Tíminn - 05.08.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.08.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. ágúst 1978 7 Heiður Helgadóttir, blaðamaður: Pottþétt úrræði eða gömul haftastefna? — hverjum á fólk að trúa? Hverju er almenningi þessa lands ætlaö aö trúa? Hver skýr- ir frá staöreyndum, um orsakir þess aö myndun vistri stjórnar fór út um þúfur, en ætla má aö þaö sé þaö stjórnarform sem flestir heföu óskaö eftir. brátt fyrir allar útskýringar stjórn- málamanna, þá er staöan sú aö fólk hefur fátt aö fara eftir, nema fullyröingar á móti full- yröingum. Eiga kratar bara aö trúa Benedikt, sem segir tillögur Al- þýöubandalagsins óraunhæfar og ábyrgðarlausar, og kommar siöan Lúövik, sem segir Bene- dikt engin úrræöi sjá nema gömlu ihaldsleiðirnar? Er ekki mál til komið, aö hinn almenni kjósandi krefjist áreiðanlegri svara og upplýs- inga frá hinum háttvirtu stjórn- málamönnum? Kannski ekki sist þessum sigurvegurum kosninganna, sem töldu það höfuðmálið að losna við rikis- stjórnina, þvi þá ættu þeir lausnir á hverjum vanda. Ein- hver hlýtur að geta reiknaö dæmið raunhæft. Alþýðubandalagið lagöi fram pottþéttar tillögur að eigin mati. t þeim fólst m.a. hvorki meira né minna en flest það er allur þorri fólks óskaði eftir, ef raun- hæft væri, þ.e. aukinn kaup- máttur, lækkað verðlag, stór- lækkun veröbólgu og siöast en ekki sist, að gengislækkun væri óþarft gamalt ihaldsráð. Glitti í götin En þvi miður komu fljótt i ljós gloppur i tillögunum. Jafnvel ótölufróöir ráku augun i þaö, að i þeim var hvergi gert ráö fyrir auknum útgjöldum rikis- sjóös til aö mæta launahækk- unum þeim, sem leitt heföu af þvi skilyrði Alþb. að samningar tækju þegar gildi. Um hve há upphæö þetta væri og hvernig skyldi afla fjárins, var spurt á blaðamannafundi, er haldinn var af Alþýöubandalaginu ný- lega. I ljós kom, að upphæðin næmi 1.400 milljónum til áramóta og fjárins skyldi afla með auknum sköttum, þótt óljóst væri ennþá á hvern hátt. Þvi var við bætt, að vissulega væru ennþá i út- reikningum Alþb. ýmis göt, sem eftir væri að fylla upp i, varö- andi útgjöld rikissjóös. (vissu- lega merkar upplýsingar). En viðbótar tekju- og eigna- skattsálögur voru þegar komnar inn i dæmið, svo liklega hefði þarna veriö um aö ræöa enn eina viðbótarálagninguna á árinu. Með þetta hálfs annars milljarðs gat i huga, lá beint við að spyrja Alþýðubandalags- menn, hvað hæft væri i fullyrö- ingum Framsóknarmanna og krata, að dæmi Alþýöubanda- lagsins gengi ekki upp. Fleiri göt hefðu fundist. Jú, tillögurnar hefðu kannski verið heldur lágar, en það var ekki stórmál. Annað hvort hefði þurft örlitið meiri tekjuöflun eða örlitiö minni millifærslu, enda væru tillögurnar ekkert úr- slitaskilyrði, og mætti breyta þeim í flestu. (Nú, ekki pott- þéttar? — en hvaö eru nokkrir milljaröar milli vina!) Kaupránið mikla 3% Það, sem slitum viðræðna olli, kvaö Lúövik hafa verið gengis- lækkunina, og þau skilyröi sem henni fylgdu. Þeir Alþýðu- bandalagsmenn hefðu veriö ófáanlegir til aö fara þess á leit viö launþegasamtökin, að þau afsöluðu sér 7% kauphækkun, sem af henni leiddi. Enda væri það helmingi meiri kjaraskerð- ing, en sú sem rikisstjórnin gerði með sinum aðgerðum. (Athygli vekur, að I tillögum Alþb. er kaupránið mikla nú talið nema 3%). Þá var Alþb. umhugaö um að leiðrétta þá rangtúlkun and- stæðinganna, að tillögur þeirra væru uppvakning á gömlu úr- sérgengnu haftakerfi. Það væri alrangt. Þeir vildu nýja leið, svokallaða millifærsluleiö — til áramóta. Um nýtt eða gamalt má deila (ömmukjólareru jú aftur orðnir nýjasta tiska) en hvað átti þá aö taka við um áramót. Afram 