Tíminn - 31.12.1978, Síða 14
14
Sunnudagur 31. desember 1978.
Vörður frá nítjándu öld
tslenskar úrvalsgreinar
III. bindi
Greinar frá nitjándu öld
Bjarni Vilhjálmsson og Finn-
bogi Guömundsson völdu
Bókaátgáfa Menningarsjóös og
Þj óövinaf éla gsins.
1 þessu bindi eru 24 greinar
frá 19. öld. Sumar eru ktifli úr
lengri ritgerö og jafnvel er
þarna kafli úr mannkynssögu
Páls Melsteös. Þaö er sist aö
lasta. Nú læra menn ekki þá
mannkynssögu sem skrifuö var
fyrir hundraö árum, enda þótt
hún væri frábært verk á sinni
tiö.
Ef þetta bindi er boriö saman
viö hin fyrri finnst mér aö hér
beri meira á sögulegu gildi, þar
sem bókmenntalegt gildi mátti
heita einrátt i fyrsta bindi og
a.m.k. yfirgnæfandi í ööru
bindinu. Hér eru aftur á móti
nokkrar ritgeröir sem eru teng-
dar ýmiss komar timamótum i
sögu þjóöarinnar. Svo má segja
um ritgerö Jóns forseta: Bréf
um Alþingi. Eins má segja um
ávarp Sveinbjarnar Hallgrims-
sonar þegar blaöaútgáfa hófst á
Islandi og aö vissu leyti um
ávarp Jóns ólafssonar til les-
endanna þegar Skuld hóf göngu
sins, en meö henni hófst útgáfa
frettablaöa meö myndum hér á
landi. Ritgerö Jóns Hjaltalin um
brennivinsofdrykkju ma heita
fyrsta rödd bindindishreyfingar
á Islandi þó aö mjög heföi komiö
til greina aö bera þar niöur I
Fjölni, þar sem Brynjólfur
Pétursson flutti máliö meö
ágætum. Ritgerö sr. Arnljóts
Ólafssonar um þjóömegunar-
fræöi má heita upphaf hagfræöi
á Islandi. Og lengur mætti telja I
likingu viö þetta.
Þessibóker ágætlega fallin til
þess aö vera lesbók i sambandi
viö sögu okkar á nitjándu öld.
Flestar eöa allar ritgeröirnar
snerta merka þætti þjóöár-
sögunnar. Ogþar semég hef trú
á þvi aö þekking og skilningur á
sögu þjóöarinnar megi ekki
bókmenntir
tapast úr menningu Islendinga
fagna ég þessari útgáfu. Og þó
aö unglingum í skól'um sé haldiö
stranglega aö lestri annarra
fræöa er fjöldi fólks sem laus er
úr skólum og væntanlega hefur
yndi af aö lesa svona fræöi.
Flestir þeir sem lesa þetta
greinasafn munu svo hafa
gaman af þvi aö kynna sér
meira um menn og málefni,
sem hér koma viö sögu.
Þvi er þessi útgáfa tilraun til
þess aö beina huga lesenda aö
sögulegum fróöleik Tyrri aldar.
Vfet er þaö verkefni samboöiö
Menningarsjóöi.
H.Kr.
Hvers er að minnast
úr menntaskóla?
Gaudeamus Igitur
(Kætumst meöan kostur er)
Minningar úr menntaskólum
Einar Logi Einarsson tók sam-
an
Gtgefandi: Bókamiöstööin
Einar Logi hefur fengiö 17
menn til aö segja eitthvaö frá
dvöl sinni I skóla. Einn af þeim
sr. Róbert Jack, minnist ekki
veru i menntaskóla, heldur há-
skólanámsins 1 Reykjavik.
Anhars eru hér nemendur
Menntaskólans i Reykjavik,
Menntaskólans á Akureyri,
Menntaskólans á Laugarvatni,
Verzlunarskólans og úr
öldungadeild Hamrahliöarskól-
ans.
Svo sem vænta má eru þessi
minningabrot harla sundurleit.
Aö því er tlmatöl varöar munu
þau ná yfir árin 1940 og undir
þennan tima.
Þó er einn þátturinn eldrben
þaö er frásögn Stefáns As-
bjarnarsonar á Guömundar-
stööum um nám sitt á Akureyri
fyrir og eftir 1930 og er þaö sist
lakasta efni bókarinnar.
Vissulega segja þau sina sögu
svo langt sem þau ná. Sumir
reyna aö rifja upp skemmtileg
atvik og er þaö þá oft I sam-
bandi viö ýmsar brellur nem-
enda og viöbrögö kennara viö
þeim. Og sisterþvi aö neita.aö
hér mun vera sagt frá ýmsu
sem flestir munu hafa gaman
af.
