Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.12.1978, Blaðsíða 17
17 -xwSf9' T^/ftUJ /.Jon)SSorO ekki muna um allt á meöan hann stóö uppréttur. En nú er óralangt siöan hún hefur komiö austur, og hún á ekki von á þvi, aö hún komi þar framar. Kannski langar hana ekki heldur til þess, gömul kona eineygö i litlum skúr viö Óöinsgöt- una hefur ekki efni á þeim munaöi aö láta sig langa til neins, og svo man hún lfka alveg nákvæmlega, hvernig háttaöi til á aurunum, þar sem hann Halldór sálugi óö meö hana yfir fljótiö. Hún á þar enga steinvöluna, og hefur aldrei átt, og sú jörö, sem hún þykist helst eiga ráö á, þaö er bletturinn bak viö skúrinn. Hann er grýttur og troöinn, þessi blett- ur, krakkarnir eru oft á hlaupum, og und- anfæriö ekki mikiö langt frá hann nái þvi aö vera tjóöurblettur handa kálfi. En nú er hún fariin aö erja þennan blett, hún ber sig aö þvi aö stinga þar upp ofurlitla garö- holu, þvi aö hún er svo efnuö aö eiga spir- aöar kartöflur I kassakorni. Þaö var kunningjakona hennar, sem gaf henni fá- einar kartöflur i pokaskaufa i vetur og sagöi henni aö hafa þær meö soöningunni sinni og gellunum. Þetta voru Eyvindar- kartöflur, sagöi konan, þaö fór mikiö orö af þeim, og ljómandi fallegar kartöflur voru þetta. Þegar til kom timdi hún ekki aö sjóöa þær og hafa þær meö soöning- unni, hún var lika þurftarlitil á annaö en kaffi, og þaö var ólikt meiri búmennska aö draga viö sig mat, svo aö hún gæti sáö þeim i mold og látiö þær ávaxta sig. Hún er lika svo stálheppin, aö þaö er maöur, sem hún á aö, gamall skipsfélagi Halldórs sáluga, hann Asgrimur i Pólunum. Hann bjargaöist, lofaöur veri drottinn, þegar þeir fóru upp á Farsæl viö Stafnesiö, en lesktist i fjörugrjótinu viö landtökuna, guö sé okkur liknsamur, svo aö hann var ekki lengur tækur i venjulega vinnu, hvort heldur hann reyndi á sjó eöa landi. Þess vegna er hann meö súkkulaöivagninn á nóttunni, hann var sá lánsmaöur aö kom- ast i þaö, svo aö hann lenti ekki alfariö á bænum. Meö þennan vagn skröltir hann um bæinn á næturþeli, þegar góöu fólki er minnstur ami aö svoleiöis anstöltum, fer hús frá húsi, þar sem þetta er upp á gamla móöinn eins og viöa er, meö vagninn og hefur vangefinn pilt sér til aöstoöar og fyrir vagninum er Gráskjóni, sem lika er garmur, og buröarföturnar dinglandi á krókum aftan á ökutækinu. Og Asgrfmur i Pólunum, hann var sá drengur aö gera henni þann vinargreiöa aö skvetta stund- um úr fáeinum fötum þarna á blettinn bak viö skúrinn undir morguninn, þegar engir eru lengur á ferli. Þaö er afskaplega dýr- mæt viöbót viö þaö, sem hún hefur sjálf haldiösamvizkusamlega til haga af þeirri óveru, sem fellur til i fötuna i hennar eigin páfadómi. Svo aö moldin á aö vera bæri- lega næringarrik. Já, Asgrimur i Pólunum á hönk upp i bakiö á eineygöu ekkjunni, og þaö er mikill viöburöur, þegar hún hefur loks komiö Eyvindi sinum i jöröina og snurfúsaö beöstubbana eftir getu. t bak- höndinni á hún leka i stampi, sem hún hef- ur dregiö saman af næturafurö sinni, og þessu ætlar hún aö skvetta til áréttingar yfir beöin sin, þegar grösin eru komin Framhald á næstu siöu CO HEUITIR HEUmR HEYÞYRLUR 2ja og 4ra stjörnu fj/fff/iP • HR HAMAFté ^Sf'fffffff/ffffffJfffff/ffffJffJfffffffff\ véladeild sími 2-21-23 Tryggvagötu Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.