Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 63

Fréttablaðið - 06.10.2006, Síða 63
FÖSTUDAGUR 6. október 2006 31 Umræðan Varnir Íslands Á Alþingi Íslendinga hefur umræða um varnarmál átt sér stað á síðustu dögum. Að lokinni munnlegri skýrslu forsætisráð- herra um varnarmálin stigu for- svarsmenn Samfylkingar á sviðið og héldu hvor um sig einkennilega tölu um þær breytingar sem orðið hafa á vörnum landsins. Gagnrýni Össurar Að hálfu Samfylkingarinnar er við- skilnaður varnarliðsins sagður slakur. Kostnaður vegna niðurrifs auk mengunarhreinsana á gamla varnarliðssvæðinu er óhóflegur að mati Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingar- innar. Í þessu ljósi er rétt að vekja athygli lesenda á því, að á silfurfati höfum við Íslendingar fengið meiri verðmæti og tækifæri en skástu viðskiptafræðinga Samfylkingar- innar getur órað fyrir. Í annan stað var að sjálfsögðu afar mikilvægt að benda á mikilvægi þess fyrir íslensk stjórnvöld að tala kostnað- inn upp frekar en niður í því samn- ingaferli sem nú er yfirstaðið. Gagnrýni Ingibjargar Af hálfu Samfylkingarinnar er nið- urstaða samningsins afar slæm en svo komst formaður Samfylkingar- innar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að orði í sinni tölu. Samkvæmt breyttum samningi um varnarmál milli íslenskra og bandarískra yfir- valda verða varnir landsins áfram tryggðar ásamt því að lítil þjóð fær sér til handa verðmætar eignir sem án efa munu hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf svo um munar. Hér er vert að staldra örlítið við. Hefur Samfylking kynnt að ein- hverju leyti sínar töfralausnir í því ferli sem hefur átt sér stað? Að mati greinarhöfundar hefur eina innlegg Samfylkingar í málinu verið kjökur yfir því að hafa ekki fengið nógu miklar upplýsingar á meðan hið við- kvæma og sögulega samningaferli átti sér stað. Niðurstað- an eða útkoman fyrir íslenska þjóð er eins og best verður á kosið miðað við þá erfiðu stöðu sem bandarísk stjórnvöld settu okkur Íslendinga í. Það sem stendur að mínu mati upp úr er sú spenna að sjá hvernig dugleg og metnaðarfull þjóð mun spila úr þeim frábæru tækifærum sem nú bíða okkar á næstu misserum. Viðbrögð Suðurnesjamanna Viðbrögð heimamanna hafa verið lofsverð. Þorri íslenskra starfs- manna varnarliðsins hefur nú þegar komist í ný störf. Forsvars- menn í sveitarfélögum tóku af skar- ið og hvöttu sitt fólk til hreyfingar um leið og ákvörðun varnarliðsins lá endanlega fyrir. Afturhaldsmenn í pólitík hefðu hugsanlega ráðlagt hinum sömu að bíða til loka samn- ings með sín atvinnumál og á end- anum hefði glundroði og erfiðleik- ar einkennt stöðu mála. Staða Suðurnesjamanna Ég hvet landsmenn til að hunsa sleggjudóma stjórnarandstöðunnar og þá tækifærismennsku sem ein- kennt hefur allan þeirra málflutn- ing í þessu máli á undanförnum misserum. Að sama skapi verðum við að tryggja í framhaldinu að nýt- ing og búnaður á varnarliðssvæðinu taki tillit til skipulagsmála og þeirr- ar framtíðarsýnar sem sveitarfélög á Suðurnesjum hafa sett sér. Annað væri fullkomlega óeðlilegt og ekki til farnaðar. Þekking á búnaði og staðhátt- um er mikil á meðal heimamanna og jafn- framt verður einnig að minna á þann raun- veruleika að þjón- ustufyrirtæki á Suð- urnesjum hafa nú misst spón úr aski sínum í formi minni tekna eftir brotthvarf varnarliðsins. Sveit- arfélög á Suðurnesj- um verða því að fá virka þátttöku við mótun á atvinnuháttum sem að ákveðnu leyti mun fylla upp í það verkefnaskarð sem sömu fyrirtæki hafa orðið fyrir. Umfram allt verður nýting svæð- isins að mótast af góðum og gegn- um viðskiptalegum forsendum. Að slíkri stefnumótun er greinilega ekki hægt að treysta á Samfylking- una. A.m.k. ekki, ef tekið er tillit til