Tíminn - 17.06.1978, Side 20

Tíminn - 17.06.1978, Side 20
20 Laugardagur 17. jilnl 1978 Kosningabarátta í Fyrir nokkrum dögum fann blaðamaður Eystein Jónsson, fyrrverandi ráð- herra, að máli og fór þess á leit,að hann rif jaði upp í stuttu viðtali ýmislegt, sem honum væri minnisstætt úr kosningahrfðum á fyrri tíð. Eysteinn hefur að sjálf- sögðu margs að minnast, þegar þetta ber á góma, og varð vel við þessum tilmæl- um. Hér víkur hann að kosningunum 1931, að framboðsfundum og ferðalögum á sjó og landi, og enn koma fram skoðanir hans á þeim breytingum sem orðnar eru á þessari baráttu frá því sem fyrr var. Þetta er annað viðtal Tímans við aldna stjórnmálaskörunga, en hið fyrra var við Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli og birtist sunnudaginn 11. þessa mánaðar. Þú vilt heyra eitthvaö um kosningaferöalög og kosn- ingabaráttu I gamia daga.eins og viököllum þaö núna. Ég byrjaöi raunar aö fást viö þau efni rétt upp úr 1930 og fyrsta kosningabaráttan, sem ég tók þátt i, var áriö 1931. Þaö voru svo kallaöar þingrofskosningar og þótt ég heföi ekki kosningarétt þá, tók ég æöimikinn þátt i þessari kosn- ingabaráttu Fyrstu pólitisku útvarpsumræöurnar Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra, minnist manna og viðburða kosningabaráttu á fyrri tið Eysteinn Jónsson Þá fóru i fyrsta skipti fram pólitiskar útvarpsumræöur. Þaö þótti mjög nýstárlegt og vakti feikna athygli. Ég var kvaddur til þess aö tala I útvarpiö meö þeim Jónasi Jónssyni og Tryggva Þórhallssyni og fékk sérstak- lega þaö hlutverk að ræöa fjármálin, sem ég var oröinn talsvert kunnugur þá, vegna starfa minna fyrir rikis- stjórnina og I stjórnarráöinu. Siöan voru geröar ráöstaf- anir til þess aö ég færi sem aukamaöur á framboösfund- ina i Suöur-Múlasýslu. Þaö var annaö hvort Jónas eöa Tryggvi, sem baö mig aö fara austur, en i samráöi viö þá alþingismennina Ingvar Pálmason og Svein I Firöi, sem voru frambjóöendur flokksins i kjördæminu. Ég fór á þessa framboösfundi og var þaö aö sjálfsögöu ákaflega lærdómsrikt fyrir mig. Þetta voru heitir og haröir fundir, einkum út af þingrofinu, kjördæmamálinu og fja'rmál- unum. Þá var margt meö ööru sniöi en nú, sérstaklega feröa- lögin. Þá uröu menn aö feröast ýmist gangandi, riöandi, á bátum eöa bilum. Þannig var þetta fyrstu þingmannsárin fyrir austan og vel þaö, eöa þar til bilfært var oröiö út fyrir öll nes og inn fyrir alla firöi og um Oddsskarö til Norö- fjaröar. Ég man til dæmis eftir framboösfundi I Breiödal á Eydölum.semlangflestirfundarmanna sóttu riöandi. Þaö var gaman aö sjá menn streyma þannig aö úr öllum átt- um og mikiö var heilsazt og skrafaö viö hólinn, þar sem sprett var af. Á mótorbátum milli fjarða Lengiframan af minni þingmennsku haföi éghnakktösku meö mér I fundaferöalögin. Viö gengum lika oft fjallgarö- ana fjaröa á milli á þessum árum. Þaö þótti manni bara satt aö segja sport. En þaö var nú fremur þegar feröazt var um til aö halda leiöaþing, sem þannig var feröazt. A meöan leiöir meö fjöröum og inn fyrir þá voru ekki