Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 8
8 Jólablað 1978 Hjalmar Söderberg: Pelsinn Veturinn var kaldur þetta árið. Menn skruppu saman í kuldanum og minnkuðu, nema þeir sem áttu pels. Richardt héraðsdómari átti stóran pels. Hann var eiginlega partur af embættis- skyldum hans, hann var nefnilega forstjóri í nýju fyrirtæki. Vinur hans, Henck læknir átti hins vegar ekki pels. Þess í stað átti hann fallega konu og þrjú börn. Henck læknir var magur og fölur. Sumir verða feitir þegar þeir ganga í hjónaband, aðrir verða horaðir. Henck læknir horaðist. Og svo var kominn aðfangadagur. — Þetta hefurverið slæmt ár í ár, sagði Henck við sjálfan sig, þegar hann var á leið til vinar síns, John Richardts, til að fá hjá honum lán. — Þetta hefur verið mér ákaf- lega slæmt ár. Ég er við slæma heilsu, eiginlega heilsulaus með öllu. Sjúklingar minir hafa hins vegar nær allir náð bestu heilsu,-ég verð lítið var við þá nú um stundir. Ég dey sennilega innan skamms. Konan mín er lika þeirrar skoðunar, — það séég á henni. Óskandi að það yrði fyrir jan- úarlok, áður en næsta afborgun af rækallans líftryggingunni fellur í gjald- daga. Þegar þarna var komið hugsunum hans var hann staddur þar sem Regeringsgatan og Hamngatan skerast. Þegar hann ætlaði yf ir götuna og niður Regeringsgötuna skrik aði honum fótur í hálu sleðafari, og í sama mund kom kúskur í sleða á fullri ferð. Kúskurinn formælti og hesturinn vék ósjálfrátt tilhliðar, en annar sleðameiðurinn rakst samt í öxlina á Henck, og skrúfa eða nagli eða eitthvað þess háttar festist í frakkanum hans og reif á hann stórt gat. Fólk safnaðist kringum hann. Lögreglu- þjónn hjálpaði honum að standa á fætur, ung stúlka dustaði af honum snjóinn, eldri frú fáraðist yfir frakkanum hans og var auðséð að hún hefði verið til með að gera við hann á staðnum ef hún gæti, og prins úr konungsættinni, sem átti leið fram hjá, náði í húf una hans og setti hana á höf uðið á hon- um. Og allt var í besta lagi, nema frakkinn. — Ósköp er að sjá á þér útganginn Gustav, sagði héraðsdómarinn þegar Henck kom inn á skrifstofu hans. — Það var ekið yf ir mig, sagði Henck. — Það var þér líkt, sagði Richardt og hló góðlátlega. En þú getur ekki farið heim svona útlítandi. Fáðu pelsinn minn lánaðan. Ég sendi strák eftir frakkanum mínum. — Takk, sagði Henck. Og þegar hann var búinn að fá lánaðar hundrað krónurnar, sem hann vantaði, bætti hann við: — Velkominn í kvöldmatinn. Richardt var piparsveinn og var alltaf hjá Henckhjónunum á aðfangadagskvöld. . Henck var í betra skapi á heimleiðinni en verið hafði í lengri tíma. — Það er pelsinn sem gerir það, sagði hann við sjálfan sig. Hefði ég haft vit i koll- inum hefði ég fyrir löngu fengið mér pels upp á af borgun. Það hefði aukið mér sjálfs- álit og fólk bæri meiri virðingu fyrir mér. Það getur enginn verið þekktur fyrir að borga lækni, sem gengur í pels, eins lítið og hægt er að leyfa sér að borga lækni sem gengur um í vanalegum, frakka með slitn- um hnappagötum. Það er illt til þess að vita, að mér skuli ekki hafa dottið þetta í hug fyrr. Nú er það orðið of seint.