Fréttablaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 38
[ ]
Í GARÐINUM HEIMA
HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM
ALLAN GRÓÐUR HEIMILANNA
Þrátt fyrir að líklega séu grösin í meirihluta þegar
að því kemur að telja upp einstakar plöntur í garð-
inum, þá munum við sjaldan eftir því að minnast á
þau. Grasflötin er bara eitthvað svo sjálfsögð í
öllum görðum og við erum yfirleitt lítið að pæla í
því að hún er í raun stærsta blómabeðið, með tugi
plantna á hverjum fermetra. Við höldum þeim ein-
faldlega niðri með reglulegum slætti og snyrtingu
og tökum því sjaldan eftir því hve hver einstök
grasjurt er í sjálfu sér snotur og merkileg þegar
hún fær að vaxa fullt út eins og eðli hennar stendur
til. En að hafa óslegnar grasflatir í görðum er frem-
ur óheppilegt fyrirkomulag, nema þegar garðurinn
er það stór að hann bjóði upp á rými fyrir úthaga
sem ekki er gengið um. Þar sem umferð er bælist
grasið og áferðin á blettinum verður bara „vanrækt
og sóðaleg“. Við viljum hafa grasflatirnar snögg-
slegnar til að þær þoli alla þá umferð sem lendir á
þessu takmarkaða svæði.
Skrautgrös í tísku
Aftur á móti hefur lengi verið vinsælt að hafa stak-
stæða brúska af skrautlegum grösum hér og hvar
innan um fjölæru plönturnar eða á áberandi stöð-
um. Eiginlega má segja að skrautgrös hafi komist í
tísku á undanförnum árum og varla þykir nokkur
garður gjaldgengur nema að hann skarti að minnsta
kosti tveim til þrem tegundum skrautgrasa. Teg-
undaúrvalið í gróðrarstöðvunum hér er fjölbreytt,
allt frá einærum tegundum eins og silkibyggi og
héraskotti, sem fara vel innan um sumarblómin,
upp í hávaxnar fjölærar tegundir eins og gulbambus
og randagras.
Randagras – strandreyr í dulargervi
Randagrasið hefur notið vinsælda í íslenskum görð-
um í marga áratugi. Það er harðgert, hávaxið og
hefur breið ljósgræn blöð með hvítum eða gulleit-
um langröndum. Brúskar af því lýsa upp og gefa
sérstaka rýmdartilfinningu í garðinum. Randagras-
ið er afbrigði af strandreyr, Phalaris arundinacea,
stórvaxinni grastegund sem algeng er við deiglur,
fen og vætulönd víða um Evrópu. Strandreyrinn
hefur reyndar fengið mikla eftirtekt á síðustu árum
vegna þess hve auðræktaður hann er og notagildi
hans er fjölbreytt. Hann þykir úrvals fóðurgras
með margfalda afkastagetu á hektara miðað við
aðrar grastegundir. En einnig þykir hann vera mjög
vænlegur frambjóðandi til orkuvinnslu, pappírs-
gerðar og þilplötupressunar. Hér á landi hefur
strandreyr verið ræktaður í nokkrum mæli sem
hráefni í svepparæktarbeð. Til skamms tíma var
hægt að sjá nokkuð stórar breiður af strandreyr í
Vatnsmýrinni austan við Njarðargötu í Reykjavík.
Strandreyrinn sjálfur verður um tveggja metra hár
en afbrigði hans, randagrasið, nær sjaldan að hefja
sig yfir hálfan annan metra.
Dafnar best í deigri mold
Í görðum dafnar randagrasið best í frjórri, nokkuð
deigri sandmold. Það skríður töluvert til hliðanna
og getur fyrr en varir myndað víðfeðmar breiður
ef ekki er verið á varðbergi. Einfalt er að rækta
randagrasið í víðum plasthólkum sem ná að minnsta
kosti hálfan metra niður í moldina. En líka er auð-
velt að stinga utan úr því eftir þörfum þegar okkur
finnst það vera að fara út fyrir sín mörk. Hinar sér-
kennilegu rendur randagrassins stafa ekki af veiru-
sýkingu en eru upphaflega tilkomnar vegna
einhverra vaxtartruflana í strandreyrnum. Grænu-
kornin vantar í röndunum þótt blöðin þroskist ann-
ars eðlilega. Þetta fyrirbæri kemur víða fyrir hjá
öðrum grastegundum, en helst sjaldan stöðugt
nema menn taki „randagrösin“ sérstaklega til rækt-
unar og fjölgi þeim síðan með skiptingu. Fræplönt-
ur af þeim verða yfirleitt í engu frábrugðnar við-
komandi tegund. Það kemur líka fyrir að rendurnar
byrji að hverfa í jöðrum randagrashnausanna.
