Alþýðublaðið - 18.08.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.08.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ I Skðjatiaiur. Ef þér eigið ldð íjw Lauga- ^ H wg, þá gerið swo wel og lítið fe H & skófatn.ðifin í giugganum |j | h)i mét. | | SYeinbjörn Arnason | H Laugaveg z jff Ódýra hveitið. Hafið þér spurt utn það í Kaupfélagfinu? Hafj?».§jifauí'ULB? og rojólk pkyr og »r:jóiií, kaffi ttseð pönnu* kökum og kieinum íae«t alian daginn í „Litla kaíflhtisinu“ á Lrugaveg 6. — Engir drykkju- peningar. Borgarnes-kjötútsalan sem áðnr hefir verlð á Laugaveg 17, er í ár flutt f kjötbúð Milner s og íæat þar kjöt fríiEnvegis hvern dag, með lægsta verði. Sömu- leiðis er þar ávaít fyrirliggjandi ágætt íjóínabússiBjör. Ókey pis Víð höíum fengið nokkur htsudr uð eiufald® feengilarapa og eldbús- bmpa fyrir rafljós, sem við seijutn er-jög ódýrt, og setjum upp óbeypi s. — Notið tækifæríð o;r kaupíö laœpa yðar hjá okkur. Hf. Rafmf. Miti & LJ*o Liugaveg 20 B. Sfmi 830 Eanpið „Every' Day“ <1 ósamjólk. íæst í Kaupfélaafinu. Gúmmí-vinnnstoía IEteyli3avíls;u.i*, Laugaveg 76, hefir íeagið gummískó, aliar Stærðir. Gúmmí-iím í dóautsi, og túpum Hjól'aestadekk og slöngur, sfar ódýrt. Ritstjóri og ábyrgðármaðar; Qlafur Friðrikssm. Presrtsrniðflín GútenDers? Edgar Rice Burrcughs: Tarzan snýr aftur. hann var herforingi. Pað var svívirðing að því, og um* tal mikið um það í bili, en innan skamms gleymdist það að mestu, og pabbi fékk stöðu handa honum í njósnaraliðinu. Margir htæðilegir glæpir hafa verið raktir að dyrum Nikolas en hann hefir ætfð getað komið sér undan hegningu. Upp á síðkastið héfir hann einkum borið drottinssvik á fórnarlömb sin, því bæði keisarinn og rússneska lögreglan eru alt af fljót til þess, að dæma menn seka fyrir slíkt, enda þótt litlar sannanir séu fyr- ir hendi“. „Hafa ekki ofsóknir hans gegn yður og manni yðar numið brott allan rétt er frændsemisbönd ykkar á milli gátu veitt honum?" spurði Tarzan. „Þrátt fyrir það, þó þér séuð systir hans, hefir hann ekki hikað við, að reyna að spilla mannorði yðar. Honum eigið þér ekk- ert gott upp að unna". „En svo er hiq ástæðan. Ef eg á honum ekkert gott npp að unna, þó hann sé bróðir minn, þá get eg ekki varist þess, að óttast hann nokkuð vegna sérstaks at- viks 1 lífi mlnu, sem hann þekkir. Það er bezt að eg segi yður alt saman“, mælti hún eftir litla þögn, „því eg finn, að það liggur einhvern- veginn 1 mér, að segja yður það fyr eða síðar. Eg var alin upp 1 klaustri. Meðan eg var þar kyntist eg manni, sem eg hélt að væri heiðursmaður. Eg þekti karlmenn lítið eða ekkert og ást enn þá minna. Eg tróð því inn í mínn heimska haus, að eg el^kaði þennan mann, og að ósk hans strauk eg með honum. Það átti að gefa okkur saman. , . Eg var að eins með honum í þrjár klukkustundir. Allar að degi til og á almanna færi — járnbrautarstöð og í eimlest. Þegar við komum á ákvörðunarstaðinn, þar sem átti að gefa okkur saman, gengu tveir lögreglu- ~ þjónar til leiðsögumanns míns, er við stigum út úr lest- inni, og tókú hann fastann. Þeir tóku mig lfka, en þegar eg hafði sagt þeim sögu mína sleptu þeir mér lausri og sendu mig tii klaustursins undir eftirliti kerl- ingar. Maðurinn, sem vildi tæla mig, var enginn sóma- maður, heldur þvert á móti útsmoginn þorpari, kunnur um þvf nær alla Evrópu fyrir lagabrot. Málið var þaggað niður af stjórnendum klaustursins. Foreldrar mínir fengu aldrei að vita um það. En Niko- las hitti manDÍnn síðar, og fékk að heyra alla söguna. Nú hótar hann að segja hana greifanum, ef eg geri ekki að óskum hans". Tarzan hló. „Þér eruð enn þá að eins stúlkukrakki. Sagan, sem þér sögðuð mér, getur á engan hátt sett blett á yður, og það munduð þér vita vel, væruð þér ekki barn f lund. Farið til bónda yðar í kvöld, og segið honum söguna, alveg eins og þér hafið sagt mér hana. Ef mér skjátlast ekki mjög, rnun hann hlægja að yður fyrif ótta yðar, og þegar í stað gera gangskör að þvf, að koma þessura dýrmæta bróður yðar í fangelsið, þar sem hann á heima". „Eg vildi bara að eg þyrði það", sagði hún; „en eg er hrædd. Eg lærði snemma að óttast karlmenn. Fyrst pabba, svo Nikolas og loks munkana í klaustrinu. Því nær allar vinkonur mínar óttast menn sína — því skyldi eg þá ekki óttast minn“. „Það virðist ekki rétt, að konur hræðist karlmenn", mælti Tarzan, og var vandræðasvipur á honum. „Eg þekki betur skógardýrin, og þar er þetta venjulegast öfugt, nema meðal svertingjanna; en að mínum dómi eru þeir í flestu lægri verur en rándýrm. Nei, eg skil ekki hvers vegna mentaðar konur ættu að óttast karl- menn, verurnar sem skapaðar eru til þess að vernda þær. Eg mundi verða sárgramur, ef eg vissi að kona óttaðist mig". „Eg held, að engin kona mundi hræðast yður, vinúr minn", mælti Olga greifaynja mjúklega. „Eg hefi að eins þekt yður stuttan tímá, og þó heimskulegt sé frá- sagnar, verð eg að viðurkenna það, að þér eruð eini maðurinn, sem eg hefi kynst, sem mér hefir aldrei dott- ið í hug að óttast — og það er skrítið, því þér eruð imjög sterkir. Mig furðaði á því, hve léttilega þér fór-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.