^ # Hann gekk smástund um í Kungtradgard- en. Það var komið myrkur og aftur byrjað að snjóa, og kunningjar, sem hann mætti, þekktu hann ekki. — Hver segir að það sé of seint? hélt Henck áf ram í samtalinu við sjálfan sig. — Ég er ekki enn orðinn gamall, og kannski skjátlast mér um heilsufar mitt. Ég er fátækur eins og refur í runna, en John Richardt var það líka fyrir ekki svo löngu síðan. Konan mín hef ur verið köld og f jand- samleg við mig að undanförnu. Hún færi ,v; SMASA6A áreiðanlega að elska mig aftur ef ég þénaði meiri peninga og væri í pels. Mér sýnist henni falla John betur í geð eftir að hann fékk sér pels. Hún var víst eitthvað hrifin • af honum þegar hún var yngri, en hann bað hennar aldrei. Hann sagði við hana, eins og alla aðra, að hann vogaði sér ekki að giftast. fyrr en hann hefði tíu þúsund i tekjur á ári. En ég tók áhættuna og Ellen var fátæk og vildi gjarna giftast. Ég held ekki að hún hafi verið skotin í mér á þann hátt, að ég hefði getað forfært hana hefði ég viljað. Ég vildi það ekki held- ur, — hvernig hefði mig getað dreymt um slíka ást? Það hefi ég ekki getað hugsað mér síðan ég var sextán ára og sá Faust á sviði óperunnar í fyrsta sinn, með Arnold- son. En ég er viss um, að hún unni mér fyrst eftir giftinguna, — þar skjátlast manni ekki. Hví skyldi hún ekki geta gert það aft- ur? Fyrst eftir að við giftum okkur sagði hún eitthvað óþægilegt við John í hvert skipti sem þau hittust. En svo stofnaði hann fyrir- tæki og bauð okkur stundum í leikhús og fékk sér pels. Og þá gafst konan mín auð- vitað upp við að hæðast að honum. Henck lauk ýmsum öðrum erindum fyrir kvöldmatinn. Klukkan var orðin hálf sex þegar hann kom heim, hlaðinn pinklum. Hann fann mikið til í vinstri öxlinni, annars var ekkert sem minnti á óhappið fyrr um daginn, nema pelsinn. — Það verður gaman að vita hvernig kon- an mín bregst við þegar hún sér mig í pels, sagði Henck læknir við sjálfan sig. Það var dimmt í forstofunni. Það var aldrei Ijós á lampanum nema á viðtalstím- um. — Ég heyri til hennar í stofunni, hugsaði Henck. Hún svíf ur um eins og lítill f ugl. Það er skritið, að mér hlýnar enn um hjarta er ég heyri fótatak hennar í næsta herbergi. Það fór eins og Henck læknir bjóst við. Konan hans tók honum miklu betur en venjulega, nú þegar hann kom i pels. Hún þrýsti sér uppað honum í forstofunni, vafði handleggjunum um háls honum og kyssti hann heitt og innilega. Því næst þrýsti hún höfðinu í pelskragann og hvíslaði: — Gustav er ekki enn kominn heim. — Jú, sagði Henck læknir, dálítið óstyrkri röddu, og strauk hár hennar báðum höndum — Jú, hann er kominn heim. I vinnustof u Hencks logaði eldur á arni. Á borðinu var viskí og vatn. Richardt héraðsdómari teygði úr sér í stórum leðurstól og reykti vindil. Henck sat í hnipri í sófanum. Dyrnar að stof unni voru opnar. Þar voru konan hans og börnin að kveikja Ijósin á jólatrénu. Þögn hafði rikt við kvöldverðinn. Það voru bara börnin, sem töluðu hvert upp í annað og voru glöð. — Þú segir ekkert, gamli minn, sagði Richardt. — Ertu kannski að hugsa um frakkann þinn, sem rifnaði? — Nei, svaraði Henck. öllu fremur um pelsinn. Þeir þögðu nokkra stund, svo hélt hann áfram: — Ég er líka að hugsa um dálítið annað. Ég er að hugsa um, að þetta eru síðustu jól- in, sem við höldum saman. Ég er læknir og veit að ég lifi ekki lengi enn. Ég veit það með vissu. Þess vegna vil ég þakka þér þá vináttu, sem þú að undanförnu hefur sýnt mér og konu minni. — Þér skjátlast, muldraði Richardtog leit undan. — Nei, sagði Henck. Mér skjátlast ekki. Og ég vil lika þakka þér fyrir lánið á pelsin- um. Hann veitti mér síðustu hamingju- augnablikin, í þessu lífi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.