Komi það fyrir þarf að skera grænu stráin burt
með rót. Ef það er ekki gert, taka þau yfirhöndina
og röndótti hluti plöntunnar visnar smám saman
burt.
Stakir brúskar
Randagras nýtur sín best ef það hefur dökkan bak-
grunn eða þar sem það gefur tilfinningu fyrir upp-
hafi að óendanlegu rými einhvers staðar í forgrunni.
Það fer vel við tjarnir og við stíga. Það fer best sem
einstakir brúskar á 50-60 cm ferfleti. Það fer betur
á að hafa brúskana vel aðskilda. Þar sem randagras-
ið vex í breiðu er erfitt að halda því í skefjum og því
hættir þá til að mynda leiðinlega beðju. Randagras-
ið blómgast í júlí. Punturinn er fremur smágerður
og léttur miðað við breið blöðin. Hann er fallega
purpurableikur með útstæð smáöx þegar blómin
opnast en lokar sér þétt saman og lýsist eftir blómg-
un. Hér á landi verður randagras um 150 cm hátt og
þrífst vel hvort sem er á sólríkum stað eða í skugga.
Það þolir umplöntun á öllum tímum árs, ef það er
flutt til á sumrin er best að klippa ofan af því og
flytja bara rótarhnausinn. Þá rætir það sig fljótt og
sprettur upp aftur á nokkrum dögum.
Skrautgrös - Strandreyr og randagras
Margrét Júlíusdóttur hand-
verkskona hefur opnað vinnu-
stofu í Ármúla í Reykjavík.
„Ég er með opna vinnustofu og
öllum áhugasömum er velkomið
að líta inn,“ segir Margrét sem er
nýr eigandi Emm handverks/
vinnustofu, sem er til húsa á þriðju
hæð í Ármúla 44.
Að hennar sögn er hægt að
kaupa tilbúnar vörur, annað hvort
nikkelfría skartgripi úr perlum
eða málmi svo dæmi sé tekið eða
tækifæriskort. „Fólk getur einnig
keypt vörur til föndurgerðar, sem
það getur tekið með sér eða sett
saman á staðnum,“ bætir hún við.
„Í síðara tilvikinu fær það aðgang
að verkfærum, sem hér eru til
staðar, til að gera skartgrip frá
grunni og leiðsögn gegn gjaldi.“
Að sögn Margrétar á opnun
Emm handverks/vinnustofu sér
nokkuð langa sögu. „Ég hef haft
mikinn áhuga á handverki alveg
frá því að ég var krakki og hef
varið mestum frítíma mínum í
handverk,“ útskýrir hún og bætir
við að fjölskyldan hafi notið góðs
af.
Margrét bjó um tíma á Akur-
eyri, þar sem hún keypti lítið fyr-
irtæki sem framleiddi muni úr
gifsi og ól önn fyrir fjölskyldunni
með gifsmunagerð, sem hún seg-
ist hafa notið fram í fingurgóma.
„Vegna vinnuslyss neyddist ég því
miður til að draga mig út úr rekstr-
inum og í kjölfarið leiddist ég út í
kortagerðina,“ segir hún.
Margrét segist loks hafa kom-
ist í kynni við hollenskt fyrirtæki
sem selur meðal annars vörur til
föndurgerðar og gerðist söluaðili
þess hérlendis. „Röð tilviljana átti
þátt í því að ég opnaði vinnustof-
una í Ármúla,“ segir hún. „Þannig
varð áhugamálið að viðskiptahug-
mynd.“ roald@frettabladid.is
Áhugamál varð að
viðskiptahugmynd
Eins og hér sést fást fallegir skartgripir hjá
Margréti. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS
Þessir fallegu eyrnalokkar eru á meðal
þeirra skartgripa sem fást í Emm hand-
verki/vinnustofu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS
Margrét Júlíusdóttur lét gamlan draum
rætast þegar hún opnaði vinnustofuna í
Ármúla. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS
Lítil box eru hentug undir ýmsa smáhluti á heimilinu í stað þess
að hafa þá uppi á öllum borðum og hillum. Þau er líka tilvalin fyrir
smádótið í barnaherbergjunum.
Allar nýjustu upplýsingar
og fréttir á ensku á
vefnum reykjavik.com
og í blaðinu Reykjavikmag
Nýjar upplýsingaveitur á ensku: