Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 38
Björgólfur Take- fusa var einn besti leikmaður Íslands- mótsins í knatt- spyrnu í sumar. Strákurinn lék eins og engill með KR- ingum og skoraði 10 mörk á seinni hluta mótsins. Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna Björgólfur hrökk svona seint í gang og þykjast einhverjir vita svarið við þeirri spurn- ingu. Strákurinn sást oftar en ekki með ofur- fyrirsætunni Thelmu Þormarsdóttur sem tók sér frí frá módelstörfum í New York, þar sem hún býr og starfar. Fáar helg- ar liðu án þess að þau sæjust saman og segja kunnugir að þau hafi kynnst í gegnum sameig- inlega vini. Björgólfur og Viktor Bjarki Arnarson knattspyrnumaður úr Víkingi eru miklir félagar, en kærasta Viktors er Álfrún Pálsdóttir blaðakona á Fréttablaðinu. Hún er vinkona Thelmu og kynnti þau á Vegamótum í byrjun sumnars. Björgólfur er sannur töffari og er með leyninúmer og leyniheimilisfang hjá símaskránni. Hann vinnur í Landsbanka Íslands og þykir standa sig vel. Thelma hefur um nokkurn tíma starfað sem fyrir- sæta í New York eins og fyrr segir og gert það gott. Thelma og Björgólfur áttuðu sig þó á veruleik- anum og treystu ekki á ástina í tveimur löndum. Hún er nú farin út og Björg- ólfur kominn í bankann. Sumarið var hinsvegar eldheitt hjá Take- fusa. Hinn 31 árs gamli Michael Baumgartner braust inn í verslunarmið- stöð á dögun- um en lögregl- an kom að honum við verknaðinn. Náði Michael að stinga lögregl- una af en festi giftingarhringinn í járngirðingu sem hann stökk yfir á flóttanum. Var hann á svo mikilli hraðferð að baugfingur varð eftir á girðingunni. Lögreglan var því ekki í nein- um vandræðum með að ná í fingrafar og fletti stráknum einfaldlega upp í gagnasafni sínu. Þegar hann fékk svo fing- urinn aftur var of langur tími liðinn til þess að hægt væri að græða puttann aftur á. Það er því nokkuð ljóst að Michael verð- ur að finna nýjan stað fyrir hringinn, svo frú Baumgartner verði ekki trítilóð. 06.10.06 FÖSTUDAGUR [6°] LAUGARDAGUR [6°] SUNNUDAGUR [5°] 3 ���������������������������������������������������������������� ����������������������� ����������������� ��������������������������� ����������� ��� ����������� ����������������� ���������������� ��������������� ����������� ������������������������������������������������������������������������������������ HLUTIR SEM SIRKUS VISSI EKKI FYRR EN NÚ SIRKUS Útgáfufélag: 365 prentmiðlar Útgefandi: Helgi Hermannsson Ritstjórn: Andri Ólafsson, Breki Logason, Dröfn Ösp Snorradóttir, Helga Ólafsdóttir, Símon Örn Birgisson Auglýsingar: Gréta Karen Grétars- dóttir, 5505865 gretakaren@frett.is Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, Sími 550 5000 Forsíðumyndina tók Hörður Sveinsson af Birni Hlyni Haraldssyni. 2 „Góðan daginn ertu nokkuð með klósett?“ Ungur háskólanemi pantaði sér pizzu hjá Dominos á dög- unum. Fljótlega mætir sendillinn með eina glóðvolga og líter af kóki, dinglar og segir: „Góðan dag- inn, ertu nokkuð með klósett?“ háskóla- neminn svarar því að sjálfsögðu játandi. Næstu átta mínúturnar heyrist ekkert í sendlinum sem sat þá í makindum sínum og gerði sitt allra heilagasta. „Ég þorði ekk- ert að byrja á pizzunni enda var ég ekki búinn að borga,“ sagði neminn í samtali við Sirkus. Sendillinn kemur síðan út með posann á lofti og segir. „Það eru fimmtán hundruð.