Tíminn - 05.01.1979, Qupperneq 5
Föstudagur 5. janúar 1979
Rikisstjórnin ákveður opinberar stuðningsaðgerðir við iðnaðinn:
Innborgunarskylda á innflutt
húsgögn og innréttingar
t samræmi viö samstarfsyfir-
lýsingu rikisstjórnarinnar hefur
aö undanförnu veriö unniö aö þvi
fyrir forgöngu iönaöarráöu-
neytisins aö móta tillögur um aö-
geröir til aö bæta samkeppnis-
stööu islensks iönaöar. Er þar um
aö ræöa almennar aögeröir sem
snerta iönaöinn sem heild og sér-
tækar aögeröir sem varöa ein-
stakar greinar.
1. Eftirfarandi aögeröir hafa
þegar veriö ákveönar:
Framlenging 2 0/00 iönaöar-
gjálds.
Frumvarp til laga um breytingu á
lögum um Iöntæknistofnun ts-
lands hefur veriö samþykkt á Al-
þingi. Gera löginráö fyrir þvi aö
innhieimta svonefnds iönaöar-
gjalds sem nemur 2 0/00 — 2 af
þúsundi — launa i iönaöi veröi
framlengd um 1 ár. Meö þessu
móti fæst aukiö fjármagn til iön-
þróunaraögeröa sem nemur tekj-
um af gjaldinu, eöa um 70 M .kr. á
ári.
Innborgunarskylda á innflutt
húsgögn og innréttingar.
Til mótvægis viö ört vaxandi inn-
flutning húsgagna er ætlunin aö
stuöla aö sérstöku átaki sem
örvaö gæti útflutning i þessari
grein og bæta þannig upp þá
markaöshlutdeild sem tapast
gætiviöaukinninnflutning. Til aö
gefa ráörúm til frekari aölögunar
i þessari grein veröur tekin upp
innborgunarskylda á innflutning
húsgagna og innréttinga. Gert er
ráö fyrir aö innborgunarskyldan
veröi 35% af andviröi innfluttra
vara ög veröi féö bundiö til 3ja
mánaöa. Fyrirhugaö er aö inn-
borgunarkerfi þetta gildi i 2 ár og
veröi afnumiö i áföngum.
Afnám innborgunarskyldu á hrá-
efni til iönaöar.
Viö útgáfu greiösluheimilda á
hráefnum til iönaöar veröi felld
niöur innborgunarskylda sú sem I
gildi hefúr veriö og numiö hefur
10-25% af andviröi innfluttrahrá-
efna.
2. í athugun eru eftirfar-
andi verndaraðgerðir,
sem m.a. tengjast tekju-
öflun til iðnþróunar:
Hækkun jöfnunargjalds á sam-
keppnisvörur.
Skv. lögum nr. 83/1978 var,
tekiö; upp 3% jöfnunargjald á
innfiutning flestra þeirra vara,
sem falla undir ákvæöi aöildar-
— Afnám innborgunarskyldu
á hráefni til iðnaðar
samnings Islands, aö EFTA og
viöskiptasamnings viö EBE.
Rökin fyrir þessari gjaldheimtu
voru aö hérlendis væri lagöur
söluskattur á ýmis aöföng
iönaöar, en i flestum löndum
EFTA og EBE væri lagöur á
viröisaukaskattur. Nú hefur veriö
ákveöiö aö láta fara fram athug-
un á forsendum fyrir hækkun
jöfnunargjalds meö þaö aö mark-
miöi aö hækka þaö aö höföu sam-
ráöi viö EFTA og EBE. Leiöi sú
athugun i ljós aö réttmætt sé aö
hækka jöfnunargjaldiö, er gert
ráö fyrir aö tekjum af hækkun
þess veröi variö til sérstakra iðn-
þróunaraögeröa.
Gjald á innflutt sælgæti, kex og
brauövörur.
1 athugun er aö leggja sérstakt
uppbótargjald á innflutt sælgæti,
kex og brauövörur. Tekjum af
gjaldiþessuveröi variö til iönþró-
unaraögeröa.Frásama tima yröi
horfið frá niðurgreiöslum á
undanrennu- og mjólkurdufti til
sælgætisiönaöar og innflutaingur
þessara vara gefinn frjáls.
Heimild til aö fresta tollalækk-
unum á fatnaöi og skóm.