10% millifærsla, sem samkvæmt út- reikningum Alþb. mundi kosta rúma 16 milljaröa á næsta ári. (Aðrir segja miklu meira). Lúð- vik svaraöi þvi til, að um næstu áramót heföi þurft að meta stöðuna að nýju, eftir þróun verðlags og kaupgjalds. Þá hefði komiö I ljós hvort halda þyrfti millifærslunni áfram, eöa gripa til annarra úrræða. Þetta voru þá framtiöar- markmiðin og nýja stefnan. „Bráðabirgöa-reddingar” til áramóta, m.a. með þvi aö taka 1000 milljóna króna skulda- bréfalán til niðurgreiðslna og siðan loftkennd úrræöi á næsta ári. Einhvern veginn verkar þetta ekki alveg nægilega traustvekjandi. Til fj.... með fyrirtækin Að lokum er ekki úr vegi aö bæta við smá sýnishorni frá um- ræðum, sem urðu I viðræðu- nefndinni, um tillögur Alþýðu- Heiður Helgadóttir bandalagsins. Fyrir lá álit sér- fræðinga, er reiknað höfðu út tillögur Alþb. Kom fram að þeir töldu atvinnuvegina ekki þola álögu- og uppbótakerfið, svo stór hætta væri á þvi að fjöldi fyrirtækja ,,færi yfirum”, ef þvi yrði beitt. Var þetta álit borið undir Lúðvik og hann svaraði af bragði, að þarna væri sérfræð- ingunum rétt lýst, þeir hugsuðu alltaf um atvinnuvegina, en Al- þýðubandalagið hugsaði um fólkið. í þessum dúr svaraði Svavar Gestsson lika i blaðavið- tali nýlega, að þau fyrirtæki sem ekki gætu borið þá auknu skatta sem ráðgerðir voru, þau yrðu þá bara að rúlla. Areiðanlega þykir Alþýöu- bandalagsfólki,' sem öðru fólki gott að fá fri stöku sinnum. En færi atvinnureksturinn á haus- inn gæti fri sumra oröiö nokkru lengra en fólk óskaði eftir, jafn- vel núna i sumarbliðunni. Þessar linur svara auövitað engu um rétt eða rangt, þar er staðhæfing á mót staöhæfingu. En ljóst er þó að tillögur Alþb. eru ekki eins pottþéttar og þeir Alþýðubandalagsmenn halda fram. Plaggiðer ansi götugt svo hætta er á, að nokkuð heföi nætt i gegnum þaö ef á hefði reynt. Var kannski aldrei meiningin að á það reyndi? Ragnar Arnalds. Ragnar Arnalds: LÁTUM HÆ6RIMENN FRAM- KVÆMA HÆGRISTEFNU Svar til Steingríms Hermannssonar, ritara Framsóknarfiokksins Steingrimur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins, rit- ar grein i Timann 2. ágúst s.l., þar sem hann reynir að teija lesendum blaðsins trú um, að tillögur Alþýðubandalagsins í nýafstöðnum stjórnar- myndunarviðræðum hafi verið byggöar á röngum útreikning- um. Hann vitnar si og æ i álit „sérfræðinga” og fullyrðir að „opinberir aðilar” telji þetta og hitt. Svipaðar fullyrðingar komu reyndar fram i viðræðum flokk- anna. Við Alþýðubandalags- mann þráspurðum viðmælend- ur okkar, hverjir væru þessir „sérfræðingar”, sem væru svo einkar lagnir að reikna tillögur okkar út úr heiminum. En við fengum aldrei nein svör. Við óskuðum eftir að fá ljósrit af þessum einkennilegu út- reikningum en fengum ekki. Engin skrifleg gögn voru lögð fram i viðræðum flokkanna til leiðréttingar á þeim talnalegu upplýsingum, sem viö höfðum i höndum og byggðum á. Við nánari athugun á út- reikningum Steingrims þarf engan að undra, þótt „sér- fræðingarnir” vilji ekki láta nafns sins getið. Svokallað álit „sérfræðinganna” byggist I flestum tilvikum á þrælpólitísk- um ráðleggingum fremur en talnalegum útreikningum á til- lögum Alþýðubandalagsins. Ekki vanáætlun heldur bara aörar tillögur Tökum sem dæmi tillögu okk- ar Alþýðubandalagsmanna um sérstaka skattlagningu á ýmiss konar eyðsluvörur, ferðagjald- eyri o.fl. að upphæð átján hundruð milljónir króna. Stein- grimur segir það „álit sérfræö- inga”, að þessi tillaga gefi ekki nema eitt þúsund milljónir i tekjur, ef framkvæmd yrði. Hvernig geta „sérfræðingarn- ir” vitað það, þegar ekkert er farið að tala um, hversu