Fréttablaðið - 06.10.2006, Side 33

Fréttablaðið - 06.10.2006, Side 33
FÖSTUDAGUR 6. október 2006 5 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 5 9 Eitt kíló af dýrasta marm- elaði heims kostar um 660 þúsund krónur. Marmelaði er gott og þarft á brauðið og láta flestir sér nægja að kaupa einfalt marmelaði í mat- vöruverslunum. Hins vegar lætur breska fyrirtækið Duerr ekki bjóða sér neitt miðlungsmarmel- aði og hefur því framleitt „alvöru“ marmelaði, það dýrasta í heimi. Mun það kosta um 76 pund eða um tíu þúsund krónur að smyrja þessu ágæta marmelaði á eina brauðsneið en kílóverðið af marm- elaðinu er um 660 þúsund krónur. Spyrja nú margir sjálfan sig hvort marmelaði þetta sé búið til úr gulli, nógu hátt er verðið til að ætla það. Hins vegar má segja að Duerr-marmelaðið sé búið til úr gulli. Ætar blaðgullsræmur, líkar þeim sem notaðar eru í kampa- vín, eru ein af uppistöðunum í marmelaðinu ásamt 62 ára gömlu Dalmore-maltviskíi og Pol Roger- eðalkampavíni. Marmelaðið var búið til í til- efni af 125 ára afmæli fyrirtækis- ins. Ekki fylgdi sögunni hvernig marmelaðið bragðaðist en þeir sem hafa áhuga á að smyrja gullnu marmelaði á brauðsneið- ina sína geta nálgast eins kílóa marmelaðikrukku á uppboðs- vefnum eBay síðar á árinu. Sölu- verðið mun renna til góðgerðar- mála. - jóa Marmelaði úr gulli Duerr marmelaðið er heldur dýrt á ristaða brauðið en það kostar um tíu þús- und krónur að fá sér það á eina sneið. MYND/GUNNAR SVERRISSON. Flestum þykir hamborgari og franskar góður matur, enda er þetta sennilega einn vinsælasti réttur allra tíma. Eflaust hafa margir velt því fyrir sér af hverju hamborgari heitir hamborgari, en margir Banda- ríkjamenn telja þetta hafa eitt- hvað með skinku að gera vegna þess að skinka er ham á ensku, og halda að upphaflega hafi ham- borgari verið skinkusamloka. Evr- ópubúar eiga auðveldara með að átta sig á því að nafnið kemur frá Hamborg, en þar var algengt að menn settu kjöt inn í brauð, og má segja að þarna sé kominn frum- gerð hamborgarans. Hamborgar- inn eins og við þekkjum hann varð að sjálfsögðu til í Bandaríkjunum. Óljóst er hver það var nákvæm- lega sem varð fyrstur með ham- borgarana, en það var á markaði í Wisconsin sem maður að nafni Charlie Nagreen, reyndi að selja viðskiptavinum sínum kjötbollur. Þeim þótti þó erfitt að borða þær á meðan þeir löbbuðu um markað- inn, svo hann tók upp á því að fletja þær út, og setja á milli brauðsneiða og kallaði það ham- borgara samloku. Nú vita allir hvernig hamborg- ari lítur út, og hér látum við fljóta með uppskrift að hamborgara ásamt uppskrift af hinu fullkomna meðlæti, frönskum kartöflum. Hamborgari og franskar Fáir standast góðan hamborgara með frönskum. HAMBORGARI 600 gr nautahakk Maldon salt og malaður svartur pipar 1 msk. matarolía 4 sneiðar af feitum osti, eða gráðostur 4 hamborgarabrauð Meðlæti: 4 stórar tómatsneiðar Iceberg salat Sinnep að eigin vali 8 sneiðar af steiktu og stökku beikoni Aðferð: Skiptu hakkinu með höndunum og dreifðu því lauslega, en jafnt á bökunarplötu með bökunarpappír. Kryddaðu það vel með salti og pipar. Hitaðu ofninn í 250°C. Hafðu grind í ofninum með bökunarpappír Skiptu hakkinu í fernt og mótaðu hamborgara. Varast skal að þrýsta á kjötið og hafa borgarana of þétta. Hitaðu pönnu á meðalhita í 5 mínútur eða svo (best er að nota pönnu úr pottjárni). Settu hitann í botn og settu olíuna á pönnuna. Steiktu hamborgarana, u.þ.b. 2 mínútur öðrum megin og í 1 mínútu hinum megin. Notaðu spaða og settu hamborgarana á grindina í ofn- inum og haltu áfram að steikja þá þar. Það tekur þá 8-9 mínútur að verða medium rare, 10-11 mínútur að verða medium og 13-15 mínútur að gegnsteikjast. Settu ostinn á borgarana síðustu mínúturnar sem þeir eru í ofninum svo hann bráðni örlítið. Á meðan skaltu léttrista brauðið á pönnu. Taktu svo ham- borgarana út úr ofninum, settu þá á brauðið og raðaðu meðlætinu á. FULLKOMNAR FRANSKAR: 4 stórar bökunarkartöflur, flysjaðar og skornar í báta 200 ml hnetuolía (peanut oil) Salt og pipar Hreinsaðu kartöflubátana vel undir köldu rennandi vatni. Settu þær í ílát ásamt vatni (vatnið á að fljóta yfir þær), og settu svo ísmola yfir allt saman. Geymdu þær í ísskáp í a.m.k. 30 mínútur eða í allt að 2 daga. Hitaðu olíuna í hálfs lítra potti, með djúpsteikingarhitamæli, á meðalháum hita eða þar til mælirinn sýnir 165°C. Hafðu um 8 cm bil frá olíunni og að brún pottsins. Sigtaðu ísvatnið frá kartöflunum og vefðu kartöflunum inn í hreint viskustykki til að ná vökv- anum af þeim. Þerraðu allan umfram vökva varlega af. Hækkaðu hitann og settu eins og eina lúku í einu af kartöflunum út í. Steiktu þær í olíunni, þar til þær eru mjúkar og linar og fá á sig gylltan lit, það ætti að taka 6-8 mínútur. Notaðu skeið með götum til að ná kartöflunum upp úr pottinum, leggðu þær á pappír, og láttu þær þorna. Leyfðu þeim að liggja þar í 10 mínútur, eða í allt að tvo klukkutíma. Þegar bera á kartöflurnar á borð, skaltu hita olíuna aftur upp í180°C hita og settu þær út í olí- una og steiktu þær aftur. Hrærðu vel í olíunni á meðan, þar til þær fá á sig fallegan gulbrúnan lit. Það ætti að taka um eina mínútu. Settu þær á disk og kryddaðu með salti og pipar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.