Tíminn - 31.12.1978, Síða 19

Tíminn - 31.12.1978, Síða 19
Sunnudagur 31. desember 1978. 19 barnatíminn Umsjón: Sigrún Bjömsdóttir Töluspil Hvor keppandi hefur þrjár tölur (krónur, steina eða hvað sem er). Keppendurnir eiga að færa tölurnar til skiptis eftir strikunum milli hringanna. Takmarkið er að koma sínum tölum í byrjunarreit andstæðings síns. Ef andstæðingurinn er með tölu í hring má hinn keppandinn ekki setja sína tölu í þann hring. En tölur f rá sama keppanda mega allar vera í einum hring. Það má bæði færa tölurnar fram og til baka, en það má ekki hlaupa yfir hring. Þegar annar aðilinn getur ekki lengur fært sínar tölur vegna talna hins aðilans, er spilið tapað. Blöðru og peysuleikur I þessum leik geta tvö lið keppt. Þá þarf tvær blöðr- ur, eina á hvert lið. Tveir fyrstu í hverju liði byrja um leið. Þeir eiga að skipt- ast á peysum, — klæða sig úr peysu þess sem viðkom- andi keppir með. Á meðan eiga þeir að halda blöðr- unni á lofti. Hún má ekki snerta gólfið. Það lið vinn- ur sem tekst að skiptast á peysum og halda blöðrunni á lofti Börnin hans Bamba eftir Felix Salter Þýð. Stefán Júliusson „Nú kem ég," sagði Númi og rann á hann. Búi snerist á hæli og fiýði. „Hvers vegna flýrðu? Þú ert þó ekki hræddur?" „Ég veit ekki hvers vegna ég flýði", sagði Búi. „Ég veit bara það, að ég vil ekki berjast við Núma". „ Er það kannski af því að Númi er bróðir Lönu", spurði Falin lágt. — Hún vissi, að ástæðan var sú. Bambi vissi það líka.hann sagði: „Það var rétt hjá þér Búi, að berjast ekki við Núma. Ef þú hugsar ekki eins og f ullorðinn hjörtur, ertu ekki undir það búinn að fá hornkórónuna þína". Búi og Númi berjast Einn morgun í glaðasólskini voru þau Nanna og Búi á gangi í grasinu. Perri, litli ikorninn, kom á móti þeim og heilsaði. „Heyrðu", hvíslaði hann í eyra Búa. „Ef þér f innst að þú getir ekki barist við Núma vegna Lönu, þá skaltu gleyma því. Hún verður aldrei reið við þig lengi vegna þess". „Þetta sagði faðir minn líka", sagði Búi. „Hann vill, að ég jafni sakirnar við Núma". Þá heyrði Búi, að Númi kom reikandi gegnum runnana. Lana kom líka í Ijós milli trjánna. Nanna og hún földu sig í laufinu til þess að horfa á það,. sem gerðist. „Þú ættir að flýta þér að leggja á f lótta", sagði Númi storkandi. Hann beiðekki boðanna en rann á Búa af miklum móði. i þetta sinn beið Búi þar til Númi var alveg kominn að honum. Þá vék hann léttilega til hliðar. En krafturinn á Núma var svo mikill, að hann steyptist beint á hausinn í þyrnirunna. Framh. í næsta Barna-Tíma. Myndgáta . - p. • NL'" M' ■N J+J 9-6 Ef þú getur sett rétt orð við myndirnar, þá kemur orð sem þú kannast vel við í f eitletruðu reitina lóðrétt. Að krumpa dagblað I þessum leik er keppt um hverjum tekst fyrst að krumpa eina opnu úr dag- blaði í útréttri hendi. Að- eins má nota þá hönd sem dagbiaðið er í. Það er hægt að gefa stig fyrir hvert unnið skipti. Þá vinnur sá, sem flest hefur stigin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.