Tíminn - 14.06.1978, Blaðsíða 19
Miftvikudagur 14. júnl 1978
flokksstarfið
Framsóknarfólk, Kjósarsýslu
Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur fund i húsi framsóknar-
félagsins Barrholti 35 fimmtudaginn 15. þ.m. kl 20:30.
Fundarefni:
1. Félagsstarfsemin.
2. Alþingiskosningarnar.
3. Inntaka nýrra félaga.
Félagar mætið stundvislega.
Stjórnin.
JMorðurlandskjördæmi Eystra
Framboðsfundir i Norðurlandskjördæmi eystra verða sem hér
segir:
Miðvikudaginn 14. júni á Raufarhöfn.
Fimmtudaginn 15. júni á Þórshöfn.
Vesturlandskjördæmi:
Fundur verður i trúnaðarmannaráði kjördæmissambandsins
sunnudaginn 18. júni kl. 14 i samkomuhúsinu i Borgarnesi.
Trúnaðarmenn.miðstjórnarmenn.formenn flokksfélaga og full-
trúaráöa.kosninganefndir og kosningastjórar I kjördæminu mæti
á fundinn.
Frambjóöendur flokksins I kjördæminu mæta. — Stjórn SFVK
Keflavík
Kosningaskrifstofa Framsóknarfélaganna er að Austur-
götu 26 (Framsóknarhúsinu).
Opiö mánudaga til föstudaga kl. 17.00—22.00. Laugardaga
kl. 14.00—18.00. Simi 1070.
Mosfellssveit:
Kosningaskrifstofan að Barrholti 35 veröur opin fyrst um sinn
frá kl. 6—10.
Kosningastjóri er Ragnhildur Einarsdóttir.
Kosningastarfið í Reykjavík:
Viðtalstímar frambjóðenda
Miðvikudaginn 14. júní
Einar Agústsson veröur til viðtals að Drafnarfelli 10 (verzlunar-
miöstöðin viö Völvufell) kl. 18.00-19.00 Kristján Friöriksson
verður til viötals að Rauðarárstlg 18 kl. 18.00-19.00 Frekari upp-
lýsingar veittar I sima 24480.
Opið hús
að Kleppsveg 150 (verzlunarmiðstöðin við Sæviðarsund) öll
kvöld fram til kjördags verður opið hús að Kleppsveg 150 (verzl-
unarmiðstöðin við Sæviðarsund).
Einar Agústsson og aðrir frambjððendur Framsóknarflokksins I
Reykjavik lita við til að ræða og skýra stefnu flokksins I einstök-
um málaflokkum.
Kaffiveitingar á boöstólum.
Frekari upplýsingar i sima 85525 kl. 19.30-22.00.
Bandarikjamaður
Ráðuneytið fór ekki út i einstök
atriði, en sagði að grunurléki á að
m.a. væri um brot á gjaldeyris-
lögum aðræða. Enskv. sovézkum
lögum verður að gefa upp allan
gjaldeyri sem ferðamenn hafa á
sér, er þeir koma inn i eða yfir-
gefa landið. Sendiráðsmenn
Bandarikjanna voru sagðir ugg-
andi um það að Sovétmenn gætu
gert aðra handtöku eftir að tveir
sovézkir starfsmenn S.Þ. voru
handteknir i siðasta mánuði i
New Yorksem fyrr greinir.Sovét-
menn hafa greinilega komizt i
ham vegna aðgerða, Bandarikja-
manna gegn þessum tveim
starfsmönnum S.Þ. og einnig
vegna staðhæfingar Bandarikja-
manna um að Sovétmenn héldu
uppi njósnum I sendiráði þeirra i
Moskvu.
Bæði vegna þessa sem og vegna
þróunar mála i Afriku og deilna
um mannréttindi, hefur sambúð
stórveldanna tveggja stirðnað að
undanförnu.
Talsmaður International Har-
vester, fyrirtækis þess sem Craw-
ford starfar við, sagði i gær i
Chicago að fyrirtækið teldi það
með ólíkindum, að Crawford gæti
verið viðriðinn smygl. Sagði
hann að Crawford hefði hafið
störf hjá fyrirtækinu árið 1976 og
hefði hann starfað i Sovétrikjun-
um frá upphafi.
