Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 18
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Útlán bóka almenningsbókasafna á íbúa á Íslandi. Heimild: Hagstofa Íslands 7, 50 B Æ KU R 7, 56 B Æ KU R 7, 59 B Æ KU R 1995 1998 2001 FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is Viljum ekki þrælahald Oft heyrist af bágum kjörum erlendra verkamanna og að þeim gangi illa að aðlagast íslenskum aðstæðum. Steinar Þórisson er forstjóri pípulagn- ingafyrirtækisins Faglagna ehf. og með fimmtán pólska starfsmenn. Hann var spurður út í hagi þeirra. Hvernig gengur Pólverjunum hjá ykkur? „Pólverjarnir eru hörkuduglegir og afbragðs fagmenn. Ég sé ekki betur en þeim líði vel í vinnunni. Þeir kvarta í það minnsta aldrei. Þeir vinna langan vinnudag og þótt þeir séu ekki skyldugir til þess, sækja þeir í að vinna á laugardögum,“ segir Steinar. „Þessir menn eru auðvitað komnir langt að einmitt til þess að vinna. Ég bauð þeim upp á bjór um síðustu helgi og klukkan níu um kvöldið sögðu þeir bara „nei, takk, ekki meira, við erum að fara að vinna í fyrramálið.“ Þetta er eitthvað sem við þekkjum ekki á Íslandi.“ Eru þeir sáttir við launin? „Við höfum þá stefnu hjá fyrirtækinu að gera ekki upp á milli útlendinga og Íslendinga, enda teljum við að öllum mönnum beri mannsæmandi laun. Það er langt síðan þrælahald var afnumið og við höfum ekki áhuga á að koma því á aftur. Þetta er ekki eingöngu af góðmennsku gert, því auðvitað kunna menn að meta það að þeim séu greidd sómasamleg laun og þeir sýna það í verki. Mínir menn eru allir í Sveinafélaginu og ég greiði þeim yfirtaxta.“ SPURT & SVARAÐ PÓLSKIR VERKAMENN STEINAR ÞÓRISSON FORSTJÓRI Nyhedsavisen kemur út í fyrsta sinn í Danmörku í dag. Blaðinu verður dreift í allt að hálfri milljón ein- taka og verður dreifingin til að byrja með bundin við stærstu borgirnar, Kaup- mannahöfn, Árósa og Óðins- vé og verður blaðinu dreift í hús að íslenskri fyrirmynd. Á öðrum stöðum verður hægt að nálgast blaðið í verslunum og á bensínstöðvum svipað og hér á landi. „Við stefnum að því að dreifa blaðinu í 550 þúsund heimili fyrir jól. Það tekur einhvern tíma að byggja það upp. Það er ekki fræði- legur möguleiki á því að maður geti byrjað strax að dreifa í öll þessi hús en við munum byrja á því að dreifa í lungann af þessari tölu og bæta svo við tíu til fimmt- án þúsund heimilum á viku,“ segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrún Media. Vinnslan prufukeyrð í viku David Trads ritstjóri segir að mikil stemning hafi verið hjá Nyhedsavisen síðustu daga og rit- stjórnin hafi unnið dag og nótt við að undirbúa blaðið og koma í veg fyrir vandamál á síðustu stundu. Blaðið hafi verið unnið frá A til Ö í sjö daga til að prófa kerfið og engin alvarleg vandamál komið upp. „Við áttum í smávegis erfið- leikum fyrsta daginn með nokkur tæknileg atriði en höfum leyst það. Þetta gengur mjög vel og í rauninni alltaf betur og betur eftir því sem dagarnir líða,“ segir David Trads. Nyhedsavisen hefur verið prentað tvisvar í örfáum eintök- um í hvort skipti. Gunnar Smári segir að það hafi verið gert til að sjá hvernig ferlið gangi og sjá annmarka í útliti og efnistökum sem mætti laga. „Við gerum ekk- ert við þessi blöð annað en að hengja þau upp á vegg og læra af þeim,“ segir hann. Þurfum ekki að skammast okkar „Við byrjum þetta af meiri krafti en Fréttablaðið á sínum tíma, það er meiri vissa í þessu þannig að við byrjum með öflugri ritstjórn en var á Fréttablaðinu til að byrja með. Það er alveg ljóst að við þurf- um ekki að skammast okkar fyrir þetta nýja blað, segir Gunnar Smári.“ Nyhedsavisen er 98 síður að stærð í dag og líkist Fréttablaðinu. Blaðið er með alla hefðbundna efnisflokka, innlendar og erlendar fréttir, íþróttir, menningu, skemmtanir og margt fleira. Starfsmenn eru 190 í heildina, þar af eru blaðamenn eitt hundrað talsins. „Við skiptum ritstjórninni í þrennt. Við erum með hefðbundn- ar fréttir innanlands og utan, Lífið okkar þar sem við fjöllum um dag- legt líf fólks og svo fjöllum við um ýmislegt athyglisvert, hrífandi og spennandi,“ segir Trads. Auglýsingasala hefur gengið vel. Í fyrsta blaðið hafa verið seld- ar auglýsingar fyrir eina milljón danskra króna eða tæpar tólf milljónir íslenskra króna sem þykir gott. Í Danmörku er fjöldi heimila 2,2 