Tíminn - 08.09.1978, Blaðsíða 13
12
Föstudagur 8. september 1978
Föstudagur 8. september 1978
13
IQ
■0-
CHEVROLET TRUCKS
Höfum til sölu:
Teqund: ára Verrt i hús
Galant G.L. station '75 2.300
Ch. Impala ‘75 4.000
Opel Kadett City '76 2.650
Scout II V-8 sjálfk. '74 3.00G
G.M. Blazer '76 5.600
Ch. Malibu '66 900
Vauxhall Viva '74 1.500
Opel Record '76 2.900
Skoda Amigo '77 1.250
Datsun 1200 '73 1.100
Ch. Nova 4 dyra sjálfsk. '74 2.400
Ch. Blazer, 6 cyl., beinsk. '74 4.000
Pontiac Phonix '78 5.500
Citroen GS Club '75 1 800
Chevrolet Malfbu '72 1.700
Plymouth Furystation '75 4.400
Scout oick-up '78 3.300
Volvo 144 De Luxe '74 3.100
Bronco V-8 beinsk. '74 9 74fl
Chevrolet sendiferða '77 4 . / JU 4.400
Opel Manta '77 3.300
Fiat128 '74 850
Ch. Nova sjálfsk. '73 1.950
Ch. Malibu '75 3.100
VW sendiferðabif. '75 2.200
Peuqeot 504 '72 1.550
Scout 11 6 cyl.beinsk. '74 2.800
Vauxhall Viva '75 1.500
Opel Rekord 4 d. '71 1.080
Ch. Nova. '76 3.500
Willys jeppi m/blæju '76 3.100
Opel Record 2 ja d. sjálf sk. 1900 '73 2.100
Fiat 128 '73 550
Plymouth Volare '77 4.300
Toyota Celica st. 5 gira '75 2.400
Ch. Blazer m/Dieselv. '72 2.800
Véladeild
ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900
Útboð
Framkvæmdanefnd um byggingu leigu-
og söluibúða Laugardalshrepps, Arnes-
sýslu, óskar eftir tilboðum i byggingu
tveggja ibúða i einu einnar hæðar húsi,
samtals 173 ferm, 629 rúmm.
Húsið á að risa að Laugarvatni, Árnes-
sýslu og er boðið út sem ein heild. Skila á
húsinu fullfrágengnu eigi siðar en 31. júli
1979.
Útboðsgögn verða til afhendingar á
hreppsskrifstofu Laugardalshrepps og hjá
tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikis-
ins frá föstudeginum 8. sept. 1978 gegn kr.
20.000,- skilatryggingu.
Tilboðum á að skila til hreppsskrifstofu
Laugardalshrepps eigi siðar en mánudag-
inn 25. sept. 1978 kl. 14.00 og verða þau
opnuð þar, að viðstöddum bjóðendum.
F.h. framkvæmdanefndar um
byggingu leigu- og söluibúða
Laugardalshrepps
Þórir Þorgeirsson, oddviti.
Bergþórshvoll
Tilboð óskast i innanhússfrágang í prestsbústaö á Berg-
þórshvoli, Kang. Verkinu sé lokið 1. mars 1979.
Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, gegn kr.
10.000,- skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. sept. kl.
11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
• Féðstreymir gegnum afréttargiröinguna aö uppgræðslunni. Mynd — ATA
Góð samvinna Landgræðslu og bænda:
Græða upp svæði
mörkum
af réttar o
byggða
ATA— Landgræðslan er í
ótviræðri sókn. Við álítum,
að um 5-6 þúsund hektarar
bætist við af grónu landi á
ári hverju af völdum
Landgræðslunnar. Það
hefur hins vegar verið
sagt, að um tvö þúsund
hektarar lands fjúki upp
eða eyðist árlega þannig að
þróunin er okkur í hag.
Þetta sagði landgræðslustjóri,
Sveinn Runólfsson, er Land-
græðslan bauð blaðamönnum i
skoðunarferö nýlega.
Uppgræðsla á mörkum af-
réttar og byggðar
Tilgangur ferðarinnar var sá,
að kynna blaðamönnum einn
þáttinn i starfi Landgræðslunnar,
sem litiðhefur verið ræddur i fjöl-
miðlum, þ.e. uppgræðsla örfoka
lands á mörkum afréttar og
byggða.
Svæðið sem blaðamenn skoð-
uðu var rétt upp af Þjórsárdal,
svokallað Haf. Uppgræðslan er
byggðarmegin við afréttargirð-
ingu Gnúpverja.
Þegar byrjað var að sá i Hafið
árið 1973, var þar algerlega
gróðurlaust svæði, örfoka land.
Nú er þar algróið land á stórum
köflum, liklega einum 200 hektur-
um. Þarna er komið ágætis
beitarland, og þegar blaðamenn
komu á staðinn voru u.þ.b. 2000
fjár á beit á svæðinu.
