Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 9
Jólablað 1978 9 V'V Elsa E. Guðionsson Dýrlingar frá Draflastöðum Ariö 1893 eignaöist Þjóö- minjasafn tslads útsaumaö alt- arisklæöi úr Draflastaöakirkju I Fnjóskadal. Kom þaö til safns- ins frá Siguröi Jónssyni óöals- bónda þar á staönum. Altarisklæöiö, sem er 100 cm á hæö og 117 cm. á breidd mest, er Ur ljósmóleitu hörlérefti. Er þaö allt þakiö iltsaumi. Fletir stórir sem smáir, eru saumaöir meö refilsaumi, en útlinur aö jnestu meö steypilykkju. Útsaumsgarniö er aö langmestu leyti islenskt ullarband, og md greina af þvi niu liti; lingarn, hvltt og á stöku staö blátt-hefur þó einnig veriö notaö. Aöalmunstur klæöisins er gert úr niu hyrndum ferbogum. Milli þeirra eru stilfæröar rósir, en utan meö mismunandi bekkir meö stilfæröu blaöa- og blóma- skrauti. í ferbogunum eru myndiraf Marlu meymeö Jesú- barniö og ýmsum helgum mönnum. 1 efstu röö frá vinstri má sjá Jóhannes skirara og óþekktan biskup, eflaust heilag- an. Maríu meö barniö og hjá þeim heilög Katrin frá Alexandrlu, en lengst til hægri Mariu, Jesúbarniö og heilögu önnu, móöur Mariu. I næstu röö gefur aö líta postulana Andrés og Pál, fyrir miöju Mariu mey meö barniö i hásæti milli tveggja engla, og Jóhannes postula og guöspjallamann ásamt Pétri postula. I neöstu röö eru tveir óþekktir dýrlingar, ef til vill Magnús Eyjajarl og Hallvaröur, þá tveir biskupar, ef til vill Þorlákur helgi og Jón ögmundsson (eöa Jón og Guö- mundur góöi Arason?) og loks heilög Dórothea og heilög Katrin frá Alexandrlu. 1 heimildum um Draflastaöa- kirkju — en elsti máldagi hennar er frá 1318 — er fyrst getiö um refilsaumaöa altaris- klæöiö svo öruggt sé I vísitaslu áriö 1631. Þaö mun þó vera nokkrueldra, ekki þó frá 14. eöa 15. öld eins og þaö hefur áöur veriö taliö, heldur frá öörum fjóröungi 16. aldar. Kemur þetta meöal annars og ekki hvaö sist i ljós þegar Maríumyndin á alt- ariskíæöinu miöju sem fyrr var lýst (sjá litmynd á kápu) er borin saman viö prentaöa mynd I Niöarósbænabókinni (Breviarium Nidrosiense) sem prentuö var I Paris 1519. Enginn vafi viröist á.aö mynd þessi I bænabókinni eöa þá önnur mynd frá henni runnin eöa henni ná- skyld hafi veriö fyrirmynd aö Mynd úr Niöarósbænabókinni, Breviarium Nidrosiense, sem prentuö var I Paris 1519. Maria mey meö barniö I hásæti milii tveggja éngla. myndinni á klæöinu. Viö fýrstu sýn er skyldleiki myndanna þó einkum áberandi I stellingum Jesúbarnsins, en viö nánari at- hugunmásjá fleiraskylt, meöal annars uppbyggingu myndar- innar allrar, heildarsvip Mariu meyjar, handaburö hennar og klæönaö aö nokkru. Til er frásögn af þvi aö ögmundur biskup Pálsson haföi tuttugu og fimm eintök af bæna- bókinni meö sér till Islands úr vlgsluför sinni 1522, og eftir hennier sagtaösniöinhafi veriö og prentuö, aö undirlagi Jóns biskups Arasonar, bænabók á Hólum, Breviarium Holense, llklega ein fyrsta bókin sem prentuö var á Islandi, 1534 (eöa 1535-7). Ekkert eintak af bók þessari hefur þó varöveist, hiö siöasta, er var I eigu Árna Magnússonar, eyddist ibrunan- um mikla i Kaupmannahöfn 1728. 