Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 46

Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 46
SIRKUS06.10.06 tískumolar Helgu Ólafsdóttur 10 Adicolor frá Adidas Árið 1983 kynnti Adidas mjög sérstaka skólínu. Allir skórnir voru skjannahvítir og með hverju skópari fylgdi tússpennapakki með rauðum, bláum, gulum, grænum, bleik- um og svörtum lit. Hver og einn gat því skreytt skóna sína með tússlitunum. Núna 23 árum seinna kynnir Adidas línu með skóm og fötum sem þeir hafa unnið í samvinnu með þekktum lista- mönnum. Línurnar heita og hugmyndirnar koma frá litunum sex sem voru í tússpenna- pakkanum árið 1983. Þetta er svo skemmti- leg hönnun og endalaus smáatriði sem skoða verður aftur og aftur. Þarna má finna fígúrur sem allir muna eftir eins og Herra Glaður, Kermit, Svínku og Betty Boop. Öll línan er seld í mjög litlu upplagi, þið verðið að kíkja á adicolor á heimasíðu Adidas. STRÁKAR • Það er algerlega bannað fyrir strákanna að taka upp röndótta trefilinn sem var ofnotaður síð- asta vetur. Í vetur verða mjóir einlitir eða tvílitir þverröndóttir treflar í tísku. Fást meðal annars í All Saints. • Útvíðar gallabuxur eru rosalega bannaðar. Ef þú fílar ekki rokkaraþröng- ar þá er must að velja buxur sem eru bein- ar niður. • Röndótt og teinótt er þreytt, núna er allt köflótt. Köflótt skyrta og köflóttur ullarjakki yfir. STELPUR • Þröng föt og brjóstaskorur eru ekki málið í vetur, allt á að vera vítt og sítt. Keyptu einni eða tveimur númerum stærri flík en þú ert vön, notaðu breið eða mjó belti til að taka flíkina saman í mittinu og sýna lín- urnar. • Perlur og kúluhálsmen mega líka hvíla sig um stund. Gull og silfur keðjur eru málið, grófar og fínar og allt í bland. • G-strengur er ekki í boði í vetur, keyptu þér falleg nærföt og njóttu þess að vera í þeim. Íslensk stelpa sem heitir Hera er annar eig- andi verslunar Address í Kaupmannahöfn. Address er lítil og vel falin verslun, það er algerlega þess virði að fá sér kort og leita hana uppi næst þegar ferðinni er heitið til Köben. Hera og Bitten selja meðal annars sína eigin línu sem er unnin í samvinnu við unga og ferska graf- íska hönnuði og listafólk. Ef þú lumar á góðri hugmynd eru allir hvattir til að senda þær á stelp- urnar (info@thead- dress.dk). Meiri upplýsingar er hægt að finna á this- isouraddress.com Hvar er heimilisfangið? Heyrst hefur að Paris Hilton hafi verið orðin svo þreytandi í öllum partíunum sem voru í kringum nýafstaðna tískuviku í stóra eplinu, þar sem ofur- skvísan er með heilt fótboltalið af lífvörðum í kringum sig. Sem sagt allir frægu tískuhönnuð- urnir og –tímaritin loksins orðin þreytt á prímadonnustælunum í Paris pein Hilton. París pein!! Ég mæli með Ítölsku merki sem heitir PATR- IZIA PEPE. Merkið er frekar ungt að árum, ég rakst fyrst á það í Kaupmannahöfn. Það hefur á stuttum tíma unnið sér fastan sess í hugum danskra kvenna. Þegar vetrarvörurn- ar komu í verslanir í Danmörku í ágúst seld- ust allar kápurnar upp á nokkrum dögum. Kíkið á PATRIZIA PEPE í GK á Laugavegi. Patrizia pepe Veðrið er búið að vera svo frá- bært að sumarjakkinn hefur dugað síðustu vikurnar, en núna er orðið kalt og tími til kominn að fjár- festa í vetrarkápu. Kápurnar í vetur eiga að vera víðar. Það er varla hægt að tala um smá- atriði á kápun- um, því smá- atriðin eru svo stór og áber- andi. Stórir kragar, stórar tölur og breið belti, efnin eru gróf og munstrin stór- gerð. Það er nú svolítið kósý að fá loksins veturinn!!! Hvað er bannað í vetur!!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.