Tíminn - 15.12.1978, Síða 13

Tíminn - 15.12.1978, Síða 13
Föstudagur 15. desember 1978 13 Langholtskirkja: 20 milljón' vantar ATA — Arið 1972 var grafinn grunnur að kirkju Langholtssókn- ar og í október árið eftir hófust byggingarframkvæmdir á grunn- inum. t dag er kirkjan að verða fokheld, þaðvantar ekki mikið til að loka kirkjunni. En til að það megi takast fyrir veturinn svo ekki verði skemmdir á bygging- unni i vetur af völdum vatns og veðra, þarf að safna allálitlegri fjárupphæð. Það mun verða leit- ast viö að afla þeirrar upphæðar meðfrjálsum framlögum sóknar- barna. Sóknarfélög Langholtssóknar hafa öllum öðrum fremur út- vegað fé og styrkt allar fram- kvæmdir safnaðarnefndar og byggingarnefndar. Kvenfélagið hefur lagt fram tiu milljónir og Bræðrafélagið hefur lagt fram fimm milljónir til kirkju- byggingarinnar. Ennfremur hafa fjöldamargir einstaklingar lagt ' fram verulegt fjármagn. Nú hefur kirkjan sem sagt að mestu komist undir þak, en skuldir nema 20 milljónum i vixl- um, vinnu og efni. Þessarar upp- hæðar verður að afla. Sóknarnefnd, prestarnir báðir, byggingarmeistari og hringjari, alls tfu manns, gáfu það einstæða fordæmi á fundi sinum I sumar að leggja fram úr eigin vasa 200 þúsund krónur hver maður, eða alls tvær milljónir. Nú verður leitað til sóknarbarna Langholts- sóknar, að þau fylgi þessu góða fordæmi og láti eitthvað af hendi rakna til kirkjubyggingarinnar. 1 þessu sambandi verður sóknarbörnum Langholtssókn- sent bréfmeð giróseðli. Akveðin upphæð er sett inn á seðilinn, tiu — til að koma kirkjunni undir þak þúsund krónur, en að sjálfsögðu er heimilt að breyta þeirri tölu eftir fjárhagslegri getu hvers ein- staklings. Það skal tekið fram, að framlagið er frádráttarbært til skatts. Tilgangur og takmark kirkju- bygginga á tslandi er gjörbreytt frá þvi sem áöur var. Aður var miðað við einfaldar samkomur með söng og ræðu á sunnudögum. Nú eru þetta hibýli og húsnæði fyrir margþætta menningar- og félagsstarfsemi fólksins. Safnaðarheimili kirkjunnar, sem nú er talið jafn nauösynlegt eða enn nauðsynlegra en kirkjuhúsið sjálft, má telja menningarstöð hverrar sóknar, ef vel er að verki staðið, og auk þess liknarstöð á ýmsan háft. 1 safnaðarheimili Langholts- sóknar eru þrir samkomusalir og eru þeir notaðir flesta daga frá morgni til siðkvölda. Má nefna að AA deildirnar hafa starfað þar rúman áratug og þar hafa Alanon og alteen veriö stofnuð. Alls halda þessi samtök um 200 fundi ár hvert. Fyrir þessa að- stööu hefur aldrei verið krafist húsaleugugjalda. Þessi samtök halda skemmtanir á hverju ári 1 Langholts- kirkja í byggingu safnaöarheimilinu, og er sagt að það séu einhverjar mestu gleði- samkomur I borginni er AA menn koma saman og skemmta sér án áfengis að sjálfsögðu. Éinnig má nefna, að I safnaðar- heimilinu er starfað við handavinnu, föndur, fótsnyrt- ingu og hársnyrtingu aldraöra og hafðar samkomur fyrir blinda, fatlaða og aldna og er aðstæðan góð enda engar tröppur eða þrep, hvorki i safnaöarheimilinu né fyrirhugaðri kirkjubyggingu, og þvi auðvelt að aka hjólastólum út og inn. Það er hvatning sóknarnefndar til ibúa Langholtssóknar, aö þeir aðstoöi menningarstofnun viö aö koma starfsemi sinni undir þak, og leggi fram sinn skerf. Taflfélag ísafjarðar og Skáksamband Vestfjarða: Harma umfjöllun fjölmiðla um deilur vegna gjaldkerakjörs Timanum liefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Taflfélagi Isa- fjarðar og Skáksambandi Vest- fjarða: „Viö fögnum kjöri Friöriks Ólafssonar i embætti forseta FIDE og þökkum öllum, sem stuðluðu að sigri hans I þeim kosningum. Er þaö vonokkar, aö þrátt fyrir annasamt starf, sjái Friðrik sér áfram fært aö taka þátt i skákmótum og vera þannig enn um sinn i fylkingarbrjósti Is- lenskra skákmanna. Við hörmum að kjör gjaldkera FIDE skyldi verða að ágreinings- efni og hvaða umfjöllun þessi ágreiningur hefur hlotið i fjöl- miðlum. Viö viljum af þessu tilefni lýsa yfir fullu trausti á stjórn Skák- sambands tslands og ekki sist forseta þess og varaforseta. Þrjár nýjar kápur frá Max Tegurtd: 936 Tegund: 934 stæröir: 36-42 1 Stærðir: 36-42 Litir: Dökkbrúnt/ grátt, svárt, kjtir: Dökkbrúnt, dökkblátt, fölgrænt, dökkblátt, grænt. : f - rauÖguít Sendum gégn póstkröfu. — Opið tíl Id. 10 ó laugárdag Tegund: 940 Stærðir: 36-42 Litirr Dökkbrúnt, grátt, svart, dökkblátt, grænt. Laugavegi 66, sími 25980

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.