Tíminn - 26.09.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.09.1978, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 26. september 1978 mwA i 79 99 HHOOO0OOOO Utlendínga- herdeildin” í gang - Fjör í körfuboltanum Punktar úr Evrópu Dirk Dunbar skoraöi alls 62 stig i leikjum helgarinnar meö ÍS. Oflugt klapplið Leikmenn Kölnar og fylgdarliö komu til landsins seint i gær- kvöldi. Ekki voru þeir alveg einir á báti þvi hvorki meira né minna en 180 manna klappiiö kom meö þeim til landsins. Sýnir þetta best hversu mikia áherslu áhang- endur liösins leggja á leikinn viö Skagamenn. Leikur Akraness og Kölnar hefst kl. 17 á Laugardalsvellinum á morgun, en Köln sigraöi 4:1 i fyrri leik liöanna, sem fram fór fyrir hálfum mánuöi i Þýska- landi. Leikmenn Akraness halda til Þingvalla seint i dag og ætla aö slappa af fram til leiksins á morgun. Greinilegt er á undir- búningi Skagamanna að þeir ætla sér ekkert nema sigur i leiknum en róðurinn veröur þungur þvi leikmenn Kölnar eru engir nýgræöingar á knattspyrnu- sviðinu. -SSv- Reykjavikurmótiö I körfubolta hófst i iþróttahúsi Hagaskóla á laugardag. Nokkuö var um óvænt úrslit og greinilegt er, aö körfu- knattleikurinn verður skemmti- legur I vetur. Liöin eru betur undir veturinn búin en áöur auk þess, sem fjöldi útlendinga ieikur hérlendis og „trekkja” þeir vafa- litiö mjög. Armenningar og Fram opnuöu mótið meö fjörugum leik. John Johnson, sem leikur með Fram i vetur átti algeran snilldarleik og skoraði hvorki meira né minna en 55 stig i leiknum, eða rúmlega helming allra stiga Fram. Aðrir leikmenn féllu algerlega i skuggann af þessum skemmti- lega leikmanni, og gaman verður að fylgjast með honum og Fram- liðinu i vetur. Lokatölur I leiknum urðu 91:83 Fram i hag. Útlend- ingurinn i liði Ármenninga, Stewart Johnson, var ekki eins áberandi en skoraöi mjög mikið — alls 38 stig. Næsti leikur á dagskrá var viðureign KR og 1R, gömlu erki- fjendanna. Leikurinn var allan timann jafn, en KR-ingar sigu framúr i lokin og sigruðu 71:65. John „Hjálmur” Hudson skoraði mest af KR-ingum — 27 stig, en PaulStewart hjá 1R gerði 24 stig. Stúdentar mættu Valsmönnum — hryggbrotnum eftir skyndilega brottför Rick Hockenos — en Valsmenn voru ekki á þeim bux- unum aö gefa sig og sigruðu I leiknum, 59:57. Dirk Dunbar skoraði 25 stig fyrir stúdenta. en hjá Val var Kristján Agústsson stigahæstur með 21 stig. A sunnudag var svo strax leikin önnur umferð mótsins. KR byrjaði daginn á þvi að sigra Armann, 90:82, i skemmtilegum og fjörugum leik. „Hjálmur” gerði 30 stig fyrir KR, en Stewart Johnson 23 fyrir Armann. 1S, meö Dunbar i fararbroddi, náðu fyrstir liða 100 stiga markinu er þeir unnu 1R með 100 stigum gegn 88. Dirk Dunbar gerði 37 stig og sýndi snilldartilþrif , en hjá 1R var Paul Stewart stigahæstur með 46 stig. Siðasti leikurinn i 2. umferðinni var leikur Fram og Vals. Framarar komu þar veru- lega á óvart og lögöu Valsmenn með 81 stigi gegn 71. John Johnson gerði 37 stig fyrir Fram en Torfi Magnússon skoraði 25 stig fyrir Valsmenn. Ahorfendur fengu um helgina forsmekkinn af þvi sem koma skal i vetur og ekki verður annað sagt, en að karfan verður skemmtilegri en nokkru sinni áður. Útlendingarnir setja geysi- mikinn svip á mótiö, og auk þess að styrkja liðin verulega, „trekkja” þeir mjög vel sökum frábærrar knatttækni