há skattaprósentan yrði og á hvaða vörur hún legðist? Jú, hér vill Steingrimur hafa gat og þá býr hann til gat upp á átta hundruð milljónir króna með þvi að lækka upphæðina úr átján hundruð milljónum króna i eitt þúsund milljónir króna. Að sjálfsögðu er þetta ekki van- áætlun okkar Alþýðubanda- lagsmanna heldur breytingar- tillaga af hálfu Steingrims eftir ráðleggingum „sérfræðing- anna”. Annað samskonar dæmi er til- laga okkar Alþýðubandalags- manna um lækkun rekstrar- og framkvæmdaútgjalda rikisins um tvöþúsund milljónir króna á þessu ári, en Steingrimur nefnir eitt þúsund milljónir króna sem „álit sérfræðinga”. Ef menn vilja ekki skera meira niður en sem nemur eitt þúsund milljón- um króna þá láta þeir það nægja.Munurinn.erekki „gat” i tillögum okkar — gatjð hefur Steingrimur sjálfur búið til og má skoða sem breytingartil- lögu af hans hálfu. Alveg það sama má segja um verðlagsmálin, þar sem Stein- grimur býr til stórfellda fjár- vöntun með þvi að neita að standa að ákveðnum aðgerðum verðlagsyfirvalda. Ég gæti nefnt mörg önnur dæmi, þar sem fjárvöntun er búin til með þvi einu að breyta forsendum tillagnanna. Sagan um tiu milljarða gatið er áróðursbragð manna, sem ekki treysta sér til að ræða nýj- ar leiðir i efnahagsmálum og hafa allt á hornum sér, þegar nýjar, róttækar tillögur koma fram. Auðvitaö er það ekki aðal- atriði málsins, hvort næstu efnahagsaðgerðir kosta nokkr- um milljörðum meira eöa minna, um þaö mætti vafalaust ná samkomulagi og eins um hitt að afla tekna á móti. Hitt skiptir öllu, hvort menn vilja reyna þessa leið eöa ekki, hvort menn ætla sér að ná niður verðbólg- unni og reyna um leið að varð- veita þann kaupmátt launa, sem um samdist i seinustu kjara- samningum. Bráðabirgðalausn Sagt hefur verið, að við höf- um gert tillögu um bráða- birgöalausn i efnahagsmálum. Það er alveg rétt, hvað varðar tillögur okkar um fyrstu að- gerðir. En annar kaflinn i tillög- um okkar fjallar um ýmsar kerfisbreytingar, sem óhjá- kvæmilegar eru til að tryggja varanlega lausn. Og auðvitað getum við verið sammála um, að gengisfellingartillaga Al- þýðuflokksins er einnig bráða- birgöalausn, sem bersýnilega mun ekki endast nema i skamman tima. A þessum tveimum bráða- birgðalausnum er þó megin- munur: Gengisfellingin er upphaf að nýrri verðbólguöldu og hlýtur óhjákvæmilega aö torvelda stjórnvöldum á næstu mánuðum að ná niður verðbólgunni. Til- lögur Alþýðubandalagsins um millifærslu- og niöurfærslu gætu hins vegar orðið fyrsta skrefið út úr vitahringnum, ef fram- kvæmdar yrðu. Gengisfelling er i sjálfu sér stórfelld millifærsla fjármuna til útflutningsatvinnuvega. Með gengisfellingu er fjöldinn skatt- lagður til hagsbóta fyrir at- vinnureksturinn. Tillögur Alþýðubandalagsins og Alþýöuflokksins fela að sjálf- sögðu báðar i sér mikla milli- færslu og skattlagningu. En munurinn er sá, að við viljum ekki, aö þessi skattlagning legg- ist jafnt á alla eins og gerist með gengisfellingu, heldur höfum við einbeitt okkur að tekju- öílunarleiðum, sem fyrst og fremst lenda á hátekjufólki og atvinnurekstri, öðrum en út- flutningsatvinnuvegum. Tillögur okkar miða einmitt að þvi að afla nauðsynlegs fjár, án þess að það komi fram i al- mennu verðlagi og ýti undir verðbólgu. Annar munur á tillögu Al- þýðuflokksins og Alþýöubanda- lagsins er sá, að gengisfellingin kemur öllum jafnt til góða sem framleiða fyrir erlendan mark- aö, hvort sem hagur þeirra er vondur eða góður, en milli- færsluleið Alþýðubandalagsins miðar að þvi aö veita þeim ein- um sérstakan stuöning, sem brýnast þurfa þess meö. Þannig Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.