Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2006, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 06.10.2006, Qupperneq 53
FÖSTUDAGUR 6. október 2006 9 Í Bílanausti eru valdar vörur á októbertilboði. Í Bílanausti má finna mikið úrval bifreiðahluta, iðnaðarverkfæra og efnavara. Fjölmargar vörur eru á tilboði út október eða á meðan birgðir endast. Þetta eru hlutir eins og kastar- ar með 40 prósenta afslætti, dekkjaviðgerðasett á 6.590 krón- ur, höggskrúfjárn í settboxi á 1.490 krónur og hjólatjakkur fyrir 2 tonn á 1.990 krónur. Bílanaust er á Bíldshöfða 9 í Reykjavík en einig eru verslanir á Akureyri, Egilsstöðum, Höfn, Sel- fossi, í Hafnarfirði, Keflavík og Kópavogi. Októbertilboð Bílanaust á Bíldshöfða. Þorgeir Tryggvason er Hug- leiksmaður mikill og einn af hinum nýju handritshöfundum Stundarinnar okkar. Auk þess að ala upp æsku landsins er Þorgeir mikill hljóðfærasafnari. Bestu og verstu kaup Þorgeirs eru bæði innan hljóðfærageirans. „Fyrir utan draumaíbúðina sem konan mín fann og við festum kaup á nokkrum mínútum áður en húsnæðisverðið fór út í vitleysu, og Ecco-skóna sem ég hef gengið upp til agna á undanförnum sjö árum og finn ekki aðra sambæri- lega þá eru mín bestu kaup - og verstu - hljóðfæri,“ segir Þorgeir. Hljóðfærið sem Þorgeir setur í efsta sæti yfir bestu kaupin er fagott nokkurt sem fékkst fyrir tilstuðlan veraldarvefsins. „Ég fékk það á eBay fyrir nokkrum árum. Ég hafði aldrei snert fagott, vissi ekkert um þau og bauð ein- faldlega í það hljóðfæri sem leit best út á verðbili sem ég réði við.“ Þetta voru víst góð kaup því eins og Þorgeir orðar það þá er það „næstum“ gallalaust. „Ég spila talsvert á það, bæði í hljóm- sveitinni minni, Ljótu hálfvitun- um, og í hinum ýmsu verkefnum leikfélagsins Hugleiks. Ég hef meira að segja spilað inn á tvo geisladiska og enginn kvartað enn.“ Það fór ekki eins vel þegar sú ákvörðun var tekin að fjárfesta í sekkjapípu. Þorgeir ákvað að splæsa í skoska hálandapípu í öllu sínu veldi. „Ef satt skal segja hef ég aldrei náð neinum tökum á píp- unni. Varla náð hljóði út úr henni. Reyndar er sekkjapípan smíðuð í Pakistan og leiðbeiningabækling- urinn sem fylgir ber þess nokkur merki að vera ekki skrifaður af allskostar enskumælandi manni, en samt. Ég myndi sætta mig við óhljóð.“ Fjárfestingin er þó ekki glötuð að öllu leyti. Pípan er fagur gripur og sem veggskraut gæti hún skil- að hlutverki sínu á heimili hljóð- færasafnara fullkomlega. Það er kannski þess vegna sem Þorgeir er hvergi hvergi banginn við að ná sér í fleiri hljóðfæri og næst á dagskrá er að komast yfir Heckel- fón, pylsufagott og Udu. Tekið skal fram að blaðamaður sann- reyndi tilurð þessara hljóðfæra til að tryggja að Þorgeir væri ekki að bulla í honum. tryggvi@frettabladid.is Langar í pylsufagott Þorgeir með internet-fagottið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA �������������������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 w w w .d es ig n. is © 20 06 Dúnsængur og koddar • Hitajöfnun 37°C • Hannað af NASA • 600 gr af 100% hreinum hvítum gæsadún • Asthma- og ofnæmisprófað • Hægt að þvo á 60° Tempur inniskór • Mjúkur gúmmísóli • Tempur efni í botni • Mjúkur og hlýr Nú er rétti tíminn til þess að gera ráðstafanir fyrir næsta sumar. Seglagerðin Ægir er með fjölda notaðra tjaldvagna á tilboðs- verði þessa dagana og hægt er að fá fínustu vagna með allt að þrjúhundruð þúsund króna afslætti. Allir sem ætla að ferð- ast um landið næsta sumar ættu að líta við í Seglagerðinni og athuga hvort að þeir geti ekki gert góð kaup. Tjaldvagnar á tilboði Í Seglagerðinni má fá fínustu tjaldvagna á góðu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.