Tíminn - 05.08.1978, Blaðsíða 12
12
Laugardagur 5. ágúst 1978
■ 1 1«! 1 SUtl '»*1*-»*».. III 1 Hnl . H lyj lit ! ■lUl *»» »**•♦•*.*_ PWmvV ] Vll 11 ImWWl Iti 1 siðasta lagi sunnudaginn 13. k ágúst I sima 34147, Inga, og 1 simi 16917, Lára. ■ , ■ — > [ David Graharn Phillips: j 274 SÚSANNA LENOX '
m\\\\ *'****'***». I 1(1 ■ Inl | |U 1 Tilkynning: w ■■■ — -■ - ’ (jónHelgason y
í dag
Laugardagur 7. ágúst 1978
Lögreglaog slökkvilið| | Ferðalðg j
Reykjavik: Lögreglan
simi 11166, slökk viliöið og
sjúkrabifreið, simi 11100
Kópavogur: Lögreglan simi
41200, slökkviliðið og sjúkra-
bifreið simi 11100.
Hafnarf jörður: Lögreglan
simi 51166, slökkviliö simi
51100, sjúkrabifreiðsimi 51100.
Bilanatilkynningar
Vatnsveitubilanir simi 86577.
Siinabilanir simi 05.
Bilanavakt borgarstofnana.
Simi: 27311 svarar alla virka
daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8
árdegis og á helgidögum er
svarað allan sólarhringmn.
Rafmagn: i Reykjavik og
Kópavogi í sima 18230. 1
Hafnarfirði i sima 51336.
llitaveitubilanir: kvörtunum
verður veitt móttaka i sim-
svaraþjónustu borgarstarfs-'
manna 27311.
Heilsugæzla
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
varzla apóteka i Reykjavik
vikuna 4. ágúst til 10. ágúst er i
Háaleitis Apóteki og Vestur-
bæjar Apóteki. Það apótek
sem fyrr er nefnt annast eitt
vörzlu á sunnudögum, helgi-
dögum og almennum fridög-
um.
Slysavarðstofan: Simi 81200,
eftir skiptiborðslokun 81212.
Sjúkrabifreið: Reykjavik og
Kópavogur, simi 11100,
Hafnarfjörður, simi 51100.
Ilafnarfjörður — Garðabær:
Nætur- og helgidagagæzla:
Upplýsingar á Slökkvistöð-
inni, simi 51100.
Læknar:
Rcykjavik — Kópavogur.
Dagvakt: Kl. 08:00-17:00
mánud.-föstudags, ef ekki
næst i heimilislækni, simi
11510.
Hal iiarbúðir.
Heimsóknartimi kl. 14-17 og
19-20.
Heimsóknartímar á Landa-
kotsspitala: Mánudaga til
föstud. kl. 18.30 til 19.30.''
Laugardag og sunnudag kl. 15
til 16. Barnadeild alla daga frá
kl. 15 til 17.
Kópavogs Apótek er opið öll
kvöld til ki. 7 nema laugar-
daga er opið kl. 9-12 og
sunnudaga er lokað.
Laugardagur 5. ágúst.
Kl. 08.00
1) Hveravellir — Kerlingar-
fjöll (gist i húsi)
2) Snæfellsnes — Breiöa-
fjarðareyjar (gist i húsi)
Kl. 13.00
Þórsmörk
Gönguferðir um nágrenni
Reykjavikur á sunnudag og
mánudag.
Suntarley fisferðir.
9. -20. ágúst. Kverkfjöll—Snæ-
fell. Ekið um Sprengisand,
Gæsavatnaleið og heim sunn-
an jökla.
12.-20. ágúst. Gönguferð um
llornstrandir. Gengið frá
Veiðileysufirði um Hornvik,
Furufjörð til Hrafnsfjarðar.
Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni. Pantið timanlega.
Ferðafélag Islands,
Oldugötu 3.
Útivistarferðir
Laugard. 5/8 kl. 13
Geldinganes
Sunnud. 6/8 kl. 13
Kræklingafjaraog fjöruganga
i Hvalfirði.
Mánud. 7/8 kl. 13
Voga»tapi
Fararstj. i öllum ferðum
verða Friðrik Danielsson og
Elisabet Finsen. _
Fritt f./4)örn m. fullorðnum.
Farið frá BSl, bensinsölu.
Útivist.
Sumarleyfisferðir i ágúst.
8.-20. Hálendishringur 13
dagar. Kjölur, Krafla, Herðu-
breiö, Askja, Trölladyngja,
Vonarskarð o.m.fl. Einnig
farið um litt kunnar slóðir.
Fararstj. Þorleifur Guð-
mundsson.
10. -15. Gerpir 6 dagar. Tjaldað
i Viðfiröi, gönguferðir, mikið
stcinariki.Fararstj. Erlingur
Thorodasen.
10.-17. Færeyjar.
17.-24. Grænland, fararstj.
Ketill Larsen.
8.-13. Hoffellsdalur 6 dagar.
