Fréttablaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 44
■■■■ { eldhús og bað } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 „Ég var gripin svaðalegri hreiður- gerð þegar ég var barnshafandi af Friðrik Helga, syni okkar Eyva, eins og algengt er hjá verðandi mæðr- um. Ég vildi meðal annars færa eldhúsið í nútímalegra horf en inn- réttingin og fleira voru í gamaldags stíl,“ segir Rósa um tilurð róttækra breytinga sem gerðar voru á eldhúsi hjónanna. „Tilgangurinn var meðal annars að fjölga hirslum og hressa upp á eldhús- ið með allsherjar yfirhalningu,“ heldur Rósa áfram. „Innréttingin hafði marg- sinnis verið máluð í gegnum tíðina í óteljandi litum; bláu, bleiku og gulu, þannig að komið var þykkt málning- arlag á hana. Okkur þótti því tímabært að skipta henni út.“ Rósa og Eyjólfur völdu sér fallega eikareldhúsinnréttingu frá HTH og gráar gólfflísar frá Agli Árnasyni þar sem þau vildu hafa bjart umhorfs í eldhúsinu og skapa tilfinningu fyrir góðu rými. Þar sem eldhúsið er tiltölulega stórt fannst þeim tilvalið að sameina eldhús og borðstofu í eitt og komu því fallegu gömlu borðstofusetti fyrir í eldhús- inu, þar sem fjölskyldan snæðir nú saman kvölds og morgna auk þess sem gestum er boðið í mat. Nýr ofn, háfur, ísskápur og upp- þvottavél voru einnig keypt en sú gamla endaði uppi í sumarbústað hjá foreldrum Eyjólfs, ásamt eik- arplötunni af upprunalegu eldhús- innréttingunni. Að sögn Rósu var verkið tíma- frekt og hún þakkar sínum sæla fyrir að þeim skyldi hafa lokið tveimur vikum áður en Friðrik Helgi fæddist þar sem ekki hefði verið heilsusam- legt fyrir nýfætt barnið að vera í öllu rykinu. Eyjólfur flísalagði með aðstoð vinar síns en starfsmaður HTH setti upp innréttinguna og er útkoman afar glæsileg. - rve Eldhús og borðstofa á einum og sama stað Svanhildur Rósa Friðriksdóttir viðskiptafræðingur hjá Símanum og Eyjólfur Þór Jónas- son tölvunarfræðingur hjá Landsbankanum endurnýjuðu eldhúsið sitt þegar fjölgaði í fjölskyldunni. Rósa, Eyjólfur og sonurinn Friðrik Helgi hafa það náðugt í stofunni heima, en foreldrarnir vörpuðu öndinni léttar þegar ljóst var að eldhúsið yrði tilbúið áður en nýfæddur sonurinn kæmi heim. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Þessi myndarlegi háfur fæst í Bræðrunum Ormsson, þar sem flest nýju eldhústækin voru keypt. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Ísskápur frá Bræðrunum Ormsson er krómaður og ljær eldhúsinu ákveðinn nýtískulegan blæ. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Eldavélin úr Bræðrunum Ormsson, en sú gamla fékk að fjúka ásamt uppþvottavél sem var ofan í innréttingunni en ekki framan á eins og tíðkast. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Við þetta fallega borðstofuborð snæðir fjölskyldan saman, en þar sem eldhúsið er 15 fermetra stórt ákváðu þau að sameina eldhús og borðstofu í eitt. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Stór gluggi gerir það að verkum að ávallt er bjart inni í eldhúsinu en hjónin máluðu allt í ljósu til að ýta enn frekar undir áhrifin. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Hér sést Eyjólfur að störfum í eldhúsinu. Það tók nokkra mánuði að koma því í núverandi mynd enda var nánast öllu skipt út. MYND/SVAHILDUR RÓSA FRIÐRIKSDÓTTIR Fyrir breytingarnar. Gamla innréttingin var gerð í kringum 1960 og hafði verið máluð marg- sinnis í gegnum tíðina þannig að þykkt málningarlag var á henni. Hjónin sáu ekki annað í stöðunni en að losa sig við hana. MYND/SVANHILDUR RÓSA FRIÐRIKSDÓTTIR Handklæði eru ómissandi á öll bað- herbergi hvort sem þau eru einung- is notuð til þess að þurrka sér með eða höfð til skrauts. Handklæði geta verið í öllum stærðum, gerðum og litum allt eftir því hvað hver og einn vill en þó að þessi hvítu venju- legu komi alltaf að góðum notum er oft skemmtilegra að hafa þau í einhverjum líflegum lit eða með fallegu mynstri ef að þau eru hugs- uð sem punt. Lífgað upp á bað- herbergið Handklæði geta verið til margra hluta nytsamleg. Habitat, 2.700 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Habitat, 2.550 kr. Tekk-Company, 1.800 kr. Tekk-Company, 1.750 kr. Debenhams, 1.490 kr. Debenhams, 799 kr. Tekk-Company, 2.900 kr. FYRIR ... OG EFTIR kr. 8.038.- Viðbótareining kr. 5.781.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.