Fréttablaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 68
31. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR32
Að undanförnu hefur Fréttablaðið
fært landsmönnum fréttir og hug-
leiðingar pistlahöfunda og ýmissa
annarra í þjóðfélaginu um meðferð
ákæruvaldsins á máli sem varðar
ætlað brot olíufélaga á samkeppnis-
lögum. Skrifin nú að undanförnu
hafa að mestu snúist um þá „kröfu“
ýmissa aðila í þjóðfélaginu að þeir
sem staðið hafi að slíkum brotum
eigi að sæta ákæru og refsingum
enda þótt hin ætluðu brot hafi verið
framin af félögum sem þeir störf-
uðu hjá.
Undirritaður hefur frá upphafi
rannsóknar á þessu máli verið skip-
aður verjandi eins af forstjórum
félaganna, og oft hefur það valdið
mér nokkurri furðu hvernig skrif af
þessu tagi virðast snúast um „nauð-
syn“ þess að menn taki sjálfir út
refsingu. Menn virðast ekki hafa
vilja – eða kunnáttu – til að fara yfir
það hver grundvöllur slíkrar refsi-
ábyrgðar er, heldur fjalla sífellt um
málið út frá einhverju sem þeim
sjálfum „finnst“ að eigi að gilda.
Fram til þessa hef ég ekki séð
ástæðu til að eltast við slík skrif,
enda væri það til að æra óstöðugan
að standa í slíku. Ég sé mig hins
vegar knúinn til að koma á framfæri
örfáum athugasemdum við sjónar-
mið Jóns Kaldal í ritstjórnargrein í
Fréttablaðinu í dag, 30. ágúst 2006.
Ég leyfi mér í fullri vinsemd að
benda leiðarahöfundinum á þá
grundvallarreglu, að óheimilt er að
refsa manni fyrir háttsemi hans
nema til þess sé skýr heimild í
lögum. Það nægir með öðrum orðum
ekki, að einhverjum, jafnvel blaða-
manni, finnist nauðsynlegt að við-
komandi taki út refsingu fyrir hátt-
semina. Samkvæmt okkar
réttarskipan fer ríkissaksóknari
með ákæruvald í refsimálum – jafn-
vel þótt einhverjum finnist að ein-
hverjir aðrir, t. d. fjölmiðlar, ættu að
fara með það. Embætti ríkis-
saksóknara er bundið af lagafyrir-
mælum um það, hvernig með þetta
vald skuli farið. Ein af grundvallar-
reglunum um það atriði felur í sér
að ákæra skuli ekki gefin út nema
því aðeins að ákæruvaldið telji meiri
líkur en minni á því að sakfellt verði
á grundvelli ákærunnar.
Af þessum einföldu reglum sést
að ákæruvaldið hefur skyldu til að
fara yfir mál þannig að fyrst er
skoðað hvað viðkomandi hefur gert
(eða eftir atvikum látið ógert) og
síðan er farið yfir það hvort sú hátt-
semi er lýst refsiverð í settum
lögum. Refsiheimild verður að vera
fyrir hendi í settum lögum – að
öðrum kosti verður manni ekki refs-
að. Komist ákæruvaldið að þeirri
niðurstöðu að refsiheimild nái ekki
til háttseminnar á ekki að gefa út
neina ákæru.
Leiðarahöfundurinn Jón Kaldal
skautar létt yfir þetta í áðurnefndri
forystugrein sinni. Hann beinlínis
snuprar saksóknarann sem er að
vinna í málinu fyrir það að hann
skuli yfirleitt vera að velta því fyrir
sér hvort einhver nothæf refsiheim-
ild sé fyrir hendi svo að hægt sé að
gefa út ákæru í málinu. Hann vitnar
til orða saksóknarans um þá stað-
reynd að í nágrannalöndunum séu
ekki fordæmi fyrir því að einstakl-
ingar séu sóttir til saka vegna brota
lögaðila á samkeppnislögum. Klykk-
ir leiðarahöfundurinn út með því að
benda saksóknaranum á að fyrst
þetta sé svona í nágrannalöndunum
skuli hann bara líta vestur um haf,
þar séu einstaklingarnir látnir sæta
refsingum í svona málum.
