Tíminn - 15.12.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.12.1978, Blaðsíða 18
18 Föstndagur 1S. desember 1978 Þebuleikirnir eftir Sófokles Bók þessi flytur leikritin „OidipUs konung”, „Oidlpús i Kólonós” og „Antígonu” eftir forngriska skáldsnillinginn Sófokles I þýöingu dr. Jóns Gisla- sonar skólastjóra. Þýöandi ritar og itarlegan inngang um ævi Sófoklesar og skáldskap hans. Ennfremur rekur hann gerö leikritanna þriggja og gerir grein fyrir sögu textans svo og helstu útgáfum og erlendum þýöingum. Loks eru i bókinni skýringar og eftirmáli. Sófokles (496-406 f. Kr.) samdi fjölmörg leikrit, en sjö þeirra hafa varöveist. Hann sigraöi alls 24 sinnum i leiklistarsamkeppni þeirri sem fram fór árlega á hátiö Dionýsosar, og voru þó meöal keppinauta hans slikir skáldjöfr- ar sem Aiskýlos og Evripides. Sófokles var uppi á hámenningar- skeiöi Aþenuborgar og kom mjög viö sögu samtiöar sinnar. Yngra samtimaskáld sagöi um hann látinn: „Sæll er Sófokles sem varö maöur langlifur og hamingjusamur, miklum og góö- um gáfum gæddur, höfundur margra harmleikja. Og ævi sinni lauk hann án þess aö hafa nokkru sinni oröiö fyrir baröinu á ógæf- unni.” Setningu, prentun og bókband Þebuleikjannahefur Prentsmiöja Hafnarfjaröar annast. Bókin er 287 blaösiöur að stærö. Útgefandi er Bókaútgáfa Menningarsjóös og Þjóövinafélagsins. Áöur hefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefiö út eftirtalin forngrisk skáldrit I þýöingu dr. Jóns Gislasonár: Oresteia eftir Aiskýlos og Þrjú leikrit um ástir og hjónaband eftir Evripides. Er útgáfa þeirra meö sama sniöi og Þebuleikjanna. Hersveit hinna fordæmdu — striössaga eftir Sven Hazel Út er komm bókin Hersveit hinna fordæmdu ef tír Sven Hazel. Aftan á bókarkápu stendur m.a. þetta: „Hvergi hafa birst jafn hisp- urslausar lýsingar á þýskum og BÆKUR rússneskum fangabúðum. Hvergi hafa birst þessu likar lýsingar á llfi hermannanna á vigstöövun- um, ægilegum skriödrekaorrust- um, eyöileggingum, sorg og gleði, dýpshi hörmum og gáskafullum strákapörum, ægilegum hörm- ungum og dýrðlegum fagnaöi. Sterkari bók gegn styrjöldum hefur ekki veriö skrifuö.” Bókin er 294 blaösiöur, þýöandi er Baldur Hólmgeirsson, en út- gefandi er Ægisútgáfan. 2. bindið um Hörð „Action Man” Harðjaxl Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefiö út annaö bindiö um Hörð Haröjaxl, sem nefnist Action Man á frummálinu. Höfundur bókarinnar er Mike Brogan en Loftur Guömundsson er þýöandinn. Efni bókarinnar er leiöangur, sem Höröur og félagar hans fara I striöinu, en þeir fara til Noregs til þess að sækja I hendur fjand- mannanna þekktan visindamann. Skuggsjá gefur út skáldsögur eftir Theresu Gharles og Barböru Cartland Bókaútgáfan Skuggsjá hefur gefiö út nýjar bækur eftir ThereSu Charles og Barböru Cartland. Þaö hefur veriö árviss viöburöur hjá forlaginu undan farin ár aö gefa út bækur eftir þessa höfunda og er þetta 22. bók Theresu Charles og 5. bók Barböru Cart- land, sem Skuggsjá gefur út. Bók Theresu Charles heitir Ekki svo létt aö gleyma, en bók Barböru Cartland heitir Hver ertu, ástin min? Bækurnar prentaöi Vikurprent h.f. Andrés Kristjánsson þýddi bók Theresu Charles en Skúli Jensson bók Barböru Cartland. Skipalestin — Stríðssaga eftir Antony Trew ísafold hefur sent frá sér bók sem heitir Skipalestin og er eftir Antony Trew. Aftan á kápu er bókin kynnt þannig: „Þaö er langt liöiö á áriö 1944 og kafbátar Þjóöverja hafa goldiö mikiö afhroö á Atlantshafi — en hættan af þeim er þó engan veg- inn hjá liöin — sist á siglinga- leiðinni frá Skotlandi til Mur- mansk. Stór skipalest — JW137 — er á leiö þangaö meö alls konar nauösynjar handa Rússum. Henni er búin fyrirsát af 15 kaf- bátum. Atlögu þeirra stjórnar Hans Kleber einn slyngasti kaf- bátsforingi Þjóöverja sem ætiar aö nota sér illviöri og hafrót noröur i Ishafi til aö beita „úlfa- hópsaöferðinni” gömlu, Kaf- bátarnir eiga aö koma úr kafi i skipalestinni miöri og dreifa tundurskeytum sinum I allar átt- ir. En Bretar þeir sem vernda skipalestina eru engin lömb aö leika viö — og sist Redman á tundurspillinum Vengeful... At- gangurinn er haröur og miskunnarlausogmannfall