þeirrar framsetningar á málinu til þessa. Hingað til hefur okkar full- trúi í samningaferlinu, Geir H. Haarde forsætisráðherra, staðið vaktina með myndarbrag fyrir land og þjóð. Starfsmenn án atvinnu Eftir brotthvarf varnarliðsins hafa ótal viðskiptahugmyndir nú þegar skilað sér til yfirvalda og forsvars- manna sveitarfélaga á Suðurnesj- um. Úr þeim verður skipulega unnið og að sjálfsögðu á viðskipta- legum forsendum til framtíðar. Einnig er vert að líta til verkefna þar sem stórar ríkisstofnanir eiga nú möguleika á aðstöðu til sinna starfa. Nefni ég í því sambandi rík- isstofnanir sem heyra til löggæslu- og öryggismála. Að svo komnu eru rúmlega 100 starfsmenn án atvinnu eftir brott- hvarf varnarliðsins. Greinarhöf- undur hyggst beita sér fyrir úrlausn þeirra mála og vonast eftir góðri niðurstöðu á næstu misserum. Þakka þeim sem lásu. Höfundur er alþingismaður. Um varnarmálin GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON Umræðan Sigríður Guðnadóttir skrifar um Skálholt Hilmar Örn Agnarsson dómorganisti í Skálholti hefur stjórnað Kammerkór Suð- urlands frá stofnun hans. Heimil- isfang Kammerkórs Suðurlands er í Skálholti og flest þau verk sem kórinn hefur æft hafa verið flutt þar. Félagar kórsins eru harmi slegnir yfir uppsögn Hilm- ars Arnar úr starfi organista í Skálholti og eru undrandi, sárir og reiðir yfir þessu miskunnar- leysi, yfirgangi og niðurlægingu í garð Hilmars Arnar í skjóli end- urskipulags tónlistarstarfs. Hug- myndin að stofnum Kammerkórs Suðurlands kviknaði þegar hópur söngvara kom saman til að syngja á Skálholtshátíð sumarið 1997. Í kórnum voru þá söngvarar allt frá Akranesi til Hornafjarðar sem allir voru virkir tónlistar- menn í sinni heimabyggð. Síðan hefur fastur kjarni söngvara af Suðurlandi sungið í kórnum. Hann hefur æft í Skálholti oftar en annars staðar og haldið þar tónleika, eins og áður hefur komið fram, við ýmis tækifæri s.s. á Skálholtshátíð, Sumartónleikum og jafnframt sungið í messum. Hugmyndaauðgi og jákvæðni Hilmars Arnar hefur hrint af stað mörgum spennandi verkefnum sem hafa vakið athygli og fengið lofsamlega dóma eins og efnis- skrárnar Ég byrja reisu mín og Íslensk kirkjutónlist í 1000 ár sem kórinn flutti á sínum tíma í Skálholti og voru hljóðritaðar á hljómdiskinn Ég byrja reisu mín. Það má teljast til tíðinda þegar Hilmar Örn og þáverandi stjórn kórsins komst í samband við hið virta breska tónskáld Sir John Tavener sem leiddi til þess að hann varð staðartónskáld Sumar- tónleikanna í Skálholti 2004. Á þeim tónleikum flutti Kammer- kór Suðurlands í fyrsta skipti hér á landi samfellda dagskrá með verkum eingöngu eftir Tavener. Tónskáldið samdi eitt verkið Shoun hymninn fyrir kórinn sem hann frumflutti á tónleikunum. Því miður komst Tavener ekki á tónleikana í Skálholti vegna veik- inda en kona hans og tvær dætur komu í hans stað. Frú Tavener flutti skáldinu frábæra dóma um frammistöðu kórsins undir stjórn Hilmars Arnar. Hilmar Örn hefur hannað söngdagskrár þar sem kammer- kórinn hefur brugðið á leik í tali og tónum. Hilmar er nefnilega með eindæmum skemmtilegur og gefandi stjórnandi. Í huga Hilmars er öll tónlist jafnmerkileg hvort sem hún er eftir breska tónskáldið Sir John Tavener eða bóndasoninn frá Hvoli í Ölfusi Guðmund Gott- skálksson, en kammerkórinn söng inn á geisladiska verk eftir þá báða á síðasta ári. Hljómdisk- urinn Á hugarhimni mínum sem kom út í vor hefur að geyma lög eftir Guðmund en diskur með verkum eftir Tavener er væntan- legur á næsta ári. Það er ótrúlegt hvað Hilmar Örn hefur áorkað miklu með kammerkórnum ásamt öllum hinum tónlistarhópunum sem hann hefur haft á sinni könnu. Barna- og kammerkór Biskups- tungna undir hans stjórn hefur hlotið verðskuldaða athygli