Tíminn - 29.12.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1978, Blaðsíða 2
1 :i 1 ii ;m ii; Föstudagur 29. desember 1978 Allt lamað í íran af völd- um verkfalla og óeírða — enga undankomuleið að sjá fyrir keisarann Teheran/Reuter — Þrjátíu til fjörutíu manns voru til- kynntir látnir í götubardögum í Iran i gærdag, og er at- vinnu- og efnahagslíf landsins nú aö heita má algjörlega lamað og þaö svo aö þetta stærsta olíuflutningsríki heimsins á ekki olíubirgöir nú fyrir sjálft sig nema til einnar viku. Friðar- postuli páfa bjartsýnn á árangur Santiago/Reuter — Sérstakur sendimaöur páfa og milli- göngumaöur i landadeilum Argentfnu og Chile kom I gær til Santiago I Chile til viöræöna viö fulltrúa rikisstjórnarinnar þar. Sendimaöurinn, Antonio Samore kardináli, kom frá Buonos Aires I Argentinu þar sem hann hefur átt viöræöur viö stjórarfulltrúa. Markmiö viöræönanna er aö leysa úr landaþrætum rikjanna, sem stööugt hafa fariö vaxandi, svo jafnvel hefur skapast striösástand. Deilt er um eyjar út af meginlandi S- Ameriku, sem gætu i framtiö- inni haft mjög mikla þýöingu vegna oliuvinnslu og annarra auölinda. Aö sögn kardinálans hafa bæöi rlkin sýnt vilja til sam- komulags og kvaöst hann bjartsýnn um árangur, en milligöngulausar viöræöur milli stjórna rlkjanna beggja höföu fyrr á árinu siglt gjör- samlega 1 strand og hernaöar- kapphlaup var hafiö I staöinn. Verkföll f flestum útflutnings- greinum um land allt eru nær al- gjör og fólk gengur milljónum saman um götur og hrópar slag- orö gegn keisaranum. Ótrúleg samstaöa viröist rikja og þegar raforkuver hættu framleiöslu vegna oliuskorts og höfuöborgin myrkvaöist hélt fólkiö áfram mótmælaaögeröum sinum æöru- laust og söng fordæmingar slnar um keisarann. Frá borginni Ahvaz bárust fréttiraf miklum óeiröum og sagt var aö kveikt heföi veriö I fjöl- mörgum bönkum og skrifstofum Iranska flugfélagsins I borginni. Bankar I Teheran neita nú aö greiöa mönnum út innistæöur þeirra og þá aöeins I smáum upp- hæöum og Seölabanki ríkisins er lamaöur vegna verkfalla. Inn- Keisarinn viröist ekki eiga langt eftir. flutningur annar en alnauösyn- legur er takmarkaöur af verk- fallsmönnum I tollgæslu. Þá er póstútburöarfólk i verkfalli og telexstarfsmenn og slmafólk hef- ur hótaö aö taka þátt I verkföllum og rjúfa þannig samband landsins viö umheiminn. Olíuskorturinn sýnir sig þegar i margra kllómetra löngum biöröö- um bifreiöa viö benslnstöövar og rikisflugfélagiö Iranair hefur þegarhætt öllu flugi og öröugleik- ar i flug i annarra flugfélaga sem þurfa aö fá þjónustu og lenda i íran. Frakkar setja skilyrði fyrir þátttöku í nýja gengisbandalaginu París-Bonn/Reuter — Nýi „snákur" efnahags- bandalagsríkjanna, þ.e. sameiginlega gjaldeyris- kerfið, varð í gær fyrir miklu áfalli er Frakkar hót- uðu að hætta við þátttöku, ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra um bann við niðurgreiðslum á land- búnaðarvörum í ríkjum Efnahagsbandalagsríkj- anna. Snákurinn nýi á aö gilda frá og meö 1. janúar næstkomandi, og eftir mikiö erfiöi og samn- ingaþóf var útlit fyrir aö öll efnahagsbandalagsrfkin utan Bretlands yröu meö, og heföi hann því haft verulegt gildi til aö auka stööugleika gengis- skráningar og bæta verslunar- aöstööu rikjanna. Nú er hins vegar ekki aö vita nema Frakkar neiti þáttöku, en þeir ásamt V-Þýskalandi hafa veriö aöalhvatamenn gengis- bandalagsins nýja. I Bonn var haft eftir tals- mönnum i fjármálaráöuneytinu aö ef til þess kæmi yröi kerfiö sett I gang án þátttöku Frakka, eins og aö var stefnt nú um ára- mótin. Þar var fullyrt aö land- búnaöarniöurgreiöslur og geng- isbandalagiö