Tíminn - 07.09.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.09.1978, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. september 1978 15 Sigurjón Ég var uppí flugturni og ræddi um hesta við Egil- sen, þegar síminn hringdi. Það var ekki þessi venju- legi simi, heldur eitthvað af þessum fjölbreytilegu apparötum sem flugturn- inn er fullur af. Morgun- vélin frá Flugfélaginu var farin, og ég komst ekki með. Komst ekki nær því en að verða númer tvö á biðlista. Það voru þessi reiðinnar býsn að gera i fluginu, tvær ferðir á dag og bókaður langur biðlisti út alla vikuna. Eg sá fram á langt og gott fri i skjóli þess að ég kæmist ekki i bæinn og fór upp i turn að kjafta um hross við Egilsen. Hann heitir reyndar Gunnar Egilson, en á Austurlandi þekkir hann enginn undir öðru nafni en Egilsen og hann er flugumferðarstjóri á Egilstaöaflugvelli. „Veðrið i Reykjavik?” sagði apparatið i flugturninum, Egilsen ýtti á eitthvert typpi og sagði: ,,Já, veðrið i Reykjavik, biddu nú aðeins vinur minn”. Svo rauk hann i annað tæki og sagði: „Reykjavik. Egilsstaðir. Veðrið? Uh-hu, já, aha, fint,” ýtti siðan aftur á typpið og sagði: „Benni minn” og romsaði svo upp úr sér flóðiaf tölum, sem sennilega hafa þýtt að veðriö væri gott, þvi Benni var hress i málrómnum þegar hann sagði: „ókei, takk”. 9 Löggubillinn frá Seyöisfirði og Teitur Ragnar á Egilstaða- flugvelli. Benni flugmaöur (Benedikt Snædal),Benedikt Þóröarson farþeginn i framsætinu, Bjarni Magnússon lögregluþjónn á Seyöisfiröi og Egilsen búa sig undir aö lyfta sjúklingnum upp i flugvélina. mér þegar hálskirtlarnir voru teknir úr mér fyrir löngu. „Hvítklæddur engill" Ég hef alla tið borið ótta- blandna virðingu fyrir þessum hvitu englum. Þær vita svo mikiö og kunna allt og þegar maður reynir að ræða við þær um lifsins mál setja þær mann alltaf á gat. En eins og flugurnar sem sækja stöðugt i ljósið, hversu oft sem þær brenna sig, langar mig alltaf til að kynnast þessum englum þegar færi gefst. En hvernig fer maður að þvi að komast i kynni við svona hvitklæddan engil, sem er upp- tekinn af að kæla sár sjúklingsins sins og á annan há tt að sjá um aö honum liði eins litið illa og efni standa til, um borö i smáflugvél, sem hefur svo hátt að maður heyrir varla hugsanir sjálfs sin? Atti ég að kalla til hennar og segja að ég sé blaðamaöur á Tim- anum og vilji fá við hana viötal? Nei, fjandinn, það gekk ekki. Þá yrði hún trúlega stif og leiö- inleg og segöi: „ég mundi segja....” Eg fann engin ráö og lenti i vandræöum með hendurnar, greip myndavélina, setti upp list- rænan svip og fór að skjóta i allar áttir, inni i vélinni og út um gluggana, sem voru allt of mattir og óhreinir til að mögulegt væri að mynd heppnaðist, — og vonaði að þeir á ljósmyndastofunni kæmust ekki að þvi hvernig ég bruðlaði meö filmuna. Eins og i skáldsögunum kom tilviljunin til hjálpar. 1 nánd viö Hofsjökul þurfti hún aö hagræða særðu hendi sjúklingsins og ég gat rétt henni hjálparhönd, og spurði: Hvaðkom fyrir hann?” — „Hann fór i kjötsög. Ertu lækn- ir?” „Nei, hjúkrunarkona”, og hún var úr Reykjavik og búin að vera þrjú ár á Seyöisfiröi og likaöi vel 9 Benni flugmaöur I riki sinu. og ætlaði að vera þar áfram var búin að kaupa sér hús þar og það er ekki lengur tilbreyting i að fara suður með sjúkling, bara hluti af starfinu, hvorki betri né verri en annað. Sunnan við Langjökul fannst okkur landslagið fallegt og við Þingvallavatn sagði hún að það væri gaman að sjá þessar mynd- ir, sem ég hefði verið að taka á leiðinni. Ég var fljótur að taka upp blaö og blýant, hún heitir Sigrún Olafsdóttir og ég lofaöi að senda henni myndir ef þær yrðu góðar. Og svo fyrr en varði var Teitur Ragnar kominn inn á Reykja- vikurflugvöll, sjúklingurinn og hvitklæddi líknarengillinn horfin i sjúkrabil, sem beiö komu þeirra. Benni ætlaði inn á Loftleiðateriu að fá sér eitthvað að éta, áður en hann færi austur aftur og ég tók töskuna mina og myndavélina og labbaði af stað. Maður varð vist að koma sér I vinnuna. ekkert” „Viltu ekki sjá hann, Benni minn” „Mér er skitsama hvernig hann litur út, ég er búinn að lofa framsætinu.” „Benni minn, hann gæti gert þig frægan” „Læknirinn ræður þessu alveg. Það eru tvö sæti við hliðina á körfunni og ef læknirinn er bara einn, er séns”. Teitur Oddur var nýfarinn i loftið. — Teitur Oddur er „Ælanderinn” þeirra hjá Flug- félagi Austurlands. Hann var kominn upp yfir Fjarðarheiðina og kallaði upp flugturninn og sagði eitthvað á þessu einkenni- lega máli sem flugstarfsmenn tala, einhvers konar samblandi af tölum og óskiljanlegum orðum. Siðan bætti hann við: „Segðu hon- um Benna að sjúkrabillinn sé kominn hér á brúnina og farinn að lækka sig” „Löggubíll með blikkandi Ijós" Nokkrum minútum seinna sást til löggubils með blikkandi rauð ljós á toppnum, og fór geyst, renndi sér inn á flugvöllinn og stoppaði við Navaróinn, — nýju vélina þeirra hjá Flugfélagi Austurlands sem heitir Teitur Ragnar —, og stuttu seinna var karfan með ungum strák sem haföi farið meö puttana i kjötsög, komin inn i Teit Ragnar. Benni sagöi: „Skelltu þér inn”, og ég sagöi: „Takk og bless” við Egilsen og skellti mér inn. Ég settist i sæti við hliðina á sjúkrakörfunni og á móti mér sat einn af þessum liknarenglum i hvitum slopp, sem eru alls staðar nálægir þar sem menn eru illa haldnir. Þetta var nútima engill, i flauelsbuxum og stórum skóm og sloppurinn var stuttur og óstif- aður, ekki þessi gamla móðurlega gerð, drifahvit uppúr og niðrúr, — sem sagöi mér með ákveðinni röddu hvernig ég ætti að haga „Hann gæti gert þig fræg- an" Nú hrundu formlegheitin af Egilsen og hann var bliður og þægilegur i málrómnum þegar hann spurði: „Hvað er á seyði, Benni minn?” „Sjúkraflug”, sagði apparatiö. — „Vantar þig ekki hjúkrunarkonu, Benni minn.” „Það veit ég andskotann Og stórum skóm 9 Sigrún ólafsdóttir heldur plastpoka meö Is I viö sáru hendina á Jóni Þorsteinssyni. 9 Komiö inn til lendingar á Reykjavikurflugvelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.