milljónir og í stóru borgunum þremur eru heimilin rúmlega hálf milljón talsins. Gríðarleg samkeppni er á fjöl- miðlamarkaði í Danmörku. Fyrir eru fjögur ókeypis dagblöð, 24 timer, Dato, Urban og Metro Express, en Trads segir að Nyheds- avisen komi ekki síður til með að vera í samkeppni við stóru blöðin eins og Berlingske Tidende og Jót- landspóstinn. „Við erum í sam- keppni við öll blöð í Danmörku,“ segir Trads. Lesendur móta blaðið Gunnar Smári segir að Nyheds- avisen verði fullur þátttakandi í fréttaumhverfinu í Danmörku. „Við verðum í fullri samkeppni um fréttir og gæði frétta við gömlu morgunblöðin,“ segir hann. „Það er fátt skemmtilegra en að stofna blöð þannig að þetta hefur verið mjög skemmtilegt og gaman að fylgjast með þessu,“ segir hann og bendir á að lesendur móti sín dagblöð ekkert síður en ritstjórn- irnar. „Berlingske Tidende er frekar leiðinlegt blað fyrir yngra fólk vegna þess að lesendahópurinn er mjög gamall. Ég býst við að ritstjórnin á Nyhedsavisen muni móta sitt blað í takt við sína les- endur sem eru miklu breiðari hópur. Það hefur áhrif á blaðið til lengri tíma þegar gagnvirknin milli lesenda og blaðs hefur feng- ið að þróast. Lesendur móta blaðið ekki síður en blaðamennirnir.“ Dagsbrún Media er að skoða sjö aðra markaði af svipaðri stærð og Danmörk. Þetta eru Írland, Skot- land, Belgía, Holland, Noregur, Svíþjóð og Finnland. „Markmiðið er að velja þrjá af þessum mörk- uðum fyrir árslok og hefja undir- búning á blaði með sömu formúlu og Fréttablaðið og Nyhedsavisen á næsta ári.“ Nyhedsavisen komið út Á þriðjudaginn lýstu Norður-Kóreumenn því yfir að þeir ætluðu sér að gera tilraunir með kjarnorkuvopn, en tilgreindu þó ekki hvenær af því yrði. Yfirlýsingin hefur vakið hörð við- brögð, en óvíst er hvað Norður-Kóreumenn hafa í raun í hyggju. Hvenær hófust deilurnar? Í janúar árið 2002 sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í stefnuræðu sinni að Norður-Kórea væri, ásamt Írak og Íran, part- ur af „öxulveldi hins illa“ sem ógni heims- friðnum. Í október það ár jókst spennan milli ríkjanna þegar Bandaríkjastjórn sakaði Norður-Kóreu um að vera að koma sér upp kjarnorkuvopnum á laun. Í ársbyrjun 2003 sögðu stjórnvöld Norður-Kóreu upp aðild sinni að samningi um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna og telja sig síðan vera laus undan öllum kvöðum hans. Eftir það hafa allir tilraunir til að fá Norður-Kóreumenn að samningaborði skil- að litlum árangri. Eiga Norður- Kóreumenn kjarnorkuvopn? Norður-Kóreumenn fullyrða sjálfir að þeir hafi yfir kjarn- orkuvopnum að ráða, en það hefur ekki verið staðfest. Sérfræðingar telja hugsanlegt að þeir eigi nógu mikið af plútóni til þess að duga þeim í nokkrar sprengjur, kannski þó varla fleiri en eina eða tvær. Í byrjun júlí gerðu Norður-Kóreumenn tilraunir með flugskeyti og skutu sjö slíkum á loft, en með misjöfn- um árangri. Hvað ætla þeir sér? Í sjálfu sér er ekkert vitað um það, hvort Norður-Kóreumenn ætli sér að standa við yfirlýsingar sínar eða hvort þeir séu yfirhöf- uð færir um að gera tilraunir með kjarnorku- sprengjur. Hugsanlega eru þeir eingöngu að þrýsta á Bandaríkin og fleiri ríki í þeirri von að fá góða samninga, fé og aðstoð af ýmsu tagi, í skiptum fyrir loforð um að gera engar kjarnorkutilraunir. Árið 1993 hótuðu Norður- Kóreumenn því að gera tilraunir með kjarn- orkuvopn, en hættu við allt saman árið eftir þegar þeir fengu samning um aðstoð við að koma sér upp kjarnorkuverum í friðsamleg- um tilgangi. FBL-GREINING: KJARNORKUHÓTANIR NORÐUR-KÓREU Kjarnorkuútspil veldur fjaðrafoki Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið DAVID TRADS Ritstjórinn segir ritstjórn- ina þrískipta og auk hefðbundinna frétta verði fjallað um daglegt líf fólks. GUNNAR SMÁRI EGILSSON „Við verðum í fullri samkeppni um fréttir og gæði frétta við gömlu morgunblöðin,“ segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dags- brún Media. RITSTJÓRN NYHEDSAVISEN Unnið að fyrsta tölublaði Nyhedsavisen í gærdag. Blaðið í dag er 98 síður. Starfsmenn ritstjórnar eru 190, þar af eru blaðamenn um eitt hundrað. RITSTJÓRI NYHEDSAVISEN David Trads segir starfsfólk hafa unnið dag og nótt við að koma útgáfunni af stað. Mikil og góð stemning sé á ritstjórn blaðsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.