og var boðið að koma og syngja á heimssýningunni í Japan fyrir ári. Þá eru ótaldir allir þeir tón- listarmenn sem hann hefur æft með og fengið til að koma fram í Skálholti til að fá aukna breidd í tónlistarflutninginn þar, tólista- runnendum til mikillar ánægju. Þrátt fyrir mikla vinnu sem felst í því að stjórna kór eins og Kammerkór Suðurlands sem leit- ast við að flytja metnaðarfulla söngdagskrá hefur hann unnið þetta starf eingöngu áhugans og ánægjunnar vegna. Við félagarnir í Kammerkór Suðurlands teljum það forréttindi að syngja undir stjórn Hilmars Arnar. Hann er mikill músíkant sem fer með okkur í einhverjar aðrar víddir í túlkun sinni á tón- listinni. Hilmar Örn er í okkar huga samofinn Skálholtsstað. Skálholtsstaður verður ekki samur án Hilmars Arnar. Okkur félögunum í Kammer- kór Suðurlands finnst engin rök- studd ástæða fyrir uppsögn Hilm- ars Arnar Agnarssonar úr starfi organista í ljósi öflugs tónlistar- starfs sem hann hefur unnið í Skálholtskirkju. Með brottrekstri Hilmars Arnar finnst okkur ekki bara vegið að honum heldur öllu því starfi sem Kammerkór Suð- urlands hefur unnið í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar. Við skorum því á stjórn Skálholts að draga uppsögn Hilmars Arnar til baka svo hið blómlega tónlistarlíf í Skálholti megi halda áfram að blómstra í framtíðinni undir hans stjórn og Kammerkór Suðurlands geti áfram tekið þátt í því. Höfundur er formaður Kammer- kórs Suðurlands. Brottrekstur Hilmars Arnar Að mati greinarhöfundar hefur eina innlegg Samfylkingar í málinu verið kjökur yfir því að hafa ekki fengið nógu miklar upplýsingar á meðan hið við- kvæma og sögulega samninga- ferli átti sér stað. Félagar kórsins eru harmi slegnir yfir uppsögn Hilmars Arnar úr starfi organista í Skálholti og eru undrandi, sárir og reiðir yfir þessu miskunnarleysi, yfirgangi og niðurlægingu í garð Hilmars Arnar í skjóli endurskipulags tónlistarstarfs. GYLLTI SALUR Sími 578 2009 / www.hbveitingar.is FORRÉTTIR Mareneruð síld með reyktum og létt sýrðum tómötum / Karrý síld með kartöflubitum og eplum / Mareneruð síld í rauðbeðu og rjómaosts kremi / Einiberja og dill grafinn lax með estragon kremi / Reyktur lax með piparrótar sýrðum rjóma / Kremuð villisúpa, bragðbætt með íslenskri villibráð / Hörpuskeljar- og rækjusalat í kryddjurtaolíu / Grísalæri að norðan, verkuð á spænska vísu og framreitt á okkar máta / Hreindýrapylsur innbakaðar í jólabakstrinum „einiber, negull, kanill“ / Heit lifrakæfa með sveppum og beikoni / Hreindýrabollur í einiberja kryddaðri villiberjsósu / Langtíma elduð andalæri, lauksulta og appelsínugljái. AÐALRÉTTIR Hangikjöt að norðan með uppstúf og kartöflum / Hamborgar- hryggur, brúnsósa sem og kartöflur kenndar við sama lit / Léttreyktir og steiktir saltfisksbitar með fennel, lauksultu og hvítlauks kryddjurta mauki / Ofnbakaður lax mareneraður með „súrsuðum radísum með chilli og wasabi soy“ bakaður í bananalaufi / Purusteik, kalkúnn (fylling), dádýr, kengúra, nautavöðvi, létt reykt önd. MEÐLÆTI Flatbrauð „kryddað“ / Nýbökuð brauð og smjör / Rúgbrauð / Rauðkál með jólakryddum og rauðvíni / Eplasalat / Heimalöguð sulta / Sæt kartöflumús með eplum og koriander. EFTIRRÉTTIR Ris à la mandle / Jólaglögg !!! / Volg eplakaka með kanil / Panna cotta með jarðaberjum, lime og vanilli olíu / Súkkulaðidrumbur bragðbættur með stjörnuanis / Villiberjasósa. JÓLAHLAÐBORÐÁ HÓTEL BORG JÓLAHLAÐBORÐ Í GYLLTA SALNUM Á HÓTEL BORG HEFST 23. NÓVEMBER. PANTAÐU NÚNA. STRÁKARNIR Á BORGINNI Helgi Björns og Bergþór Pálsson skemmta gestum af sinni alkunnu snilld meðan á borðhaldi stendur, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. P IP A R • S ÍA • 6 0 3 3 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.