Tíminn - 05.01.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 5. janúar 1979 Ástandið í íran stórbatnar: Olíuverkamenn mæta aftur til vinnu og ný stiórn sýnist sigurstrangleg — Oliuverkamenn neita þó aö flytja út olíu fyrr en keisarinn veröi fluttur út Teheran/Reuter— Iranskeisari skipaði formlega í em- bætti í gær nýjan forsætisráðherra, Shapur Baktiar, og einníg nýjan yfirmann hersins og umdæmisstjóra hers- ins í Teheran samkvæmt herlögum, en sá sem.aeandi embættinu áður hvarf úr landi í samráði við keisarann Umræddur hershöföingi, Gholamali Oveissi, mun hafa veriö andvigur stjórnarmyndun Baktiar og beitt áhrifum sinum á keisarann til aö beita frekara valdi hersins til aö kveöa niöur óeiröir i landinu. Þegar hann ekki fékk vilja sinum framgengt hvarf hann úr landi og sagöi af sér og þykir sá atburöur draga úr líkum á valdaráni hersins i landinu, sér- staklega eftir aö keisarinn skipaö; eftirmann hans, hershöföingjann Najimi-Naini, sem þykir frjáls- lyndur. óstaöfestar fréttir herma aö ERLENDAR FRETTIR Umsjón: Kjartan Jónasson Keisarinn tveir aörir harölinu-hershöföingj- ar hafi sagt af sér ásamt Oveissi og þessir þrir hafi veriö hvaö lik- legastir til aö reyna valdarán hersins I landinu auk þess sem þeir hafi lagt hart aö keisaranum aö hverfa ekki úr landi, ekki einu sinni um stundarsakir. Af mörgum er nú taliö liklegra aö keisarinn fallist á aö hverfa úr landi um stundarsakir, en hinn nýi forsætisráöherra, Baktiar, leggur ríka áherslu á aö hann geri svo. Baktiar mun væntanlega kynna ráöuneyti sitt á laugardag- inn og þingiö mun þá greiða at- kvæöi um traust á rikisstjórnina en þar sem þaö hefur þegar aö miklum meirihluta þegar fallist á Baktiar sem forsætisráöherra þykir óliklegt annaö en þaö muni veita rlkisstjóra hans traust. Enn þykir þaö benda til vel- farnaöar fyrir hina nýju rikis- stjórn aö Baktiar mun hafa tryggt sér vinsælan hermálaráöherra I annars borgaralegri stjórn en sá er hershöföinginn Fereidoun Jam, fyrrverandi yfirhershöfö- ingi I andinu og siöar ambassador á Spáni. Hann hefur búiö I London slöastliðiö ár en er nú kominn heim til Irans og hefur fallist á aö gegna ráöherraembættinu. Fereidoun Jam þessi er einlægur lýöræöissinni og frá yfirstjórnar- árum hans I hernum I Iran á hann marga trausta fylgismenn þar. Þá var I gær staðfest af for- manni iranska ollufélagsins, Abdullah Entezam, aö oiuverka- menn heföu samþykkt aö koma aftur til starfa og hefja oliu- vinnslu að minnsta kosti til heimaþarfa. Oliuverkamennirnir vilja þó enn ekki leyfa útflutning ollu og segjast ekki vilja né geta flutt út oliu fyrr en þeir geta flutt út keisarann. Harðnandi bardagar í Kambodíu — og kalt áróðursstrlð milli Kambodiu, Vietnam og Kína Genf/ Reuter — Rauði krossinn bauð i gær aðstoð sína við að miðla málum í stríðinu í Kambodiu þar sem her stjórnarinnar á í illvígum bardögum við uppreisnar- menn sem sagðir eru studdir af Víetnömum Eru bardag- arnir nú hvað harðastir norðaustur og ekki mjög langt frá höfuðborginni Phnom Penh. Talsmenn Rauöa krossins sögðu gær aö þeir væru aö koma sér I beint samband viö stjórnina I Kambodiu, stjórn Vletnam og hreyfingu skæruliöa I Kambodlu. Stjórn Kina, sem undanfariö hefur verið þögul um gang mála I Kambodiu, réöst I gær aö Vlet- nömum og haföi uppi svipaöan málflutning og stjórn Kambodlu um að Vletnamar væru potturinn og pannan I þessu strlöi og mark- miö jjeirra væri aö ná allri Kam- bodiu á sitt vald. Af ummælum aö ráöa I málgagni kinversku stjórn- arinnar mátti ráöa aö hún byggist viö haröari bardögum á næstunni. Talsmaöur Bandarlkjastjórn- ar, Hodding Carter, hefur látiö hafa eftir sér aö stjórn Bandarikj- anna telji ekki réttlætanleg af- skipti annarra rikja af bardögun- um I Kambodiu. Hafa Kinverjar enda ekki enn sem komiö er haft bein afskipti af bardögunum en þeir hafa aö undanförnu látiö