Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2006, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 06.10.2006, Qupperneq 68
 6. október 2006 FÖSTUDAGUR36 menning@frettabladid.is ! Það verður varla um það deilt að klassísk tónlist á í vök að verjast um þessar mundir. Ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. Titillinn á nýlegri bók gagnrýnandans Normans Lebrecht, Who Killed Classical Music?, segir allt sem segja þarf. Klassísk tónlist er ekki bara í dauða- teygjunum heldur liðið lík og ekkert eftir nema að finna sökudólginn. En er ástandið í alvöru svona slæmt? Vanmetin klassík Einn helsti vandinn sem klassísk tónlist stendur frammi fyrir nú til dags er að þeir sem stjórna menningarumræðunni – m.a. fjölmiðlar, markaðsfræðingar og auglýsingastofur – vanmeta stórlega áhrif og vinsældir klassískrar tónlistar. Nýlega var greint frá könnun á vegum Gatwick Express um hvaða tónlist farþegarnir vildu helst heyra meðan á lestarferðinni stóð. Markaðsfulltrúi fyrirtækisins viður- kenndi að niðurstöðurnar hefðu komið sér í opna skjöldu: Holiday með Madonnu og Árstíðir Vivaldis voru jöfn í efsta sæti, og þegar tónlist- arsmekkur fólks var kannaður nánar kom í ljós að 29% farþega vildu heyra popptónlist, 28% klassík og 23% rokk. Annað dæmi: Í júní 2005 kynnti BBC vefsíðuna „The Beethoven Experience,“ þar sem hlust- endur gátu halað niður sinfóníum Beethovens án endurgjalds. Á einni viku voru 1.369.893 eintök sótt á síðuna, margfalt fleiri en búist hafði verið við. Er hægt að draga einhvern lærdóm af þessu? Einhver óvæntasti smellur norrænnar samvinnu var sjónvarpsþátturinn Kontrapunktur sem samanstóð af sex tónlistarspekingum sem reyndu að bera kennsl á mörg hundruð ára gömul tónverk. Hvað gerði það að verkum að ótrúlegur fjöldi fólks af öllum þjóðfélagshópum horfði á þennan þátt? Var það „keppnin“ sem skipti máli? Ísland: 5, Danmörk: 3? Ég held raunar ekki. En þeir sem stjórna fjölmiðlaumræðunni virðast hafa ákveðið að það sé bara „fréttnæmt“ ef einhver er fyrstur eða fljótast- ur, eins og sömu lögmál gildi í tónlistinni og í fótbolta eða skriðsundi. Fyrirsagnirnar gætu raunar orðið býsna skondnar: „Nýtt heimsmet: Ashkenazy spilar mínútuvalsinn eftir Chopin á 46 sekúndum!“ Nei, magn og hraði eru ekki grundvallarviðmið í klassískri tónlist og þess vegna verður hún útundan í allri umræðu. Gæði eru ekki fréttnæm. Píanókeppnir og raunveruleikasjónvarp En vilji menn taka þennan pólinn í hæðina er nóg af keppnum í klass- íska geiranum þótt það fari lítið fyrir þeim hér á landi. Eurovision- samstarfið snýst til að mynda ekki bara um söngvakeppnina sem allir þekkja. Evrópskar sjónvarpsstöðvar halda líka viðamikla keppni fyrir unga hljóðfæraleikara á tveggja ára fresti. Hún hefur meira að segja stundum verið sýnd í Sjónvarpinu, en þá yfirleitt seint á kvöldin og fær litla umfjöllun. Og af hverju er aldrei sýnt frá Van Cliburn keppn- inni – einni frægustu píanókeppni heims, þar sem sumir keppendur sýna ógleymanlega stjörnutakta á meðan aðrir láta bugast af álaginu? Það þarf stáltaugar til að taka þátt og útsendingar frá keppnum á borð við Van Cliburn eru bæði æsispennandi og bráðskemmtilegar. Nú þarf bara einhver íslenskur dagskrárstjóri að átta sig á því að klassísk tón- list er eitt besta raunveruleikasjónvarp sem til er. Auðvitað liggur vandinn ekki bara hjá fjölmiðlum. Miðaverð á klassíska tónleika er til dæmis allt of hátt, ekki síst fyrir námsmenn og ungt fólk sem er hlustendahópur framtíðarinnar – eða ekki. Tón- leikahaldarar um allan heim keppast nú við að finna leiðir til að laða til sín yngri hlustendur. Metropolitan-óperan í New York ætlar að senda út í kvikmyndahúsum og opnunarsýning starfsársins, Madame Butterfly, var nýlega sýnd beint á risaskjá á Times Square. Það kostar jafnmikið fyrir nemendur í Berlín að fara í bíó og að sjá bestu söngv- ara heims syngja í Staatsoper. Það verður spennandi að sjá hvort sam- bærilegar tilraunir verða gerðar á Íslandi næstu misserin. Í það minnsta virðist sem það sé fullt af fólki sem nennir að hlusta á klass- íska tónlist. Það bíður bara eftir rétta tækifærinu. Hver nennir að hlusta? MEÐ Á NÓTUNUM Árni Heimir Ingólfsson skrifar um klassíska tónlist Í Landnámssetrið í Borgar- nesi sækir fólk á öllum aldri sér fræðslu og skemmtun af ýmsum toga. Langvinsæl- ust er þó leiksýningin Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson. Uppselt er á allar sýningar í október og lýkur þeim þá á þessu ári, þar sem Benedikt hverfur til annarra verkefna. Hann vinnur nú sem leikstjóri í Borgarleikhús- inu og að kvikmynd eftir eigin handriti. Sýningin verður tekin upp á ný á næstu vormánuðum og er