Fréttablaðið - 06.10.2006, Side 34

Fréttablaðið - 06.10.2006, Side 34
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR6 Á haustin þegar sláturtíðin stendur sem hæst og allt grænmeti er ferskt og gott er akkúrat rétti tíminn til þess að elda kjötsúpu. Þeir sem ekki treysta sér til þess að elda hana sjálfir geta farið á Múlakaffi. Á Múlakaffi er boðið upp á hefðbundinn heimilismat alla daga. „Við erum oft með pönnusteiktan fisk, hakka- buff með lauk og spældu eggi og kjötbollur og fiski- bollur sem eru mjög vinsælar,“ segir Jón Örn Jóhann- esson, yfirmatreiðslumaður á Múlakaffi. Reglulega er líka boðið upp á íslenska kjötsúpu á Múlakaffi. „Kjötsúpan er alltaf mjög vinsæl og við reynum að vera með kjötsúpu að minnsta kosti tvisvar sinnum í mánuði. Við höfum notað sömu uppskriftina í ein fjörutíu ár, síðan staðurinn var opnaður, og hún er mjög hefðbundin. Mestu máli skiptir að vera með gott hráefni og því ferskara sem grænmetið er, því betra. Svo notum við lambaskanka sem við sjóðum í súpunni. Núna eru gulrætur, rófur og hvítkál ferskt og slátrunin í gangi, sem skemmir ekki fyrir. Ef það er ekki rétti tíminn fyrir kjötsúpu núna þá er hann aldrei,“ segir Jón Örn. emilia@frettabladid.is Kjötsúpan alltaf mjög vinsæl Jón Örn Jóhannesson, yfirmatreiðslumaður á Múlakaffi, Subash Singh Thapa, Shyam Singh Thapa og Arthúr Pétursson hræra í kjötsúpupottunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Kjötsúpa UPPSKRIFT AÐ ÍSLENSKRI KJÖT- SÚPU FRÁ MÚLAKAFFI. Uppskrift fyrir um 5 manns 2 l vatn 400 g gulrætur 400 g rófur 400 g hvítkál 1 dl grautargrjón 2 stórir laukar 1 búnt steinselja salt og nýmalaður pipar eftir smekk 1 kg lambaskankar Setjið vatn og kjöt í pott og sjóðið rólega í um 90 mínútur, fleytið af alla froðu sem kemur upp. Skerið rófur, gulrætur og lauk í bita og setjið út í ásamt grautargrjónunum og sjóðið í um 15 mínútur. Skerið kálið í ræmur og setjið út í og látið sjóða í um 5 mínútur. Saltið og piprið eftir smekk. Saxið steinseljuna og látið í pottinn. Fyllt Cannelloni PASTADEIG: 400 g hveiti 4 stk. egg Aðferð: Hveitið er sett í matvinnsluvél og eggin brotin í skál. Vélin stillt á mesta hraða og eggin sett í. Vélin er látin ganga í smástund en þó ekki lengur en í hálfa mínútu. Þá er deig- ið tekið úr og hnoðað í höndunum í u.þ.b. 3-4 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt og teygjanlegt. CANNELLONI MEÐ KJÚKLINGI, SVEPP- UM, LAUK OG PARMESAN 3-4 stk. kjúklingabringur 150 g sveppir 70 g laukur 20 g kóngasveppir 100 ml hvítvín 1 stk. hvítlaukur 200 g Ricotta ostur Salt og pipar Aðferð: Kjúklingabringurnar, sveppir, laukur og hvítlaukurinn eru skorin í litla bita. Kóngasveppirnir eru settir í kalt vatn í 10 mín. Allt þetta er svo steikt á pönnu, svo er hvítvíninu og safanum af kóngasveppunum bætt út í og látið malla þar til allt hráefnið er eldað. Kryddað til með salti og pipar og Ricotta ostinum hræður út í. Hráefnið er kælt aðeins og sett svo í matvinnsluvél þar til allt hráefnið er smátt skorið. Því næst er pastadeigið flatt út þangað til það er orðið þunnt. Það er svo soðið í vatni eða þar til það er orðið eldað. Gott er að hafa vatn með klaka í til að kæla það strax á eftir, en passa að þurrka pastadeigið áður svo engin bleyta sé í því, þá er auðveldara að vinna með það. Því næst er deigið sett á borð og fyllingin sett í annan endann á deiginu og rifnum parmesanosti stráð yfir og deigið rúllað upp. Gott er að búa til cannelloni-ið aðeins áður en það er borið fram og geyma það í kæli. Það er svo sett í örbylgju- ofn og eldað í u.