og skot- hittni. Það er þvi öruggt að körfu- knattleiksunnendur þurfa ekki aö kvíða þessum vetri og geta litið björtum augum fram á veginn. - SSv - Haustbragur á handboltanum Þaö var hálfgeröur haust- bragur á öllum leikjunum i Reykjavikurmótinu I handknatt- leik um helgina, utan einum. Leikur Vals og Víkinga var áber- andi bésti leikurinn, enda fara þar greinilega sterkustu liöin I mótinu. Leikið er i tveimur riðlum á mótinu og á laugardag áttust 1R og Fylkir, nýliðar 1. deildar, við. Leikurinn var allan timann mjög jafn en Fylkir var sterkari á loka- sprettinum og fór með sigur af hólmi, 18:17. A eftir þeim leik léku svo Valsmenn og Vikingar. Leikurinn var bráðfjörugur og -var hart barist á báða bóga. Vals- menn voru þó sterkari, enda hafa Vikingar orðið fyrir mikilli blóð- töku. Lokatölur urðu 19; 17 Val i hag. Siðasti leikur laugardagsins var á milli Fram og Armanns og lauk honum með 17:17 jafntefli i tilþrifalitlum leik. Mótið hélt siðan áfram á sunnu- dag og voru þá einnig leiknir þrir leikir. Fyrst áttust við 1R og Þróttur. Leikurinn stóö allan timann i járnum, en þó höfðu Þróttarar allan timann frumkvæðið. Undir lokin munaði þó minnstu að þeir glopruðu forskotinu niður en lokatölur urðu 18:17 fyrir Þrótt. Það háði IR-ingum mikið að litil breidd er i liöinu og Brynjólfur Markússon var eini maðurinn sem eitthvað kvað að hjá 1R. Siðan tóku Valsmenn og Fylkir við knettinum. Arbæingarnir byrjuöumjög vel, komust i 5:2, en Valsmenn voru fljótir að átta sig og sigldu örugglega fram úr fyrir leikhlé og gerðu m.a.9 mörk i röð án þess að Fylki tækist að svara fyrir sig. f hálfleik var staðan 12:7, en i seinni hálfleiknum sýndu Fylkismenn þaö, að þeir geta verið skeinuhættir. Vals- menn máttu prisa sig sæla i lokin með 22:21 sigur yfir nýliðunum. Siðasti leikur dagsins var viður- eign KR og Leiknis. Þar var bara spurningin hversu stór sigur KR yrði þar sem greinilegt var á öllu, að leikmenn Leiknis voru æfinga- lausir með öllu. Hafliði Pétursson hélt þó lengi vel i við KR og hann skoraði öll mörk Leiknis, tiu að tölu, i fyrri hálfleiknum. En Hafliði sprakk i hálfleik og þvi fór sem fór. KR sigraði örugglega 28:18. Mótinu verður fram haldið i kvöld og leika þá kl. 19 Fylkir og Vikingur, þá Valur og Þróttur og loks KR og Ármann. SSv- Getum allt eins unniö Köln sagði George Kirby þjálfari Skagamanna -Viö leikum aö sjálfsögöu til sigurs, sagöi George Kirby á blaöamannafundi, sem Skaga- menn boöuöu til fyrir leikinn viö Köln. — Þaö hefur sýnt sig svo oft, aö allt getur gerst I knatt- spyrnu og ef viö náum jafn góöum leik og i Þýskalandi og höfum smá heppni meö okkur, er ég ekki i vafa um að sigurinn lendir okkar megin sagði Kirby. -Ég held aö fólk hérna geri sér almennt ekki grein fyrir hversu sterkt lið Kölnar i rauninni er. —Það hljómar e.t.v. afkáralega, en að minu mati eru bestu sóknarmenn þeirra fjórir öftustu varnarmennirnir. —Ekki aðeins eru þeir fyrsta flokks varnar- menn heldur eru þeir einnig sókn- djörfustu mennirnir i liöinu. — Ég hef enn ekki séð sókndjarfari bakverði en hjá Köln. -Ég lofa þvi, að við fáum ekki mörk á okkur svipuð þeim sem þeir gerðu hjá okkur i fyrri leiknum. —Þrjú markanna voru fengin á ódýra markaðnum að minu mati. -Við stefnum að þvi að sækja grimmt allan leikinn og reyna að koma þeim i opna skjöldu strax i byrjun. — Hvernig svo sem leikurinn fer, er vist að leikmenn Kölnar þurfa að sýna sinar bestu hliðár, sagði þessi geðþekki þjálf- ari aö lokum. -SSv- Allir bestu menn Kölnar gegn Skaga- mönnum Allar Ilkur benda til þess aö allir bestu leikmenn Kölnar verði meö I leiknum gegn Skagamönnunt á morgun. 