“ ...Bíddu...heyrðu....hvað þá? „Hann býr sko í Danmörku“ Fjölskylda í vesturbænum var orðin pirruð á bíl sem lagður hafði verið fyrir innkeyrsluna í nokkra daga. Búið var að dingla hjá flestum nágrönnum og kanna hver ætti bílinn. Loks fékk heimilisfaðirinn nóg og lét fletta upp bílnúmerinu. Eldri kona svaraði í símann og sagði son sinn eiga bílinn. „Og ætlar hann ekk- ert að taka hann frá innkeyrslunni,“ sagði heim- ilisfaðirinn en fékk þá „Hann er sko í námi í Danmörku og ætlar að geyma hann þarna á meðan.“ Það besta við þessa sögu er hinsvegar að sonurinn og móðirin búa á Selfossi. Síða 8 Björn Hlynur Haraldsson er að taka mótorhjólapróf þessa dagana. Þegar hann er í London er svo fínt að vera á vespu. En það þarf próf á hana. Síða 10 Ný stelpubúð Sparkz var að opna í Kringlunni. Stórglæsileg verslun með flott föt. Síða 14 Rúnar Freyr og Jóhannes Haukur Jóhannesson leika homma í sýningunni Patrekur 1,5 í Þjóðleik- húsinu. ÞETTA HEYRIRÐU EKKI Á HVERJUM DEGI ... Sendi tengdó klámmyndir Stundum er pólitík leiðinlegri en spænsk sápuópera. En stundum lifnar þessi uppáhalds- tík landsmanna við og allir fylgjast með. Ég fylgist allavega spenntur með þessa dagana. Enda tveir meistarar búnir að tilkynna framboð. Árni Johnsen og Róbert Marshall. Báðir eru þessir eðalmenn úr Eyjum. Róbert leysti Árna af hólmi í brekkusöngnum meðan sá síðarnefndi gisti fangageymslur fyrir smá sukk og svínarí. Róbert missti líka vinnuna fyrir sukk. Þó ekkert saknæmt hefði átt sér stað. Það er varla glæpur að segja leiðinlegar fréttir? Svona er Ísland. Pólitíkin er staðurinn fyrir fyrrverandi krimma, atvinnufávita og menn sem eru reknir úr topp stöðum og vantar vinnu. Á sama tíma og Gunnar Örlygsson komst inn á þing og hóf ferilinn með fangelsisvist kvörtuðu þingmenn yfir minnkandi virðingu almennings fyrir stofnunninni. Ég spyr: Hvernig á maður til dæmis að bera virðingu fyrir framsóknarmönnum? Þeir eru eins og herflokkur sem á ekki í stríði við neinn nema sjálfan sig en ákveða að brenna landið að baki sér til að hafa eitthvað að gera eða Vinstri Grænum sem líta á framfarir sem blótsyrði og minna helst á afdala kommúnista. Alþingi er í besta falli slappur raunveruleikaþátt- ur. Og í alvöru raunveruleikaþáttum eru það alltaf litríku karakterarnir sem koma best út. Skúrkarnir sem læra um gildi vináttunnar og rísa upp að lokum. Það líkar engum við klára gaurinn sem þykist vita miklu betri en allir aðrir. Á endanum snýst þetta allt um gráa svæðið. Við Íslendingar elskum gráa svæðið, þar sem góður vinur í opinberri stofnun getur komið umsókn- inni þinni framar í röðina, ættingi í menningar- málanefnd getur reddað góðum styrk, vinur vinar í ráðuneyti gefið þér góða stöðu. Þess vegna held ég að árið í ár verði ár Árna Johnsen. Ég held að Róbert Marshall muni sigra. Gunnar Örlygsson og Guðjón Hjörleifsson munu fá metkosningu. Þetta eru þingmenn gráa svæðisins. Þeir koma úr öllum flokkum og kjósendur þeirra eru við, fólkið í landinu. Graðasta tíkin á þingi BESTI LEIKMAÐUR ÍSLANDSMÓTSINS HRÖKK SEINT Í GANG Eldheitt sumar hjá Takefusa Björgólfur Takefusa Var eldheitur í sumar í boltanum ... og á barnum. Thelma Þor marsdóttir Ofurfyrirsæta n frá New York s em tók sumarf rí á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.