Leiðarahöfundurinn telur það
með öðrum orðum engu máli skipta
eftir hvaða lögum sé farið. Saksókn-
arinn var í viðtalinu sem vitnað var
til að vísa til lagaframkvæmdar
annars staðar þar sem lögin eru eins
og hjá okkur á þessu sviði. Leiðara-
höfundurinn vill saksókn á einhverj-
um allt öðrum grundvelli.
Skrif af þessu tagi eru að mínu
áliti ekki boðleg hjá dagblaði sem
borið er í hvert hús á landinu og ætl-
ast er til að tekið sé alvarlega.
Leiðarahöfundur á villigötum
VIÐBRÖGÐ
MEINT OLÍUVERÐ-
SAMRÁÐ
RAGNAR H. HALL
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
Guðm. Steingrímsson á oft góða
spretti í Bakþönkum. En 19/8
geysist þessi Pegasus fram úr
sjálfum sér, angraður af auglýs-
ingu Samvinnuhóps kristinna
trúfélaga þar sem hann kvað því
„lýst í grófum dráttum hvernig
lækna megi samkynhneigð“.
Gengur grein hans öll út frá
þeirri forsendu hans.
En hvað sagði auglýsingin?
Textinn var eins stuttur og verða
mátti. ‚Frjáls úr viðjum samkyn-
hneigðar‘ var yfirskriftin. Á
eftir fylgdu 5 erlendar vefslóðir
og ein íslenzk (Kirkju.net/index.
php/jon) auk texta: „Á meðan
þúsundir ganga niður Laugaveg-
inn til að fagna samkynhneigð,
eru þúsundir manna um allan
heim að fagna frelsi frá því sem
þeir kalla fjötra samkynhneigð-
ar. Já, það er til önnur og betri
leið. Fjölmörg hjálparsamtök
starfa nú um heiminn sem hjálpa
þeim sem vilja losna úr viðjum
samkynhneigðar.“ Einnig þessi
orð Richards Cohen: „Fólk getur
breytt kynhneigð sinni og gerir
það. Ég hef gert það og hjálpað
öðrum til að gera það sama.“
Hvar er minnzt á lækningu í
þessum texta? Hvergi! GS með-
höndlar því staðreyndir gróflega
og gerir eigin skáldsýn að grund-
velli háðsádeilu. Dagfarsprúður
maður tekur á sig gervi Don Kík-
óta og heggur í vind. Þar bregð-
ur hann nafngreindum sóma-
mönnum um ergi, sem áður hét,
og lágu þyngstu viðurlög við því-
líkum áburði í Grágás. Klínir í
þokkabót háðungarnafni á Betel-
söfnuð. Fæ ég ekki varizt þeim
grun að GS hafi misst stjórn á
sér þegar hann tók trú á eigin
hugsmíð. Sýnir það gæfumuninn
á góðri trú og vondri.
Vissulega hafa sumir, jafnvel
læknar, talað um samkynhneigð
sem heilsufarsröskun. En aug-
lýsingin ræddi málið ekki á þeim
nótum. Taka ber fram til að forð-
ast misskilning, að undir ærnum
þrýstingi aðgerðahóps samkyn-
hneigðra felldu samtök banda-
rískra geðlækna (APA) úr gildi
skilgreiningu sína á samkyn-
hneigð sem geðröskun árið 1973,
með heilum 3.600 atkvæðum í
því 25.000 manna félagi. 1977
var skoðanakönnun meðal 10.000
félagsmanna APA. „Af þeim sem
svöruðu kváðust 69% álíta ‚sam-
kynhneigð sjúklega umbreyt-
ingu (pathological adaptation),
andstætt eðlilegu tilbrigði
(normal variation),‘ 18% voru
því ósammála, 13% óvissir“
(‚Sick Again? Psychiatrists vote
on gays‘, Time, 20.2. 1978, s. 102).