bfl- færar og raunar lengur, var þaö siöur frambjóöenda I Suöur-Múlasýslu aö leigja sér mótorbát og feröast á hon- um saman. Þaö var oft glatt á hjalla I þeim feröalögum og þó aö hitnaöi eitthvaö i mönnum á fundunum, sem vill nú veröa stundum, þá rauk fljótt af mönnum hitinn meö sjávargol- unni. Viöuröum oft góöir kunningjar, þótt andstæöingar vær- um, en þaö bar ekkert á þvi aö menn drægju af sér i bar- áttunni, þótt menn hristust saman á mótorbátnum. Framboðsfundirnir A þessum árum voru alls staöar haldnir framboösfund- ir. Frambjóöendurnir mættu og leiddu saman hesta sina. Þessi siöur hefur haldizt alla tiö og fram á þennan dag á Austurlandi. Sums staöar hafa þess háttar fundir veriö lagöir af og þaö tel ég tjón. Mönnum fannst, held ég, aö erfitt væri aö finna þessum fundum staö i þéttbýlinu, eftir aö þaö kom til, t.d. i stóru kaupstööunum. Liklega hefur sýnzt sem ekki væri hægt aö fá nógu stór hús og þvl um likt, en þann vanda hygg ég aö heföi mátt leysa og fram- boösfundirnir heföu betur haldiö áfram alla tiö, alls staöar. Nú er fariö aö taka þessa framboösfundi upp aftur og tel ég þaö vel fariö. Svo ætti einnig aö vera I kaupstöö- unum og I Reykjavik, þar sem halda mætti nokkra svona fundi fyrir bæjarhverfin. Auövitaö mætti margt segja frá þessum fundum. Þeir voru fjörmiklir, var þaö mikill siöur aö heimamenn tækju þátt I fundunum og geröu fyrirspurnir og þaö lifgaöi mikiö upp á. En þegar flokkunum fjölgaöi og menn hættu aö taka heila daga i fundina, eins og gert var i sveitunum I gamla daga, og settu fundina á kvöldin, varö breyting á þessu. En þótt þessar frjálsu umræöur aö loknum ræöum. fram- bjóöendanna hafi nú dregizt saman, eöa nálega horfiö, þá tel ég þetta fundarform samt þaö lang bezta og aö ekkert geti komiö i staöinn fyrir þaö. Þú baöst mig aö segja þér eitthvaö frá kosningabaráttu og kosningaferöalögum áöur fyrr. Þá datt mér I hug aö láta þig fá frásögn, sem ég lét Erlingi Daviössyni I té og hann birti Ibókinni „Aldnir hafa oröiö.” Frásögnin er um feröalög min og þátttöku i fundum viö einar alþingiskosn- ingar, kosningarnar 1937. Viö skulum skjóta þessari frásögn hér inn i. Til skýringar má geta þess aö ég var rit- ari Framsóknarflokksins og fjármálaráöherra, þegar þetta geröist. Texti: Atli Magnússon Mynd: Tryggvi Þormóðsson V Til atlögu gegn ,, Breiðfylkingunni” ,,Alþingiskosningarnar 1937 voru miklar átakakosning- ar, þvi þá mynduöu Sjálfstæöisflokkurinn og Bænda- flokkurinn kosningabandalag, sem kallaö var „Breiöfylk- ingin,” og átti aö hnekkja meirihluta Framsóknar og Alþýöuflokks á Alþingi. Mönnum var þaö I fersku minni þá, aö I siöustu kosning- um haföi meirihlutinn á Alþingi oltiö á hlutkesti I Skaga- firöi, og þess vegna lögöu menn sig nú afar mikiö fram. Mönnum fannst þeir vist alltaf vera aö ná i þetta eina at- kvæöi, sem skipt gæti sköpum I stjórnmálunum, eins og siöast, og svona var þetta á báöa bóga. Reyndar er þaö nú ævinlega svo I kosningum aö menn veröa nálega óöir og unna sér engrar hvildar, þvi þá sitji menn af sér sigurinn. En