Tíminn - 30.11.1978, Page 19
Fimmtudagur 30. nóvember 1978
19
Arnað
heilla
Nýlega voru gefin saman i
hjónaband I Keflavikurkirkju af
séra ólafi Oddi Jónssyni, Jó-
hanna Kjartansdóttir og Alan E.
Young. Heimili ungu hjónanna er
að Þverholti 6, Keflavlk.
Þann 7. október voru gefin
saman I hjónaband I Keflavikur-
kirkju af séra ólafi Oddi
Jónssyni, Kristin Jóhannsdóttir
og Kristján ólason. Heimili ungu
hjónanna er að Kirkjugötu 15,
Hofsós.
Þann 14. október voru gefin
saman i hjónaband I Keflavfkur
kirkju af séra Ólafi Oddi Jóns-
syni, Sólveig Karlotta
Andrésdóttir og Agnar Breiðf jörö
Þorkelsson, heimiii ungu hjón-
anna er að Háteig 21 e. Keflavik.
Þann 21. október voru gefin
sarnan i hjónaband i Keflavfkur-
kirkju af séra Birni Jónssyni,
Anna Gústafsdóttir og Tryggvi
Ingvason. Heimili ungu hjónanna
er að Faxabraut 16 Keflavfk.
Mannfólk undir meðallagi —
en mannf ólk þó
Guðmundur Halldórsson frá
Bergsstööum
Þar sem bændurnir brugga i
friöi
Bókaútgáfan örn og örlygur
Guömundur Halldórsson frá
Bergsstööum er kunnur aö þvl
aö kunna aö segja sögu og geta
lýst fólki. A bókarkápu segir aö
þetta sé ,,saga heimslistar og
heimabruggs i norölenskri
sveit”. Sjálfsagt er þó átt viö
heimslyst.
Mannlýsingar Guömundar 1
þessari sögu eru góöar. Hér seg-
ir f rá þremur helstu bruggurum
sýslunnar og raunar þeim einu
sem kalla má aö geröu sér þaö
aö atvinnu. Fleira fólk kemur
viö sögu og þó einkum heima-
fólk tveggja bruggaranna en
auk þess getur viöskiptamanna
þeirra og löggæslumanna.
Þetta er heldur lágkúrulegt
fólk og fremur ómerkilegt en
ekki beinlínis illmenni. Arni á
Þverá er góölyndur og góögjarn
en nennir ekki aö sinna bú-
skapnum, leiöist ef enginn kem-
ur ogtrúir þvi aö hann bruggi til
þess aö halda uppi gleöi manna
og veit þó vel aö enginn hörgull
er á mönnum til þess. Hins veg-
ar er talsveröur ýkjubragur á
lýsingunni á svalli gestanna á
Þverá nótt eftir nótt. Samfara
gódanennsku Arna hefur hann
þá samviskusemi aö hann vill
ekki leggja Alla á mjólkurblln-
um til áfengi og vera valdur aö
þvi aö hann komist ekki heill
heim til konu og krakka. Sú
samviskusemi fer þó nærri þvi
aö kosta Arna lifiö.
Fjölmundur i Vesturhllö
bruggar hins vegar til aö græöa
á þvi'. Hann sinnir lika búskapn-
um og er búinn aö borga kotið en
bærinner gamall og lekur og nú
þarf aö byggja upp. Þakleki á
sveitabæjum var ekkert eins
dæmi á fjóröa tug aldarinnar.
Fjólmundur hefur áhyggjur af
samkeppni stéttarbræöranna og
meö svúcum kemur hann þvi 1
kring aö sýslumáöur finnur
brugg Arna vinar slns á Þverá
og hellir þvi niður enda segir
sýslumaöur aö engir menn séu
óstéttvisari en bruggararnir.
Fjólmundur lætur sig engu
skipta þó aö konu hans sé raun
aö bruggi og drykkjuskap. En
ekki leikur lániö alltaf viö hann.
Umboösmaöur hans og útsölu-
maöur I kaupstaönum er hættur
aö standa I skilum og hefur
veriö á viku fyllirii sjálfur svo
aö Fjólmundur hefur ekki annaö
upp úr viöskiptunum en ánægj-
una af aö leggjast meö konu
umboösmannsins.
Þetta fólk Guömundar er
snertispöl neöan viö meöaltal
þess sveitafólks sem ég þekkti
til kringum 1940.
Ýmislegt er laglega gert I
þessari sögu. Þar nefni ég sam-
tal krakkanna I Vesturhlíö
þegar þau eru aö kanna fé sitt I
miðbaöstofunni og finna ána frá
Þverá og oröbragö þeirra verö-
ur svo aö móöir þeirra spyr
hvort þau geti ekki leikiö sér
eins og börn og hvar þau hafi
heyrt slfkt tal um almennilegt
fólk. Þvl læra börnin máliö aö
þaö er fyrir þeim haft.
A bókarkápu segir ennfrem-
ur: ,,En tilbreytingarleysi er
sama og uppgjöf. Meöan fólk
hefur uppi tilburöi til þess aö
gera sér dagamun I allsleysinu,
er lífsvon”.
Ekki veit ég hvaö þetta bull á
aö þýöa. Þó aö margur væri fá-
tækur I kreppunni var ástæöu-
laust aö tala um allsleysi.
Marga tilbreytingu þekktum viö
aöra en brugg og ölæði. Saga
Guömundar Halldórssonar leiö-
ir þaö llka iljós svo aö ekkiþarf
um aö villast, aö bruggiö og
drykkjan leiddi ekki til sigurs.
Auövitaö gátu Fjólmundur og
Jón á Egg grætt á Stefáni og
Lárusi og Gunnlaugi gamla,
meöan eitthvaö var af honum aö
hafa, en þau viöskipti voru þeim
engan veginn til heilla. Þaö er
mikill misskilningur á þessari
sögu af einhverjum finnst aö
hún sýni lifsvon I tengslum viö
brugg og brennivln umfram
sölugróöann.
Guömundur frá Bergsstööum
segir sögu slna vel en söguefniö
er fremur ómerkilegt og sögu-
fólkiö lágkúrulegt. Þvl er von-
andi aö hann finni sér merki-
legra fólk og meira efni I næstu
sögu.
Og þó er kannski gott aö á
hinni nýju bruggöld sé dregin
upp mynd af bruggurum fyrri
tíðar og trúnaöarmönnum rétt-
visinnar. Þaö eru undarlegir
menn.sem sjá einhverjar þjóö-
hetjur i þessum bruggurum og
hiö neikvæöa I eftirtekjunni
leynir sér ekki.
H.Kr.
H
V
E
L
L
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
Aö eins aö ^
.sannfæra” þá, og
þeir segja okkur
hvaj- aöalbæki”^|
stöövar þeirra eru!