Tíminn - 07.09.1978, Qupperneq 6

Tíminn - 07.09.1978, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 7. september 1978 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Slöumúla 15. Simi 86300. Haraldur Ólafsson skrifar: Spenna eykst á Svalbarða Sovétmenn setja upp radarstöð i trássi við Norðmenn Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. V____________________________________________) Þeir slá saman höndum Það hefur vakið nokkra athygli nú að undan- förnu að það er eins og tiltekinn hluti af þingflokki Alþýðuflokksins sé kominn á flugstig í nýja kosn- ingabaráttu. Virðist þó hreint ekki ljóst hvers kon- ar kosningar um er að ræða, og má vera að um fram allt annað sé það á döfinni að fólk fái sem minnst tækifæri til að gleyma þessu liði um stund meðan tekist er á við alvarleg vandamál þjóðar- búsins. Þessi hópur stjórnmálamanna hefur tekið sér það fyrir hendur að ástunda stjórnmálastörf eins og kvikmyndastjörnur hegða einkalifi sinu eða it- urvaxnir hnefaleikakappar orða yfirlýsingar sinar hver um annan áður en stigið er inn i hringinn og pústrar taka við af gapuxalegum fúkyrðum. Þetta kimilega viðundur i sjónleikasal islenskra stjórnmála hefur almenningur getað haft sér til afþreyingar undanfarnar víkur, meðan beðið var ákveðinnar niðurstöðu um myndun ábyrgrar rikisstjórnar. Eftir að Alþýðuflokkurinn er orðinn aðili að rikisstjórn heldur skopleikurinn auðvitað áfram. Það er aðeins nýr þáttur sem hefst, og eru leik- tjöldin nú siður Morgunblaðsins. Þinglið Alþýðuflokksins, ásamt keppinautum nokkrum úr Alþýðubandalaginu eru Morgunblað- inu mikill fengur og liðsauki á þessum siðustu og verstu timum eins og þeir eru taldir á ritstjómar- skrifstofum þess. Ekki er Sjálfstæðismönnum sist dillað fyrir þá sök að þeir finna að þeir þurfa ekki annað en slá saman höndum að sið höfðingja á fyrri tið og þá hlaupa hirðfiflin þegar fram á gólfið og hefja fjöllistasýningar sinar um hæl. Það var einmitt löngum vinsælt athæfi i höllum að hirðfiflin atyrtu hvert annað með herfilegum og neyðarlegum hætti gestum og höfðingjum til skemmtunar og yndisauka. Það hefur nefnilega hver sinn smekk um slika hluti eins og flest annað. Að undanförnu hefur verið timi auglýsinga- mennsku og stóryrðaglamurs i islenskum stjórn- málum. Það er greinilega ásetningur þingliða Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags, að minnsta kosti nokkurra úr báðum flokkum, að halda þessu gamni áfram. Hugsunarhætti þeirra virðist þann veg farið að þeir haldi að hér sé um að ræða ein- hvers konar upplýsingaskyldu stjórnvalda við al- menning. Allur almenningur veit hins vegar að hér er aðeins um að ræða fleipur og geipan. Og almenn- ingur þreytist á slíku áður en varir. Sumt bendir vissulega til þess að ekki þurfi meira en rosalegan strigakjaft til þess að komast i álit meðal íslendinga og hljóta traust þeirra meira að segja til æðstu metorða i landinu. Sé svo til lengdar i raun og veru, verður það vist að teljast enn ein sönnunin á sérkennilega stórkarlalegri kimnigáfu þjóðarinnar, og er þá ekki að undra heldur hve erfitt okkur hefur löngum reynst að komast að skynsamlegu samkomulagi um undir- stöðuatriði t.d. i efnahagsmálum. JS. Siöustu atburöirnir á Sval- baröa hafa valdiö miklu fjaðrafoki I Noregi. Rétt fyrir siöustu mánaöamót komust fréttamenn frá Tromsö aö þvi, aö Sovét- menn hafa sett upp hreyfan- lega radarstöö I grennd viö flugvöll sinn viö Kapp Heer-flugstööina. Þessar framkvæmdir höföu aö visu ekki fariö fram hjá sýslu- manninum norska, sem er fulltrúi norsku stjórnarinnar á eyjunum. Hann haföi bara ekki taliö, aö radarstöö þessi skipti máli. Næst gerist þaö, aö sovésk eftirlitsflugvél hrapar á eyjunni Hopen, einni af Svalbaröaeyjunum. Dularfullt flugslys Ekki er meö vissu vitaö hve margir voru meö vélinni, sem fórst, en Norömenn fundu sjö lik þegar þeir komu að flak- inu. Sovétmenn hafa enga grein gert fyrir feröum flugvélar- innar, sem talin er vera eftir- litsflugvél og er hlutverk hennar aö fylgjast meö kaf- bátum og skipaferöum á út- hafinu. Hún er af svipaöri stærö og Orion-vélarnar, sem notaöar eru