Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 50

Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 50
Sirkustv Fyrsti þátturinn hans Auðuns Blöndals, Tek- inn, fer í loftið á mánu- dagskvöldið. Um er að ræða hreint út sagt magnaða þætti og sá fyrsti lofar góðu. Þar er hún Halla Vilhjálms- dóttir leik- og söng- kona Tekin allhressi- lega. Hún mætir í búðina Kiss í Kringlunni og á að máta bol fyrir X-Factor. Fljótlega er allt á öðrum endanum og öryggisvörður og brjáluð búðarkona sem saka hana um þjófnað. Ekki missa af þessu á mánudagskvöldið. Einnig fer My name is Earl í loftið þetta sama kvöld. Að ógleymdum So you think you can dance. HALLA VILHJÁLMS - TEKIN Hvernig fannst þér myndin? MINNSIRKUS -MEÐLIMIR GAGNRÝNA Þú getur sagt álit þitt á kvikmyndum í Sirkus. Það eina sem þú þarft að gera er að vera meðlimur í samfélaginu okkar á www.minnsirkus.is/sirkus og fylgjast með kvikmynd vikunnar. Vertu bíógagnrýnandi og segðu það sem þér finnst. TALLADEGA NIGHTS: The Ballad of Ricky Bobby Leikstjóri: Adam McKay Stærstu nöfnin: Will Ferrell, John C. Reilly, Sacha Baron Cohen Myndin í einni setningu: Saga um mann sem aðeins vildi vera númer eitt 6,5/10 á imdb.com Fyrsta skiptið „Já ég er ekki frá því að mér líði eins og þegar ég afsveinaðist, aldrei nokkurntíma hélt ég að ég ætti eftir að blubba einhverju á netið. Tilfinningin einhvernvegin þannig að hausinn er gjörsamlega tómur og ég veit ekkert hvað ég er að gera hahaha, putt- arnir fara bara eitthvað. Nei veistu ég er einn af þeim sem hef ekki skrifað það sem ég er að hugsa síðan ég var í barnaskóla að skrifa sögu sem byrjaði á „Einu Sinni var strákur sem kunni að fljúga“ Vei og hugmyndarflugið komið á flug (allavega þurfti ekki meira til að setja allt á fullt skrið í barnaskóla) alveg ótrúlegt hvað tímarnir breytast einn daginn þarf maður ekki annað en sjá konguló og maður getur skrifað 30 blaðsíðna spennusögu á 10 til 20 mín.“ siffi.minnsirkus.is Prakkarastrik „Ég hins vegar fékk svegngalsa á þriðjudeginum og missti mig í að krota litil strik á alla og tilkynnti líka að þetta væru sko PRAKKARASTRIK!! og svo hlógum við öll að lúðaskapnum í mér og aulahúmornum - en hn virkar allir brosandi er gott mál.“ katlaQT.minnsirkus.is Klám „Klám er sjúkleg, óeðlileg og skammarleg fram- setning á því kynferðislega, langt undir þeim staðli sem samfélagið almennt viðurkennir. Þetta er skilgreining þekkts læknis og fjölskylduráð- gjafa, Victor B. Line. Klámiðnaðurinn hefur smám saman leitt til þess að kynferðisathafnir, sem áður var litið á sem öfuguggahátt, sið- leysi og lögleysu, eru að verða almennt viðurkennd- ar. Klámmyndir og blöð telja fólki trú um að þetta sé eitthvað sem allir geri svo fólk heldur að þetta sé eitthvað sem sé almennt samþykkt.“ sigvardur.minnsirkus.is SIRKUS06.10.06 14 1 2 3 1 FM957 2 3 Minnsirkus.is blogg vikunnar Sjáðu þetta ...Hlustaðu á þetta ... SVALI MÆLIR MEÐ Það styttist í frumsýningu á Patreki 1,5 í Þjóðleikhúsinu. Jóhannes Hauk- ur Jóhannesson og Rúnar Freyr Gísla- son leika homma sem taka þá stóru ákvörðun að ættleiða barn. Það kemur svo í ljós að barnið er ekkert barn og þeir sitja uppi með fimmtán ára ungl- ing á heimilinu yfir páskahelgina. „Fyrst fór maður beint í homma- klisjuna,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson, annar aðalleikari sýn- ingarinnar, „en eftir því sem maður kynntist persónunni betur rjátlaðist hommaskapurinn af manni því þó kar- akterinn elski annan karlmann er hann ekkert öðruvísi en hver annar. Jóhannes segir að hann og Rúnar Freyr þurfi að sýna hvor öðrum tals- verða nánd. „Jú, við föðmumst og svoleiðis en förum þó ekki alla leið,“ segir Jóhannes og hlær. Hann segist aldrei áður hafa leikið samkynhneigða og því liggur beint við að spyrja hvern- ig undirbúningi undir hlutverkið hafi verið háttað. Kafaði Jóhannes djúpt í hommasenuna? „Nei, ég fór ekki á neina homma- klúbba enda þessir gaurar aðeins í öðrum pakka. Ég skoðaði miklu frekar hjónabandið. Þeir hafa verið giftir í fjögur ár og líf þeirra í föstum skorð- um.