Tíminn - 15.12.1978, Blaðsíða 17
Föstudagur 15. desember 1978
Ný bók:
Spjallað og
spaugað
— endurminningar
Rögnvalds
Sigurjónssonar
Almenna bókafélagiö hefur
sent frá sér ævisögu Rögnvalds
Sigurjónssonar pianóleikara
skráöa eftir frásögn listamanns-
ins af Guörtinu Egilsson. Bókin
heitir Spilaö og spaugaö, og er
æskusaga Rögnvalds „frá þvi aö
hannlék sér meö öörum börnum i
Vesturbænum og inni i Laugar-
nesi viö Reykjavik þar til hann
stendur andspænis opnum dyrum
á frægustu tónlistarhöllum
heimsins,” eins og segir aftan á
kápu bókarinnar.
Guörún Egilsson ritar formála
fyrir bókinni og segir þar m.a.:
„....hafi örlögin gletzt viö Rögn-
vald Sigurjónsson, hefur hann
kunnaö aö glettast á móti.
Ævintýralegt lifshlaup hans og
listamannsferill er svo sam-
tvinnaö kimni hans og gáska, aö
jafnvel örlagaþrungin atvik
veröa einatt brosleg i munni hans
ogmeöförum. Þess vegna er saga
hans umfram allt skemmtileg”.
Þetta fyrra bindi ævisögu
Rögnvalds endar á þvi, þegar
hann flyst heim frá Bandarikj-
unum áriö 1945, eftir aö hafa
haldiö sina frægu tónleika i
Washington, þar sem hann „sló i
gegn”.
Bókin er 115 blaösiöur aö stærö
auk tuttugu myndaslöna. Hún er
unnin i prentsmiöjunni Odda.
Verö bókarinnar er kr. 6.960.00.
Ný bók frá
Menningarsjóði:
Læknisfræði
eftir Guðstein
Þengilsson
Þetta er ellefta bindi i Alfræöi
Menningarsjóös og samið af Guö-
steini Þengilssyni lækni (og
Magnúsi Blöndal Bjarnasyni
lækni aö hluta) Fjallar bókin um
læknisfræöi og lyfjafræöi undir
uppflettioröum i stafrófsröö likt
og önnur rit i þessum flokki. Er
megináhersla lögö á skýr-
greiningar, tilrauntil útskýringar
á þvi hvaö uppflettioröiö merki
hvaöviöséátt. Efni ritsins er sótt
I ýmsar áttir, þýtt endursagt eöa
frumsamiö eftir atvikum.
Læknisfræöi er 159 blaösiöur aö
stærö. Bókin erprentuöi Odda en
bundin I Sveinabókbandinu. Ot-
gefandi er Menningarsjóöur.
önnur rit i bókaflokki þessum
eru:
Hannes Pétursson: Bókmenntir,
Ólafur Björnsson: Hagfræöi,
Einar Laxness: tslandssaga I-II
Hannes Pétursson og Helgi Sæ-
mundsson: tsienskt skáldatal
I-II,
Ingimar Jónsson: tþróttir I-II,
Þorsteinn Sæmundsson: Stjörnu-
fræöi — Rimfræöi,
Hallgrimur Helgason: Tón-
menntir I,
011 ritin i Alfræöi Menningarsjóös
eru myndskreytt.
íslenskar
úrvalsgreinar
þriðja bindi
Bók þessi er 3. bindi greina-
safnsins sem Bjarni Vilhjálmsson
þjóöskjalavöröur og Finnbogi
Guðmundsson landsbókavöröur
hafa valið. Flytur hún 24 greinar
frá 19. öld. Er þeim raöaö eftir
aldri og um röö sumra fremur
farið eftir þvi hvenær þær voru
ritaöar eöa fluttar en birtingar-
tima þeirra á prenti.
Höfundur ritsmiöanna i ts-
lenskum úrvalsgreinum III eru:
Magnús Stephenson, Jóhanna
Briem, Jónas Hallgrimsson,
Sigurður Breiöfjörö, Konráö
Gislason, Tómas Sæmundsson,
Jón Hjaltalin, Jón Sigurösson,
BÆKUR
Gisli Brynjólfsson, Sveinbjörn
Hallgrimsson, Sveinbjörn Egils-
son, Jón Arnason, Arnljótur
Ólafsson, Guöbrandur Vigfússon,
Benedikt Gröndal, Páll Melsteö,
Jón ólafsson, Grlmur Thomsen,
Steingrimur Thorsteinsson,
Gestur Pálsson, Vilhelm H. Páls-
son, Briet Bjarnhéöinsdóttir, Val-
týr Guömundsson og Einar Bene-
diktsson.
Um tiluröartima greinanna
segja útgefendur i formála: „19.
öldin er heillandi tímabil I sögu
islenskrar tungu og bókmennta.
