Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 06.10.2006, Qupperneq 12
12 6. október 2006 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingar í Reykjavík, býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Kristrún var lögfræðingur Samtaka iðnaðar- ins 2002-2006 og er nú stjórnarfor- maður Afreks- sjóðs ÍSÍ og stjórnarformaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Hún starfar einnig sem stunda- kennari í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. - sþs Kristrún Heimisdóttir: Sækist eftir fimmta sæti KRISTRÚN HEIMISDÓTTIR STJÓRNMÁL Sigríður Anna Þórðar- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur tilkynnt að hún muni ekki aftur gefa kost á sér til þings. Sigríður Anna segir að þetta sé góður tími til að hætta, staða Sjálfstæðisflokksins sé sterk og Suðvesturkjördæmi langsterk- asta kjördæmi flokksins. Þegar hefur Gunnar Birgisson hætt þingmennsku og Árni Mathiesen tilkynnt að hann muni færa sig um set og bjóða sig fram í Suðurkjördæmi. Þrír efstu menn listans frá síð- ustu kosningum munu því ekki gefa kost á sér aftur. Sigríður Anna segir stöðuna mjög opna í kjördæminu, líkt og var þegar hún settist á þing árið 1991. „Þó nauðsynlegt sé að fólk með þing- reynslu sitji á þingi, er hæfileg endurnýjun nauðsynleg,“ segir hún. „Ég er sátt við ákvörðun mína, sem er persónuleg ákvörð- un.“ Aðspurð hvort hún muni leggja stjórnmál á hilluna þegar hún hættir á þingi segir hún að hún muni aldrei geta stillt sig um að taka þátt í pólitísku starfi. „Mamma er 83 ára og hún er enn að í stjórnmálum á Siglufirði. Hún er mín besta fyrirmynd.“ - ss SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Segist ekki munu hætta afskiptum af stjórn- málum þótt hún hætti á þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ E.ÓL Sigríður Anna Þórðardóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks: Gefur ekki kost á sér aftur FLÓÐ Í TAÍLANDI Sjálfboðaliðar hlaða sandpokavirki að flóðvarnargarði við fljótið Chaophraya í Ayutthaya-héraði í Taílandi. Fornminjar eru í hættu vegna flóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARSTJÓRNARMÁL „Úttekt á fjár- hagslegri stöðu Reykjavíkurborg- ar er áfellisdómur yfir fjármála- stjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- stjóri, en í gær voru kynntar niður- stöður sérfræðinga KMPG á fjár- hagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgar- innar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal ann- ars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðal- sjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrar- gjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versn- að um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og stað- reyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meiri- hluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borg- arstjóri, segir skýrsluna ágætisyf- irlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabil- inu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkur- inn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhags- lega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borg- in hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikn- ingum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbein- andi spá, en það sem er gert á tíma- bilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjár- hagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgar- stjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku. karen@frettabladid.is Saka fyrrum meiri- hluta um óráðsíu Borgarstjóri segir niðurstöður úttektar á fjárhagsstöðu borgarinnar áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Fyrrverandi borgarstjóri segir stöðu borgarinnar sterka, umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. REYKJAVÍKURBORG Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir mikilvægt að nýr meirihluti innleiði ábyrga fjármálastjórn og lagi reksturinn. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI EFTIRLÆTIS HLUTIR ...?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.