Tíminn - 23.12.1978, Síða 6

Tíminn - 23.12.1978, Síða 6
6 Laugardagur 23. desember 1978 Utgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurbsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Sfmi 8630Ó. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuöi. Blaðaprent V____________________________________________J Botninn er uppi í Borgarfirði Það var skynsamlegt af þingflokki og flokks- stjórn Alþýðuflokksins að falla frá þeirri fyrri ákvörðun sinni að gera það að skilyrði fyrir afgreiðslu fjárlaganna, að fallizt yrði á frumvarp, sem samið hafði verið á vegum þessara aðila um „jafnvægisstefnu i efnahagsmálum og samræmd- ar aðgerðir gegn verðbólgu”. í stað þess að halda þessu skilyrði til streitu, fellst Alþýðuflokkurinn á tillögu forsætisráðherra um að sérstök ráðherra- nefnd hefjist strax handa eftir áramótin um að undirbúa tillögur um efnahagsmál til lengri tima. Þessi breytta afstaða Alþýðuflokksins var m.a. eðlileg vegna þess, að þótt margt sé nýtilegt i um- ræddu frumvarpi, eru aðrir þættir óunnir að mestu eða mjög óákveðnir. Þannig er ekkert að finna i frumvarpinu um visitölumálið, en Alþýðuflokkur- inn hefur réttilega bent á, að visitölukerfið sé mesti verðbólguvaldurinn. Segja má, að 12. grein frumvarpsins fjalli um meginefni þess. Hún hljóðar á þessa leið: „Rikisstjórnin skal þegar i stað hefja viðræður við samtök launafólks um Kjarasáttmála. Meðal annars skal leitað eftir samningum um að sam- komulag geti tekizt um eftirfarandi aðgerðir i launa- og kjaramálum: Að peningalaunahækkanir verði ekki meiri en 5% i lok fyrsta ársfjórðungs 1979 og 4% i lok hvers siðari ársf jórðungs það ár, þó þannig, að ef verð- bótavisitala mælir meiri hækkun en sem nemur of- angreindum hundraðshlutum á lægstu laun, skal þeim mismun mætt með sérstökum kaupauka á lægstu laun”. 1 greininni segir ekkert um, hvað gera skuli, ef ekki næst samkomulag við samtök launafólks um umræddar launahækkanir ellegar ef atvinnu- rekendur vilja ekki fallast á þær fyrir sitt leyti. 1 greininni er gert ráð fyrir, að greiddur verði viss kaupauki á lægri laun, ef verðbótavisitalan mælir hærri laun en tilteknar launahækkanir. Sam- kvæmt þessu er gert ráð fyrir verðbótavisitölu áfram, en það látið ósagt, hvort núgildandi verð- bótavisitala verði látin gilda óbreytt eða reynt að fá breytingar á henni. Um þetta meginatriði frumvarpsins má segja, eins og keraldið forðum, að botninn er uppi i Borg- arfirði. Góðu heilli gerðu Alþýðuflokksmenn sér þetta ljóst, þegar þeir ihuguðu málin betur. Við skulum vona, að ráðherranefndin finni botninn. Traust forusta Það liggur i augum uppi, að ekki hefur verið vandalaust og auðunnið verk að afgreiða fjárlög með greiðsluafgangi undir þeim kringumstæðum, sem nú eru rikjandi i islenzkum stjómmálum og efnahagsmálum. Þetta hefur samt tekizt. Margir hafa þar lagt hönd á plóginn, en enginn meira en Tómas Ámason fjármálaráðherra. Forusta hans hefur vissulega verið einbeitt og traust. Með greiðsluhallalausum fjárlögum hefur verið stigið stærsta sporið til þessa á þeirri erfiðu leið að ná tangarhaldi á verðbólgunni. Fjármálaráðherra á skilið miklar þakkir fyrir þetta verk. Þ.Þ. Erlent yfirlit Viðræður Begins og Sadats strandaðar Ef til vill er ástæðulaust að harma það SAMKVÆMT upplýsingum, sem hafa birzt i bandariskum blööum undanfarna daga, haföi Carter forseti lagt drög aö þvi, aö hann gæti fagnaö góöum tiö- indum um miöjan þennan mán- uö. Viöræöum hans, Sadats og Begins I Camp David lauk meö yfirlýsingum þeirra um aö friöarsamningur milli Israels og Egyptalands skyldi i siöasta lagi tilbúinn til undirritunar þremur mánuöum siöar eða 17. desember. Um likt leyti var lok- iö viöræöum milli stjórna Bandarikjanna og Kina um aö taka upp stjórnmálasamband milli rikjanna ekki siöar en um áramót. Carter ákvaö, aö til- kynning um þetta skyldi þó ekki birt fyrr en 15. desember. Von hans var sú, aö hann gæti þannig látiö staöfesta tvennt I einu: Friöarsamninginn milli Israels og Egyptalands annars vegar og samkomulagiö milli Kina og Bandarikjanna hins vegar. Dagarnir 15. desember og 17. desember myndu þannig sameiginlega bera árangurs- rfkri utanrikisstefnu Bandarikj- anna gott vitni og auka álit for- setans bæöi inn