Þjóöin vaknar þá til nýs skilnings
á hlutverki sinu og rétti. Og þeim
fjölgar óöum, er kveöja sér hljóös
og hvetja hana til dáöa á hreim-
miklu og hrífandi máli”.
Þetta þriöja bindi tslenskra úr-
valsgreina er 163 blaðsiöur aö
stærð. útgefandi er Bókaútgáfa
Menningarsjóös og Þjóövinafé-
lagsins.
Bókaútgáfa
Menningarsjóðs
gefur út:
Dýrmæta llf
eftir Jörgen
Frantz-Jacobsen
Bók þessi er úrval af sendibréf-
um sem færeyski rithöfundurinn
Jörgen-Frantz Jacobsen (1900-38)
ritaöi á löngu áraskeiöi vini sin-
um og landa skáldinu William
Heinesen. Segir höfundurinn
hispurslaust og af óvenjulegri
bersögli frá sálarlif i sinu i barátt-
unni við banamein sitt svo og
frjórri lífsnautn sinni en sér I lagi
óstýrilátum ástum slnum og
„Barböru” og gerir grein fyrir
hrifnæmri aödáun á uppruna og
átthögum margþættum skoöun-
um og listrænum viöhorfum.
Jörgen-Frantz Jacobsen er vlö-
kunnur fyrir hina sérstæöu skáld-
sögu Barböru (Far veröld þinn
vég)sem hann samdi á dönsku og
kom út aö honum látnum. Haföi
hann samtiöarfólk aö fyrirmynd-
um margra persóna hennar og
lýsir m.a. sjálfum sér i dular-
gervi séra Páls og ómótstæöilegri
en fjöllyndri æskuunnustu sinni
sem Barböru. Jörgen-Frantz
Jackobsen kom hingað til tslands
ritaöi greinar um islensk efni og
var nákunnugurmönnum ogmál-
efnum hér. Aðalsteinn Sigmunds-
son kennari þýddi tvær bækur
hansá Islensku skáldsöguna Bar-
böru og ritið Færeyjar land og
þjöö
William Heinesen tóksamanog
bjó til prentunar bréfin i Dýr-
mæta lifi en Hjálmar Ólafsson
menntaskólakennari Islenskaöi
bókina. Hún er 121 blaösiöa aö
stærö prentuö i Odda. Bókin er
prýdd nokkrum ljósmyndum. út-
gefandi er Menningarsjóöur.
íslensk plöntunöfn
eftir Steindór
Steindórsson
frá Hlöðum
Rit þetta er eftir Steindór Stein-
dórsson frá Hlööum, fyrrum
skólameistara á Akureyri, og
byggist á Flóru Islands eftir
Stefán heitinn Stefánsson, en I 1.
og 2. útgáfu hennar voru taldar
rúmlega 400 tegundir blóm-
plantna og byrkninga. 1 nafna-
skrá þessarar bókar eru hins
vegar 1200-1400 nöfn, og má af þvi
sjá að sumar tegundir hafa mörg
heiti. Er hér um að ræöa merki-
lega tilraun til þess aö fá yfirlit
um plöntuheiti á Islensku máli og
leggja grundvöll aö sliku fræöi-
starfi.
Höfundur lýsir tildrögum
bókarinnar I fróölegum inngangi
og geri r þar itarlega grein fyrir
efni hennar og tilgangi. Aöalhluti
ritsins er svo skráin um plöntu-
nöfnin I stafrófsröö eftir latnesku
heitunum sem notuö eru i 3. út-
gáfunni af Flóru tslandsen á eftir
henni fer nafnaskrá þeirra á Is-
lensku og að endingu skrá um
skammstafanir og helstu heim-
ildarrit.
tslensk plöntusöfn er 207 blaö-
siöur aö stærö I stóru broti. Setn-
ingu, prentun og bókband annaö-
ist prentsmiöjan Edda. Útgefandi
er Bókaútgáafa Menningarsjóös
og Þjóövinafélagsins.
Nýstárleg
matreiðslubók
Út er komin ný og nýstárleg
matreiöslubók eftir Sigrúnu
Daviösdóttur. Hún ber undirtitil-
inn „handa ungu fólki á öllum
aldri”. Aftan á bókarkápu
stendur meöal annars:
„t þessari bók eru dcki upp-
skriftir aö öllum mat, en vonandi
góöar uppskriftir aö margs konar
mat. Og þetta er ekki siður bók
um mat.
...nú hafa fæstir tíma til að
standa lengi yfir pottunum, en
þar meö er ekki sagt aö þaö sé
alltaf fljótlegast né ódýrast aö
kaupa hálftilbúinn mat. Oft
boröar fjölskyldan aöeins eina
meginmáltiösaman á dag, ogþaö
er sjálfsagt, aö hún útbúi hann i
sameiningu”.