Landgræösla og gróður-
vernd
Sveinn Runólfsson, land-
græðslustjóri, sagði með þessari
framkvæmd væri hægt að hleypa
fé, sem sækir niður af afréttunum
á haustin að afréttargirðingun-
um, inn á uppgræðsluna.
Þannig eru tvær aðalástæður
fyrir þessum aðgerðum.
t fyrsta lagi eru þetta gróður-
verndandi aðgerðir. Með þessu er
verið að létta beitárálagi á svæð-
um, sem talin eru fullsetin, jafn-
vel ofnýtt, þ.e. afréttunum.
1 öðru lagi er þetta land-
græðsla, uppgræðsla ógróins
lands.
Þessar framkvæmdir eru fjár-
magnaðar þannig, að i land-
græðsluáætlun var ákveðið, að
15% „þjóðargjafarinnar” skyldi
varið til landgræðsluaðgerða i
samráði við bændur og sveitarfé-
lög.
Þessu fjármagni hefur fyrst og
fremst verið varið þannig, að
samfelld ógróin svæði á mörkum
afréttar og byggða hafa verið tek-
in fyrir og ræktuð upp. Viðkom-
andi sveitarfélög og bændur hafa
staðið straum' af helmingi til-
kostnaðar.
Þessar aðgerðir hafa verið i
gangi hjá flestum sveitarfélögum
á Suðurlandi.
50.000 fóðurdagar
Með i ferðinni voru m.a. Hjalti
Gestsson, framkvæmdastjóri
Búnaðarfélags Suðurlands og
Sveinn Eiriksson, bóndi i Steins-
holti og fjallkóngur þeirra Gnúp-
verja.
Þeir voru mjög hressir með
þessar aðgerðir og sögðu, að upp-
græöslan útvegi fénu næringu al-
veg þar til það er tekið heim á
haustin og við það eykst fallþung-
inn. Þessi timi haustsins er ein-
mitt mjög mikilvægur fyrir féð,
sérstaklega lömbin. Aður stóð
létta beitarálagi
af afréttum um
leið og ðrfoka
land er
grætt upp
jafnan mikill fjárhópur við af-
réttargirðinguna á þessum árs-
tima og fékk ekki nægilega mikla
næringu. Oft þurfti að flýta rétt-
um af þessum orsökum.
— Sé málið skoðað frá hreinu
landbúnaðarsjónarmiði, þá borg-
ar þetta fyrirtæki sig, sögðu þeir
Hjalti og Sveinn. Við gerum ráö
fyrir að nú séu um tvö þúsund
kindur á uppgræðslunni og að þær
verði þar eina 25 daga. Þá eru
þetta 50 þúsund fóðurdagar.
Fóðureiningin er þvi bændum
ekki dýr, en framlag bænda er 1,2
milljónir króna á ári.
En þetta eru einstaklega verð-
mætar fóðureiningar og málið
verður ekki afgreitt með þurrum
útreikningi. Það verður að taka
gróðurvernd og landgræðslu með
i reikninginn og svo er þetta mikil
og góð fjárfesting hjá bændum,
reyndar þjóðinni allri.
12 svæði grædd á þennan
hátt
Þeir Sveinn Runólfsson, land-
græðslustjóri, Stefán Sigfússon,
landgræðslufulltrúi og Ólafur
Dýrmundsson, landnýtingar-
ráðunautur tjáðu blaðamönnum,
að ein ellefu svæði sunnanlands
hefðu verið ræktuð upp á þennan
hátt frá þvi árið 1971. Þessi svæði
eru:
l.Allstórt svæði vestur af Sand-
skeiði. Það er á afrétti Reykvik-
inga og Kópavogsbúa. Þetta er
nýjasta svæðið, sem tekiö hefur
verið til ræktunar, en aðgeröir
hófust þar i vor. Þetta eru 50-60
hektarar lands, ófriðað land.
2,ViðBiskupstungnaafrétt. Þar
Fé á beit i kafgrasi á Hafinu. Fyrir 1973 var þar vart að finna stingandi strá. Mynd —ATA
ólafur Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur, kannar
grasið. Þaö er þegar orðið ótrúlega þétt. Mynd—ATA
var sáð á ófriðað land við Sandá
árið 1971 og er þetta eista svæðið.
Svæðið mun vera um 300 hektar-
ar.
3. Svæði við Hrunamanna-
hreppsafrétt. Uppgræðslan þar
er um 100 hektarar, þar af eru um
20hektarar friðaðir. Svæðið hefur
verið nytjað i tvö sumur.
4. Flóa- og Skeiðamannaafrétt-
ur. Þetta svæði hefur nokkra sér-
stöðu, þar sem ekki er um örfoka
ógróið land að ræða. Afrétturinn
fór mjög illa i Heklugosinu 1970.