Tjaldað i dalnum, skraut-
steinar, gönguferðir m.a. á
Goðaborg, að skriðjöklum
Vatnajökuls o.fl.
Útivist
Kvenfélag Háteigssóknar:
Sumarferðin verður farin
fimmtudaginn 17. ágúst á
Landbúnaðarsýninguna á Sel-
fossi. Aðrir viðkomustaðir:
Hulduhólar i Mosfellssveit,
Valhöll á Þingvöllum og á
heimleið komið i Stranda-
kirkju. Þátttaka tilkynnist i
Kjarvalsstaðir:
Sýning á verkum Jóhannesar
S. Kjarval er opin alla daga
nema mánudaga. Laugardaga
og sunnudaga kl. 14 til kl. 22.
þriðjudaga til föstudaga kl. 16
til 22. Aðgangur og sýninga-
skrá er ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar.
Opið alla daga frá kl. 13.30 til
kl. 16 nema mánudaga.
Al-Anon fjölskyldur
Svarað er i síma 19282 á
mánudögum. kl. 15-16 og á
fimmtudögúm kl. 17-18.
Fundir eru haldnir i Safn-
aðarheimili Graisáskirkju á
þriðjudögum, byrjendafundir
kl. 20og almennir fundir kl. 21,
i AA húsinu Tjarnargötu 3C á
miövikudögum, byrjenda-
fundir kl. 20 og almennir fund-
ir kl. 21 og i Safnaðarheimili
Langholtskirkju á laugardög-
um-kl. 14.
tsenzka dýrasafnið Skóla-'
vörðustig 6b er opiö daglega
kL 13-18.
Geövernd. Muniö frlmerkja-
söfnun Geöverndar pósthólf
1308, eöa skrifstofu félagsins
^Hafnarstræti 5, simi 13468.
Arbæjarsafn er opið kl. 13 til
18 alla daga nema mánudaga.
Leið 10 frá Hlemmi.
Húseigendafélag ReykjavikuV
Skrifstofa félagsins að Berg-
staðastræti 11 er opin alla
virka daga kl. 16-18. Þar £á
félagsmenn ókeypis leiðbein-
ingar um lögfræðileg atriði:
varðandi fasteignir. Þar fástj
einnig eyðublöð fyrir húsa-1
leigusamninga og sérprentan-
ir af lögum og reglugerðum’
um fjölbýlishús.
Virðingarfyllst,
Sigurður Guðjónsson
framkv. stjóri
Kirkjan
Asprestakall: Safnaðarferðin
verðurfarin 12. ágúst n.k. kl. 8
frá Sunnutorgi, farið verður ->
að Reykholti og messað þar
sunnudaginn 13. ágúst kl. 14.
Upplýsingar um þátttöku til-
kynnist i sima 32195 og 82525
fyrir föstudaginn 11. ágúst.
Dómkirkjan: Kl. 11 árd.
messa, séra Hjalti Guðmunds-
son. Organleikari Ólafur
Finnsson.
Neskirkja: Gúðsþjónusta kl.
11 árd. Kjartan Jónsson
guðfræðinemi prédikar. Séra
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Kópavogskirkja:
Guðsþjónusta i Kópavogs-
kirkju kl. 11 árd. Séra Arni
Pálsson.
Hafnarfjarðarkirkja:
Skirnarguðsþjónusta kl. 11
árd. Séra Gunnþór Ingason.
Hallgrimskirkja: messa kl.
11. Lesmessa næstkomandi
þriðjudag kl. 10,30. Beðið fyrir
sjúkum. Séra Karl Sigur-
björnsson.
Landspitalinn: Messa kl. 10
árd. Séra Karl Sigurbjörns-
son.
krossgata dagsins
2823.
Lárétt
1) Lestrarmerki 6) Kærleikar
10) Kusk 11) Timabil 12)
Avöxturinn 15) Málms
Lóðrétt
2) Mörgunsinnum 3) Mánuöur
4) Andað 5) Meta 7) Sunna 8)
Ruggi 9) Bókstafi 13) Hlutir
14) Verkfæri
Fgffff1
1°
U1 /3 fV
Ráðning á gátu no. 2823
Lárétt
1) Samba 6) Fagmann 10) TU
11) An 12) ukulele 15) Flakk
Lóðrétt
2) Arg 3) Bra 4) Aftur 5)
Annes 7) Auk 8)Mál 9) Nál
13) Uml 14) Eik
— Brent dó klukkan hálf-þrjú i dag.
Garvey.
Það er nú alit i lagi að slást við
Rauða hunda. En að fá þá...
DENNI
DÆMALAUSI
Þjónn opnaöi borðstofudyrnar, frú Déliére stóð upp. — Komdu,
Súsanna, sagði hún.
Súsanna leit á hana skilningsvana augum.
— Maturinn biður.
— Ég kæri mig ekki um mat, sagði Súsanna og settist við hljóð-
færið.
— Já, en þú....