mikið á báöa bóga...” Bókin er 222 blaðsiöur, þýöandi er Hersteinn Pálsson. Litli loðnu- fiskurinn — Ævintýri eftir Valdisi Óskarsdóttur Út er komin hjá bókaútgáfunni Letri bókin LITLI LOÐNU- FISKURINN eftir Valdisi óskarsdóttur. Þetta er ævintýri fyrir börn og segir frá þvi aö litli loönufiskurinn fýllist forvitni og vill fá aö vita hvaö gerist bakviö stóra dularfulla fjalliö á sjávar- botni og hvaö „uppgjöriö” sem eldri loönurnar tala um, sé I raun og veru. Valdis óskarsdóttir hefur áöur gefiö út ljóöabókina Rauöi Svif- nökkvinn ásamt meö Ólafi Hauki Simonarsyni, Fýlupokarnir, ævintýrifyrir börnogBúálfarnir, sömuleiðis ævintýri sem var lesiö I Morgunstund barnanna slöast- Uöiö haust. Bókin Litli loönufiskurinn er myndskreytt af Sigþrúöi Páls- dóttur, sem stundaö hefur mynd- listamám i Evrópu og Bandarikj- unum og er nú nemandi viö School of Visual Art I New York. tit er komin „Öld óvissunnar,” eftir John Kenneth Gailbrath Bókarforlagiö Saga hefur gefiö út bókina öld óvissunnar eftir bandariska hagfræöinginn John Kenneth Galbraith, en hann er ís- lendingum vel kunnur, m.a. vegna sjónvarpsþáttanna á óviss- um timum, sem hann geröi i' sam- vinnu viö BBC og nú er veriö aö sýna I Islenska sjónvarpnu. Bók- in öld óvissunnar er samin upp úr efni þeirra þátta, allmikiö auk- in. Þýöinguna annaöist Geir H. Haarde. I öld óvissunnar er fjallaö um sögu hagfræöihugmyndanna og hagsögu Vesturlanda, einnig um efnahasvandamál nútlmans eins og þau koma höfundi fyrir sjónir, en Galbraith er þekktur fyrir ein- aröar og umdeildar skoöanir. Prófessor Galbraith hefur gefiö út mikinn fjölda verka um viö- fangsefni hagfræöinnar, meöal þeirra er bókin Iönriki okkar daga, sem komiö hefur út I is- lenskri þýöingu Guömundar Magnússonar prófessors. Bókin sem nú kemur fyrir sjón- ir almennings á islensku er all- umfangsmikiö verk sem hér er gefiö út óstytt. Bókin er 240 blaö- siöur, sett og prentuö i Prentstofu Guömundar Benediktssonar. BÆKUR BARBAPAPA PLÖTU3ÓK Barbapapa plötubók — Saga með söngvum Bókaútgáfan IÐUNN hefur nú um nokkurt árabil gefiö út bækur eftir höfundana Anetta Tison og Talus Taylor um svokallaöa barbapapa. Barbapapar eru gæddir þeim ágæta hæfileika aö geta breytt lögun sinni aö vild og kemur þaö sér oft vel. Barba- papabækurnar hafa notiö mikilla vinsælda hérlendis sem annars staöar, en þæreruætlaöar yngstu aldurshópunum, börnum frá aldrinum 3-8 ára. Þeir eru þó margir sem gaman hafa af þess- um bókum, þó eldri séu, og eiga myndirnar drýgstan þátt i þvi. Nú hefur bókaútgáfan IÐUNN sent frá sér bók um barbapapana sem er nekkuð frábrugöin eldri bókunum. Hér er um aö ræöa s ,k. plötubók. Bókin er.sjálfstæð, með myndum og texta, en i hulstri innan I kápunni er vönduö fjögurra laga hljómplata. A plöt- unni syngur Kór öidutúnsskóla undir stjórn Egils Friöleifssonar lög barbapapana, en einsöng syngja þau Gylfi Kristinsson, Ingunn Hauksdóttir og Kristin Jó- hannsdóttir. Karl Sighvatsson stjórnaöi upptökunni, sem fór fram I Hljóðrita i Hafnarfirði. Þuriöur Baxter þýddi texta bókarinnar, en Egill Bjarnason sneri sönglagatextunum. Bókin er prentuö og bundin I Frakk- landi. JÓL^H^PpD/?ÆTTI FRAMsÓkNARFOKKS/NS Dregið 23. desember — Drætti ekki frestað Húsgagnavinningur: fyrir hálfa miljón i Valhúsgögn Listaverk: Einstakt tækifæri: Þingvallamynd, málverk e. Jón Stefánsson. Valin verk eftir yngri listamenn: Mattheu Jónsdóttur, (tvær vatnslitamyndir) Jóhann Eyfells, (tvö grafikverk) Benedikt Gunnarsson, (ollumálverk) Listaverkabókin: Dýrarlki tslands e. Benedikt Gröndal. Ritsöfn: Kristmann Guömundsson Mörg bindi Jón Trausta' I hverju Jakob Thorarensen Glæsilegir vinningar Verð miðans aðeins 500 krónur Öll ritverkin í úrvals bandi — Pantið miða í síma 24483 Ýmsir hlutir i happdrættinu: Feröavinningur: Sunnuferð til sólarlanda Tveir, vinningar litsjónvarpstæki „Toshiba” Hljómflutningstæki af sömu gerö. Úrvals myndavél, einnig lltil tölva Þeir, sem fengið hafa miða sina heimsenda, með giróseðli, geta framvisað greiðslu i næsta pósthúsi eða peningastofnun. Látið ekki happ úr hendi sleppa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.