Aburði hefur þvi verið dreift á af-
réttinn og er þetta eitt af örfáum
dæmum þess, að Landgræðslan
dreifi áburði á gróið land. Aburði
er dreift á 120 hektara árlega.
5. Gnúpverjaafréttur. Það er
svæðið,sem blaðamenn könnuðu.
Þar er sem fyrr segir verið að
græða 200 hektara ógróins örfoka
lands. Svæðið er ekki friðað.
e.Holtamannaafréttur. Þar eru
ræktaðir 80 hektarar af ógrónu
landi. Þessi uppgræðsla er að
verulegu leyti borguð af Lands-
virkjun. Svæðið er hugsað sem
uppbót fyrir það land, sem fór
undir vatn við gerð Sigöldu-
virkjunar.
Einnig er á svipuðum slóðum
farið að rækta land vegna Hraun-
eyjarfossvirkjunar.
7. Landmannaafréttur. Það er
sömuleiðis Landsvirkjun sem
greiðir kostnaðinn af þessari upp-
græðslu. Hér er ræktað innan
girðingar og svæðið hefur enn
ekki verið nytjað.
S.Næsta vor er áætlað að hefja
aðgerðir við Rangárvallaafrétt.
9. Hvolhreppingar hafa unnið
að ræktun að Emstrum. Það er
um 50 hektara land norðan og
vestan Mýrdalsjökuls.
10.1 Fljótshlfðarhreppi er hafin
uppgræðsla á 130 hekturum lands
við Markarfljótsaura. Svæöi
þetta er i mjög litilli hæð og hefur
nokkra sérstöðu þess vegna. Nýja
landið er nytjað vor og haust en er
friðað yfir hásumarið. Nýting
þessa svæðis hefur að sögn Land-
græðslumanna stytt hefðbundinn
beitartima á afrétti um helming.
11. Að lokum má geta Skaptár-
tungumanna, en nokkuð svæöi
hefur verið grætt við afréttar-
girðingu þeirra og er svæðið enn
sem komið er friðað.
A Norðurlandi má svo geta
uppgræðslu á örfoka landi i
Bárðardal, austan Skjálfanda-
fljóts.
Auk Bárðardals hefur Land-
græðslan svo borið áburð á afrétti
fyrir nokkur sveitarfélög á
Norðurlandi.
Flugmenn gefa vinnu sína
Sveinn Runólfsson var spurður
um kostnaðarhliðina. Hann gisk-
aði á, að heildarkostnaður á
hvern hektara væri um 50 þúsund
krónur. Inn i þá tölu er allt reikn-
að, áburður, fræ og vinnukostnað-
ur svo og vinnutima flugmanna,
en þeir gefa vinnu sina. Þess má
geta, að i sumar hafa 33 atvinnu-
flugmenn flogið fyrir Land-
græðsluna.
Afréttir eru almennt ekki
ofnýttir
— En eru afréttir þá ofnýttir?
Ólafur Dýrmundsson, land-
nýtingarráðunautur, sagði að til
væru nokkrir staðir sem væru
fullnýttir og jafnvel ofnýttir, en
þetta væru ekki stór samfelld
svæði. Það færi einnig mjög eftir
árferði hvað afréttir þyldu.
Ólafur kvað það álit sitt, að hér
væri Landgræðslan aö vinna
mjög athyglisvert og gott starf.
Hér væru tekin ónýtanleg svæði
og þau grædd upp. Gróðurinn,
sem kemur upp á svæðunum er
ótrúlega fjölbreyttur og
næringargildið mikið.
Um leiö er hér um nýtt land-
nám að ræöa. Efasemdarmenn
um landgræðslu sjá svart á hvitu,
að landgræðsla getur borgað sig,
jafnvel þó eingöngu sé reiknað i
beinhörðum peningum.
Kiíironivíi
Bama- og unglinga-
skrifborð
með hillum
Borðplötu má hækka og lækka að vild
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, Hjalti Gestsson, framkvæmdastjóri Búnaðar-
félags Suðurlands, Stefán Sigfússon, landgræðslufulltrúi, Ólafur Dýrmundsson, land-
nýtingarráðunautur og Sveinn Eiriksson, fjárbóndi og fjallkóngur standa I kafgrasi,
þar sem aður var örfoka, gróöursnautt land. Mynd — ATA
Þessir hafrar voru ræktaöir á foksandi, sem dælt var upp úr
Bjarnarlóni. Veruleg hætta var á þvl, að sandurinn fyki aftur.
Hafrarnir hafa bundiö jaröveginn vel. Fugiahræðan er til að
hræða burt gæsir, sem bita hafrana mjög grimmt. Mynd —ATA
Litir:
Brúnt,
grænt,
rautt,
orange og
blátt
Verið velkomin