til miðar á tónleika beggja þessara söngkvenna og bætthefúr verið við sætum i Há- skólabiói fyrir tónleika Söder- ström og Ashkenazy. Eftirvænting og bið eftir frægum söngkonum „Rómantisk? meira eða Birgit Nilsson: „Já, það er hinn minna”. Elisabeth Söderström rómantiski Verdi sem verður á við komuna til Reykjavikur í dagskrá hjá mér”. gær. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM : : :7 7'-7■ 7'::■. -: : 7 '. ; Mf 70 sameii . ■ sr undir . • : þyrlunni MF 70 Vinnslubreidd: 1.70 m Þyngd: 320 kg AflþÖrf, hestöfl: 45 DIN Hnífafjöldi: 6 kaupfélögunum. Góóir greiðsluskilmálar. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK* SÍMI 86500 Massey Ferguson JUMBO RAÐSOFINN hentar flestum heimilum og einstaklingum Þú kaupir stóla, horn eða pullu, allt eftir þörfum og ástæðum 1200 fermetra verzlun full af húsgögnum Allt á einni hæð. Verið velkomin m SMIÐJUVEGI SMIDJUVEGI6 SÍMI44544

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.