af Norömönnum sjálfum, og Islendingar þekkja vel, enda hafa þær stundar eftirlitsflug frá Kefla- vikurvelli um árabil. Norskar radarstöövar uröu ekki varar viö feröir vélarinn- ar, enda ná þær ekki til flug- véla, sem fljúga lágt yfir Sval- baröa. Liklegt er, aö fylgst hafi veriö meö vélinni úr bandariskum njósnahnöttum. Knut Frydenlund, utanrikis- ráöherra Norðmanna, hefur gert litið úr þessum atburöi og visar á bug aö Sovétmenn hafi viljandi veriö aö rjúfa loft- helgi Noregs. Hér hafi verið um slys aö ræöa. Aörirnorskir stjórnmálamenn eru annarrar skoöunar, og telja ekki útilok- aö, aö vélin hafi veriö send til njósna inn yfir norskt yfir- ráöasvæði. Allt I einu var komin radarstöð Hin nýja radarstöö við Barentsburg hefur þó oröiö Norömönnum meira áhyggju- efni. Samkvæmt aljóðasátt- málanum frá 1925 fara Norö- menn meö lögsögu á Sval- baröa, en tilteknum þjóöum (alls um 40) er heimilt aö nýta þar málma. Algerlega er bannaö aö hafa þar hernaðar- mannvirki af nokkrutagi. Þaö atriöi hafa Norömenn haldiö i heiöri og Sovétmenn einnig, en þessar tvær þjóöir eru einar um aö nýta kolanámurnar á eyjunum. Norömenn telja, aö Brot úr Hopen flaki sovésku eftirlitsflugvélarinnar, sem fórst á Sovétmönnum hafi borið aö láta vita um radarstööina, enda sé hún svo kraftmikil, að meö henni sé unnt aö fýlgjast með öllum ferðum i lofti yfir eyjunum. Þessir siöustu viöburðir vekja harkalega athygli á hinni viökvæmu stööu Sval- barða og hve erfitt Norömönn- um er að eiga svo öflugan granna sem Sovétrikin eru. Samkvæmt sáttmálanum um Svalbarða gilda norsk lög á svæöinu. Sýslumaöurinn norski er æösta yfirvald á staönum. Hann hefur þaö hlut- verk aö sjá um, aö lögum sé fylgt og reglur i heiöri haföar. Þaö hefur oröiö æ tiöara á undanförnum árum, aö Sovét- menn hafi hunsaö reglur og lög Norðmanna. Sem dæmi má nefna, aö þeir láta ekki skrá farartæki sin á eyjunum, þeir sjá sjálfir um jxistsam- göngur milli Sovétrikjanna og Svalbaröa, og þeir hafa ekki látib skrá orkuver sitt viö Bar- entsburg. Allt er þetta and- stætt norskum lögum. Samstjórn Norðmanna og Sovétmanna? Willy Ostereng, forstööu- maöur Fridtjof Nansen-stofii- unarinnar, er manna kunnug- Dugi ekki sigöin verö ég aö nota hamarinn! astur Svalbarða og öllu, sem þar fer fram og hefur farið fram. 1 tilefni af þessu siðustu viöburðum lætur hann svo um mælt i viðtali við norska blaðiö Nationen, að svo liti út sem Sovétmenn séu þeirrar skoö- unar, að yfirráö Norömanna yfirSvalbarðaséu takmörkuö. Þeir reyni að fara aö eigin reglum á þeim svæðum, sem þeir búa, en fylgi reglum Norömanna annars staöar á eyjunum. Þetta sé hugsanlega liöur i marg itrekuðum til- raunum þeirra til aö fá Norð- menn til að hef ja viöræður um samstjórn þessara tveggja þjóöa á Svalbarða. Norðmenn hafa til þessa algerlega visaö á bug öUum slikum hugmynd- um, enda eru þær ekki i sam- ræmi við sáttmálannum Sval- barða frá 1925. östereng fellst ekki á, að uppsetning sovésku radar- stöðvarinnarséótvirætt brotá sáttmálanum. Hins vegar geti auðvitaö slik radarstöö haft hernaöarlegt gildi, og þaö sé auösætt brot af Sovétmönnum aötilkynna Norömönnum ekki um framkvæmdina. Sovét- menn hafa hvaö eftir annað mótmælt framkvæmdum Norbmanna við flugstööina viö Longyearbyen, þar sem flestir Norðmenn búa, en ekki látiö vita um svipaöar fram- kvæmdir við Barentsburg. Johan Jörgen Holst, sem er háttsettur i varnarmálaráöu- neytinu norska hefur manna mest varað við þvi aö sett veröi sameiginleg norsk-sovésk stjórn á Sval- barða. Telur hann þaö brot á Svalbarðasáttmálanum, sem gerir ráö fyrir þvi,' að öll aö- ildarrikin, sem undirrituðu hann eigi kröfu til samskonar réttinda þar. Oryggismál þjóöa viö noröanvert Atlantshaf og Noröur-lshafiö eru tengd og allt, sem á þessu svæöi gerist snertir þau öll. Þaö er þvi rik ástæba fyrir Islendinga aö fylgjast rækilega meö öllu, sem fram fer á Svalbarða, sem og öðrum svæöum á noröurhjara heims. Þegar öryggis- og sjálfstæðismál ís- lands eru metin verður ekki sist að kanna hvaö er aö ger- ast og hvaö getur gerst á Sval- baröa. h.ó.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.