Tíminn - 05.08.1978, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 5. ágúst 1978
Úlgefandi Framsúknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Kitstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sími
86300.
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Vcrö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuöi. . . , c
Blaðaprent h.f.
Að skera hrúta
Það er óhætt að segja að yfir þjóðina rigni
lausnarorðum um þessar mundir. Fyrir kosningar
varð engu tauti komið við fjölda manna vegna
hrifningar á hástemmdum loforðum Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags. Eftir kosningarnar héldu
kratar um stund áfram að veifa óskadraumi sinum
um svo kallaðan „kjarasáttmála”, og halda ýmsir
enn i hann þrátt fyrir þá fyrirlitningu sem forráða-
menn i verkalýðsfélögunum hafa sýnt hugmynd-
inni.
Fyrir nokkru slöngvaði Alþýðubandalagið siðan
fram lokleysu sinni, undanfærsluleiðinni, til þess að
koma efnahagslifi og viðskiptum þjóðarinnar ger-
samlega i uppnám og hindra að vinstra samstarf
geti tekist um stjórn landsins.
Meðan á þessum undrum hefur gengið hafa al-
vörugefnir stjórnmálamenn farið sér hægar. Fram-
sóknarmenn hafa gert itrekaðar tilraunir til að
koma sigurvegurum kosninganna niður á jörðina,
en ekki tekist til fulls.Alþýðuflokkurinn er að visu
kominn i gott sjónmál við raunveruleikann nú, en
Alþýðubandalagið flögrar enn um i þykkum skýjum
austursins.
Úr herbúðum Sjálfstæðismanna hefur fátt heyrst
annað en innbyrðis skætingur, gagnkvæmar
ásakanir og heitar umræður um málgögn þau sem
hafa verið tengd flokknum.
Nú i vikunni stóðst þó einn af prelátum hægri
stefnunnar á íslandi, Eyjólfur Konráð Jónsson
þingmaður og fyrrum ritstjóri, ekki lengur mátið.
Eyjólfur leggur nú til að öllu trausti á sjálfstæðan
islenskan gjaldmiðil verði synjað, en inneignir ís-
lendinga i islenskum bönkum verði reiknaðar i er-
lendum gjaldeyri.
öllu hrapallegri uppgjöf i islenskum efnahags-
og peningamálum er tæpast hugsanleg. öllu meiri
fyrirlitning á viðleitni manna til að koma málum
þjóðarinnar i lag er varla möguleg. Það er ekki nóg
með það fyrir Eyjólf Konráð Jónsson að þeir, sem
hlunninda njóta, geti átt meiri og minni stórfjár-
hæðir geymdar i erlendum bönkum fram hjá is-
lensku eftirliti og skattheimtu. Nú vill hann kasta
öllu islensku þeningakerfi endanlega fyrir róða.
Það er hægt að fyrirgefa Eyjólfi Konráð Jónssyni
tiltektir eins og þær að þykjast ætla að skjóta eða
skera hrúta upp á grin,sem að visu er illa til fundið
en getur þó vakið nokkra kátinu.
En þessi siðasti hrútaskurður Eyjólfs Konráðs er
alvarlegt mál og ekki til þess fallið að auka það
traust og þá tiltrú sem þjóðinni er allri nauðsynleg
til farsældar. Tillaga Eyjólfs Konráðs er sjúkdóms-
einkenni og uppgjafarmerki. Við höfum þegar feng-
ið nóg af sliku.
Hrútaskurður Eyjólfs Konráðs Jónssonar á sviði
efnahags- og peningamála getur þvi aðeins orðið til
góðs, að tillagan veki menn til alvarlegrar um-
hugsunar og viðnáms,sem siðan verði grundvöllur
þeirrar sóknar sem við verðum að hefja fyrir efna-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og viðskiptalega til-
trú.
ERLENT YFIRLIT
Hússar skjóta hörðum
skotum á Brzezinski
Eiga orðið heilt safn ummæla um hann
w
Í3
éÉfc
Brzezinski á skrifstofu sinni I Hvfta húsinu
HÉR í blaöinu var nýlega
skýrt frá því, að Rússar deildu
nú meira á Brzezinski en
nokkurn annan bandarískan
stjórnmálamann. Rússneskir
fjölmiðlar kenna honum um
flest það, sem þeir telja miður
fara i bandariskum
stjórnmálum. Nýlega helur
Timanum borizt sýnishorn af
þessum áróðri rússneskra
fjölmiðla, en þar er um að
ræða grein eftir rússneskan
blaðamann, Gennadi
Gerasimow, sem oft hefur
dvalizt i Bandarikjunum og
haft nokkur kynni af Brzez-
inski áður fyrr. Rétt þykir að
birta hér nokkur sýnishorn úr
grein hans, til að sýna hvernig
þessum áróðri gegn Brzez-
inski er háttað:
„Ég hitti hann fyrst i New
York 1972, þegar hann hafði
meira en eitt tækifæri til að
tala um heimsmálin á fundi
hins virðulega ráðs um erlend
samskipti. Brzezinski naut
þess að tala og hafði gott vald
á hinni sérstöku framsetningu
sem notuð er af bandariskum
félagsfræðingum og stjórn-
málafræðingum, þeim sem i
Bandarikjunum eru nefndir
„næmir frasaframleiðendur.”