i þessum kosningum var mönnum hlutkestiö i Skaga- firöi ofarlega i huga og var þaö notaö i ræöu og riti, til aö hvetja liöiö I kosningastarfinu. Kosningabaráttan hófst mjög snemma vors. Ég lagöi þá I fundaferöalag, sem hófst meö þvi aö ég fór meö skipi noröur I Eyjafjörö, þvi þar átti ég aö byrja. Var ég þar á fundum og hélt siöan til Skagafjaröar. Fjallvegir voru ófærir bflum og margir byggöavegir einnig, vegna aur- bleytu. Gekk ég á skiöum upp úr Svarfaöardal yfir Heljardalsheiöi. Armann á Uröum fylgdi mér upp á heiöina, en Kolbeinn Kristinsson tók viö mér þar og fylgdi mér heim til sin aö Skriöulandi i Koibeinsdal. Þangaö sóttu Hólamenn mig á gæöingum sinum og Siguröur Karlsson fylgdi mér út á Hofsós. Þar var fundur. Jón Jónsson á Hofi tók á móti mér og skilaöi mér á hestum til Sauöárkróks. Jón Pétursson, faöir hans, lánaöi mér reiö- hestinn sinn, rauöan gæöing, sem ekki gleymist. Á ferðalagi með Thor Thors Frá Sauöárkróki til Varmahliöar var hægt aö komast á bil, en þangaö sótti mig Benedikt á Stóra Vatnsskaröi á hestum sinum og flutti mig niöur aö Bólstaöarhliö, en þó meö viökomu á Skeggstööum I Svartárdal, hjá Sigvalda bónda, sem þar bjó og áhugamaöur var i okkar flokki. Frá Hólabaki aö Enniskoti I Viöidal varö ég aö fá mig fluttan á hestum, en hélt siöan I bil suöur, til aö hagræöa ýmsum málum. Eftir örfáa daga var á áætlun minni annaö feröa- lag, þá austur á land. Atti ég þar aö glima viö „Breiöfylk- inguna” á tveim fundum, fyrst I Vopnafiröi og siöan á Egilsstööum. A þessa fundi fór Thor Thors aö sunnan og uröum viö samferöa mikinn hluta leiöarinnar. Reiknaö var út, aö eina leiöin tii þess aö komast austur, væri aö fara noröur á Skagaströnd, I veg fyrir Súöina, sem var á austurleiö. Viö Thor Thors fórum báöir I Súöina á Skagaströnd og fengum sæmilega ferö. Súöin var mesta farsældarfleyta og mér er enn minnisstætt hversu varlega hún læddist upp á noröaustan sjóina, enda var hún ann- álaö sjóskip. Meö Súöinni komumst viö til Vopnafjaröar. Þar var haldinn mikill fundur og komu þangaö fulltrúar fyrir bændaflokkinn og væntanlegir frambjóöendur okkar I Noröur-Múlasýslu. Hvorki vantaöi fundarsókn né hörku I umræöurnar. Frá Vopnafiröi var svo fariö á hestum yfir Hellisheiöi og yfir i Jökulsárhliö og var allur herflokkurinn samferöa á þessari leiö. Björgvin bóndi á Ketilsstööum sá um þetta mikla feröalag meö fulltingi Elsudóttur sinnar. Þau áttu góöa hesta á Ketilsstööum og var þetta fjörmikiö feröalag. Úr Jökulsárhliö slörkuöum viö svo á bil til Egilsstaöa og þar varhaldinn mikill fundur I stóra sýslutjaldinu. Mér er þaö meöal annars minnisstætt frá þessum ágæta fundi, aö þangaö kom góöur bóndi, Runólfur Bjarnason I Hafrafelli, oröheppinn maöur, sem haföi gaman af þvi aö taka fram I fyrir ræöumönnum. Ég var kominn stutt I ræöu minni, nam^staöar augna- blik,svona til aö anda, og heyri þá aö kallaö’er og reyndist þaö vera Runólfur: i Laugardagur 17. júni 1978 21 „Hvernig er þaö, piltar, átti vellygni-Bjarni nokkra niöja?” Varö af þessu mikill glaumur og