Tíminn - 31.12.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.12.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 31. desember 1978. 5 Dr. Gyili Þ. Gíslason: Sjónvarpsþættirnir um sögu hugmynda um efnahagsmál og áhrif þeirra á framvindu sögunnar, sem hagfræöingurinn John Kenneth Galbraith hefur samiö fvrir breska sjónvarpiö og islenska sjónvarpiö hefur sýntaö undanförnu, hafa vakiö mikla athygli aö veröleikum. Þaö er sem kunnugt er dr. Gylfi Þ. Gislason, sem þýtt hefur frá- sögn Galbraihts meö myndefni- nu og fór Timinn þess á leit viö Gylfa aö hann segöi lesendum i nokkrum oröum frá þessum merka hagspekingi og gerö þátt anna. Varö Gylfi vel og góöfús- lega viö þeirri ósk. John Kenneth Galbraith er án efa einn kunnasti hagfræöingur, sem nú er uppi. Liklega er einnig óhætt að fullyröa,að enginn hagfræöingur á þessari öld hafi orðið jafnþekktur og jafnmikið lesinn af almenningi. Hann var og er prófessor við Harvard-háskóla En almenn- ingivarðhann fyrst kunnur sem einn af forystumönnum hóps viðurkenndra mennta- mann.sem studdu Kennedy, er hann bauð sig fram til forseta- kjörs, og áttu án efa talsveröan hlut að sigri hans. Hann var náinn vinur Kennedys og varð einn af ráðgjöfum hans. Hann i hafði reynslu 1 stjórnarstörfum, j þvi að hann hafði gegnt mikil-' vægu embætti 1 Washington á striösárunum. Kennedy gerði i hann að sendiherra i Indlandi en hann undi sér ekki sem best 1 þvl, starfi og hvarf afttur að fyrra starfi sinu við Harvard-há- skóla.Skömmu siöar var Kennedy myrtúr. Siöan hefur hann litil afskipti haft af stjórn- sýslu i Bandarikjunum. En þeim mun athafnasamari hefur hann verið i ritstörfum sinum. Galbraith hefur ekki hlotið frægð sina sem frumlegur höfundur á sviði hefðbundinnar háskólafræðimennsku I hag- fraéði. Hann mun t.d. aldrei hafa verið tilnefndur sem hugsanleg- ur nóbelsverðlaunahafi i hag- fræði. En hann hafði orðið heimsfrægur þegar 1958 fyrir bók sina, Nægtaþjóöfélagið, (The Affluent Society). Þar gagnrýnir hann hefðbundna hagfræði og r.ekur nauösyn þess að endurskoða hugmyndir um markmið efnahagsstarfsemi, sérstaklega i Bandarikjunum og öðrum auöugustu þjóðfélögum heims. Þar fari of mikil orka I framleiðsluaukningu, sem full- nægi tilbúnum þörfum, en of litil i félagslegar umbætur, fegrun umhverfis og auðugra mannlif. Næsta stórvirki hans var Iðnrikið nýja (The New Industrial State). Bókmennta- félagiö hefur i Lærdómsritum sinum gefiö út Utdrátt úr henni, Iönriki okkar daga, en það eru fyrirlestrar, sem hann flutti um efnið i breska útvarpið. Hefur sú bók komiö út i mörgumútgáfum og er hér vel kunn. Þriðja verkið 1 þessum bóka- flokki, sem má telja höfuðverk Galbraiths, er ritið Hagfræði og almannaheill (Economics and the Public Purpose), en þar fjallar hann um hlutverk rikis- valdsins i nútíma iðnriki, sem hann telur að verulegu leyti stjórnað af sérfræðingum stór- fyrirtækja á grundvelli einka- ætlunargerðar þeirra. Fyrir fáum árum fékk breska útvarpið Galbraith til þess að semja sjónvarpsþætti um sögu John Kenneth Galbraith hugmynda um efnahagsmál og á áhrif þeirra á framvindu sögunnar. Tók undirbúningur þeirra langan tima.Þeir urðu þrettán talsins, en árangurinn varð lika frábær. Þessir þættir urðu geysivinsælir i Bretlandi og hafa siðan farið um allan heim. 1 þáttunum er Galbraith ekki hlutlaus i þeim skilningi, aö hann endursegi aðeins það, sem aðrir fræðimenn á sviði hag- fræði og þjóðfélagsfræði eða stjórnmálamenn hafa sagt. Hann lýsir hugmyndum auð- vitað rétt og af skilningi, en hann hefur eigin ^skoðanir á gildi þeirra og túlkar áhrif þeirra með persónulegum hætti. Yfigripsmikil þekking hans leynir sér auðvitað ekki, en hann hefur eigin skoðanir, sem hann lætur I ljós á mjög sér- stæðan, og oft mjög fyndinn hátt. En hann gætir þess vel að blanda ekki saman staðreynd- um og lýsingu á hugmyndum annarra og eigin skoðunum. Menn vita þvi alltaf, hvað eru hans skoðanir og hvað annarra. Dr. Gylfi Þ. Gklason Þegar I ljós kom, hversu gifurlega athygli þessir þættir vöktu, samdi Galbraith upp úr þeim bók, The Age of Uncertainty, sem nýlega er komin út i islenskri þýðingu eft- ir Geir Hárde hagfræðing,undir nafninu öld óvissunnar. Kafla- skipti hennar er hin sama og sjónvarpsþáttanna, en fjallað um efnið i lengra máli. Ég hefi mikla ánægju af að vinna að þýöingu þessara sjónvarpsþátta. Það er mikið vandaverk, þvi að Galbraith er ekki aðeins mikill hagfræöing- ur, heldur einnig mikill rit- höfundur, sem raunar hef- ur skrifað um fleira en hag- fræði. En mér þykir vænt um, að almenningur virðist hafa áhuga á efni sem þessu. Þeir sem reka fyrirtæki sin vel meta það og vega í hverju sé sparnaður Kaupfélag Árnesinga eitt best rekna kaupfélag á landinu taldi sér hagkvæmt að kaupa TRABANT enda keyptu þeir ekki aðeins einn heldur fimm Trabantbifreiðar. Þeir sem vilja spara kaupa TRABANT enda hagkvæmustu bílakaupin með tilliti til vaxta, afskrifta, viðhalds og benzínkostnaðar. TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonar/andi við Sogaveg Simar 8-45-10 £t 8-45-11 Nokkur orð um John Kenneth Galbraith höfund sjónvarpsþáttanna „Öld óvissunnar,,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.