Brzezinski lék sér að orðum
og hugtökum, eins og barn
leikur sér að kubbum, raðaði
þeim i samstæður hugtaka-
legra stórbygginga. Trú-
veröugra við fyrsta tillit, en
oft vafasamara við nánari
athugun. Grundvallarkenning
hans „afrek” var útskýring
hans á þvi, að heimurinn hefði
náð vissu „tæknilegu þróunar-
stigi,” sem nánar var skil-
greint i bók hans: „Milli
tveggja alda” sem sá dagsins
ljós fyrir átta árum. Annars
var erfitt að greina á milli
hvar var að finna mismuninn
á milli þessara timabila og
hvað tilheyrði einhverju miklu ■
eldra. Þessi bók fékk hins
vegar ekkert sérstaklega góða
dóma i bandariskum timarit-
um. Bandarískt visindatima-
rit sagði nýlega að hún væri
ekki sérlega upplýsandi og að
minnsta kosti væri framsetn-
ing hennar ekki markviss. Ég
hugsa að þessi bók væri löngu
fallin i gleymskunnar djúp, ef
höfundur hennar gegndi ekki
þeirri stöðu sem hann gegnir i
Bandarikjunum i dag.”
t GREIN Gerasimov segir
enn fremur:
„1 allri hugmyndafræði
Brzezinskis leynist aldrei
vottur af efasemdum, segir i
blaði sem gefið er út i Boston.
t sama blaði segir, að það sé
vegna striðsæsinga sinna gegn
Sovétrikjunum, að Brzezinski
hafi komizt svo vel áfram I
bandariskum stjórnmálum
sem raun er á. Blaðið vitnar i
orð prófessors, sem fylgzt
hefur með honum á frama-
brautinni og lýsir honum sem
gömlum kaldastriðsmanni.
Vestur-þýzka blaðið „Spiegel”
lýsir honum sem „svörnum
óvini Sovétrikjanna, o.s.frv.
Allir sem ljúka upp munni um
alþjóðlega stöðu Brzezinskis
lýsa honum sem óvini Sovét-
rikjanna, fyrst og fremst.
Fyrr lét hann að visu i ljósi
aðrar skoðanir, og árið 1975
leyfði hann mér að hafa það
eftir sér i „Literary Gazetta”
að hann heföi sagt, að „slök-
unarstefnan væri raunveru-
leiki og yrði að hafa sinn
gang.” Til þess að fá full-
komna mynd af Brzezinski,
verður maður að bæta Rússa-
hatri við sovét- og kommún-
ista hatur hans.
I grein sem hann skrifaði
um tengsl milli fortiðar, nú-
tiðar og framtiðar i stjórn-
málum heimsins, lét hann sig
ekki muna um að staðhæfa að
utanrikisstefna Sovétrikjanna
væri i framhaldi af utanríkis-
stefnu Rússlands keisaranna.
Greinin birtist bæði i Bret-
landi og Bandarikjunum eftir
að Brzezinski hafði fengið hina
núverandi stöðu sina. Greinin
var skrifuö með hinu vel-
þekkta andsovézka og and-
rússneska hugarfari, þar
moraði af orðum eins og
„russkaya mysl” „novoya
russkoya slovo” o.s.frv. Hvort
sem heldur er, að Sovéthatur
Brzezinskis fylgi i kjölfar
Rússahaturs hans, eða þvi er
öfugt farið er e.t.v. ekki svo
þýðingarmikið, en þes§i teg-
und af þjóðernisstefnu og si-
felldar ofsóknir gegn Rúss-
landi fyrir það eitt að vera til,
setur stórt spurningarmerki
við hæfni Brzezinskis til að
gegna alþjóðamálum.
ÞA VITNAR höfundur i
fyrrverandi bandariskan öld-
ungadeildarþingmann og
segir:
„Þekktur maður i banda-
risku lifi, Eugene McCarty
býst við hinu versta af þeim
fyrirætlunum Brzezinskis, að
koma á nýrri „heimsskipan”
á þessari plánetu.
„Verið viðbúin,” segir þessi
fyrrverandi öldungadeildar-
þingmaður, „það er sú heims-
skipan sem boðuð var af
nasistunum.”
Prófessor Stanley Hoffmann
segir að ef Brzezinski væri
yfirmaður CIA þá myndi hann
persónulega fara að litast um
eftir loftvarnarbyrgi. Annar
prófessor Noam Chomsky
segir um Brzezinski: „Þetta
er algerlega ábyrgðarlaus
maður.” Allir þessir aðilar,
sem þekkja Brzezinski náið,
óttast tilhneigingu hans til
fljótfærni. Einstaklingur, sem
er fljótfær og þar að auki
hrokafullur, getur orðiö
hættulegur ef hann situr uppi
með þau völd sem Brzezinski
hefur nú.
Fyrrverandi félagi Brzez-
inskis frá akademiunni sagði
um hann: „Hann er áráttu
húrrahrópari, sem gefur sér
ekki tima til að meta að-
stæður. Hann tekur skyndi-
ákvarðanir, án tillits til
hvernig þær lita út i samhengi
við heildaráætlanir.”
Brezki blaðamaðurinn,
Jónatan Power, sagði i blaða-
viðtali að „ef þú lest yfir það
sem Brzezinski hefur skrifað,
þá tekur þú eftir þvi, að hann
hefur sérstaka hæfileika til að
hafa rangt fyrir sér.” En mis-
tök i bókum er eitt, og það
kemur aðeins höfundi þeirra
við. Stjórnmálamistök er
annað, þau geta ráðið um
framtið mannkynsins”.
Vance, Carter og Brzezinski.
ÞAÐ verður ekki dregin sú
ályktun af þessum tilvitn-
unum greinarhöfundar, að
Brzezinski sé réttur maður á
réttum stað. En sinum augum
litur hver á silfrið og hæglega
getur farið svo, ef sambúð So-
vétrikjanna og Bandarikjanna
batnar á ný, að rússneskir
fjölmiðlar dragi fram aðrar og
betri lýsingar á Brzezinski.
Þeir eiga bersýnilega orðið
mikið safn af ummælum um
hann. þ.Þ.
JS