Vitaskuld er þetta álit fárra hér
á landi. Eru ekki íslenzkir les-
endur miklu betur upplýstir en
svo, eftir áralanga, ítarlega
fræðslu gagnmenntaðra fjöl-
miðlamanna um efnið? Nema
hvað.
Það undarlega gerðist 12. þ.m.
að dr. Gerald P. Koocher, forseti
bandarísku sálfræðingasamtak-
anna, lýsti yfir stuðningi við
meðhöndlun þeirra sem
aðþrengdir eru vegna óviljugrar
löngunar sinnar til sama kyns.
Leggur hann áherzlu á að virða
beri valfrelsi manna til að fara í
meðferð til að minnka aðdrátt
þeirra til sama kyns og styrkja
möguleika þeirra til gagnkyn-
hneigðar, svo fremi þeir hafi
óþvingaðir kosið að fara í með-
ferðina. Í ljósi þess hve þetta
viðhorf læknisins er „ógeðs-
legt“, eins og GS gæti orðað það,
má heita eðlilegt að fjölmiðlar
okkar þögðu allir um þessa yfir-
lýsingu sem hefði komið flatt
upp á fjölda Íslendinga og sjálf-
an landlækni.
Vona ég nú að grein mín hafi
róandi áhrif á Guðmund og stilli
strengi hans til að leika æ fegur
af fingrum fram í andagift
sinni.
Blaðamaður fer á
gönuhlaup
UMRÆÐAN
SAMKYNHNEIGÐ
JÓN VALUR JENSSON
Vissulega hafa sumir, jafnvel
læknar, talað um samkyn-
hneigð sem heilsufarsröskun.
En auglýsingin ræddi málið
ekki á þeim nótum.
Eurostat, hagstofa Evrópusam-
bandsins, birti nýverið niðurstöð-
ur könnunar sem gerð var á marg-
víslegri þjónustu í löndum ESB.
Ef niðurstöður könnunarinnar eru
bornar saman við veruleikann hér
á landi kemur í ljós að á Íslandi er
greitt allt upp í 90% hærra verð
fyrir ýmiss konar þjónustu en í
þeim löndum sem við berum okkur
gjarnan saman við.
Mér þykir merkilegt hve lítið
hefur verið fjallað um þennan
mikla verðmun. Ég minnist þess
ekki að kallað hafi verið eftir rót-
tækum breytingum eða verðlækk-
un eins og í umræðunni um matar-
verð á Íslandi, þar sem menn
keppast hver um annan þveran við
að skattyrðast út í bændur.
Makalausar skýringar
Skýringar Samtaka ferðaþjónust-
unnar á orsök þess að verðlag veit-
inga- og gistiþjónustu sé 91% (77%
m.v. 15 eldri ESB-ríki) hærra hér
en meðaltal ESB segir til um eru
um margt makalausar. Fram-
kvæmdastjóri samtakanna kennir
að sjálfsögðu matarverðinu um. Af
umræðunni að dæma virðist sem
matarverð á Íslandi sé undirrót
alls þess sem aflaga fer í samfé-
laginu. Ég bíð spenntur eftir því að
sjá hvernig öðrum tekst að heim-
færa háa verðlagningu á flutninga-
þjónustu og samgöngum upp á
bændur.
Þessi málflutningur nær auð-
vitað ekki nokkurri átt og það má
senda margar ályktanir Samtaka
ferðaþjónustunnar um landbúnað-
arkerfið beint til föðurhúsanna.
Það er nefnilega ekki hægt að rök-
styðja hátt verð á gistingu á Íslandi
með háu matarverði, jafnvel þótt
bændur gæfu þessum aðilum alla
sína framleiðslu.
Bændur hafa undanfarið óverð-
skuldað verið gerðir að blóraböggli
í umræðunni um hátt matarverð
hérlendis. Samanburður sýnir, svo
ekki verður um villst, að íslenskar
búvörur eru hlutfallslega ódýrari í
samanburði við ESB-löndin en inn-
flutt matvæli.