1 fyrri leik liöanna, sem fram fór fyrir hálfum mánuöi vantaöi nokkra af helstu köppunum þ.á.m. Heinz Flohe, Dieter Muller og Japanann Okudera. Flohe meiddist i Argentinu og hefur ekkert leikið siðan þá, en Okudera og Muller meiddust skömmu fyrir leikinn gegn Skagamönnum og voru þvi ekki meö. Það er þvi óhætt að segja að það verði algert stjörnuflóð i Laugardalnum á morgun og vist er að ekki hafa mörg sterkari lið en Köln gist ísland á undan- förnum árum og þvi full ástæða til að hvetja fólk til að fjöl- menna á völlinn á morgun kl. 17. V_________ -SSvJ Oster vantar fjögur stig öster, lið Teits Þóröarsonar, skortir nú aðeins 3 eöa 4 stig til aö hljóta sigur I „Allsvenskan”. úm helgina vann öster enn einn sigurinn og i þetta sinnið varö Landskrona aö lúta i lægra haldi fyrir Teiti og félögum. Teitur skoraöi ekki aö þessu sinni, en hann hefur gert 12 mörk af 38 hjá Öster og er markahæsti maöur liösins. Nú eru aöeins fimm um- feröir eftir og öster hefur 7 stiga forskot á næsta lið, þannig aö meiriháttar kraftaverk þarf til aö öster veröi ekki meistari. —SSv— Bayern f éll út Bayern Munchen, fyrrverandi þrefaldur Evrópumeistari meistaraliöa, féll mjög óvænt út úr v-þýsku bikarkeppninni um helgina. Mótherjar Bayern voru heidur af lakara taginu eöa 2. deildarliö Osnabruck. Bayern tókst aö koma knettinum fjórum sinnuin i net andstæöinganna, þar af Gerd Muller þrfvegis, en vörnin hjá Bayern er ekki alltof traustvekjandi og Osnabruck svaraöi fyrir sig meö fimm mörkum þannig aö Bayern datt mjög óvænt út úr bikarkeppninni. -SSv- Revie fyrir rétt Don Revie, fyrrum landsliös- einvaldur Englendinga, mun koma fyrir dómstóla enska knatt- spyrnusambandsins á næstu vikum. Veröur hann látinn svara til saka fyrir aö hafa móögaö enska knattspyrnu meö afsögn sinni og skyndilegri brottför úr landi. Enskum fannst þetta vera argasta móögun viö landsiiöiö og starf þjálfarans. Revie stakk af frá öliu saman I ágúst I fyrra og hóf störf hjá liöi i Arabiu, enda gull . og grænir skógar i boöi. Menn biöa nú spenntir I Englandi eftir niður- stööu dómstólsins. -SSv- Ajax á toppnum Ajax Amsterdam hefur sýnt ótrúlega góöa ieiki I upphafi holl- ensku deildarkeppninnar. Þegar sjö uínferöum er lokiö er Ajax efst — meö fullt hús stiga og ntarkatöluna 27:7. Um helgina gerði Ajax sér litið fyrir og vann Venlo 4:0. Roda hefur komiö mjög á óvart og er I öðru sæti meö 12 stig og 12:2. PSV Eindhoven gerir þaö einnig gott og er I þriöja sæti meö 11 stig og 20:4. Um helg- ina vann PSV Arnheim 5:0 þannig að þessi þrjú lið eru i algerum sérflokki I HoIIandi. -SSv- Úrslit í Englandi Nokkrir leikir fóru fram I 3. og 4. deildinni ensku I gærkvöidi. Helst kom á óvart tap Swansea fyrir Carlisle 0:2 á útivelii, en Swansea hefur til þessa leitt deildina ásamt Watford, liöi Elton John. Annars uröu úrslit þessi: Brentford-Lincoln...2:1 Carlisle-Swansea....2:0 Tranmere-Plymouth ..2:1 4. deild Hartlepool-Newport.........0:0 Rochdale-Wimbledon.........0:0 -SSv-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.