væru ekki tengd málefni aö þvi marki aö rétt- lætanlegt væri af Frökkum aö fara aö setja skilyröi I þeim efn- um. Verölagning landbúnaöaraf- uröa hefur veriö heitt deilumál milli Frakka og Þjóöverja, en fjölmörg önnur rlki Efnahags- bandalagsins tóku þvert fyrir á ráöherrafundi I Brussel fyrr I þessum mánuöi aö gera nokkrar breytingar á skipan þessara mála. Verötakmarkanir og niöurgreiöslur eru notaöar af rikjum Efnahagsbandalagsins til aö koma I veg fyrir örar verö- og gengisbreytingar I viöskipt- um milli landanna. ERLENDAR FRETTIR Umsjón: Kjartan Jónasson Markmið friðarviðræðna stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínuaraba — segir utanríkisráðherra Egyptalands en ísraelsmenn bregðasthinirverstu við Kairó - Jerúsalem/Reuter— Utanríkisráðherra Egypta- lands, Boutros Boutros Ghali sagði í gær í blaðaviðtali að markmið friðarsamninganna við Israel væri að mynda sjálfstætt ríki Palestínuaraba. 1 ísrael var þessum ummælum ráöherrans tekiö mjög illa og komu fram mótmæli I þinginu auk þess sem stjórnarerindrekar hafa lýst yfir furöu sinni á því aö ráöherran skuli láta hafa þetta eftir sér einmitt þegar I deiglunni er aö koma friöarviöræöunum af staö á nýjan leik. Moshe Arens, formaöur utan- rlkisnefndar Israelska þingsins,' sagöi viö fréttamenn I gær aö um- mæli utanrikisráöherrans egypska væru augljós aövörun til Israelsmanna um frekari vand- ræöi milli tsraels og Egyptalands I náinni framtlö. Þaö er mál til komiö, sagöi hann, aö hægja á friöarviöræöunum og hugsa sinn gang. Leiötogi næststærsta stjórnar- flokksins, Yehuda Ben-Meir, skoraöi á Menachem Begin for- sætisráöherra aö endurskoöa nú allan málflutning tsraelsmanna I friöarviöræöunum og bætti viö aö þaö væri nú augljóst aö Egyptar hygöust veiöa Israel I gildru meö fyrirhugaöri heimastjórn Palestinuaraba. Sakharov sleppur við hungurverkfallið Moskva/Reuter — Sovéski and- ófsmaöurinn, Andrei Sakharov, tilkynnti vestrænum fréttamönn- um I gær aö kona hans heföi nú fengiö ieyfi yfirvalda til aö fara tii Flórens I ttaliu til læknismeö- feröar vegna augnasjúkdóms er hún gengur meö. Sakharov haföi hótaö aö fara i hungurverkfall yröu stjórnvöld ekki viö beiöni konu sinnar en hún hefur tvisvar áöur á siöustu þremur árum fariö til ttalíu sömu erinda. Bjóst Sakharov viö þvl aö kona sln færi utan mjög fljótlega. Ganga líklega enn elnu sinni að kjör- borðinu snennna á næsta ári unum um stjórnarskrána fyrir skömmu. Þá sátu 32% kjósenda heima en kosningarnar voru Madrid/Reuter — Hin nýja stjórnarskrá Spánar tekur gildi i dag og er nú búist við hvað úr hverju að Adolfo Suarez forsætis- ráðherra boði til nýrra þingkosninga i landinu. Þó hafa heyrst raddir I stjórn landsins þess efnis aö ekki sé timabært aö boöa til nýrra kosninga og setja mennþá helst fyrir sig hve kosningaþátttaka var litil I þjóöaratkvæöagreiösl- hinar þriöju á tveimur árum i landinuogþykir hér um þreytu- merki aö ræöa og allt eins viö því aö búast aö jafnmargir eöa fleiri sitji heima I þing- kosningum ef til þeirra yröi boöaö á næstunni. Vilji Suarez sitja áfram ásamt ráöuneyti slnu án nýrra kosninga I bráö hefúr hann mánaöarumþóttunartima eftir gildistöku stjórnarskrárinnar i dag til aö hljóta stuöningsyfir- lýsingu þingsins. Miödemó- kratasamband Suarezar er I minnihluta I þinginu og hann þyrfti því aö hljóta stuöning aö minnsta kosti eins stjórnarand- stööuflokks. Þykirfremur ótrúlegt aö Suaz muni reyna þetta og er þvl talaö um aö kosningar fari fram á Spáni I febrúar eöa mars á næsta ári. Suarez velur llkiega þann kost- inn aö boöa til kosninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.