Tíminn - 17.06.1978, Side 8

Tíminn - 17.06.1978, Side 8
8 |'l ll|l| H|ll Laugardagur 17. júnl 1978 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga Fyrsti gufubáturinn „Flid” 1899 Beinum sjónum til Seyöis- fjarðar að nýju,gamla Seyðis- fjarðar, sem um skeið var ann- ar helzti athafnastaður Islands. Munurinn er miklu minni á Reykjavik og Seyðisfirði þá en nú. Jón Wathne hefur léð myndir og veitt upplýsingar. I Akureyrarþætti nr. 222 sást skipið „Vaagen” úti á höfninni. Hér kemur mynd tekin um borð i „Vaagen” skömmu eftir 1880. Frá vinstri Carl Wathne (með kúluhatt) 2. og 3. ókunnir 4. Tönnes Wathne, 5. Gunda kona hans 6. Guðrún kona Ottós Wathne, 7. Peter Frederiksen 8. Ottó Wathne eigandi skipsins. Þá er mynd af fyrsta gufu- bátnum „Flid”. Eigandinn Friðrik Wathne stendur við stýrið aftast, 2. ókunnur. 3. Al- bert sonur Friðriks 4. Hedvig dóttir Friöriks, 5. Dagmar og 6. Karen Wathne (ókunnur bak- við) 7. Elisabet kona Friðriks Um borð I „Vaagen” skömmu fyrir 1880 Eljan skip Wathne I Is 1887 á Seyöisfirði Egill við bryggju I Kaupmannahöfn 1881. Wathne. 8. Asdis kona Carls Wathne. Fyrir framan hana Jó- hann sonur Friðriks 10. Carl Wathne liggur frammá. Myndin er tekin á Seyðisfirði 1899. Bjólf- ur gnæfir yfir, sér inn á öldu. Á þriðju mynd sést „Eljan” skip Wathne fast i Is á Seyðis- firði 13. ágúst 1887. Við bryggju liggur Miaba.en það var fyrsta gufuskip er sigldi norður fyrir ísland. Flutti það vörur frá Skotlandi til Kaupfélags Þing- eyinga á Húsavik. Skipstjóri var þá Tönnes Wathne. A myndinni eru talið frá vinstri: 1. Friðrik Wathne, 2. Elisabet kona hans 3. Guðrún kona Ottós Wathne, 4. ókunnur, 5. Ottó Wathne, 6. Carl Wathne 7. Ásdis kona hans 8. Rannveig móðir Elisabetar. Fyrir framan hana (iljósu pilsi) 9. Gunda kona Tönnesar Wathne sem er lengst til hægri. 4. mynd sýnir Egil skip Ottós Wathne við bryggju i Kaup- mannahöfn árið 1881.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.