þegar farið að selja miða á sýningar í apríl. Fastasýningar Landnámsset- ursins, um landnám Íslands og um Egilsögu, hafa einnig vakið athygli gesta en farið er í gegnum sýningarrými með hljóðleiðsögn sem tekur um hálftíma í flutningi. Einnig er boðið upp á sérstaka leið- sögn fyrir börn sem hefur mælst einkar vel fyrir. Gestum býðst einnig að rölta um söguslóðir í nágrenninu í fylgd Kjartans Ragnarssonar sem hefur skipulagt ævin- týralegan ratleik í fótspor Þor- gerðar Brákar og Skalla-Gríms sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í og látið reyna á glámskyggni sína og minni. Sýningarnar eru opnar virka daga frá kl. 11-17 og 11-20 um helgar. Nánari upplýsingar er að finna á www.landnams- setur.is Fádæma vinsældir, fræðsla og fjör Leikarar, fimleikafólk og kraftajötnar leiða saman hesta sína, í bókstaflegum skilningi, í reiðhöll Gusts á sunnudag þegar hin risa- vaxna karnivalsýning, Þjóð- arsálin, verður frumsýnd. „Þetta er spunaleiksýning sem byggir á háþróaðri leikhúshönn- un og flottri hestasýningu,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir, leikstjóri verksins og helsti hugmynda- smiður þess. „Undanfarin ár hef ég sett upp nokkrar spunasýning- ar þar sem ég hef búið til handrit- ið ásamt leikurunum. Við höfum tekið fyrir ákveðin mál sem brenna okkur á hjarta og í þetta sinn varð íslenska þjóðarsálin fyrir valinu. Þetta er frasi sem er oft notaður á tyllidögum en við vildum rýna í hvað þetta er og hvort það sé raunverulega ein þjóðarsál á Íslandi.“ Fimm leikarar leika fulltrúa ólíkra þjóðfélagshópa og í gegn- um karnívalið, skrautsýningar, hestasýningar og mikið drama, er reynt að bregða ljósi á hvort þessar manneskjur eiga eitthvað sameiginlegt og hvað bindur þær saman. „Mannlífið í allri sinni mynd kemur fram í karnívalinu, bæði fallegu hliðarnar og þær ljótu. Þetta er heilmikil ádeila en áhorfendum er látið eftir að draga sínar ályktanir í lok sýn- ingar,“ segir Sigrún Sól. Þetta er sannkölluð risasýn- ing og á sér vart fordæmi hér á landi. Alls taka um 50 manns þátt í sýningunni; fyrir utan leikar- ana kemur fimleikafólk og kvennakór við sögu auk þess sem atvinnuknapar lána hesta og skipuleggja hestasýninguna. Þau hafa verið við stífar æfingar síð- astliðnar fimm vikur en hug- myndavinnan hefur staðið frá því í vor. Sýningin er einkafram- tak og Sigrún Sól segir að það hefði verið ógjörningur að setja hana upp án sjálfboðavinnu, styrkja og bakhjarla. „Margir lögðu til vinnu sína listarinnar vegna, sem er ómetanlegt. Þá fengum við myndarlegan styrk frá menntamálaráðuneytinu, Kópavogsbær og hestamannafé- lagið Gustur lögðu til reiðhöllina og Landsbankinn er bakhjarl sýningarinnar. Án stuðnings þeirra allra hefði þessi sýning ekki orðið að veruleika.“ Árni Pétur Guðjónsson, Harpa Arnardóttir, Jóhann G. Jóhanns- son, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Árni Salómonsson fara með aðal- hlutverkin og Sigrún Sól er alsæl með leikhópinn. „Þetta er ótrú- legt fólk. Margir hefðu spyrnt við fótum þegar þeir heyrðu að það væri ekkert handrit og þeir þyrftu að búa til persónurnar frá grunni. En þau, eins og aðrir í sýningunni, lögðust á eitt svo boltinn hélt áfram að hlaða utan á sig. Ég held að ég geti að minnsta kosti lofað því að það fer enginn ósnortinn af þessari sýningu.“ Þjóðarsálin verður sýnd í reið- höll Gusts í október og fram í nóvember og Sigrún Sól bendir á að það sé betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. „Ég held að fólk ætti að reyna að tryggja sér miða strax því salan hefur þegar farið vel af stað og það er orðið uppselt á nokkrar sýningar.“ Nánari upplýsingar um sýn- inguna og miðapantanir má finna á vefsíðunni einleikhusid. is. bergsteinn@frettabladid.is Þjóðarsálin í reiðhöllinni ÚR ÞJÓÐARSÁLINNI Alls taka 50 manns úr ýmsum stéttum þátt í sýningunni, sem er risastór í smíðum. SIGRÚN SÓL Í karnívalinu birtist mannlíf- ið í allri sinni mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL > Dustaðu rykið af... ...ljóðunum í skúffunni. Hver veit nema kveðskapurinn sé dýrari en þig minnti, myndmálið litríkara og togstreitan dýpri? Leiði upprifjunin hins vegar hið gagnstæða í ljós er kannski eins gott að farga leirburðinum sem allra fyrst. KL. 19 Caput tónlistarhópurinn heldur tónleika í Salnum í Kópavogi. Stjórnandi er Guðni Franzson og Marta Halldórsdóttir syngur einsöng. Á efnisskrá eru verk eftir tónskáld á borð við Laurie Radford, Seppo Pohjola og Ana Sokolovic. Tónleikarnir eru hluti af Norrænum músíkdögum sem standa núna yfir. ����������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������� ����������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.