Áhugaverð verðlagning
Í umræðunni um hátt matarverð
hérlendis hefur því verið haldið
fram að hægt sé að verðleggja
ýmsar vörur á Íslandi hátt í skjóli
verndartolla landbúnaðarvara. Ef
þetta er rétt hlýtur einhver að vera
að græða vel. Hvers vegna þarf
verslun næstum jafn margar krón-
ur fyrir að selja eitt lambalæri og
bóndi fær fyrir tólf mánaða starf?
Verslunin fær meira að segja vör-
una afhenta og oft sér framleiðand-
inn um að koma henni fyrir í versl-
uninni. Framleiðandanum er einnig
gert að koma og sækja það sem ekki
selst af vörunni. Þannig tekur hann
einnig á sig alla vörurýrnun, ekki
verslunin. Þetta fyrirkomulag svipt-
ir neytandann möguleika á því að
kaupa á tilboðsverði þá vöru sem
komin er nærri síðasta söludegi,
eins og víða þekkist.
Kaup á íslenskum búvörum nema
innan við 6% af útgjöldum heimil-
anna í landinu. Af hverjum 10.000
kr. sem varið er til kaupa á vöru og
þjónustu fara innan við 600 kr. til
kaupa á íslenskum landbúnaðarvör-
um. Verðlag þeirra getur því tæpast
verið eina orsök þess að fólki finnst
buddan tæmast hratt. Því síður
getur það útskýrt verðlagningu veit-
inga- og gistihúsa á Íslandi.
Matarverð skýrir ekki verð-
lagningu veitinga- og gistihúsa
UMRÆÐAN
VERÐLAG
HARALDUR BENEDIKTSSON
FORMAÐUR BÆNDASAMTAKA ÍSLANDS
Þegar bæta á aðstæður ákveðinna
hópa í samfélaginu er jafnan lögð
áhersla á mikilvægi samstarfs
hagsmunaaðila og opinberra stofn-
anna. Þetta á ekki hvað síst við í
málum sem varða innflytjendur á
Íslandi. Það er eftirsóknarvert og
afar mikilvægt að aðilar sem koma
að málefnum innflytjenda skiptist
á upplýsingum og fræði hver
annan á faglegan hátt.
Fyrir rúmum 10 árum var
óformlegur samstarfshópur um
innflytjendamál settur á fót með
það að markmiði að auka samskipti
og samvinnu. Framan af var hóp-
urinn m.a. skipaður fulltrúum
Reykjavíkurborgar og Leikskóla
Reykjavíkur, fulltrúa Félagsþjón-
ustu- eða Miðstöðvar nýbúa (sem
varð Alþjóðahús árið 2001) en
síðar bættust Félagsmálaráðu-
neyti, Landlæknisembættið og
Útlendingastofnun við, ásamt
fleirum. Starf hópsins er af hinu
góða og hann á hrós skilið.
Mig langar þó líka að benda á að
samstarf birtist í mörgum mynd-
um; í samstarfi felst einnig að geta
rætt vandamál og bera virðingu
fyrir starfsstöðu og sjónarmiðum
allra aðila. Þegar um réttindi fólks
er að ræða, t.d. réttindi erlendra
kvenna sem mikið hefur verið
fjallað um í fjölmiðlum síðustu
daga, þá er eðlilegt að menn skip-
ist í sveitir, sem gróflega má deila
í verndara og ,,ákærendur“. Þetta
þarf ekki að vera slæmt í sjálfu
sér - ólík sjónarmið er alls staðar
að finna og opin umræða um sam-
félag og stjórnsýslu er einkenni
virks lýðræðis. Sjónarmið hins
opinbera - „ákærandans“ - er ekki
alltaf neikvætt en stjórnvöld eru
oft gagnrýnd, sem er óhjákvæmi-
legt og eðli máls samkvæmt.