þ.b. 1 mínútu. GEITAOSTASÓSA: 250 ml kjúklingasoð 125 ml rjómi 125 ml geitaostur Salt og pipar Aðferð: Rjómanum er hellt í pott og suðann látinn koma upp, þá er geitaosturinn settur út í við vægan hita og látinn bráðna saman við. Að lokum er kjúklingasoðið sett út í og hrært saman við. Sósan er svo krydduð til með salti og pipar. Gott er að bera fram ferskt salat með þessum rétti. Þessar vörur fást í öllum betri mat- vörubúðum landsins. uppskrift Hauks } PISTILL Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Steinseljurótin lætur ekki mikið yfir sér. Þessi litdaufa rót er samt furðu- lega bragðmikil og góð, sérstaklega ef hún er maukuð og bragðbætt með soði og rjóma. Súpan er matmikil og þétt. Hún hentar vel í litlum skömmt- um sem forréttur. 5 dl af steinseljurót (flysjuð og skorin í teninga) 5 dl kjúklingasoð (úr teningi) 1 hvítlauksgeiri (pressaður með hnífsblaði og saxaður smátt) 2 dl sæt kartafla (flysjuð og skorin í teninga) 2 dl rjómi 1 msk. sýrður rjómi og steinselja til skreytingar 1. Setjið olíu í pott og steikið hvítlauk- inn við miðlungshita í um 1 mínútu. 2. Setjið steinseljurótarbitana og kjúklingasoðið út í pottinn og sjóðið í um 7 mínútur. 3. Takið pottinn af hitanum og látið kólna aðeins. Setjið í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið maukið svo aftur í pottinn og bætið rjómanum út í. Smakkið til með salti og nýmöl- uðum pipar. 4. Sjóðið sætu kartöflubitana í öðrum potti í um 7 mínútur. Hellið þá vatninu af og maukið kartöfl- urnar. 5. Skiptið súpunni á milli 4 skála. Látið 1 msk. af kartöflumaukinu ofan á hvern súpuskammt. Skreytið með dropa af sýrðum rjóma og steinselju. Steinseljurótarsúpa www.bistrotimarit.is Stöllurnar Friðrikka og Nanna eru að vinna að nýju matartíma- riti sem kallast Bístró. Búið er að opna heimasíðu blaðsins www. bistrotimarit.is og geta því spenntir mathákar fengið forskot á sæluna. Hægt er að skrá sig í áskrift á síðunni en fyrsta tölublað Bístró kemur út í nóvember. www.fridgeir.is Friðgeir Eiríksson, fulltrúi Íslands í Bocuse d´Or 2007 matreiðslukeppn- inni, hefur opnað vef tileinkaðan sjálfri keppninni. Tuttugasta Bocuse d‘Or-keppnin verður haldin 23. til 24. janúar 2007. Keppnin er með þeim virtari í heiminum og hefur Friðgeir æft fyrir keppnina síðastliðin tvö ár. www.mosfellsbakari.is Mosfellsbakarí hefur einnig opnað nýja vefsíðu, www.mosfellsbakari. is þar sem sjá má myndir og upplýsingar um helstu vörur bakarís- ins. Einnig er vert að minna á vefinn www. konfekt.is en það er Hafliði, sonur hjónanna sem eiga Mosfellsbakarí, sem heldur úti þeim vef þar sem hann kynnir sæl- kera-súkkulaðiframleiðsluna sína. nýjar vefsíður } Steinseljurótarsúpa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.