Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 69

Fréttablaðið - 06.10.2006, Page 69
FÖSTUDAGUR 6. október 2006 37 [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Færeyski tónlistarmaðurinn Högni Lisberg hefur vakið töluverða athygli fyrir þessa fyrstu plötu sína, sem kom út í föðurlandi hans á síð- asta ári. Var hún meðal annars valin plata ársins á færeysku Planet-tón- listarhátíðinni. Högni hélt tónleika hér á landi á færeyskum dögum fyrr á árinu og síðar í þessum mánuði treður hann upp á Iceland Airwaves-hátíðinni. Morning Dew er ljúf plata þar sem Högni er aðallega í rólegheita gírnum, svipuðum þeim sem náung- ar á borð við Jeff Buckley, Damien Rice og Jack Johnson eru þekktir fyrir. Högni tekur hér einnig sína útgáfu af lagi Dylans, All Along the Watchtower, sem hann skilar alveg hreint prýðilega frá sér. Lagið byrj- ar rólega en fer síðan í góðan rokk- gír, þar sem Högni er ekki síður á heimavelli eins og sannast í fleiri lögum, til dæmis Léla. Það er greinilegt á þessari plötu að Högni er glimrandi góður og fjöl- hæfur tónlistarmaður sem gæti náð langt í framtíðinni. Þessi fyrsta plata er flott byrjun hjá þessum unga Færeyingi. Freyr Bjarnason Flottur Færeyingur Fyrsta Sequences-myndlistarhá- tíðin verður haldin í Reykjavík dagana 13. til 28. október. Yfir 140 listamenn frá tuttugu þjóðum taka þátt í þessari miklu hátíð. Sequences er alþjóðleg hátíð þar sem sjónum er beint að líð- andi stund, myndlist sem líður í tíma, eins og vídeólist og hljóð- list. Á hátíðinni verður myndlist sett í samhengi við aðra miðla, einkum hljóð og gjörningalist. Hátíðin fer fram víða í miðborg Reykjavíkur, ekki einungis í söfn- um og galleríum, heldur verða viðburðir hátíðarinnar einnig utandyra og á óhefðbundnum sýningarstöðum. Stór hópur alþjóðlegra og íslenskra listamanna tekur þátt í þessari einstöku hátíð. Verndari hátíðarinnar er Dorrit Moussai- eff forsetafrú. Fyrsta Sequences-hátíðin DORRIT MOUSSAIEFF Forsetafrúin er verndari alþjóðlegu myndlistar- hátíðarinnar Sequences. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leikstjórinn Martin Scorsese er að vinna að heimildarmynd um hljómsveitina The Rolling Stones. Mun hann meðal annars kvik- mynda tvenna tónleika sveitarinn- ar í New York undir lok þessa mánaðar. Ekki er vitað hvort myndin fjallar um allan feril Sto- nes eða bara nýjustu tónleikaferð sveitarinnar, A Bigger Bang. Scorsese gerði síðast heimild- armynd um Bob Dylan sem bar heitið No Direction Home og fékk hún mjög góðar viðtökur. Scorsese við stjórnvölinn Skáldsagan Ógæfusama konan eftir bandaríska rithöfundinn Richard Brautigan er komin út í íslenskri þýðingu Gyrðis Elíasson- ar. Þetta er síðasta skáldverk Brautigans sem samdi tíu skáld- sögur, sendi frá sér níu ljóðasöfn og eitt smásagnasafn áður en hann batt enda á líf sitt, 49 ára gamall árið 1984. Ógæfukonan er skráð sem dagbók ferðalangs og hefur öll höfundareinkenni Brautigans, frumlegan stíl og ísmeygilegan húmor. Þetta er fjórða skáldsagan eftir Brautigan sem kemur út á Íslandi í þýðingu Gyrðis. Bókafor- lagið Uppheimar gefur bókina út. Síðasta skáld- verk Brautigans ROLLING STONES Leikstjórinn Martin Scorsese er að gera heimildarmynd um The Rolling Stones. HÖGNI LISBERG: MORNING DEW NIÐURSTAÐA: Fín plata frá Færeyingnum Högna Lisberg. Virðist vera jafnvígur á rólegheitapopp og hressandi rokk og ról. 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.