Tíminn - 31.12.1978, Síða 21

Tíminn - 31.12.1978, Síða 21
Sunnudagur 31. desember 1978. 21 Þögull vitnisburður Kvikmyndahornið Fyrir nokkru buðu forráöa- menn Laugarásbiós blaöa- mönnum og nokkrum gestum aö sjá nýja heimildarmynd sem bióiö hefur fest kaup á og hyggst sýna á laugardögum kl. 3 eftir áramótin. Hér er um aö ræöa enska kvikmynd, The Silent Witness eða Likklæði Krists eins og hugmyndin er að kalla myndina á islensku. Kvikmyndin fjallar um hin heilögu likklæöi sem geymd hafa verið i kirkju á Turin á Italiu. Þessi likklæði hafa valdiö miklum heilabrotum allt frá árinu 1898, en þá voru teknar nokkrar myndir af þeim. Þegar myndirnar voru framkallaðar kom i ljós mynd af manni. Á allra siöustu árum hafa ver- ið framkvæmdar nákvæmari rannsóknir á likklæðinu og hef- ur tekist að rekja uppruna þess til Palestinu. Aldursgreiningar hafa leitt i ljós að klæðið er frá timum Krists. Ennfremur hefur mynd lik- klæðisins verið varpað i gegnum þrividdar sjónvarpsskerm og kom þá ljós ótrúlega skýr mannsmynd. Allt þetta er rakið i þessari at- hyglisverðu og vel gerðu heimildarkvikmynd sem sjálf- sagt er að hvetja menn til að sjá. G.K. The Silent Witness (Screenpro Films) Bresk heimildarmynd frá 1978 Stjórn: David W. Rolf Kvikmyndun Bahram Mano- cheri 1 litum, 55 min. Sýningarstaöur: Laugarásbió. Myndin á þvi sem kallað hefur verið likklæði Krists. Skildi Jesus þetta eftir sem sönnunargagn fyrir upprisunni? Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. ESKIFIRÐI óskar starfsfólki og viðskiptavinum farsœldar á nýja árinu Þakkar ánægjulegt samstarf og viðskipti á liðnu ári

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.