kátina, svo sem til var ætlazt. Hólmganga Hermanns og Ólafs Fundir voru oft haröir á Egilsstööum, þessi ekkert siöur en sumir aörir. Aldrei réöi þó harkan ein, þvi alltaf kom eitthvaö upp, sem létti skapiö. Talsvert hernaöarsniö var þó á þessu. Þarna skildum viö Thor Thors. Hann var dugmikill og prúöur andstæöingur og góöur feröafélagi. Nú tóku viö ellefu framboösfundir i Suöur-Múlasýslu og var þaönæsta verkefni mitt. Þegar þessum lauk, mætti ég á tgeim fundum i Austur-Skaftafellssýslu, i Lóninu og á Höfn. Þá varö aö komast suöur til Reykjavikur viöstööu- laust. É_g átti aö taka þátt i útvarpsumræöunum sem. veröa áttu rétt fyrir kosningarnar. Ekki fundust önnur ráö, en aö fara á mótorbát, sem starfaöi á vegum Land- helgisgæzlunnar, og fá hann til aö skjóta mér frá Horna- firöi til Vikur i Mýrdal. Þaöan komst ég meö bil til Reykjavíkur. Viö Hermann Jónsson tókum þátt i útvarpsumræöunum fyrir okkar flokk og átti hann aö fara strax aö þeim lokn- um noröur i Skagafjörö og hjálpa þar til i lokahrinunni. Ég átti á hinn bóginn aö hjálpa til syöra þá daga sem eftir voru. Viö útvarpsumræöurnar fengu talsmenn flokkanna herbergi á skrifstofum útvarpsins. Þar gátu menn hlustaö saman og boriö saman bækur sinar. Sjálfstæöismenn voru i næsta herbergi viö okkur. Þaö var nú fremur gott sam- band á milli manna, þrátt fyrir hörö átök. Viö fórum þvi yfir til þeirra og þeir komu til okkar og var skipzt á oröum, mest I gamni, eins og gengur, þegar svona er ástatt. Ólafur Thors kom inn til okkar og þeir Hermann Jónas- son fóru eitthvaö aö gantast. Ég veitti þessu ekki ná- kvæma athygli, en allt I einu lá ólafur flatur á gólfinu. Hermanni var gliman I blóö borin og var alltaf aö sýna mönnum glimubrögö — hefur sjálfsagt veriö aö kenna ólafi bragö, en lagt aöeins of mikiö I þaö. Ólafur stóö snar- lega upp og hlógum viö dátt aö þessu. Svona var hægt aö leika sér, til þess aö gera lifiö léttara. Hermann og Ólafur tókust fast á I útvarpsumræöunum á eftir og endaöi þetta meö þvi aö ólafur skoraöi á Hermann aö mæta sér á fundi á Hólmavik. Þeir festu þetta I útvarpsumræöunum og uröu svo aö fara noröur á þennan einvigisfund. Var sá fundur vist æöi sögulegur. Oft hefur veriö á hann minnzt og til hans vitnaö. En skyndiákvöröun varö til þess aö allar áætlanir rösk- uöust. Kom þaö nú i minn hlut aö fara noröur I Skagafjörö dagfari og náttfari, I staöinn fyrir Hermann Jónasson, strax aö útvarpsumræöunum loknum. Þar mætti ég enn á tveim fundum, á ökrum og á Sauöárkróki. Gisti ég aö- faranótt kosninganna i Eyhildarholti hjá Gisla og hans ágætu konu. Eitthvaö var ég látinn tala viö fólk i Skaga- firöi eftir fundina, eins og gengur, þvi alltaf var mönnum jafn rikt i huga hlutkestiö i Skagafiröi I kosningunum næst á undan. „Breiöfylkingunni” tókst ekki aö ná meirihlutan- um á Alþingi. Framboðsfundirnir knúðu fram upplýs- ingar um afstöðu flokkanna Þessi frásögn, þótt örstutt sé, ætti aö gefa dálitla hug- mynd um hvernig þessi barátta fór fram og feröalögin, áöur en flugvélar komu til, viö upphaf bilaaldar