á viö og út á viö. Til eru þeir fréttaskýrendur sem skýra þaö á annan veg, aö Carter frestaöi til 15. desember aö tilkynna samkomulagiö milli Bandarikjanna og Kina. Hann hafi þrátt fyrir viöræöurnar I Camp David ekki veriö fullviss um, aö friöarsamningur milli Israels og Egyptalands yröi til- búinn 17. desember. Þá gat veriö gott aö draga athyglina frá þeim vonbrigöum, sem þaö myndi valda, meö þvi aö til- kynna samkomulagiö um stjórnmálasamband Bandarikj- anna og Kína. Vafalltiö myndi þaö vekja umtal og dreifa at- hyglinni frá Israelsmönnum og Egyptum. EN HVAÐ sem hæfter i þessu er þaö staöreynd, aö þaö hafi ekki aðeins oröiö Carter, heldur mörgum öörum mikil vonbrigöi, aö ekki skyldi takast aö ljúka friöarsamningnum milli Israels og Egyptalands fyrir tilsettan tlma. Oörum var ljóst, aö þetta ^hlyti aöveröa miklum erfiöleik- um bundiö og sennilega meiri en svo, aö þeir yröu yfirstignir. Þeir viröast ætla aö hafa rétt fyrir sér. 1 Camp David náöist sam- komulag um, aö geröir skyldu tveir samningar. Annar yröi friöarsamningur milli Israels og Egyptalands og fjallaöi eink- um um, aö Egyptar fengu aftur Sinai-eyöimörkina. Hinn yröi samningur um framtiö annarra landssvæöa, sem Israelsmenn hernumdu I styrjöldinni 1967, þ.e. Vesturbakkann svonefnda og Gaza-svæðiö. ísraelsmenn höföu áöur heitiö þvi aö koma þar upp heimastjórn, en óljóst og ótímabundiö. Eftir aö viöræður Israelsmanna og Egypta hófust eftir fund- inn I Camp David, var fyrst og fremst fjallaö um fyrri friöarsamninginn og miöaöi honum allvel áfram. Egyptar lögöu vaxandi áherzlu á, aö einnig yröi unniö aö hinum samningnum. Israelsmenn drógu þaö á langinn og töldu ekki nauðsynlegt, aö þessum samningum yröi lokiö sam- timis, enda heföi ekki veriö samiö um þaö I Camp David. Þaö mun rétt og hefur Begin bersýnilega leikiö á þá Carter og Sadat i þvi sambandi. Egypt- ar vildu þá, þótt slikum samn- ingi yröi ekki lokiö jafnfljótt og hinum, fá nokkra tryggingu fyrir þvi, aö Israelsmenn settu á laggirnar einhvers konar heimastjórn á umræddum svæöum innan vissra tima- marica. Begin og félagar hans hafa hafnaö þvl aö fallast á nokkur sllk tfmamörk. Jafn- framt hefur Begin tilkynnt, aö landn ám Gyöinga á Vestur- bakkanum yrði aukið. Af þessu hafa Sadat og fleiri dregiö þá ályktun, aö þaö væri alls ekki ætlun Israelsmanna aö sleppa Vesturbakkanum og heldur ekki Gaza-svæöinu. Þrátt fyrir þaö hefur Sadat látiö smám saman undan, þvi að honum er bersýnilega mikiö i mun aö fá Sinaimörkina. Aö lok- um var hann búinn aö láta svo mikiö undan, aö Bandarikja- menn töldu ekki hægt aö krefj- astmeiraaf honum,efhann ætti ekki aö stefna völdum sinum i hættu. En Israelsmenn kröföust enn meira og voru ófúsir til allra samninga um Vesturbakk- ann og Gaza-svæðið. Jafnframt kröföust þeir af Egyptum, aö þeir riftu öllum varnarsamn- ingum viö önnur Arabariki, ef þeir fengu Sínaimörkina. Þaö taldi Sadat sér ekki fært meðan (alveg væri ósamiö um Vestur- bakkann og Gaza-svæöiö, m.a. vegna Saudi-Arabiu.Þá myndu Arabar almennt snúa baki viö honum. Þaö sjónarmið hans hafa Bandarlkjamenn skiliö. EN ÞAÐ er einnig hægt að skilja sjónarmiö Israelsmanna. Þaö er erfitt fyrir þá að semja viö Egypta eina um þessisvæöi, a.m.k. Vesturbakkann. Helzt þyrftu Jórdanir og Sýrlendingar aö taka einnig þátt I þeim samn- ingum. Það viröist alltaf koma betur I ljós, aö þaö hafi verið hæpin leiö til friöar milli Isra- elsmanna og Araba, aö Israels- menn og Egyptar semji einir. Oruggur friöur kemst ekki á, nema sem flest Arabariki taki þátt i samningum og jafnframt sé unniö aö þvi aö leysa mál Palestinumanna. Þvl er spurning, hvort ástæða sé til þess aö harma, aö þessir samningar hafa strandaö aö sinni, ef þaö gæti oröiö til þess aö hafnar yröu viðtækari viö- ræöur milli ísraels- og Araba- rikjanna um aö leysa deiluna. Ef til vill er þaö hiö jákvæö- asta, sem gerzt hefur I þessum málum undanfariö, aö fulltrúi Frelsishreyfingar Palestínu- manna (PLO) hefur lýst yfir þvi i Paris, að hreyfingin sé reiöu- búin til aö viðurkenna Israel, ef Israel viöurkenni sérstaktriki á V es t u r ba k k a n um og Gaza-svæðinu. Svo langt hefur PLO aldrei gengið til samkomu- lags áður. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.