1 heimildum er þess getiö aö Drafastaöakirkja hafi átt eitt altarisklæöi áriö 1471, en 1631 átti hún tvö, annaö fornt en hitt meö refilsaumi. Ekki er vitaö um eigur kirkjunnar á 16. öld, en frá 1538 er varöveitt heimild um aö kirkjan hafi veriö upp- gerö og endurbætt af Ormi Jónssyni lögréttumanni, er þar bjó, og vígö þá af Jóni biskupi Arasyni. Viö kirkjuvígslu á miö- öldum mun ætiö hafa veriö vigt aö minnsta kosti eitt af ölturum viökomandi kirkju, og er þvi ekki f jarri lagi aö imynda sér aö Draflastaöakirkju hafi einmitt viö þetta tækifæri veriö lagt til nýtt altarisklæöi, enda segir i sömu heimild aö Ormur bóndi hafi þá gert upp reikningsskap kirkjunnar, fornan og nýjan, en biskup Jón kvittaö. Ekki veröur sagt meö vissu hvar eöa af hverjum altaris- klæöiö frá Draflastööum var unniö. Aö efni ogfrágangi likist þaö mjög tveimur öörum refil- saumuöum altarisklæöum is- lenskum, postulaklæöinu svo- nefnda frá Miklagaröi, sem varö- veitt er I Þjóöminjasafni Dana, og biskupaklæöinu stóra frá Hólum I Hjaltadal, nú I Þjóö- minjasafni Islands. Skyldleiki þessara klæöa er svo náinn aö vart kemur til greina annaö en aö þau hafi veriö saumuö á sama staö og um svipaö leyti, jafnvel aö þau séu frá sömu hendi. Af heimildum má sjá aö I biskupstiö sinni lagöi Jón Ara- Refilsaumaö altarisklæöi frá Draflastööum I Fnjóskadal (Þjms. 3924) son Hólakirkju til sex eöa sjö refilsaumuö altarisklæöi — þeirra á meöal þá sennilega biskupaklæöiö — auk þó nokk- urra annarra útsaumaöra kirkjuklæöa sem trúlega voru islensk verk. Má þar meöal ann- ars nefna refilsaumuö tjöld um allan kór kirkjunnar, tjald meö borusaumi, altarisklæöi meö krosssaumi og altarisvængi, tvenna meö sprangi og eina meö borusaumi. Svo vill til aö varö- veist hefur próventubréf Helgu Siguröardóttur, fylgikonu bisk- ups, frá árinu 1526, þar sem meöal annars segir aö biskup Jón hafi mælt svo fyrir aö Helga „skyldi sauma heilagri Hóla- dómkirkju á hverju ári til tiu aura meðan hún væri til fær.” Samkvæmt handritum af Búa- lögum frá seinni hluta 15. aldar og siöar, jafngiltu tiu aurar verölagi á Islensku áklæði. í próventusamningi frá Mööru- valiaklaustri frá um 1490 var konu gert aö sauma eitt áklæöi Framhald á 14. siöu Refilsaumaö altarisklæöi frá Hólum I Hjaltadal (Þjms. 4380 b). A þvi eru myndir Islensku dýrlinganna þriggja, Guömundar góöa Arasonar, Jóns heiga ögmundssonar og Þorláks helga Þórarins- I frumskógi umferíarinnor ereinn, sem lœtur sig litlu skiptq, þntt hnnn fnri um mnlnruegi. Yfir stokka og steina fer sá hinn trausti Allegro. Hann er lipurt og sterkt ”dýr” af þeirri tegund, sem spjarar sig viö ótrúlega erfiðar aöstæöur, án þess að missa "fótfestu”. "Hydragas”, er eindæma góö vökvafjöðrun, sem tryggir að hjólbarðarnir hafa stöðugt og öruggt tak á veginum. Það er þess vegna ástæðulaust að hristast og skakast á holóttum malarvegum landsins. Um Allegro má segja þetta: Hann er með framhjóladrif, sem tryggir liprar beygjur um leið og hjólbarð- arnir hafa öruggt tak á veginum, jafnvel á erfiðum vetrarbrautum. Undir vélarhlífinni malar þverliggjandi vél með hitastýrðri kæliviftu (hún er sterk, en drynur ekki). Fimm stiga gírkassi (1500-gerðin) eykur sparneytni og ánaegju við akstur. "Tannstangar” stýring tryggir öruggar og liprar hreyfingar. Sérstak- lega styrktir diskahemlar á framhjólum auðvelda snögga hemlun, ef nauðsyn krefur. Þaö eina, sem sparað hefur verið í Allegro, er reksturskostnaðurinn. Varahlutir fást fyrir hóflegt verð; sama má segja um viðgerðaþjónustu og Allegro lætur sér nægja tæplega 8 lítra á hverja 100 kílómetra. Fáir gætu trúað að óreyndu, hve þetta hlaupadýr er ódýrt. nusnn P. STEFÁNSSON HF. S££I SIÐUMULA 33 SIMI 83104 83105

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.