nýja tim- ans. Kosningar eiga aö sjálfsögöu aö snúast um málefni, stefnur og afstööu i þjóömálum og viöhorf til einstakra mála, sem sköpum geta skipt. Til viöbótar veröur svo aö koma traust á mönnum. Málefnin veröa aö vera I öndveg- inu. Þaö er aö sjálfsögöu litiö vit i þvi aö kjósa álitlegan mann, sem ætlar ranga leiö, aö dómi þess sem velur. Af þessu leiöir, aö þaö er mjög þýöingarmikiö aö þær umræöur sem fram fara fyrir kosningar, knýi fram upp- lýsingar um þaö hvaö flokkar ætlast fyrir og flokkar veröa aö starfa, — annars leysist allt upp I óskapnaö. Mér finnst aö framboösfundirnir meö gamla sniöinu séu langbezta aöferöin til þess aö knýja fram afstööu og lika hagkvæmasta aöferöin, til þess aö kjósendur kynnist þeim mönnum, sem eru i boöi. Ef menn mæta allir saman á þess háttar fundum reyna þeir aö sjá til þess aö ekkert sé undan dregiö af þvi, sem þarf aö koma fram. Þaö liggur I hlutarins eöli aö þetta sé reynt. Mér sýnist þvi, aö ekkert geti komiö i staöinn fyrir framboösfundina, þar sem mætt er fyrir alla flokka. Framboðsfundir i sjónvarpi og útvarpi Svo er þaö sjónvarpiö og útvarpiö. Þar ætti aö minum dómi aö hafa framboösfundi fyrir landiö allt, þar sem menn heföu tækifæri til þess aö gera grein fyrir máli sinu, ótruflaöir, I samfelldu, en þó hæfilega stuttu máli. Væru þá til dæmis haföar þrjár umferöir, til þess aö úr veröi raunverulegur kappræöufundur. Samtalsþættir, sem mjög eru nú tiökaöir, þar sem æöi margir menn koma saman, til þess aö tala saman um pólitik, eiga aö visu fuilan rétt á sér, en þeir geta ekki aö minu viti komiö I staöinn fyrir raunverulegar, skilmerki- legar kappræöur. Min reynsla er sú, aö I þannig þáttum slitni umræöurnar skaölega mikiö i sundur. Þaö er ákaf- lega vandasamt aö stjórna þeim svo skörulega og um leiö liölega aö þeir komi aö góöu gagni. Samtalsþættirnir mega þvi ekki veröa til þess, aö útilokaöar veröi I sjón- varpi og útvarpi umræöur meö fundasniöi. Ég legg áherzlu á aö fundasniöiö má ekki hverfa. Mér skilst aö framboösfundir eigi aö veröa i sjónvarpi og útvarpi og er þaö vel. Ekki má skilja orö min svo aö ég amist viö þvi aö stjórnmálamenn feröist um og haldi ein- hliöa kynningarfundi, siöur en svo, — en þaö má ekki út- ryma framboösfundunum og þar meö kappræöunum. Leiðarþing Leiöarbing hafa veriö haldin á Austurlandi svo lengi sem ég man, árlega. Þau eru ákaflega þýöingarmikil og koma aö miklu liöi, ekki sizt til aö ræöa heimamálin. A siöari árum fundum viö upp þaö sniö aö halda mjög stuttar eöa engar framsöguræöur, en hafa allt i samtalsformi. Meö þessu móti tóku oft allir eöa nálega allir fundarmenn þátt I umræöunum, og engin aöferö er betri en þessi til þess aö þingmenn og kjósendur skiptist á skoöunum. Leiöarþingin voru sjaldan fjölmenn, en þangaö komu þeir sem höföu áhuga. Þetta ættu þingmenn aö gera árlega og gera raun- ar margir, sem betur fer. Hið gamla og góða rifjað upp Gamla bió sýnir um þessar mundir kvikmyndina „The Great Caruso”. Kvikmyndafé- lagiöMetro Goldwyn Mayer lét gera þessa mynd I tilefni