Viðskipti International Har-
vester við Sovétrikin nema um
þrjú hundruð milljón dölum á ári,
og eru þau að mestu bundin við
tæki og útbúnað til bygginga.
Fullar ®
1. sept. n.k. skal með sama hætti
greiða öllu starfsfólki borgarinn-
ar og fyrirtækja hennar, sem hef-
ur 170.000 kr. i mánaðarlaun og
lægra fullar verðbætur og sömu
bætur i krónutölu á hærri laun
með sama hætti og áður. — Þann
1. nóvember hækkar þetta mark i
kr. 210.000. Ofangreindar
upphæðir eru miðaðar við laun 1.
júni 1978 án verðbótaviðauka.
Siðan segir i fréttatilkynning-
unni: „Aðalefni þessarar tillögu
er, að frá og með 1. júli n.k. er
fallizt á hugmynd Verkamanna-
sambands íslands, sem sett var
fram til athugunar við samninga-
nefhdir Vinnuveitendasambands
Islands og Vinnumálasambands
l 'l 'l 1 'l l{ { H '!
19
sjonvarp
Miðvikudagur
14. júni
18.15 Heimsmeistarakeppnin
í knattspyrnu (L) Sviþjóö :
Spánn. (A78TV — Evró-
vision — Danska sjónvarp-
ið)
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Nýjasta tækni og visindi
(L) Umsjónarmaður Sig-
urður H. Richter.
21.00 Charles Dickens (L)
Brezkur myndaflokkur. 11.
þáttur. Martröð Efni tiunda
þáttar: Enn fara vinsældir
Dickens vaxandi, og vikurit
hans selst I meira en 100.000
eintökum. En geðheilsu
hans hrakar og fjölskylda
hans óttast, að hann hafi
lagt of hart aö sér. Þýðandi
Jón O. Edwald.
21.50 Setið fyrir svörum (L)
Seinni hluti. Talsmenn
Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna, Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar-
flokksins sitja fyrir svör-
um: Magnús Torfi Ölafsson
og Þorsteinn Jónatansson af
hálfu Samtaka frjálslyndra
•og vinstri manna, Ellert B.
Schram og Matthias
Bjarnason frá Sjálfstæðis-
flokknum, og Einar Agústs-
son og Ingi Tryggvason frá
Framsóknarflokknum.
Talsmenn hvers flokks eru
spurðir af fulltrúum and-
stöðuflokkanna. Fundar-
stjórar Ómar Ragnarsson
og Svala Thorlacius.
23.20 Dagskrárlok
hljóðvarp
Miðvikudagur
14. júni
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
7.10 Létt lög og morgunrabb.
(7.20 Morgunleikfimi).
7.55 Morgunbæn
8.00 Fréttir. 8.15 Veður-
fregnir.
Forustugreinar dagbl.
(útdr.).
8.35 Af ýmsu tagi: Tónleikar
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
Þórunn Magnea Magnús-
dóttir heldur áfram að lesa
söguna „Þegar pabbi var
lltill” eftir Alexander Ras-
kin (4).
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 Tilkynningar.
9.45 Iðnaður. Umsjón-
armaður Pétur Eiríksson.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Kirkjutónlist: Michel
Chapuis leikur á orgel sálm-
forleiki eftir Bach.
10.45 85 decibel: Einar
Sigurðsson og Gunnar
Kvaran stjórna þætti um
hávaðamengun á vinnustöð-
um.
11.00 Morguntónleikar: Peter
Pears söngvari og
Sinfónluhljómsveit Lundúna
flytja Noktúrnu fyrir tenór-
rödd og hljómsveit op. 60
eftir Britten: höf. stj./Sin-
fóniuhljómsveit rússneska
útvarpsins leikur Sinfóniu
nr. 6 op. 54 eftir Sjostakhov-
itsj: Alexander Gauk stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
15.00 Miðdegissagan:
„Angelina” eftir Vicki
Baum Málmfrlður
Sigurðardóttir les (3).
15.30 Miðdegistónleikar:
Osian Ellis leikur
Impromptu fyrir hörpu eftir
Gabriel Faure/Kvennakór
og Suisse Romande hljóm-
sveitin flytja „Næturljóð”
eftir Claude Debussy:
Ernest Ansermet stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn: Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.20 Litli barnatiminn: Gisli
Asgeirsson sér um timann.