Skoðanaskipti og opin umræða
eru nauðsynleg tæki til að komast
að kjarna málsins og finna bestu
lausnirnar. Raunverulegt faglegt
samstarf byggir á hreinskilnum
samskiptum en því miður finnst
mér það stundum brenna við að
opinberar stofnanir virðast taka
gagnrýni sem persónulegri móðg-
un og draga úr samstarfi við gagn-
rýnisraddir, í stað þess að auka það
til að finna raunhæfar lausnir á
vandamálunum. Hið opinbera
verður að geta tekið gagnrýni og
notað hana til að bæta þjónustu
sína. Ef samstarfsaðilar hika við
að vekja máls á því sem má bæta í
opinberri þjónustu vegna þess að
þeir óttast að missa samvinnuflöt
við hið opinbera þá er ekki um
raunverulegt samstarf að ræða. Í
innflytjendamálum eru það ekki
bara útlendingarnir sem tapa
þegar samstarfið er einungis á
yfirborðinu, heldur samfélagið
allt.
Ég ætla ekki að benda á neina
ákveðna aðila í þessu samhengi en
vil minna starfsmenn opinberra
stofnana á að hlutverk þeirra er
þjónusta við borgarana og þar með
talið að taka við málefnalegri
gagnrýni og vinna að úrbótum á
grundvelli hennar. Þetta á við um
okkur öll sem vinnum að samfélags-
málum. Hvað varðar málefni
erlendra kvenna eru Útlendinga-
stofnun og Vinnumálastofnun
mikið í umræðunni en ég trúi að
stofnanirnar bregðist við á fagleg-
an, sanngjarnan og mannúðlegan
hátt.
Faglegt samstarf í málum innflytjenda
UMRÆÐAN
INNFLYTJENDUR
TOSHIKI TOMA
PRESTUR INNFLYTJENDA
Vakandi foreldrar
Um leið og skólar hefjast fer allt í gang á
ný einnig glæpamennska sem iðkuð er
af glæpamönnum undir nafninu fíkni-
efnasalar. Lögregla fær ekki rönd við
reist og þessir glæpamenn ganga lausir
ár eftir ár við sína iðju og sánka að sér
sínýjum viðskiptavinum úr hópi barna og
ungmenna. Sjálf set ég samasemmerki
milli þessarra manna og barnaníðinga
sé engan mun þar á. Vakandi foreldrar er
einn varnarveggur gagnvart slíku og þvi
fleiri sem eru vakandi því betra. Foreldrar
verið vakandi um hvað börnin aðhafast
því meiri afskiptasemi er alla jafna betri
en minni gagnvart því að stemma stigu
við vanda í upphafi og uppgötva hann.
Guðrún María á gmaria.blog.is/
Vandi Vinstri-grænna
Vandi Vinstri-grænna er að stefna þeirra
er í flestum tilfellum jaðarstefna sem
gera má ráð fyrir að höfði nær eingöngu
til þröngs hóps á vinstri væng stjórn-
málanna. Stefna þeirra mun sennilega
seint höfða til fjöldans nema þá kannski
ef allt færi bókstaflega norður og niður
í efnahagsmálum og helmingur þjóð-
arinnar yrði atvinnulaus eða eitthvað
þvíumlíkt. Líkt og gerðist í Þýzkalandi í
byrjun fjórða áratugar síðustu aldar. Við
einhverjar slíkar aðstæður ná öfgafullar
jaðarstefnur helzt árangri. Það veltur þó
vitaskuld allt á vinstri-grænum hvernig
þeir halda á málum hvernig fylgi þeirra
þróast á næstu mánuðum.
Hjörtur J. Guðmundsson á ihald.is
Ég leyfi mér í fullri vinsemd að
benda leiðarahöfundinum á
þá grundvallarreglu, að óheim-
ilt er að refsa manni fyrir
háttsemi hans nema til þess sé
skýr heimild í lögum.
Það er nefnilega ekki hægt að
rökstyðja hátt verð á gistingu
á Íslandi með háu matarverði,
jafnvel þótt bændur gæfu
þessum aðilum alla sína fram-
leiðslu.
AF NETINU