af, aö 80 ár voru liöin frá fæöingu En- rico Caruso. Hann fæddist i borginni Napóli á ttaliu áriö 1873. Caruso kom fy rst fram opinberlega i óperuhlutverki I fæöingarborg sinni. Til gamans má geta þess aö Caruso var mjög snjallskopmyndateiknari. Myndin „The Great Garuso”, sem er breiðtjaldsmynd, er i eölilegum litum og er byggö á ævisögu Caruso sem rituö var af ekkju hans Dorothy Caruso. Ég sá þessa mynd fyrir mörg- um árum siöan. Nú fyrir nokkr- um dögum sá ég hana aftur og sé sannarlega ekki eftir þvi. Hjarta mitt fylltist af gleöi og hrifningu og þó ég sé aldinn aö árum, gat ég varla tára bundizt. Ég gleymdi staö og stund og mér fannst ég vera I annarri veröld heldur en okkar, eins og er nú. Hinn stórkostlegi söngvari Mario Lanza fer meö aöalhlut- verkiö „Caruso”. Lanza er kurteis.glaöur, myndarlegur og þaö var eins og hann væri um- vafinn einhverjum geislaljóma og röddin er alveg yfirnáttúru- Mario Lansa. leg. Lanza nam söng viö Julian söngskólann i New York borg. Hann var af itölsku bergi brot- inn. Éghef lesiö ævisögu Caruso og Lanza kemur „öllu til skila” Hannerklæddur i frakkann góöa meö plusskragann og i gráu legghlíunum, og ekki vantar „temperamentiö” (listamanna- skapiö). Hann syngur 27 lög i myndinni. Má þar nefna: ,,Cel- este Aida” úr op. „Aida”, La Donna e Mobile” úr óperunni Rigoletto, „E Lucevan le Stelle” úr óþerunni „La Tosca”, „Che Celida Manina” úr óperunni „La Boheme”, „Cielo e Mar” úr óperunni „La Gionconda”, „Vesti la Giubba” og „Restativo” úr óperunni I Pagliacci og yndislegu smálög- in sem flestir kannast viö: A Marechiare, A Vuchelle, La Dauza, Torna A Sorriento, Mattinata, Because o.fl. Ungir sem aldnir ættu aö sjá „The Great Caruso'ÍUnga fólkiö hlustar ekki aöeins á fagra tón- list flutta af hinum stórkostlega Mario Lanza, heldur lærir þaö kúrteisi og skemmtilega fram- komu og þaö er þvi miöur aö gleymast. Veröld sem var, en er ekki lengur til. Lifiö hér áöur fyrr er svo óiktlifinu eins og þaö er nú til dags. Hin aldna sveit mun rif ja upp „gömlu góöu dag- ana” þegar hiö góöa, glaöa og mannlegavari heiörihaft. Not- iö hiö gullna tækifæri og hlustiö á hinn glæsilega Mario Lanza i „The Great Caruso” IGamlaBió og þaöveröurykkureins og mér ógleymanleg stund. Ég vil svo þakka forráöamönnum Gamla Biós fyrir aö hafa nú á skömm- um tima sýnt 2 dásamlegar gamlar kvikmyndir fyrst Ben Hur og nú „The Great Caruso.” Bjarni Sveinsson. AUGLVSINGASTOFA sambandsins GMCVANDURA OG GMC RALLY VAN Endingarmiklir sendi- og fólksflutn- ingabílar á mjög hagstæðu verði. Hafa náð miklum vinsældum á undanförnum árum vegna lipurðar, þæginda í akstri og mikillar burðargetu. Bílar, sem ryðja sér til rúms hjá einka- aðilum sem sportbíll og ferðabíll. Höfum ávallt fyrirliggjandi í miklu úrvali eftirtaldar gerðir: GMC VANDURA 25, burðargeta 1.600 kg, sjálfskiptur með vökvastýri o.m.fl. en án hliðarglugga. GMC RALLY VAN 35, burðargeta 2.400 kg, sjálfskiptur með vökvastýri o.m.fl. með hliðargluggum og 12 sætum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.