Kambódiumenn hafa mikið af vopnum og 20 þúsund Klnverjar eru sagöir I Kambodlu, stjórninni og hernum til trausts og halds. A þingi Sameinuöu þjóöanna I gær neituðu Vletnamar ákærum Kambodiumanna um aö þeir stæöu aö baki uppreisnarmönn- um og beröust jafnvel meö þeim. Sagöi fulltrúi Vietnam aö hér væri aöeins um aö ræöa tilraunir Kambodiustjórnar til að hafa áhrif á almenningsálitið I heimin- um sér I hag og um leiö dylja hversu sterk andstaöa væri I landinu sjálfu gegn stjórninni. Þá sagöi vietnamski talsmaöurinn aö Kambodlumenn væru ekki annað en verkfæri i höndum útþenslusinnaös Klnaveldis en af hálfu Kambodiustjórnar hefur einmitt verið sagt þaö sama um Vitnama, en þá að þeir væru handbendi sovéskrar útþenslu- stefnu. Forseti öryggisráðs Samein- uöu þjóöanna mun I dag ræöa viö talsmenn rfkjanna i tengslum viö þá kröfu Kambodiustjórnar að öryggisráöiö fordæmi árásar- stefnu Vletnama. Schmidt Callaghan d’Estaine Carter Hinir fjórir stóru í hitabeltisloftslagi — Ræða meðal annars varnar- og afvopnunarmál Brussel-Saint Francois/Reuter — Jimmy Carter Bandaríkjaforseti, Giscard d'Estaing Frakklands- forseti, Helmut Schmidt kanslari V-Þýskalads og James Callaghan forsætisráðherra Bretlands, konur þeirra og börn komu í gær í boði Frakklandsforseta saman í ríku- lega búnum sumarleyfisstað á eynni Guadaloupe þar sem hitabeltisloftslagið leikur um þau. Að sögn er engin áætlun til aö fara eftir en rlkisleiötogarnir varöir gegn óprúttnum frétta- mönnum og aðskotadýrum og svo aö þeim búiö aö þeir geta rætt saman hvar sem er á svæöinu og hvenær sem er. Fyrirfram er þó búist viö aö þessi frjálsa ráöstefna sem standa á I nokkra daga sé likleg til aö valda einhverjum pólittsk- um vatnaskilum og fastlega búist viö að varnarmál V-Evrópu veröi ofarlega á baugi og það sem hefur veriö nefnt ógnun af völdum sovéskrar hernaöaruppbygging- ar. Nú þegar Salt 2 er á lokastigi veröur og væntanlega hugaö aö undirbúningi Salt 3 sem sam- kvæmt fyrirfram geröri áætlun á aö ganga mjög langt i takmörkun almennrar vopnaframleiöslu. Eru Evrópurikin fremur uggandi um hvaö út úr Salt 3 kunni aö koma og óttast aö varnarhags- munir þeirra kunni aö veröa út- undan I samningum stórveldanna þó varnir Bandarikjanna veröi eftir sem áður allvel tryggöar. M.a. er sagt aö nær öll vopn Nato byggist á vetni og kjarnorku og veröi samiö um verulega tak- mörkun og eyöileggingu sllkra vopna eigi V-Evrópurlkin lltiö eftir af vopnum en Sovétríkin þeim mun byrgari af almennum vopnum sem ekki tengjast vetni og kjarnorku. Kissinger for- dæmir hern- aðarumsvif Kúbu París/Reuter — Fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sagði í frönsku sjónvarpsviðtali í gær að hernaðarleg af- skipti Kúbumanna vfða um heim væru ólíðandi og bæri að stöðva. Ráðherrann fyrrverandi gaf sterklega i skyn, aö ef ekki á annan hátt, bæri aö stööva þessi afskipti Kúbumanna meö valdi. Hann sagöi, aö þaö, aö lltiö rlki I Karablahafi eins og Kúba gæti sent hermenn um allan heim til aö vinna gegn hagsmunum Vesturveldanna, heföi mjög mikla pólitíska þýöingu og Vesturveldin gætu ekki áfram liöiö slikt enda stofnaöi þaö friö- samlegum samskiptum I hættu. Þá sagöi Kissinger aö hægt heföi veriö aö stööva Kúbumenn I Angóla og jafnvel I Eþlóplu en mundi nú erfiðara og þó yröi aö stööva þá. 1 viötalinu viö frönsku sjón- varpsmennina fjallaöi Kissing- er einnig um íran, friöarviöræö- ur Egypta og Israelsmanna og afvopnunarmál. Aöspuröur um vopnasölu Vesturlanda til Kina kvaöhann hana sjálfsagöa I hófi en varaöi viö þvl viöhorfi aö Vesturveldunum væri I lófa lag- iö aö etja Klna gegn Sovétrlkun- um og beita þau þannig þrýstin- gi. Sagöi Kissinger aö deilumal Klna og Sovétrlkjanna væru á þeim grundvelli aö Vesturveldin gætu þar litil áhrif eöa afskipti haft. Kissinger

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.