“ Jóhannes segir það hafa verið afar þroskandi að taka þátt í þessari sýn- ingu en hann leikur nú í fyrsta skipti aðalhlutverk í Þjóðleikhúsinu. „Þó maður hafi aldrei verið haldinn nein- um fordómum gagnvart hommum finnst mér ég hafa öðlast dýpri skiln- ing á hvernig þeim líður. Það er sér- stakt, þó þú sért leikari, að láta öskra á þig vegna kynhneigðar þinnar á sviði.“ Gunnar Helgason leikstýrir verkinu, sem verður frumsýnt á Selfossi í næstu viku. Auk Rúnars Freys Gísla- sonar leikur ungur leikari, Sigurður Hrannar Hjaltason, unglingspiltinn en Sigurður útskrifaðist úr leiklistarskóla í Bretlandi fyrir skömmu. Shake and bake! „Þessi mynd er geðveik. Fynd- in, algjör vitleysa og með flesta af fyndnustu leikurum samtímans. Will Ferrell er mjög góður sem hinn vitgranni Ricky Bobby sem hugsar um lítið annað en að sigra kappaksturskeppn- ir. Svo var Sacha Baron Cohen alveg hreint æðislegur sem hinn franski Jean Girrard. Sjálfsagt með þeim betri gamanmyndum sem ég hef séð lengi. Mæli með henni.“ TALLADEGA NIGHTS Út er komin platan Lab of love með hljóm-sveitinni Skakkamanage. Svavar og Berg- lind höfðu séð allar spólurnar á vídeóleigunni. Þau komu barninu í háttinn og hringdu í gaml- an vin. Þormóður mætti á svæðið og spurði hvort þau kynnu einhver lög. „Þokkalega kunn- um við lög. Við kunnum lög sem enginn hefur heyrt,“ sögðu hjónin og litu montin hvort á annað. „Jæja, lommér að heyra,“ sagði Þormóð- ur og taldi í. Afraksturinn er þessi snilldar tólf laga plata, sem Sirkus mælir hiklaust með. Sirkus mælir eindregið með því að íslending-ar taki sig nú taki og sjái kvikmyndina Börn. Myndin er nú sýnd í bíó og hefur fengið frábæra dóma víðsvegar um heiminn. Hafa margir talað um bestu íslensku kvikmyndina í mörg ár, og tekur Sirkus undir það. Allt sem Vesturport virð- ist gera, heppnast vel. Myndin er einstaklega vel leikin og svarthvíta lúkkið gefur henni skemmtilegt yfirbragð. Ekki fara á hana bara af því hún er íslensk. Heldur vegna þess að hún er góð. Björn Axel Jónsson, 24 ára Skáld og almenn afgreiðslustörf SKAKKAMANAGE None smoker „Líklega besta íslenska krúttrokkið sem komið hefur út. Laust við alla tilgerð og bara trúlegt og gott stuff. Tékkið á Lab of Love.“ THE KOOKS ohh la „Maður kemst alltaf í Guddí fíling að heyra í þessum þroskuðu unglingum. Ekkert væl bara la la la og allir jollí.“ PRIMAL SCREAM Nitty Gritty „Ég elska primal scream. þú bara færð ekki leið á þessu bandi.“ um helgina MÁNI MÆLIR MEÐ LEIKRITIÐ PATREKUR 1,5 FJALLAR UM HOMMA OG VERÐUR SÝNT Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU „Gott að faðma Rúnar Frey“ JAGÚAR Disco Diva „Þetta er splunku nýtt lag með þeim sem er ALGJÖR SNILLD. Þetta á án efa eftir að vera eitt af vinsælustu lögunum á FM957.“ TRABANT The One „Það er lífsins ómögulegt að fá leið á þessu hjá strákunum, því- líkur smellur sem krefst þess að maður hækki í hækka lækka hækka takkanum.“ LILY ALLEN LDN „Nytt lag með Myspace dívunni sem held- ur betur er búin að slá í gegn. Í miklu uppáhaldi þessa dagana.“ Falleg fjölskylda Sigurður Hrannar Hjaltason, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Rúnar Freyr Gíslason.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.