— Láttu hana vera, sagði Friddi þungbúinn. — Við skulum boröa.
Þegar Súsanna var oröin ein i stofunni, lét hún hendurnar sfga i
keltu sér. Sjálf vissi hún ekki, hve lengi hún sat þarna hreyfingar-
laus. Hún vaknaði sem af draumi viö eitthvert þrusk frammi f gang-
inum. Hún spratt á fætur, og á sömu stundu var allur drungi rokinn
út i veöur og vind. Hún flýtti sér til dyra. Þar mætti hún þjóni. Hann
var með simskeyti á bakka.
— Til herra Palmers, sagði hann.
En hún hlustaöi ekki einu sinni á orð hans, tók simskeytið og opn-
aði það. Eitt augnakast nægði til þess að lesa þessi stafaskökku, vél-
rituöu orð:
Hún staröi forviða á þjóninn og las simskeytið i annað sinn.
Þjónninn mælti: — A ég að færa herra Palmer það, frú?
— Nei, Þetta er gott. Ég þakka, svaraði hún.
Og hún gekk hægt yfir gólfið að arninum. Hún hrökk við, lagfærði
fölgrænan kjólinn á annarri öxlinni og las skeytið i þriðja sinn. Svo
lagði hún það varlega og hugsandi á arinhiliuna. — Brent dó
klukkan hálf-þrjú I dag. Dó. Nei, orðin urðu ekki misskilin. Hún
vissi, að þetta hlaut að vera rétt. En samt fannst henni annaö. Hún
sá Brent andspænis sér eins og hann var, þegar þau kvöddust. Og
það þurfti meira en þurrt og fellt simskeyti til þess að koma henni i
skilning um, að Brent, sem var svo iðandi af lifsþrótti, svo þrunginn
athafnaþrá og krafti, svo auðugur að fyrirætlunum og framsýni —
aö þessi hrausti og sterki maöur væri ekki lengur I iifenda tölu. —
Brent dó klukkan hálf-þrjú I dag. Súsanna vissi, að Brent var dáinn.
Hefði hann ekki verið henni svo ósegjanlega mikils virði, myndi hún
hafa grátið og kveinaö eöa fallið í öngvit. En það geröi hún ekki nú,
þegar framtið hennar var i veöi. Hún vissi, að hann var dáinn, en
trúði þvi ekki. Og þarna stóð hún nú og starði I glæöurnar og furðaöi
sig á þvi, hve róleg hún gat verið, er hún vissi, að þessi hræðilegi at-
burður hafði gerst. Þegar hún frétti, að hann hefði særst, hafði henni
brugöið, en nú kveinkaði hún sér ekki. Liffæri hennar, hugur hennar
— allt starfandi eins og áður. Var það sál hennar sjálfrar, en ekki
Brent, sem var til heljar færð?
Hún sneri bakinu aö arninum og starði á vegginn hinum megin.
Þar var spegill og i honum sá hún Palmer við matboröið i borð-
stofunni.
Vinstra megin við hann stóð þjónn og hélt á fati sem hann var að
taka af og færa yfir á disk sinn. Hún gaumgæföi hverja hreyfingu
hans, vaxtarlag hans, breitt og holdugt andlitiö og fituhrukkurnar,
sem voru byrjaðar að myndast á hálsinum. Allt I einu setti að henni
nístandi hroll — svo helkalt haföi henni ekki orðiö siðan kvöldið
forðum, er þær Etta Brashear flæktust um göturnar I Cincinnati.
Þessi helkuldi var frekast sálræns eðlis. Hún nötraði öll frá hvirfli
til ilja. Hún sneri sér aftur aö arinhillunni og leit á slmskeytið. En
hún snerti ekki á þvi. Bókstafirnir svifu fyrir hugarsjónum hennar:
— Brent dó klukkan háif-þrjú I dag. Garvey.
Kuldahrollurinn breyttist I dofa. Hún ambraði fram i ganginn —
inn í herbergi sin. Inni I búningsherberginu var þerna hennar,
Klementa, að hengja upp fötin, sem hún hafði verið I fyrr um dag-
inn.
Hún staðnæmdist við snyrtiborðið og tók af sér perlufestina. Svo
snerihún sér að Klementu og sagði eins og ekkert væri:
— Verið svo elskuiegar að sækja litlu töskuna með brciöu röndun-
um og láta i hana þrenn gönguföt — eitthvað af nærfötum — það,
sem ég kynni að þurfa aö nota á ferðalagi — aöeins það bráðnauð-
synlegasta. Eitthvað reglulega hlýtt, Klementa, þvi að mér hefur
oft verið kalt, og ég get ekki hugsaö mér verri liðan. Og veriö svo
elskulegar að sima I gott gistihús og biðja um herbergi með aðgangi
að baði. Þegar þér eruð búin að þessu, ætia ég áð borga yður það,
sem ég skulda yður, og mánaðarkaup að auki. Ég hef ekki efni á þvi
að hafa lengur þernu.