Lagt hefur veriö fyrir Alþingi
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um tollskrá o.fl.sem kveö-
ur á um aö fresta megi eöa aftur-
kalla um tiltekinn tima toHalækk-
anir á innfluttum fatnaöi og skóm
frá löndum utan EFTA og EBE.
3. Aðrar aðgerðir á
undirbúningsstigi:
Endurskoöun reglna um afuröa-
og rekstrarlán.
Innan skamms munu veröa
teknar upp viöræöur viö Seðla-
banka íslands og viöskiptabank-
ana um endurskoðun á gildandi
reglum um endurkaup afuröa-
lána iönaöarins svo og aö settar
veröi ákveönari reglur um svo-
kölluð rekstrarlán til iönfyrir-
tækja. Munu þessar viöræöur
miöa aö því aö rýmka frá þvi sem
veriö hefur lánafyrirgreiöslu
bankakerfisins til samkeppnis-
iönaöar.
Stefnumörkun um innkaup opin-
berra aöila.
Rlkisstjórnin mun beita sér fyrir
aö settar veröi reglur um innkaup
Nato veitir
styrki til um-
hverfismála
Atlantshafsbandalagiö
(NATO) mun á árinu veita
nokkra styrki til fræöirann-
sókna á vandamálum er snerta
opinbera stefnumótun á sviöi
umhverfismála. Styrkirnir eru
veittir á vegum nefndar banda-
lagsins, sem fjailar um vanda-
mál nútimaþjóöfélags.
Eftirgreind fjögur verkefni
hafa veriö valin til samkeppni
aö þessu sinni:
(a) Aögeröir rikisstjórna til
þess aö stuöla aö skynsamlegri
nýtingu efna og náttúruauöæfa.
(b) Stefna i orkumálum: hag-
nýtir valkostir.
(c) Aætlanir um nýtingu lands
meö tilliti til verndunar land-
búnaðarsvæða.
(d) Opinber stefna og
kostnaður einkaaöila vegna not-
kunar á salti til aö þiöa Is af
vegum.
Styrkirnir eru ætlaöir til
rannsóknastarfa i 6-12 mánuöi.
Hámarksupphæö hvers styrks
getur að jafnaöi oröiö 220.000
belgiskir frankar, eöa rösklega
2.280.000 krónur.
Gert er ráö fyrir, aö um-
sækjendur hafi lokiö háskólapr-
ófi.
Umsóknum skal skilaö til
utanrikisráöuneytisins fyrir 31.
márs 1979 —og lætur ráöuneytiö
i té nánari upplýsingar um
styrkina.
opinberra aöila og miöi þær aö
því aö beina opinberum innkaup-
um til innlendra framleiöenda
svo sem fært þykir. Veröi opinber
innkaup m.a. notuð til aö stuöla
aö vöruþróun og nýsköpun i
iönaði.
Verölagsmál samkeppnis-
iönaöar.
Verölagsmál samkeppnisiönaöar
verðitekin til endurskoöunar meö
þaö að markmiöi aö álagningar-
heimildum veröi breytt frá þvi
sem nú er.
Málefni skipaiönaöarins.
1 athugun eru máletai skipa-
smiðastöövanna, m.a. meö tilliti
til fjármögnunar vegna nýsmiöa
svo og meiriháttar viögeröa og
endurbóta. Ekki verði veitt heim-
ildfyrir erlendri lántöku til breyt-
inga eöa viðgeröa á skipum
erlendis fyrr en aö undangenginni
öflun á tilboöum innanlands.
Auk þeirra tillagna sem hér
hefur veriö lýst er nú unniö aö
gerö langtimastefnu um iönþróun
á vegum samstarfsnefndar um
iönþróun sem iönaðarráöherra
skipaöi s.l. haust. Aö fengnum
tillögum þeirrar nefndar mun
ráöuneytiö væntanlega leggja
fram á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um eflingu iönþróunar
á Islandi.
H
GREIÐENDUR
vinsamlega veitið ef tirfarandi
erindi athygli:
Frestur til aö skila launamiðum
rennur út þann 19. ianúar.
Það eru tilmæli embættisins til
yðar, að þér ritið allar upplýsingar
rétt og greinilega á miðana og
vandið frágang þeirra. Með því
stuðlið þér að hagkvæmni í opin-
berum rekstri og firrið yður
óþarfa tímaeyðslu.
RÍKISSKATTSTJÓRI