17.40 Barnalög.
17.50 85 decibel: Endurt. þátt-
ur um hávaðamengun frá
morgni sama dags.
18.05 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Kynning á stjórnmála-
flokkum og framboðslist-
um. við Alþingiskosping-
arnar 25. þ.m. — þriðji
hluti. Fram koma fulltrúar
frá lista óháöra kjósenda í
Reykjaneskjördæmi og lista
óháðra kjósenda i
Vestfjaröakjördæmi. Hvor
listi fær 10 min til umráða.
20.00 Hvað á hann að heita?
Guðmundur Arni Stefáns-
son og Hjálmar Arnason
leita enn að nafni á
unglingaþætti þessum.
20.30 Frá listahátlð: (Jtvarp
frá Háskólablói Sænska
sópransöngkonan Elisabeth
Söderström syngur.
Vladimir Ashkenazy leikur
á pianó a. sjö lög eftir Franz
Schubert: „Seligkeit”, „Auf
dem Wasser zu singen”,
„Gretchen am Spinnrade”,
„Mignon”, „Nur wer die
Sehnsucht kennt”, „An die
Nachtigall” og „Die
Forelle”. b. Fjörgur lög
eftir Edvard Grieg: „Med
en vandlilje”, „Verdens
ganga”, „Varen” og „Jeg
elsker dig”.
21.20 tþróttir Hermann Gunn-
arsson segir frá.
21.40 Pianókvartett nr. 2 i f-
moll eftir Mendelssohn
Franski kvartettinn leikur.
(Hljóðr. frá belgiska út-
varpinu).
22.05 Kvöldsagan: „Dauði
maðurinn” eftir Hans
Scherfig Óttar Einarsson
les þýðingu sina (2).
22.50 Svört tónlist Umsjón:
Gerard Chinotti. Kynnir:
Jórunn Tómasdóttir.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
samvinnufélaganna um lausn á
kjaradeilu þessara aðila, sem
staðið hefur frá setningu laga um
ráðstafanir i efnahagsmálum 17.
febrúar s.l., nema hvað timasetn-
ingu varðar. I annan stað stefnir
tillagan að þvi, að verðbóta-
ákvæði allra kjarasamninga sem
Reykjavfkurborg á aðild að,
öðlist gildi i áföngum og að fullu
um næstu áramót.
Verkstjórar ®
tel þær efnislegu ásakanir sem
bornar hafa verið á verkstjórana
ekki einar sér réttlæta uppsögn
þeirra og hefði talið rétt að gefa
nýkjörnu útgerðarráði tækifæri
til að leita lausnar á deilunni.
Égtekhins vegar undir það, að
■nauðsynlegt er að koma rekstri
fiskiðjuversins i gang sem allra
fyrst og að áfram takist að bæta
reksturinn, þvi ella er hætt við að
bæjarútgerðin verði skattborgur-
um í Hafnarfirði þungur baggi
næstu ár.
Til að komast hjá frekari vand-
ræðum i framtlðinni tel ég brýnt
að starfsliði verði tryggð einhvers
konar aðild að stjórn fyrirtækis-
ins.
r----:----v
Utankjörfundar-
KOSNING
Verður þú heima á kjördag?
Ef ekki — kjóstu sem fyrst!
Kosið er hjá hrepp-
stjórum, sýslumönnum
og bæjafógetum
í Reykjavík hjá bæjarfógeta í gamla Miðbæjarskól-
anum við Tjörnina. Þar má kjósa alla virka daga kl.
10.00-12.00, 14.00-18.00 og 20.00-22.00. Helga daga
14.00-18.00.
Símar vegna
utankjörstaðakosninga
eru fyrir Vesturland og Austurland 29591, fyrir
Vestfirði og Suðurland -29592, fyrir Norðurland
vestra og eystra 29551, og fyrir Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi 29572 og 24480.
Minnið vini og kunningja sem eru að fara að heim-
an að kjósa áður en þeir fara. Flokksskrifstofan
veitir allar upplýsingar þesSum málum viðkom-
andi.
er listabókstafur
flokksins um allt land