En hér er lika vikiö aö ýmsu
sem fyrst og fremst minnir á.
hve starfog hlutverkkennara er
öröugt og skiptir þá ekki máli
hvort um er aö ræöa drýldna
frásögn þess sem finnst hann
hafa snúiö laglega á kennara
sina, hlutlausa frásögn áhorf-
anda eöa fram kemur aödáun og
viöurkenning á rólegum viö-
brögöum kennarans. Svo eru
lika einstök atriöi þessara
minninga, sem leiöa hugann aö
skólamenningu almennt.
Aö sjálfsögöu mun ýmsum
vera forvitni á þvi hvernig hér
er sagt frá kennurum sinum og
skólafélögum, hvers sögumenn
minnast og hvernig þaö er gert.
Þvimá gera ráö fyrir aö margir
vilji sjá ritiö. Og eflaust munu
ýmsir hafa gaman af aö lesa
þaö. Hins vegar á ég ekki von á
þvi aö þarna sé margt ritgeröa
sem eigi sér langan aldur sem
bókmenntir.
H.Kr.
Klippingarnir þrír
Þaö eru alltaf aö skjóta upp
kollinum nýir hlutir i Islenskri
póstsögu, sem valda þvi aö
spyrja þarf margra spurninga.
Sá er þetta ritar varpaöi fram
spurningunni um hvar Nr.
„236”, þriggja hringja stimpill-
inn danski, heföi veriö notaöur
um og eftir 1930. Nú er þeirri
spurningu svaraö. Siguröur
Þormar telur óhrekjanlegt aö
stimpillinn hafi veriö i Flögu frá
þvi eftir brunann i des. 1930 og
fram til 1936. Er þá komin skýr-
ingin á bréfinu frá Skaftardal
sem ég var hissa á hvi heföi
veriö fariö meö aö Klaustri, þar
sem þaö átti fyrst aö fara til
Reykjavikur og svo hingaö
noröur i Húnaþing.
1973, er ég var blaöafulltrúi
fyrir 100 ára afmælissýningu
islenskra frimerkja,
„ÍSLANDIA •— 73”, benti ég
blaöamönnum á,aö hörgull hafi
virst á 10 aura frimerkjum á
Hofsósi i febrúar 1923. Þetta
sagöi ég sökum þess, aö I Hans
Hals safninu er klippingur
stimplaöurá Hofsósi 18. sem er
vel læsilegt. (II) vart læsilegt
meö berum augum. Artaliö
vægast sagt reyndi ég aö ráöa i
á þessum tima. En athyglin var
vakin, Timinn birti grein um
máliö 29. ágúst 1973, meö mynd-
um. Aöeins nokkru seinna kom
kona til min og sýndi mér
„svona klippu”, eins og hún
sagöi. Ekkigatég verölagt hana
"* fyrir konuna en fékk aö skoöa
hana gaumgæfilega og fékk enn
studdan grun minn um aö áriö
væri 1923. Þessi klippingur var
aö noröan. Þá kom enn i ljós
klippingur aö austan, austan af
Héraöi, en þar er merkiö klippt
aö endilöngu.
Fékk ég nú enn aö skoöa
klippinginn I Hans Hals safninu
og enn staöfestist grunur minn
að hér væri um nákvæmlega
sömu hluti aö ræða. Aö vlsu
haföi ég þá þegar skráö þessa
helmingun i verðlistanum
Frímerkjasafnarinn
islensk frimerki, sem eigandi
sér staö frá 18. — 19. febrúar
1923. Þessir þrir klippingar,
sem mér er nú kunnugt um og
reynt er aö gefa hér mynd af
eftir ljósritum, svo aö lesendur'
fáihugmynd um hvaö er á seiöi,
eru stimplaöir sem hér segir.
Hans Hals klippingurinn, 18. (II.
1923). Klippingurinn aö austan,
18. ofánískrifaö 19. n. 1923. Hér
er allt greinilegt og tekur af
allan vafa. Klippingurinn aö
noröan er svo stimplaöur 20. en
erfitt aö lesa annaö.
Alyktun hlýtur þvi aö vera sú,
aö hér hafi vantað 10 aura fri-
merki þessa daga. En varlega
skyldi áætla 1 þessum málum.
Nörgard ályktaöi aö 236 heföi
veriö á Vatnsleysu, o.s.frv.
Þvl geri ég nú sem svo oft áö-
ur I skrif um minum, aö ég opna
umræöur og spyrst hér meö
fyrir. Getur nokkurt staöfest
eöa hrakiö, og komiö þá meö
betri skýringu mála, svo skrá
megi söguna rétta? Vinsamleg-
ast sendiö mér upplýsingar i
Pósthólf 52, Hvammstanga.
Siguröur H. Þorsteinsson
r
Heldur þú aö þetta sé ekki rangur
poki, sem þú komst meö?
— Þaö sem mér likar best viö
þetta starf, er aö maöur getur
hrellt fólk heil ósköp, en hefur
samt góða samvisku, — maöur
er aöeins aö vinna sitt starf!