Matreiöslubókin er 412 blaösiö-
ur aö stærö. Hún er unnin I Prent-
stofuG. Benediktssonar.
Menningarsjóður
gefur út
SÖGUR
eftir
Þorgeir gjallanda
Bók þessi er úrval úr sögum
Þorgils gjallanda (Jóns Stefáns-
sonar 1851-1915) en Þóröur Helga-
son cand. mag. hefur búiö til
prentunar og ritaö itarlegan inn-
gang um skáldskap og ritstörf
höfundar. Sögur eru gefnar út af
Rannsóknastofnun 1 bókmennta-
fræöi viö Háskóla Islands og
Menningarsjóöi og fjóröa bókin l
flokknum Islensk rit en stjórn
hans hafa meö höndum Njöröur
P. Njarövik óskar 0. Halldórsson
og Vésteinn Olason. — Skrá um
útgáfur ogheimildir i bókarloker
eftir Ólaf Pálmason mag. art.
I Sögum eru smásögurnar
„Leidd i kirkju”, „Séra Sölvi”,
„Ósjálfræöi”, „Fölskvi”,
„Valur”, „Skirnar kjólinn”,
„Karl i Kothúsi”, „Brekku-Gulur
„Kapp er best meö forsjá”,
17
„Heimþrá” og „Krummi” og
skáldsagan „Upp viö fossa”.
Sögunum er raöaö eftir ritunar-
tima nema „Upp viö fossa” sem
hér rekur lestina. Bókin er 301
blaösffia aö stærö sett prentuö og
bundin I Prentsmiöju Hafnar-
fjaröar. útgefandi er Menningar-
s jóöur.
Aöur hefur komiö út i bóka-
flokknum Islensk rit:
Jón Þorláksson: Kvæði frumort
og þýdd. Úrval.
Bjarni Thorarensen: Ljóömæli,
Úrval.
Daviö Stefánsson: Ljóð Úrval.
Nýtt bindi af
Öldinni okkar
Komin er út hjá bókaútgáfunni
Iöunni öldin okkar 1961-1970. Þá
eru „Aldirnar” orönar nlu tals-
ins, og gera skil sögu þjóöarinnar
Isamfleytt 370 ár, i lifrænu formi
núti'ma fréttablaös. Myndirnar i
bókunum eru nær þrem þúsund-
um, og mun ekki vera I neinu ööru
ritverki slikur fjöldi íslenskra
mynda. „Aldirnar” eru þannig
lifandi saga liöinna atburöa I máli
og myndum, sem geyma mikinn
fróöleik, enda hafa þær náö mik-
illi hylli Islenskra lesenda.
vmrnl
enginn rníi..
ELECTROLUX WH SS
ER MESTSELRA
ÉUMSl ÍMÚR
‘<£U ri
■ "W
.v:>" W - -w j
f\
1 árs
ábyrgð
Electrolux
þjónusta
Hagstæð
greiðslukjör
Electrolux
Sérstök stilling fyrir straufri efni — auöveldari notkun.
BlO-kerfi — lengir þvottatimann fyrir óhreinan þvott.
Ryðfritt stál I tromlu og vatnsbelg — lengri endingartími.
3falt öryggi á hurð — örugg fyrir börn.
3 höft fyrir þvottaefni og mýkingarefni.
Lósigti aö framan — auövelt að hreinsa — útilokar bilanir.
Vinduhraði 520 snún/mín — auðveld eftirmeöferð þvottar.
Vökvademparar — mjúkur, hljóölaus gangur.
60 cm breiö, 55 cm djúp, 85 cm há.
Islenskur leiðarvlsir fylgir hverri vél.
Vörumarkaðurinn fif.
Ármúla ÍA simi 86117
Electrolux þvottavélin er til á lager
á þessum útsölustööum:
AKRANES: Þóröur Hjálmarsson,
BORGARNES: Kf. Borgfiröinga,
PATREKSFJORÐUR: Baldvin Kristjánsson
ÍSAFJÖRÐUR: Straumur hf.,
BOLUNGARViK: Jón Fr. Einarsson,
BLÖNDUOS: Kf. Húnvetninga,
SIGLUFJORÐUR: Gestur Fanndal,
OLAFSFJÖRÐUR: Raftækjavinnustofan sf.,
AKUREYRI: Akurvík hf.,
HtlSAVIK: Grlmur og Arni,
VOPNAFJORÐUR: Kf. Vopnfiröinga,
EGILSSTAÐIR: Kf. Héraösbúa,
ESKIFJORÐUR: Pöntunarfélag Eskfiröinga
HÖFN: KASK,
ÞYKKVIBÆR: Friörik Friöriksson,
VESTMANNAEYJAR: Kjarni sf„
KEFLAVÍK: Stapafeli hf.