Fréttablaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 31. ágúst 2006 21 sem fylgir því að framleiða vottað- ar lífrænar vörur, það verður markaðurinn að borga.“ Haraldur segir að þeir sem hafa þraukað í lífrænni ræktun séu farnir að upp- skera árangur erfiðis síns og með bættri afkomu og heilsuvitund þjóðarinnar þá vaxi slík ræktun. „En það hefur engin umræða farið fram innan samtakanna um að setja sérstakt fjármagn í að efla lífræna ræktun umfram það sem nú er gert.“ svavar@frettabladid.is Stjórnvöld vilja efla lífræna framleiðslu í sv eitum landsins Innan landbúnaðarráðuneytisins er vilji til að efla lífræna framleiðslu. Skilyrðið er áhugi bænda og bændasam- taka. Formaður Bændasamtaka Íslands vill ekki sækja aukakostnað við framleiðslu til ríkisins heldur til neytenda. HARALDUR BENEDIKTSSON FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR DVALARLEYFI Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins leituðu til Alþjóðahúss á dögunum, því útlit var fyrir að þær yrðu sendar úr landi í kjölfar skilnaðar við eigin- menn sína. Sumar kvennanna höfðu verið beittar heimilisof- beldi. Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun hafa nú tekið saman lýsingu á gildandi lögum um þessi mál. Þegar útlendingi sem dvelur á landinu er synjað um dvalarleyfi er honum gert að yfirgefa landið innan ákveðins tíma af sjálfsdáð- um. Ef hann verður ekki við því kveður Útlendingastofnun á um brottvísun og útlendingnum er gefið færi á að koma útskýring- um sínum á framfæri. Þegar útlendingur leiðir dval- arleyfi sitt af hjúskapi, en skilur við maka sinn vegna heimilisof- beldis, geta stjórnvöld skoðað hvort hægt sé að veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæð- um. Þau leyfi eru einungis veitt ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess eða ef útlendingurinn á sérstök tengsl við landið. Dæmi um það hvenær þetta ákvæði má nýta er til dæmis ef náinn aðstand- andi útlendingsins veikist skyndi- lega eða hann hefur verið búsett- ur á landinu til lengri tíma. Hvert mál verður þó að meta sérstaklega, að sögn dómsmála- ráðuneytis, og alla málavexti verður að kynna Útlendingastofn- un. - sgj Dómsmálaráðuneytið segir fórnarlömb heimilisofbeldis geta fengið dvalarleyfi: Mannúðarsjónarmið ráða för DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Útlendingar geta fengið dvalarleyfi ef mannúðarsjónarmið eða sterk tengsl viðkomandi við landið eru tekin til greina. BRETLAND Lagt hefur verið til að konur sem teljast eiginlegir offitu- sjúklingar fái ekki að fara í frjó- semisaðgerðir í Bretlandi, nema þær fari fyrst í megrun. Hjá akfeitum konum mun vera mikil hætta á ýmsum kvillum á með- göngu. BBC greinir frá því að frjósemis- stofnunin hafi einnig lagt til að konum á fimmtugsaldri verði neitað um gervifrjóvgun, sem og konum sem eru langt undir meðal- þyngd. Lesbíum á hins vegar að hleypa í frjósemisaðgerðir og sama gildir um konur sem reykja. - kóþ Breska frjósemisstofnunin: Akfeitar verði ekki frjóvgaðar EÐ A LD A G A R Laugavegur VW Touareg V8 4,2 skráður 10/05 ek. 10.000 verð 7.190.000 kr. Laugavegur MMC Pajero 3,5 GLS skráður 06/00 ek. 103.000 verð 2.190.000 kr. Laugavegur Lexus IS200 skráður 04/04 ek. 35.000 verð 2.600.000 kr. Laugavegur VW Passat Highline 2,0 Turbo skráður 11/05 ek. 7.000 verð 3.650.000 kr. Laugavegur Mercedes Benz ML 270 Cdi skráður 09/05 ek. 26.000 verð 5.640.000 kr. *M.v. SP-bílasamninga TÓKÝÓ, AP Rússnesk yfirvöld slepptu í gær japönsku fiskimönn- unum tveimur sem handteknir voru um miðjan mánuðinn fyrir ólöglegar veiðar í lögsögu Rúss- lands. Handtakan olli nokkrum titr- ingi í samskiptum þjóðanna, en Rússar skutu þriðja sjómanninn til bana við handtökuna. Sá fjórði, skipstjórinn, verður áfram í haldi rússneskra yfirvalda, en hann seg- ist bera gjörvalla ábyrgð á atvik- inu. Einnig var skipinu sjálfu hald- ið eftir og harmaði talsmaður japanskra yfirvalda það, en þau eru síst ánægð með framgöngu Rússa í málinu. - kóþ Deila Rússa og Japana: Sjómönnunum sleppt úr haldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.